Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Tímapantanir 534 9600 Heyrn · Hlíðasmári 11 201 Kópavogur · heyrn.isHEYRNARÞJÓNUSTA Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Klæðningin hefur farið af á um 50 metra kafla en ekki á öllum veginum. Það var aðeins helmingurinn af ann- arri akreininni sem fór. Nú er búið að gera við þetta til bráðabirgða með því að moka upp í kantinn og veginn. Það verður ekki hægt að malbika þarna fyrr en það fer að hlýna í apríl eða maí,“ sagði Bjarni Jón Finnsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal, um skemmdir sem urðu á þjóðveginum á Skeiðarársandi vegna asahláku um helgina. „Það var ekki hlaup sem olli þessu. Vatnselgurinn flæddi yfir veginn. Ræsin höfðu ekki undan. Það hefur aðeins einu sinni komið fyrir síðan ég byrjaði hjá Vegagerðinni árið 1977 að klæðningin fer vegna hláku. Helgin var að því leyti óvenjuleg.“ Langdregin snjóatíð Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum, segir langvinn snjóalög hafa tekið upp í vætutíðinni um helgina. „Nú er snjórinn farinn og vegur- inn auður. Hér var úrhellisrigning í hartnær sólarhring. Löngum kafla er því lokið. Það er ef til vill ekki svo snjóþungt en það hefur verið snjór á jörðu samfellt síðan í desember og út janúar. Það er óvenjulegt. Ég hef bú- ið hér alla ævi og man ekki eftir svona ástandi í seinni tíð. Maður er satt að segja orðinn hálfleiður á þessari vestanátt þegar hún er hér. Hún er aldrei skemmtileg.“ Komu í veg fyrir stórtjón Ólafur segir viðbúnað koma í veg fyrir tjón. „Það óx mikið í Svaðbæl- isánni í umhleypingunum. Í þessum töluðum orðum eru tvær gröfur að grafa við brúna og þar er kominn stærðarinnar haugur. Gröfumenn- irnir hafa verið að í sólarhring og eiga lof skilið. Forsenda þess að Suð- urlandsvegur hefur ekki rofnað er að vel hefur verið hugsað um að grafa frá brúnni neðan þjóðvegar. Það hef- ur varnað tjóni að halda ánni í far- vegi sínum. Ef hún hefði flætt yfir bakka sína og á túnin hefði það vald- ið stórtjóni. Hún er kolsvört askan sem er mokað upp úr farveginum. Áin tekur með sér efnið sem lagðist í hana í gosinu í Eyjafjallajökli,“ sagði Ólafur um ellefuleytið í gærkvöldi. Hlýtt var í veðri um allt land um helgina og fór hitinn í 15,2 stig á Siglufirði, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Úrkoma var mest á Kvískerjum eða 97,8 mm. Jökulhlaup varð í Gígjukvísl en það þótti ekki áhyggjuefni. Þá var óvissuástandi vegna snjóflóðahættu aflýst á norðanverðum Vestfjörðum í gærmorgun. Umhleypingar bera fram gosefni  Sólarhringsmokstur við Svaðbælisá Morgunblaðið/Þorgeir Sigurðsson Vatnavextir Gröfumenn tryggðu að Svaðbælisá flæddi ekki upp úr farvegi sínum í umhleypingunum um helgina. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Formlegar meirihlutaviðræður eru enn ekki hafnar í Kópavogi en funda- höld á milli fulltrúa Samfylkingar- innar, Vinstri grænna og Sjálfstæð- isflokksins héldu áfram í gærkvöldi. Fulltrúarnir ætla að funda með sínu baklandi í dag en ekki hefur verið ákveðið um framhald viðræðna. Flokkarnir funduðu síðast óform- lega sín á milli á föstudagskvöldið en á laugardag og fyrrihluta dags í gær funduðu fulltrúar þeirra hver um sig með sínu baklandi áður en viðræðum var haldið áfram um sexleytið í gær- kvöldi. Erfitt að vinna hraðar Fulltrúar flokkanna vildu ekkert tjá sig efnislega um hvað fór fram á fundinum eftir að honum lauk á tí- unda tímanum en voru þó sammála um að hann hefði verið gagnlegur. „Þessi fundur var nauðsynlegur og góður. Það kom margt fram á honum. Við fórum yfir málin og velt- um við steinum. Nú fara allir og tala við sitt bakland á morgun [í dag]. Það er erfitt að vinna þetta hraðar,“ sagði Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, í samtali við Morgunblaðið að fundi loknum. Hún segist vera bjartsýn á við- ræðurnar og að þær séu á réttri leið. Ekki hafi verið settur neinn tíma- rammi