Morgunblaðið - 30.01.2012, Síða 16

Morgunblaðið - 30.01.2012, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ForystuSamfylk-ingarinnar tókst um helgina að koma í veg fyr- ir umræður og at- kvæðagreiðslu um það hvort halda skyldi lands- fund fljótlega til að kjósa nýja forystu flokksins. Flokks- menn höfðu lagt fram tillögu þess efnis fyrir flokksstjórn- arfund en voru látnir draga hana til baka áður en skarst í odda. Þess vegna liggur ekki fyrir nákvæmlega hversu mikið vantraust flokksstjórn- armanna er í garð foryst- unnar. Augljóst er hins vegar að þó að tekist hafi að þagga nið- ur í hinum óánægðu flokks- mönnum að þessu sinni þá kraumar óánægjan undir niðri og brýst æ oftar fram með ýmsum hætti. Viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur, for- manns flokksins, við þessu eru að grípa til orðaforða sem hún lærði á fyrstu árum sín- um í stjórnmálum, en þá þótti gott á vinstri væng stjórnmál- anna að nota „íhaldið“ sem skammaryrði um pólitíska andstæðinga og veifa því sem grýlu framan í flokksmenn. Efast verður um að þessi for- tíðarþrá formannsins skili miklum árangri í stjórn- málum 21. aldar. En þó að það sé umfram allt broslegt þegar formaður Samfylkingarinnar steytir hnefa og skammast út í „íhaldið“ er fátt broslegt við það samhengi sem hún setti þessa pólitísku grýlu sína í á flokksstjórnarfundinum um helgina. Þegar hún ræddi brestina sem komið hefðu í raðir Samfylkingarinnar vegna landsdóms- málsins og hvatti flokksmenn svo til að láta ekki „íhaldið“ reka fleyg í raðir Sam- fylkingarinnar sýndi hún eina ferðina enn að í hennar huga er eðlilegt að landsdómsmálið sé notað í pólitískum tilgangi og að rétt- lætanlegt sé að láta fyrrver- andi forsætisráherra sæta ákæru í pólitískum tilgangi. Geir H. Haarde fær að líða fyrir það að innan Samfylk- ingarinnar er skortur á sam- stöðu. Samstaðan væri fyrir hendi ef flokknum stýrði formaður sem sæmileg sátt væri um, en fyrst svo er ekki þarf að finna grýlu til að sameina menn gegn. Grýlan er „íhaldið“ og þótt saklaus maður sæti ákæru verður svo að vera til að raðir Samfylkingarinnar rofni ekki endanlega. Ræða Jóhönnu Sigurðar- dóttur um helgina og við- brögð hennar við tillögu um landsfund lýsa mikilli örvænt- ingu formanns sem finnur að hann er að missa tökin. Nú er það ekki aðeins utan- ríkisráðherra sem krefst þess að formaðurinn sitji ekki lengi enn heldur eru kröfur almennra flokksmanna þess efnis að verða æ háværari. Jó- hanna talar enn eins og sá möguleiki sé fyrir hendi að hún fái að leiða flokkinn í gegnum næstu kosningar en ólíklegt verður að telja að flokksmenn séu svo heillum horfnir að þeir taki það í mál. Fyrir liggur að þeir vilja losna við hana, spurningin er aðeins hversu lengi þeir verða að leita eftirmanns. Samfylkingin er að gefast upp á for- manni sínum, en leitar eftirmanns} Fjörbrot formanns Sigurður Bjarnason fráVigur verður jarðsung- inn í dag. Hann setti svip sinn á íslenskt samfélag um miðbik og fram eftir síðustu öld. Hann kom víða við, varð ungur alþingismaður Vest- firðinga og sinnti þeim heimahögum sínum alla tíð af ástríðu, jafnvel eftir að hann hætti á þingi. Samhliða störfum sínum á þingi starf- aði Sigurður á ritstjórn Morgunblaðsins og var um árabil ritstjóri blaðsins, eða allt þar til hann gerðist sendiherra árið 1970. Á Morgunblaðinu fékkst Sigurður Bjarnason einkum við stjórnmálaskrif og þótti mikill fengur að þeim skrif- um eins og fram kom hjá Valtý Stefánssyni þegar Sig- urður var gerður að stjórn- málaritstjóra árið 1953. Um stjórnmálamanninn Sigurð sagði Matthías Jo- hannessen í afmælisgrein um hann sjötugan: „Sem stjórn- málamaður stóð Sigurður Bjarnason vörð um frelsi einstaklinga, sjálfstæði þjóð- ar og menningu. Þetta voru þær stoðir sem skotið var undir sjálfstæðisstefnuna. Þessi