Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 30. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. 149 milljóna glæsihús í Garðabæ 2. Lýst eftir 16 ára stúlku 3. Alvarleg líkamsárás á Akureyri 4. Átta ára gítarsnillingur slær í gegn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Nýtt lag smellasmiðsins Valgeirs Guðjónssonar, „Spáný djúsí vinátta“, er snilld, að mati Arnars Eggerts Thoroddsens sem fjallar um veglegan safndisk Valgeirs í grein í Morgun- blaðinu í dag. »37 Valgeir með enn eitt snilldarverkið  Steinunn Sig- urðardóttir fata- hönnuður hefur opnað sýninguna „Tízka – kjólar og korselett“ í Þjóð- minjasafni Ís- lands. Á vef Þjóð- minjasafnsins segir að með ein- stakri innsýn sinni í tískustrauma tuttugustu aldar hafi Steinunni tek- ist að gæða kjólana á sýningunni nýju lífi. »36 Kjólar og korselett í Þjóðminjasafninu  Kristín Ragna Gunnarsdóttir hefur hlotið Dimmalimm, íslensku mynd- skreytiverðlaunin, fyrir myndlýsingar í bókinni Hávamál sem Þórarinn Eldjárn endur- orti. Þetta er í annað sinn sem Kristín fær verðlaunin. Hún hlaut þau árið 2008 fyrir myndskreytingu á bókinni Örlög guðanna. Kristín Ragna fékk Dimmalimm Á þriðjudag Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og rigning eða slydda, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 7 stig. Á miðvikudag Suðvestanátt, 5-13 með skúrum eða éljum, en suð- lægari og talsverð rigning austast framan af degi. Kólnandi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg átt og úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt suðvestanlands undir kvöld. Hiti 0 til 6 stig. VEÐUR Hver átti von á því að Danir myndu standa uppi sem sigurvegarar á Evrópumótinu í hand- knattleik þegar keppni í milliriðlum hófst? Danir voru þá án stiga en þeir unnu fimm síðustu leiki sína á mótinu og hömp- uðu Evrópumeistara- titlinum í annað sinn eftir sigur á heimamönnum í Serbíu í gær. Frábært af- rek hjá Dönum. »4-5 Frábært afrek hjá Dönum á EM Stórmót ÍR í frjálsum íþróttum fór fram í 16. skipti um helgina. Þátttak- endur voru 720 frá 24 liðum en þar af voru 46 keppendur frá Færeyjum. Eitt Íslandsmet í karlaflokki féll en það var Trausti Stefánsson úr FH sem bætti met í 400 metra hlaupi. Nokkur mótsmet voru einnig bætt og góður árangur náðist hjá bæði börnum og unglingum. »3 Eitt Íslandsmet féll á 16. stórmóti ÍR í frjálsum ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir um 30 árum kom George Best til landsins í boði knattspyrnudeild- ar Vals að frumkvæði Halldórs Ein- arssonar í Henson og Baldvins Jóns- sonar. Hann lék hér tvo leiki, með Val og KA, á móti liði fyrrverandi fé- lags síns Manchester United. Þann- ig tengdist knattspyrnugoðið ís- lenskri knattspyrnu og Halldór hefur eflt þessi tengsl. Fyrir um átta árum keypti hann skemil með fót- sporum Best fyrir knattspyrnusafn sitt og í liðinni viku fékk hann loks ljósmynd sem var tekin þegar Best setti fótspor sín á skemilinn. Gáfust ekki upp George Best frá Norður-Írlandi var einn besti knattspyrnumaður sinnar samtíðar og meðal annars kjörinn knattspyrnumaður Evrópu 1968. 1981 lék Best í Bandaríkjunum og þegar lið hans, San Jose, fór í keppnisferð til Bretlands reyndu Halldór og Baldvin að fá Best til að koma til Íslands í leiðinni og spila æfingaleik með Val á móti New York Cosmos. „Við vorum með flugvél til- búna í gangi úti á flugvelli til þess að sækja George Best til Glasgow, en hann þurfti skyndilega að taka við stjórn liðsins, þegar það kom til Skotlands, og því gekk dæmið ekki upp,“ rifjar Halldór upp. Hann minnist þess að á þessum tíma hafi símtöl til útlanda verið óheyrilega dýr. „Ég var í sambandi við flugvöll- inn í Glasgow í um 45 mínútur, þar var reglulega kallað upp, „George Best, símtal í afgreiðslu“, og náði loks í hann þegar hann var kominn á áfangastað.“ Ári síðar fóru Halldór og Baldvin til Birmingham vegna Evrópuleiks Aston Villa og Vals. „Þá kviknaði sú hugmynd hjá okkur að fá Manchest- er United til landsins og fá George Best til þess að spila með Val á móti United. Á þessum tíma var það ekki mikið mál en það gengi ekki í dag að fá Manchester United til þess að spila æfingaleik á Íslandi.“ Best lék síðan með Val á móti United 4. ágúst 1982 og með KA gegn sömu mótherjum kvöldið eftir. Goðsögnin lifir „Þetta gekk allt eins og í sögu, við héldum sambandi, hann sendi mér meðal annars bókina sína og við hitt- umst einu sinni úti, en þegar ég fór að huga að knattspyrnusafninu og vegna þessarar tengingar við George Best vildi ég eignast hluti sem tengdust honum,“ segir Halldór um það hvernig hann eignaðist skemilinn með fótsporum snillings- ins. „Manchester United-búðin í Belfast lagði upp laupana og ég keypti skemilinn af eiganda hennar, en þegar ég spurði um myndir frá viðburðinum var maðurinn ósköp daufur í dálkinn. Ég gafst samt ekki upp og með góðra vina hjálp er málið nú í höfn, um átta árum síðar.“ George Best og fótsporin  Um 30 ára tenging við Halldór Einarsson Ljósmynd/Belfast Telegraph Best í Belfast Goðsögnin markar fótspor sín í plötuna í tilefni opnunar búðarinnar 24. júlí 1993. George Best opnaði Manchester United-verslunina í Belfast form- lega 23. júlí 1993 og markaði fót- spor sín á plötu við það tækifæri. Halldór Einarsson eignaðist skemilinn með plötunni 2004, um ári áður en Best dó 59 ára að aldri 25. nóvember 2005. Erf- iðlega gekk að fá myndir frá við- burðinum. Halldór fékk Ronald Hoy, sem hann kynntist þegar Valur lék við írska félagið Glen- toran í Evrópukeppninni 1977, til að ganga í málið og hann hafði erindi sem erfiði hjá Belfast Tele- graph. „Gripurinn er á vissan hátt einstakur og myndin full- komnar verkið,“ segir Halldór. „Þetta hefur kostað bæði fé og fyrirhöfn en er þess virði.“ Hefur kostað fé og fyrirhöfn MYNDIN OG SKEMILLINN LOKS SAMAN Morgunblaðið/Kristinn Spor Halldór við skemilinn. Serbinn Novak Djokovic fagnaði sigri í einliðaleik karla á opna ástralska mótinu í tennis í Melbourne í gær. Novak hafði betur á móti Rafael Na- dal í hreint mögnuðum úrslitaleik sem lengi verður í minnum hafður. Djokovic varði þar með titil sinn á mótinu. »7 Novak hafði betur í mögnuðum leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.