Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 Við þær fréttir að Alþingi hafi sam- þykkt að taka upp mál Geirs H. Haarde vaknaði hjá mér von um að þingmenn gætu nú endurskoðað afstöðu sína. Já, en hvers vegna? Fyrir því eru fjölmargar ástæður. Ég nefni nú bara nokkrar: Að Alþingi sé ákæruvald gagnvart pólitískum andstæðingi stenst ekki grundvall- armannréttindi í réttarríki. Til þess höfum við sérstakan saksókn- ara og aðra dómstóla. Að formað- ur í flokki sem veitt hefur mönn- um frelsi beri ábyrgð, sem þeir hafa misnotað er röng nálgun. Ábyrgðin liggur hjá þeim sem misnotuðu frelsið. Kossfesting árið 2012 Það að ætla að krossfesta einn mann fyrir hrunið er bara al- gjörlega röng nálgun. Með þannig vinnubrögðum afhjúpar Alþingi þau sandkassastjórnmál sem margir þingmenn eru fastir í. Krossfestingin er bara smjör- klípuaðferð meirihlutans til þess eins fallin að kasta ryki í augu kjósenda. Svona vinnubrögð eru ekki sæmandi mönnum í siðuðu nor- rænu velferðarríki. Hvar liggja lausnirnar? Jú, lausnirnar liggja í rauninni við hvert fótmál. Við Íslendingar eigum nóg af hæfu fólki til að leysa úr þessum vandamálum. Ég nefni bara nokkrar sem ég reyndi að koma á framfæri á síðasta landsfundi okkar sjálfstæð- ismanna. Þær eru þessar: Alþingi fari þegar í stað að endurskoða lagaum- hverfi fjármálafyr- irtækja. Svo sem að ef t.d. bankastjóri ætlar að lána verulega háa fjárhæð til einstaks aðila ber honum að kalla saman hluthafa- fund. Setja reglur um krosseignartengsl. Endurskoða eign- arhalds og hlutafjár- félög og margt fleira. Veðsetning Seðla- banka og ríkissjóðs á fjármála- starfsemi kemur aldrei aftur til greina. Við Íslendingar höfum þörf fyr- ir sterkt bankakerfi, sem er í sátt og jafnvægi við þjóðina. Frelsi fylgir ábyrgð og við verð- um að beisla þetta frelsi með ströngu regluverki. Fylgja verður strangri peninga- málastefnu og aðhaldi í ríkisfjár- málum. Fara strax í þá vinnu að endur- skoða viðmiðanir verðtrygging- arinnar. Heimilunum blæðir út. Daglega setja fjölskyldur bú- slóðir sínar í gáma sem eru að flýja land. Þyrnirósarríkistjórnin verður að fara að vakna. Látum það verða okkar fyrsta verk að aft- urkalla kæruna á hendur fyrrver- andi forsætisráðherra okkar. Hefjumst strax handa. Ég er tilbúinn. Landsdómur – Ákall til þingmanna Eftir Svein Halldórsson Sveinn Halldórsson » Það að ætla að kross- festa einn mann fyr- ir hrunið er bara al- gjörlega röng nálgun. Höfundur er húsasmíðameistari og sjálfstæðismaður. Tilefni ofan- greindrar spurningar eru ýmis álit og úr- skurðir sem mennta- og menningar- málaráðuneytið og Umboðsmaður Alþing- is hafa látið frá sér fara til að slá á hendur þeirra sem vinna að forvörnum í fram- haldsskólum. Ekki er nema rúmlega áratugur síðan farið var að sinna forvörnum í fram- haldsskólum að nokkru ráði. Það var gert m.a. með því fela ein- stökum kennurum að sinna þeim verkefnum í litlu hlutastarfi auk- reitis. Markmiðið var að stuðla að heilsueflingu jafnframt því sem skólarnir báru aukna ábyrgð eftir að sjálfræðisaldurinn var færður upp í átján ár. Þær aðferðir sem sýnt þykir að reynist einna best er að nálgast nemendur sem heil- brigða og metnaðarfulla ein- staklinga enda eru þeir það flestir. Út frá þeim útgangspunkti er svo unnið í leik og störfum og reynt að ýta undir þessa þætti. Þessi hug- myndafræði kristallast í hug- myndafræði Heilsueflandi fram- haldsskóla sem 31 framhaldskóli vinnur nú eftir. Ekki er unnið út frá heimsósómakenningum um að unglingar séu allir á leið í drykkju og drabb heldur þveröfugt. Þetta breytir þó því ekki að skól- inn þarf að styðja við og grípa þá sem misstíga sig. Undanfarin ár hafa margir skólar notað áfeng- ismæla á skólaböllum og hefur fyr- irkomulagið við notk- un þeirra verið með ýmsum hætti, stund- um hafa allir nem- endur verið beðnir að blása og stundum til- viljunarkennt úrtak úr hópi þeirra. Þetta varð til þess að mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið sendi skólunum til- kynningu þess efnis að skólum bæri að fara mjög gætilega í notkun áfeng- ismæla „Með því kynnu nemendur að vera útilokaðir frá skóladans- leikjum af þeirri ástæðu einvörð- ungu að neita að undirgangast slíka mælingu, án þess að hafa í reynd brotið gegn fortakslausu banni við áfengis- og vímuefnanotkun.