arfur er einnig hluti af sögu Morgunblaðsins …“ Enn starfar Morgunblaðið í þessum sama anda og nýtur í því efni þeirrar góðu hefðar sem Sigurður Bjarnason tók þátt í að skapa. Morgunblaðið þakkar störf Sigurðar í þágu blaðsins og vottar eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu samúð. Sigurður Bjarnason frá Vigur H in eilífa hringrás reiðinnar er drif- kraftur Eldhafs, sem frumflutt var í liðinni viku í Borgarleikhúsinu. Það er vítahringur sem þarf að rjúfa. Í þessu áhrifaríka leikriti lýsir læknir voðaverkum sem framin höfðu verið í hefndarskyni og engum þyrmt, jafnvel ekki nýfæddum börnum. Og hver skyldi hafa verið orsökin? „Fyrir tveim dögum hengdu þjóðvarðliðarnir þrjá unglinga, flóttamenn, sem höfðu farið út fyr- ir búðirnar. Og af hverju hengdu þeir þrjá ung- linga? Af því að tveir flóttamenn úr búðunum höfðu nauðgað og drepið stúlku frá þorpinu Kfar Samira. Af hverju nauðguðu þessir náungar stúlkunni? Af því að þjóðvarðliðarnir höfðu grýtt fjölskyldu úr flóttamannabúðunum. Af hverju grýttu þeir hana? Af því að flóttamenn höfðu brennt hús nálægt hæðinni þar sem blóðbergið vex. Og af hverju brenndu flóttamennirnir húsið? Til þess að hefna sín á þjóðvarðliðunum sem höfðu eyðilagt fyrir þeim vatnsbrunn. Og af hverju eyðilögðu þjóðvarðliðarnir vatnsbrunninn? Af því að flóttamennirnir höfðu brennt uppskeru nálægt fljótinu þar sem hundarnir halda sig. Af hverju brenndu þeir uppskeruna? Það er örugglega ein- hver ástæða en minni mitt nær ekki lengra, ég get ekki farið lengra aftur, reiði svarað með reiði, sorg með harmi, nauðgun með morði, allt aftur til upphafs veraldar.“ Í Eldhafi koma við sögu fylgispakir förunautar reið- innar, hefndin og sæmdin. Hvort tveggja þekkjum við úr Íslendingasögunum. „Hvað bíður sinnar stundar en ekki mun þeim för sjá til sæmdar verða,“ sagði Gunnar á Hlíðarenda um Otkel og Skammkel. Er Gunnar hafði vegið þá með Kolskeggi sagði hann: „Hvað eg veit, hvort eg mun því óvask- ari maður en aðrir menn sem mér þykir meira fyrir en öðrum mönnum að vega menn.“ Drápin veittu Gunnari enga ánægju, en þó gat ekki farið hjá því að hann félli sjálfur í bardaga, vígs hans var hefnt, þess vígs var hefnt og svo má áfram telja. Reiði var svarað með reiði. Efniviðurinn samur í leikritum Shake- speares. Eftirminnileg er uppfærsla Oskaras Korsunovas á Rómeó og Júlíu, þar sem töfrar leikhússins voru nýttir til að draga fram eilífa hringrás haturs með táknrænum hætti, böl- um, pottlokum, pitsum, brauði og snúðum – annað eins sjónarspil hef ég hvorki séð fyrr né síðar. Hvað er listin að segja okkur? Af hverju hefur mannlegt samfélag þessa tilhneigingu að festast í vítahring reiði og haturs? Hver í sínu eigin lífi, eins og skáldið sagði: „Og augu vor eru haldin og hjörtu vor trufluð af hefð og lög- grónum vana – að ljúga sjálfan sig dauðan.“ Í grunninn erum við sama þjóðin og hittum okkur sjálf fyrir þegar við látum hatrið og reiðina eftir okkur. Er það ekki höfuðverkefni hverrar kynslóðar að greina þann víta- hring sem hún býr við, hvort sem hún erfir hann frá fyrri kynslóðum eða dregur hann með sér frá fyrri æviskeiðum – og rjúfa vítahringinn? pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Reiði svarað með reiði STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Alls voru 7.269 einstaklingarlögskráðir á 1.443 skip semgerð voru út frá Íslandi íatvinnuskyni í fyrra. Með- alaldur þeirra sem lögskráðir voru var 42 ár. Í fiskiskipaflotanum var lögskráð á 1.364 skip og á þeim voru 6.502 manns, en sumir þeirra voru skráðir í fleiri en eitt pláss yfir árið. Af þessum hópi voru 143 orðnir 70 ára og eldri og langflestir þeirra voru á minni bátum. Ekki er ólíklegt að stór hluti þessa hóps hafi sótt sjó- inn í svokölluðum strandveiðum. 