Morgunblaðið - 30.01.2012, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.01.2012, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 sonar fallega innbundna frum- útgáfu ljóðmæla Bjarna. Sig- urður gerðist félagi í Lionsklúbbnum Ægi og var þar forseti þegar mikilvægar ákvarðanir voru teknar varð- andi Sólheima í Grímsnesi en klúbburinn hefur styrkt starf- semi þeirrar stofnunar í ára- tugi. Stuðningur klúbbsins gerði gæfumun enda var þar um heila húseign að ræða sem hýsti stóran hluta starfseminn- ar á þeim tíma. Sigurður og Guðný unnu listum og góðum bókum, heimili þeirra bar þess merki, ekkert of eða van, mál- verk og list nákvæmlega á þeim stað er þeirra naut best. Sig- urður og Guðný voru gæfunnar hjón, ávallt tílbúin að gleðja og gefa með sinni útgeislun. Sig- urður var óvenju heilsuhraustur alla tíð nema síðasta ár var hon- um erfitt. Sigurður lagði gjörva hönd á margt á sínu langa ævi- skeiði, ávallt til góðs bæði fyrir ástvini og samferðafólk sitt. Vinir hans þakka honum fyrir þá einstöku tryggð er hann sýndi þeim alla tíð og lúta höfði í þögn. Gleðistundir með Sig- urði verða ekki fleiri en minn- ingin lifir, með djúpstæðum söknuði kveðjum við Sigurð og sendum innilegustu samúðar- kveðjur til ástvina hans. Þórir Jónsson. Það var haustið 1958, sem fundum okkar Sigurðar bar fyrst saman. Við gengum þá í Lionsklúbbinn Ægi og vorum þar virkir félagar upp frá því. Félagar í klúbbnum hafa beðið mig að flytja samúðarkveðjur til fjölskyldunnar og þakkir til Sig- urðar fyrir frábær störf í klúbbnum. Það var svo ekki fyrr en við Þóra fluttum í fjöl- býlishúsið Breiðablik, sem veru- leg vinátta varð með okkur hjónunum. Þau Guðný Anna og Sigurður voru þar næstu nágrannar okk- ar og nánari vinir eftir því sem árin liðu. Leið varla sá dagur að við hefðum ekki samband. Seinni árin sóttum við svo fundi saman í Ægi. Ég sá Sigurð raunar fyrst á landsmóti skíða- manna á Akureyri, líklega árið 1943, glæsilegan ungan mann, þar sem hann varð Íslands- meistari í skíðastökki, en stökkstíll hans var einstakur. Þau hjónin voru miklir Siglfirð- ingar, enda alin þar upp til full- orðinsára. Fylgdust þau náið með Siglfirðingum, enda heima- hagarnir þeim ákaflega kærir. Þar ólst Sigurður upp og starf- aði einmitt á sídarárunum. Það hýrnaði nú heldur yfir honum og glampi kom í augun þegar hann rifjaði upp umsvifin á síld- arárunum. Lýsti hann því þegar fjörðurinn hans fylltist af er- lendum og íslenskum skipum með fullfermi dag eftir dag og bærinn iðaði af lífi og fjöri. Sigurður lauk námi við Versl- unarskólann og starfaði fyrst hjá Útvegsbankanum á Siglu- firði og síðan skrifstofustjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins í samtals 15 ár, eða þar til þau fluttu suður. Hann var fullur af fróðleik um lífið á Siglufirði á þessum uppgangstímum. Skömmu eftir að þau hjónin fluttu suður byggðu þau fallegt hús í Arnarnesinu, en heimili þeirra var glæsilegt enda vel hugsað um allt. Í Reykjavík starfaði Sigurður í heilan ára- tug sem framkvæmdastjóri Hafskipa. Dugnaður hans og út- sjónarsemi fleytti félaginu áfram í harðri samkeppni. Síðan keypti hann Alþjóða- líftryggingafélagið og stýrði af miklum dugnaði um margra ára skeið eða allt til þess að hann seldi