“ Ráðuneytið lætur hins vegar vera, líkt og endranær, að útskýra hvern- ig starfsfólk á að fylgja hinu for- taklausa banni. Jafnframt benti ráðuneytið skarplega á að áfeng- ismælar mældu ekki aðra vímu- gjafa en áfengið og „skal jafnframt horft til þess hvort slíkar mælingar taki jöfnum höndum til þeirra sem kynnu að vera undir áhrifum áfeng- is og/eða annarra vímuefna en mæl- ing í þessum tilgangi þjónar ekki fyllilega tilætluðum árangri nema hún taki til allra þeirra nemenda sem kunna að brjóta gegn hinu af- dráttarlausa banni, ekki aðeins þeirra sem hafa neytt áfengis“. Hér má ætla að ráðuneytið telji að of mikið eftirlit með áfengi ýti undir notkun annarra vímugjafa sem ekki er sama eftirlit með. Þrátt fyrir að áfengi sé langalgengasti vímugjafinn sýna rannsóknir að um 5% framhaldsskólanemenda fikta við önnur efni og þá oftast kanna- bisefni. Í þúsund manna skóla má þá ætla að um 50 nemendur falli undir þann hóp. Að takmarka svig- rúm og möguleika fíkniefnasala til þess að athafna sig innan skólanna er liður í því að verja hag og heilsu nemenda. Hvernig er það best gert? Ein af þeim leiðum sem sum- ir skólar hafa farið er að fá lögregl- una til samstarfs sem meðal annars hefur falist í því að fá fíkniefna- hunda til leitar einstöku sinnum. Þessi leit hefur almennt falist í því að hundarnir hafi gengið um ganga, meðfram fataskápum, inn á salerni o.þ.h. og hafa stundum fundist leif- ar af efnum og ummerki um neyslu og hafa upplýsingar sem þannig hafa fengist nýst vel. Hér má spyrja hvort leit með hundum sé í sjálfu sér gerræðisleg og slæm. Þeir hafa þótt koma að góðum not- um og miklum fjármunum varið í þjálfun þeirra hér á landi. Má þá ætla að það sé meira íþyngjandi að nota þá við leit í skólum en t.a.m. í kringum sjómenn eða ferðamenn? Það er staðreynd að fikt við þessi efni hefst oftast á framhalds- skólaaldri. Ráðuneytið sendi tilmæli til skól- anna þar sem fram kemur að leit með hundum geti ekki talist til eðli- legra forvarna. „Fíkniefnaleit sem framkvæmd er með fram- angreindum hætti er óneitanlega harkaleg aðgerð gegn almennum nemendum sem þar sækja nám og er jafnvel ekki kunnugt um tilefni svo viðamikillar og íþyngjandi leit- ar.“ Umboðsmaður Alþingis taldi tíma sínum vel varið í að kanna þetta mál og tók það upp að eigin frumkvæði og sendi í kjölfarið frá sér álit þar sem fram kemur að húsnæði framhaldsskólanna geti al- mennt ekki talist til almennings- rýmis og því sé óheimilt að nota fíkniefnahunda nema að und- angengnum dómsúrskurði. Hér vakna spurningar hjá ólögfróðum manni eins og mér hvort þetta álit þrengi ekki skilgreiningar á því hvað talist hefur til almennings- rýmis fram til þessa? Að fram- angreindu er ljóst að mennta- og menningarmálaráðuneytið og Um- boðsmaður Alþingis telja að of hart sé gengið fram við forvarnir í fram- haldsskólum. Við vitum að íslenskir unglingar eru upp til hópa metnaðarfullir einstaklingar með skýr framtíðarmarkmið. Við vitum líka að þrátt fyrir það er töluverð unglingadrykkja á framhalds- skólaböllum og að of margir fikta við aðra vímugjafa. Það stendur upp á mennta- og menningar- málaráðuneytið að svara því með skýrum hætti til hvaða úrræða framhaldsskólar mega grípa til þess að lágmarka þann fjölda. Fara framhaldsskólar offari í forvörnum? Eftir Tuma Kolbeinsson » Við vitum að íslensk- ir unglingar eru upp til hópa metnaðarfullir einstaklingar með skýr framtíðarmarkmið. Tumi Kolbeinsson Höfundur er forvarnafulltrúi við Flensborgarskólann og varaformaður Félags framhaldsskólakennara. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Þessi gamli vís- dómur uppeldis er mér hugleikinn þegar hin árlega tannvernd- arvika er gengin í garð. Yfirskrift vik- unnar í ár er sætindi og tannheilsa. Ég hef margoft rætt það við kunningja mína og viðskiptavini af hverju við sækjum svo mjög í sæt- indi. Á unga aldri erum við kynnt fyrir sæta bragðinu, kannski vegna þess að fullorðna fólkinu finnst einhæfur matur ungbarna vera óspennandi og bragðlaus. Þó er það misjafnt hve snemma á lífs- leiðinni við fáum sykur út á grjónagrautinn, fáum sleikjó eða súkkulaðibita. Það er undantekn- ing ef 6 ára barn hefur ekki smakkað sætindi og algengt er að sjá tveggja til þriggja ára börn með bland í poka á laugardögum. Það er líka alvanalegt og þykir nánast eðlilegt að unglingar séu með gos og snúð í skólanesti. Hvar liggur rót vandans? Ég held því fram að þetta byrji allt hjá okkur foreldrum. Flest vitum við hvaða matur og drykkur er okkur fyrir bestu og nýtum þá vitneskju til að velja það besta sem hægt er hverju sinni fyrir heimilið. En af einhverjum ástæð- um slaknar á kröfunum smátt og smátt og allt í einu eru sætindi í föstu og fljótandi formi komin inn á heimilin og orðin hluti af dag- legum máltíðum. Eins mótsagna- kennt og kaldhæðnislegt og það hljómar þá kynnum við sætuna fyrir börnum okkar og venjum þau á sætindin í litlum skrefum. Ef einhver ætlar að sneiða hjá sykri í matarinnkaupum þarf sá hinn sami að lesa gaumgæfilega utan á umbúðir og skilja hvað innihalds- lýsingarnar merkja í raun. Nú er til dæm- is hægt að kaupa ógrynnin öll af mjólk- urvörum sem fólk elst upp við að séu hollustan ein. En þegar vel er að gáð er viðbættur sykur mjög mikill í þorra þessara teg- unda og ekki síst í vörum sem eru sérmerktar fyrir skóla eða krakka. Börnin okkar láta sér fæst lynda hreint skyr eða hreina ab-mjólk og velja, því miður, flest vörur með sætubragði um leið og þau er nógu gömul til að fá ein- hverju ráðið um það sjálf. Áhrif allra þessara sætinda á tennurnar eru þekkt. Sykurinn leggst utan á tennurnar og mynd- ar skán sem límist á yfirborð tannarinnar. Í þessari óhrein- indaþyrpingu eru bakteríur sem nota sykurinn til að nærast og við það súrnar skánin og tönnin undir óhreinindunum byrjar að skemm- ast. Skemmdin gengur svo mis- hratt fyrir sig. Tönn skemmist hraðar ef fólk borðar mikinn syk- ur, borðar á milli mála, hirðir ekki um tennurnar með tann- bursta og tannþræði og einnig hefur munnvatnssamsetning áhrif. Aftur á móti er hægt að hægja á skemmdarferlinu m.a. með góðri munnhirðu og því að sleppa narti milli mála. Hvernig getum við spornað gegn þessari þróun? Hið mikla sætindaframboð neyðir okkur foreldra til að taka tannhirðu barnanna alvarlega og kenna þeim mikilvægi góðrar tannhirðu. Venja þarf börn við að koma til tannlæknis frá þriggja ára aldri og gera heimsókn til tannlæknis tvisvar á ári að eðlileg- um og eftirsóknarverðum viðburði. Hjá tannlækni geta foreldrar og börn fengið upplýsingar og fræðslu um hvaðeina er viðkemur tönnum en einnig kennslu í tann- burstun og tannþráðarnotkun til að sporna gegn tannskemmdum. Mikilvægt er að teknar séu rönt- genmyndir af jöxlum með reglu- legu millibili til að fylgjast með hvort skemmdir séu að myndast milli tannanna. Einnig hefur penslun með flúorlakki mikið for- varnargildi. Kröftugasta vörnin gegn skemmdum er tannþráðarnotkun og tannburstun. Fram að tíu ára aldri er mælst til þess að foreldrar bursti tennurnar fyrir börn sín kvölds og morgna. Gott er að þjálfa upp færni í tannburstun og tannþráðarnotkun smátt og smátt svo að þegar krakkarnir taka við tannburstanum séu þau meðvituð um ábyrgðina sem fylgir verkinu. Börn eru samviskusöm og vilja gera rétt, þau eiga skilið að fá góða handleiðslu þegar um eins dýrmæta eign og tennurnar er að ræða. Munum alltaf að við for- eldrar erum fyrirmyndin. Sætindi og tannheilsa – Ábyrgðin er okkar Eftir Tinnu Kristínu Snæland »Eins mótsagnakennt og kaldhæðnislegt og það hljómar þá kynn- um við sætuna fyrir börnum okkar og venj- um þau á sætindin í litlum skrefum. Tinna Kristín Snæland Höfundur er tannlæknir og foreldri. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morg- unblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lyk- ilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. - nýr auglýsingamiðill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.