um hvenær viðræðunum eigi að vera lokið. „Það er of snemmt að segja til um það,“ segir hún. Hver með sínar áherslu Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, segir að það velti á því hversu vel gangi hjá flokkunum að vinna heimavinnuna innan eigin raða hvenær viðræðunum verði haldið áfram. „Flokkarnir mættu hver með sín- ar áherslur. Sums staðar skildi tals- vert mikið á milli, annars staðar var lítið sem skildi á milli og í enn öðrum tilfellum voru þeir með sömu áhersluatriðin,“ segir Ármann sem vill ekkert tjá sig efnislega um fund- inn í gærkvöldi. Enn er ekki hægt að tala um form- legar viðræður um myndun meiri- hluta á milli flokkanna þriggja að sögn Ármanns en fólk sé að reyna að nálgast hvað annað og það sé gert af fullum heilindum. „Við skildum þannig að skiptum að þetta væri ekki óvinnandi vegur að brúa þetta bil,“ segir hann. Viðræðurnar enn ekki orðn- ar formlegar  Ræða framhaldið í baklandinu í dag  Ekki óvinnandi vegur að brúa bilið Ræða um meirihluta » Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, L-listans og Næstbesta flokksins sprakk þegar fulltrúi síðastnefnda flokksins sleit samstarfinu um miðjan mánuðinn. » Ágreiningur var um hvernig staðið var að uppsögn Guð- rúnar Pálsdóttur bæjarstjóra. » Bæjarstjórn Kópavogs er skipuð ellefu bæjarfulltrúum. Saman hafa sjálfstæðismenn, Samfylking og VG átta bæj- arfulltrúa. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sjópróf vegna togarans Hallgríms SI-77 sem sökk í sjónum fyrir utan Noreg á miðvikudag eru hafin. Að sögn Inga Tryggvasonar, formanns rannsóknarnefndar sjóslysa, er þeg- ar byrjað að afla gagna hér heima um skipið. Meirihluti gagnanna sé hins vegar í Noregi hjá björgunar- aðilum og á nefndin enn eftir að fá þau í hendur. Ekki hefur enn verið rætt við skipverjann sem bjargað var en hann kom til landsins á föstudag. Ingi segist vonast til þess að sjópróf- inu verði að mestu leyti lokið í næsta mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarmiðstöð Suður-Noregs sem hafði umsjón með björgunar- aðgerðunum á miðvikudag hefur allri leit að skipinu og líkum sjó- mannanna þriggja sem fórust verið hætt. Þá berst ekki lengur neyð- armerki frá slysstaðnum. Bíða gagna frá björgunaraðilum Sigurður Ægisson Bryggja Hallgrímur SI-77 í höfn. Sigurður Sigmundsson, gröfu- maður hjá Suðurverki, hefur ásamt félögum sínum haft í nógu að snúast síðustu miss- eri vegna vatnavaxta í Svað- bælisá í sandinum undir Eyja- fjöllum. „Ég byrjaði að setja nýja garða við ána eftir eðjuflóðið frá jöklinum fyrir tveim árum. Síðan er ég búinn að vera þarna meira og minna. Það koma iðulega hlaup í ána. Þá er allt undir, túnin, lendurnar, þjóðvegurinn og brúin sem við erum að reyna að verja... Ætli ég hafi ekki byrjað klukkan hálfþrjú í nótt [fyrrinótt].“ – En ertu hræddur, einn á gröfunni við ána í myrkrinu? „Nei, nei. Það held ég ekki. Það er að vísu svolítið óhugnanlegt að fást við hana um miðjan vetur í náttmyrkri. Hún er stundum óhugnaleg áin. En ég er ekki lífhræddur,“ sagði Sigurður Sigmundsson. Óhugnaður við mokstur í náttmyrkri ANNIR HJÁ GRÖFUMANNI Ung kona sem ekið var á við Hörpu í miðborg Reykjavíkur á sjöunda tímanum í gærkvöldi virtist hafa sloppið vel og var líkleg til út- skriftar þegar rætt var við lækni á slysadeild Landspítalans á ellefta tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu voru tildrög slyssins óljós en farið var með kon- una á slysadeild Landspítalans. Slapp vel úr bílslysi við Hörpu Tilkynnt var um reyk frá íbúð á Rauðarárstíg á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þegar slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins kom á vettvang reyndist pottur hafa gleymst á eldavél en íbúðin var mannlaus. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virtist ekki hafa orðið mikið tjón. Pottur gleymdist á eldavél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.