félagið og settist í helgan stein. Þótt hann hætti vinnu var hann vakinn og sofinn með hug- ann við þjóðlífið, bæði þjóðmál og viðskipti. Hann fylgdist ákaf- lega vel með enda mjög tölug- löggur. Við höfðum gjarnan þann sið að setjast við gluggann með frábæru útsýni yfir Foss- voginn og umhverfi og ræða al- mennt um þjóðmálin og það sem var að gerast í þjóðfélag- inu. Þótti okkur á stundum ærið nóg um. Sigurður var einstakur láns- maður í einkalífi. Hann giftist frábærri konu, Önnu Guðnýju Þorsteinsdóttur, sem bjó honum óvenjuvinalegt og fallegt heim- ili. Þau eignuðust þrjú mann- vænleg börn, sem vöktu yfir heimilinu og velferð gömlu hjónanna. Síðan komu sex barnabörn, sem lífguðu upp á tilveruna. Síðustu 20 árin bjuggu þau hamingjusamlega í Breiðabliki, virt og vinmörg. Að leiðarlokum færi ég Guðnýju og fjölskyldu mínar innilegustu samúðar- kveðjur með þakklæti fyrir óvenjuánægjulega vináttu. Minningin um vaskan dreng- skaparmann mun lifa. Tómas Árnason. Ég kynntist honum fyrst þegar hann kenndi mér bók- færslu í Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar sem þá var til húsa á loftinu í Siglufjarðarkirkju, en sú staðsetning mun trúlega með eindæmum, en svona var þetta og lukkaðist ágætlega. Sigurður var góður kennari, sérstaklega prúður og hógvær með alveg einstaklega fágaða framkomu en náði samt tilætluðum ár- angri. Síðar kynntumst við ennþá betur því örlögin fléttuðu okkur fjölskylduböndum. Hann sótti sína glæsilegu eiginkonu Guðnýju Þorsteinsdóttur í hús foreldra hennar að Aðalgötu 9 á Siglufirði og ég mína fyrri konu Önnu í sama hús, en hún var uppeldissystir Guðnýjar og frænka að skyldleika. Og enn lágu leiðir okkar saman, þegar Sigurður og Guðný fluttu til Reykjavíkur þá keyptu þau sér íbúð í húsinu að Rauðalæk 40 en þar höfðum við Anna fest kaup á íbúð nokkrum árum fyrr. Sigurður ólst upp á Siglufirði á þeim árum þegar síldveiðar skópu landinu okkar ómældar tekjur. Athafnalífið í þessum innilokaða bæ (á þessum árum var ekkert vegasamband við Siglufjörð) var engu öðru líkt. Síldin var söltuð og síldin var brædd og vinnufúsar hendur úr öllum landshornum þyrptust til bæjarins á hverju vori og unnu hlífðarlaust allt sumarið og öfl- uðu tekna til framfærslu og/eða til að kosta skólagöngu og allir voru glaðir og ánægðir. Ekki spillti það ánægjunni að um hverja helgi fylltist bærinn af innlendum og erlendum sjó- mönnum sem áttu helgarfrí og nutu þess. Þegar haustaði fór utanbæj- arfólkið til síns heima en bæj- arbúar tóku fram skíðin sín, enda snjóaði yfirleitt snemma og skíðabrekkurnar voru óspart notaðar. Þegar fjöllin höfðu hjúpast hvítri mjöll, þá voru síð- kvöldin ógleymanleg er öll víð- áttan sindraði í mánaskini. Þetta var töfraheimur. Við eig- um þessar minningar saman, þær gleymast ekki. Sigurður lagði gjörva hönd á margt. Hann var bókari við Út- vegsbankann á Siglufirði, hann var skrifstofustjóri Síldarverk- smiðju ríkisins, hann var fram- kvæmdastjóri skipaútgerðar, hann stofnaði og rak líftrygg- ingafélag og allt lék í höndum hans. Hann var farsæll í rekstri sínum og öðrum fyrirmynd. Hann var verðleikamaður, víð- sýnn og hæfileikaríkur og hann var einstakur fjölskyldufaðir. Hans verður sárt saknað. Nú á kveðjustund þökkum við fyrir samfylgdina og send- um ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Hreinn Sumarliðason og fjölskylda. ✝ Ingólfur Árna-son fæddist að Sogabletti 13 (nú Rauðagerði) í Reykjavík 31. des- ember 1931. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk í Reykjavík 13. janúar 2012. Foreldrar Ing- ólfs voru hjónin Ólafía Guðrún Helgadóttir frá Patreksfirði, f. 10. sept. 1900, d. 6. apríl 1954, og Árni Árnason frá Hurð- arbaki í Flóa, f. 23. apríl 1893, d. 30. ág. 1977. Ingólfur var fjórði í röð átta systkina: Ingi- björg, f. 22. okt. 1924, maki Hörður Hafliðason f. 4. mars 1923, d. 17. sept. 1982, Helgi, f. 14. feb. 1926, d. 6. maí 1990, gekk í Laugarnesskóla. Að loknu námi þar hóf hann nám í Iðnskólanum í Reykjavík og Landsmiðjunni og lauk sveins- prófi í vélvirkjun árið 1952. Hann hóf þá nám í Vélskóla Ís- lands og útskrifaðist þaðan ár- ið 1955. Ingólfur fór til Detroit í Bandaríkjunum sama ár og lauk þar þungavinnuvéla- námskeiði hjá General Motors verksmiðjunum. Ingólfur vann hjá Íslenskum aðalverktökum, Vélsmiðjunni Dynjanda, Vél- smiðjunni Trausta, þar sem hann vann meirihluta starfs- ævinnar, og lauk henni hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ing- ólfur var mikill skíðamaður og stundaði skíðaíþróttina frá unga aldri. Hann var Ármenn- ingur eins og flest systkini hans. Útför Ingólfs fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 30. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. maki Þorbjörg Kjartansdóttir, f. 13. sept. 1935, Guðrún Árnadóttir Femal f. 29. okt. 1928, d. 31. des. 2002, maki Harold Femal, f. 1920, d. 13. janúar 2003, Þuríður, f. 23. júlí 1933, maki Júlíus Jón Daníelsson, f. 6. jan. 1925, Sig- urður, f. 31. nóv. 1934, maki Vibeke Jónsson, f. 9. apr. 1941, Arnheiður, f. 23. ágúst 1937, maki Theodór Óskarsson, f. 18. maí 1936, Halldóra, 10. des. 1941, maki Benedikt Sveinn Kristjánsson, f. 13. okt. 1947. Ingólfur ólst upp hjá for- eldrum sínum í Sogamýri í stórum systkinahópi. Hann Elskulegur móðurbróðir okk- ar, Ingólfur sem við kölluðum oftast Ingló er látinn, áttræður að aldri. Hann var einn átta systkina sem eru einstaklega samheldinn hópur. Ingólfur bjó með afa og Dóru móðursystur í Sogamýrinni. Seinna fæddist svo Ásgeir sonur Dóru sem varð sannkallaður sólargeisli í lífi afa og Ingólfs. Þegar Dóra og Ásgeir fluttu tók Ingólfur áfram mikinn þátt í lífi þeirra. Í Sogamýrina lögðum við systkinin oft leið okkar enda bjuggum við í nágrenninu. Frænda okkar varð ekki barna auðið en við systkinabörn hans vorum alltaf velkomin og áttum hann öll að. Þegar við komum í heimsókn tók hann okkur alltaf fagnandi, gaf sér tíma fyrir okk- ur og talaði við okkur eins og fullorðnar manneskjur. Mikill gestagangur vina og ættmenna einkenndi heimilið. Þar mættust gamli og nýi tíminn, þangað komu m.a. systur afa spariklæddar í upphlut og bræð- ur hans úr Flóanum sem lá nú hátt rómur, tekið var í spil og málin rædd. Ingló eyddi mörgum stundum úti í bílskúr að dytta að einhverj- um bílnum enda mikill áhuga- maður um bíla. Hann smíðaði sér líka forláta jeppa upp úr „bodyi“ af Willys-jeppa. Ófáar ferðirnar fórum við með honum á jepp- anum sem var fagurblár og rúm- góður fyrir krakkahópinn. Í þá daga gátu fimm manna bílar tek- ið miklu fleiri krakka, sumir sátu að vísu í farangursrýminu en það fór vel um alla. Við eldri systurnar áttum það til að hringja í Ingló eldsnemma um helgar og vekja hann til þess að biðja hann um að skutlast með okkur á skíði. Fyrstu árin var farið í Jósepsdalinn og svo síðar í Bláfjöllin. Oftast varð hann við þeirri bón en þó kom fyrir að hann bað okkur um að hringja aftur eftir smástund en þá var hann að ná áttum eftir ball á Sögu. Við skildum það vel því hann þurfti jú að skemmta sér og reyna að ná sér í kærustu. Alltaf tók hann okkur ljúflega enda hafði hann gaman af því að fara á skíði, var góður skíðamaður eins og systkinin öll. Það var gott bókasafn á heim- ilinu, ekki stórt en góðar bók- menntir. Ingló var vel lesinn og var alltaf að glugga í bækur og blöð og miðla fróðleik til okkar. Gott var að eiga hann að þegar velja þurfti bók í íslenskunám- inu. Ingólfur var fæddur á gaml- ársdag og með aðstoð systra sinna hélt hann lengi þeim sið að halda fínar afmælisveislur fyrir stórfjölskylduna. Þetta voru veislur sem byrjuðu á kaffiboði um miðjan dag og svo var kvöld- matur gleði og glens. Afmælis- barnið átti það til að taka kósakkadans okkur til ánægju. Um síðustu áramót var 80 ára afmæli Ingólfs fagnað með veislu. Hann var hress og á þeirri stundu áttum við ekki von á því að hann myndi kveðja svona fljótt. Síðasta árið dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Mörk, þar bjó hann við einstaklega gott at- læti og frábæra umönnun. Eftir að heilsu Ingólfs hrakaði voru yngstu systur hans Heiða og Dóra helstu bakhjarlar hans og sýndu honum mikla umhyggju. Að leiðarlokum viljum við systkinin þakka Ingólfi fyrir all- ar ómetanlegu stundirnar sem við áttum með honum. Auður, Guðrún, Kristjana, Björk og Bárður. Mikið var ég heppinn að Ing- ólfur var frændi minn. Alveg frá því að ég man eftir mér var hann stór hluti af lífinu. Ég var skírður í höfuðið á honum. Ingólfur var sá sem þú komst til þegar eitthvað bjátaði á eða sá fyrsti sem þú hafðir samband við þegar eitthvað frábært gerðist. Ég hringdi fyrst í Ingólf frænda þegar dætur mínar fæddust, til að segja honum tíðindin. Þegar ég keypti nýjan bíl fór ég beint heim til hans eða í vinnuna til að sýna honum hann. Ingólfur var akkerið í tilverunni, það var hægt að tala við hann um allt, oft hafði hann góð ráð sem dugðu vel. Ingólfur bjó í rauðu húsi í Rauðagerði sem var ævintýra- heimur. Stór lóð þar sem rækt- aðar voru kartöflur og rabbabari. Úr rabbarbaranum var búin til sulta sem dugði stórfjölskyld- unni allan veturinn. Þar var burstabær, kofi sem notaður var sem kartöflugeymsla, en var sem stórbýli fyrir okkur börnin. Þar uxu há tré sem gaman var að klifra í og víðáttumiklir rifsberj- arunnar sem gáfu af sér ríkulega uppskeru. Hvergi var betra að vera þeg- ar sólin skein, það var einhvern- veginn alltaf besta sólin hjá Ing- ólfi. Ingólfur var vélsmiður, eða réttara sagt gullgerðarmaður, í skúrnum hans var blásið líf í hluti sem aðrir höfðu dæmt ónýta. Það var mikið leitað til hans og ef Ingólfur hafði ekki ráð þá var það endastöðin – ekk- ert gat bjargað. Í þau fáu skipti sem Ingólfur frændi skipti skapi var þegar illa gekk að koma einhverju í lag, þá blótaði hann hressilega. Ég eyddi stórum hluta af unglings- árunum hjá Ingólfi að gera við skellinöðrur, mótorhjól og bíla. Hann smíðaði eldhúsinnrétt- inguna heima hjá okkur þegar fjölskyldan flutti úr sveitinni á mölina. Ingólfur frændi var einhleyp- ur og átti enga afkomendur. Hann kom úr stórum systkina- hópi og var uppáhaldsfrændi okkar systkinabarnanna. Ingólf- ur var sérlega barngóður og hafði endalausa þolinmæði gagn- vart okkur krakkaskaranum. Mínar sælustu minningar eru þegar ég var hjá Ingólfi frænda eitthvað að bralla. Seinna flutti hann svo í Ara- hóla þar sem gott var að koma við og fá kaffisopa og ræða mál- in. Konan mín var svo heppin að fá að kynnast Ingólfi og varð þeim vel til vina. Síðustu árin dvaldi Ingólfur á elliheimilum og það var mér afar sárt að sjá þennan besta vin minn og læri- meistara hverfa smátt og smátt vegna ægilegs sjúkdóms. Ingólfur Júlíusson. Ingólfur frændi minn bjó í Rauðagerðinu þegar ég var barn. Ingólfur var móðurbróðir minn og hann bjó með afa og Dóru systur sinni. Fjölskylda mín bjó fyrir norðan og við fórum reglu- lega suður í heimsókn. Það var heilmikill búskapur í hverfinu, margir voru með hænur og mat- jurtagarða, og lóðin í Rauðagerði var stór. Þar var kartöflurækt, rabarbari, rifsberjarunnar. Hús- ið í Rauðagerðinu var fyrst bara lítill skúr skilst mér, en alltaf bættist við það og þegar hér var komið sögu var það orðið stórt. Það var tvær hæðir, uppi bjuggu Ingólfur og Dóra og Árni afi niðri. Á gömlu lóðinni standa nú tvö einbýlishús, en húsið sem Ingólfur ólst upp í er horfið. Horfinn er líka bílskúrinn, þar sem Ingólfur dvaldi löngum stundum við ýmiskonar smíði og viðgerðir. Í grenndinni voru að minnsta kosti tvær matvöru- verslanir, sem nú eru báðar horfnar, og hinum megin við göt- una var sælgætisverksmiðja. Ég stóð stundum lengi fyrir utan hana því lyktin af framleiðslunni var svo góð. Í Grundargerðinu ekki langt frá bjó Inga og hennar stóra fjölskylda, og það tilheyrði að fara þangað í labbitúr úr Rauðagerðinu. Reykjavíkurferð- irnar voru alltaf mikil ævintýri og Ingólfur frændi ein af aðal- persónunum. Afi hafði verið kommúnisti, og bæði afi og Ingólfur voru sósíal- istar. Þegar ég varð örlítið eldri fór ég að hafa áhuga á því. Þjóð- viljinn var alltaf keyptur í Rauðagerðinu og ég las hann vandlega þegar ég komst í hann. Þeir feðgar áttu gott bókasafn, þjóðlegan fróðleik, verkalýðs- bókmenntir. Mig minnir að ég hafi rekist á Vor í verum eftir Jón Rafnsson í safninu og ég man vel eftir hvað Ingólfur var hrifinn af Fátæku fólki eftir Tryggva Emilsson. Og svo Bar- áttunni um brauðið. Oft sátum við Ingólfur á spjalli um pólitík eftir að við fluttum suður og þá gáfust fleiri tækifæri til að hitt- ast. Bílskúrinn var alltaf eins, ótrúlega flókinn og margbreyti- legur. Tímarnir breyttust, Dóra var flutt í Breiðholtið og afi orð- inn lasinn. Ingólfur var loks einn eftir í Rauðagerðinu, en alltaf var jafn gaman að koma þangað. Á seinni árum hitti ég Ingólf oft- ast hjá foreldrum mínum, því þau voru nágrannar Ingólfs eftir að hann flutti í Breiðholtið. Ingólfur er mjög sterkur þátt- ur í minningum frá uppvexti mínum og það var alltaf gott að koma til hans. Miðstöð móður- fjölskyldunnar var í Sogamýri og Ingólfur var þar til taks fyrir alla. Vertu sæll, Ingólfur minn, og hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst okkur. Árni Daníel Júlíusson. Margar af mínum fyrstu minningum eru úr Sogamýrinni. Ingólfur átti heima á Sogabletti 13 (seinna Rauðagerði 32). Hann bjó þar lengst af. Gætti hússins og garðsins sem mamma hans og pabbi höfðu byggt og þau systk- inin ólust flest upp í. Við mamma bjuggum í Sogamýrinni þar til ég var fjögurra ára. Eftir að við fluttum var maður oft með annan fótinn í Sogamýrinni hjá Ingólfi. Sama má segja um flest önnur systkinabörn Ingólfs. Þar var oft mikið líf og við börnin lékum okkur um allan garð. Ingólfur var ekki með neitt sérstaklega græna fingur. Það hentaði okkur vel. Ingólfur hafði líka gaman af börnum að leik. Við máttum klifra upp í há og stór tré við hliðina á húsinu, búa til sparkvöll fyrir neðan hús, klifra upp á þak á geymslunni, fara í eltingaleik, feluleik o.fl. Manni leiddist aldrei í Sogamýrinni. Fljótlega fór bíl- skúrinn líka að verða spennandi, en þar hélt Ingólfur sig oft. Ing- ólfur var lærður vélstjóri og járnsmiður og gat smíðað allt mögulegt og ómögulegt. Í bíl- skúrnum voru logsuðutæki, raf- suðutæki, rennibekkur og alls konar verkfæri og dót. Misjafn- lega gagnlegt auðvitað. Sumt ekki til neinna nota gagnlegt reyndar. Annað var hins vegar til góðra nota gagnlegt og man ég að Ingólfur smíðaði eitt sinn for- láta kassabíl aðallega úr járni. Er ég stækkaði fannst mér vanta mótor í kassabílinn. Hann fór ekki nógu hratt. Ingólfur smíðaði þá go kart með mótornum úr garðsláttuvélinni. Honum var síðar skipt út fyrir kraftmeiri mótor og hægt var að slá garðinn aftur! Þetta vakti mikla lukku og var búin til go kart-braut í kring- um húsið. Ingólfur var óþreyt- andi við að aðstoða við endur- bætur og viðgerðir. Svona hélt þetta áfram og leiktækin urðu stærri og aðeins dýrari kannski. Hvort sem það voru moto- cross-hjól, gera upp heilan Wil- lýs 68 árgerð eða skipta um „syncro“ í gömlum Porsche 928 stóð aldrei á Ingólfi að hjálpa. Fyrir það kann ég honum miklar þakkir. Og tímarnir með honum voru yfirleitt skemmtilegir. Hann gat þó tuðað aðeins yfir því hvernig í ósköpunum manni hafði tekist að beygla eða brjóta hitt og þetta sem við vorum að gera við þá stundina. Oftast var hann þó léttur og skemmtilegur að spjalla og segja manni frá gamla Studebakernum sem hann og afi áttu eða aðrar sögur frá því í gamla daga. Þá hafði hann mikinn áhuga á seinni heims- styrjöldinni og sérstaklega flug- vélum. Ég veit t.d. nákvæmlega hvernig heyrðist í breskri Spit- fire-árásarflugvél og þýskri Stuka-sprengjuvél. Ingólfur lýsti baráttu þeirra í háloftunum með miklum tilþrifum og tilheyrandi hljóðum. Ingólfur var barngóður. Fór alltaf vel á með honum og Leó syni mínum. Gafst ekki upp á að leika við Leó og fara í eltingaleik í garðinum hennar mömmu í Breiðholtinu þegar báðir voru þar í heimsókn. Þá fór vel á með Arnhildi konu minni og Ingólfi. Ingólfur hafði alltaf gaman af því að spjalla. Fátt gladdi reyndar Arnhildi mína meira en þegar Ingólfur spurði hana með vorkunnarsvip hvort hún væri nokkuð að horast greyið. Svona munum við minnast Ingólfs. Blessuð sé minning hans. Ásgeir, Arnhildur og Leó. Ingólfur Árnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.