182 konur voru lögskráðar í áhöfnum fiskiskipa í fyrra, 89 þeirra voru á bát- um undir 15 tonnum en fjórar voru á frystitogurum. Þessar upplýsingar koma fram í yfirliti Siglingastofnunar Íslands um lögskráningu sjómanna, en síðasta ár var fyrsta heila árið þar sem skylt er að lögskrá á öll skip sem gerð eru út í atvinnuskyni. Helgi Jóhannesson, for- stöðumaður hjá Siglingastofnun, seg- ir að fram til 1. nóvember 2010 hafi aðeins verið skylt að lögskrá á öll skip yfir 20 brúttótonnum og sem notuð voru í atvinnuskyni, en slíkt hafi ekki þurft á minni báta. Framfaraskref „Þessi breyting var mikið fram- faraskref og stór áfangi í eftirlits- og þá um leið í öryggiskerfi sjómanna,“ segir Helgi. „Nú eru komnir tilteknir lásar í lögskráningarkerfið og sjó- menn fást ekki lögskráðir nema þeir hafi réttindi í stöðuna sem þeir ætla að lögskrá sig í, hafi lokið slysavarna- skóla sjómanna, skipið sé skráð á ís- lenska skipaskrá, með haffæris- skírteini og áhöfnin sé tryggð. Sjómenn komast ekki í gegnum lög- skráningu nema þessar kröfur séu uppfylltar, en áður gat þetta verið lausara í reipunum. Samkvæmt lögum eiga öll skip sem notuð eru í atvinnuskyni að vera búin sjálfvirku auðkenniskerfi skipa (AIS) og gegnum það fylgist vaktstöð siglinga með staðsetningu og siglingu skipanna. Það kerfi leysti af hólmi fyrri tilkynningarkerfi skipa. Þetta kerfi er samtengt lögskráningu sjó- manna og vaktstöð siglinga getur séð strax ef skip lætur úr höfn án þess að mál þess séu í lagi, t.d. varðandi haf- færisskírteini, lögboðna mönnun, réttindi og tryggingar áhafnar. Land- helgisgæslan, sem fer með löggæslu á hafinu, getur þá brugðist við.“ Helgi segir að fram til þessa hafi ekki verið hægt að taka saman töl- fræði um lögskráningar sjómanna þar sem þær hafi verið á mörgum höndum og ekki náð til allra skipa í flotanum. Siglingastofnun hafi því iðulega átt erfitt með að svara spurn- ingum varðandi fjölda, aldur og kyn sjómanna svo dæmi séu tekin. Með nýjum lögum hafi orðið breyting á og stefnt sé að því að taka saman töl- fræði af þessum toga árlega hér eftir. 311 á 33 farþegaskipum Ef rýnt er í yfirlit Siglingastofn- unar kemur í ljós að elstu sjómenn- irnir eru á dráttarskipum og lóðs- bátum, en þeir eru að meðaltali 56-57 ára. Ekki er ólíklegt að til starfa á þeim vettvangi ráðist menn sem hafa áður starfað við fiskveiðar eða í sigl- ingum með tilheyrandi fjarvistum. Á 33 farþegaskipum voru 311 skráðir í áhöfn í fyrra, þar af 78 kon- ur. Farþegaskipin eru mjög mismun- andi að stærð og gerð. Nefna má ferj- urnar Herjólf og Baldur, fjölmarga hvalaskoðunarbáta og minni báta sem sigla með ferðamenn, einkum yf- ir sumartímann. Konur voru 23 í áhöfnum sex rannsóknarskipa, en karlar 113. Á varðskipunum þremur voru 97 lög- skráðir í áhöfnum, þar af sex konur. Í fimm flokkum í yfirliti Sigl- ingastofnunar er aðeins að finna eitt skip, þ.e. eftirlits- og björgunarskip, sjómælingaskip, skólaskip og síðast en ekki síst eitt víkingaskip með þrjá í áhöfn. Lögskráðir á fiskiskipin Fj öl di sk ip a Sj óm en n Ka rla r Ko nu r 70 ár a og el dr i 60 -6 9 ár a 20 -5 9 ár a 15 -19 ár a Fiskiskip undir 15 BT 1.065 2.180 2.091 89 120 293 1.649 111 Fiskiskip 15 BTog yfir 240 3.206 3.163 43 19 237 2.810 138 Fiski-/farþegaskip 14 62 50 12 0 10 45 7 Skuttogari 45 1.889 1.851 38 4 136 1.688 61 Samtals 1.364 7.337 7.155 182 143 676 6.192 317 Skráðir í fleiri flokka -835 Lögskráðir sjómenn 6.502 143 orðnir sjötugir og 182 konur róa til fiskjar Árlega senda skoðunarstofur gúmmíbjörgunarbáta Siglinga- stofnun skýrslu um fjölda gúmmíbjörgunarbáta sem skoð- aðir hafa verið, stærð þeirra og tegundir og yfirlit yfir þá báta sem teknir eru úr notkun. Á síð- asta ári voru samtals skoðaðir á landinu 2.103 gúmmíbjörgunar- bátar af ýmsum gerðum og þar af voru 26 bátar dæmdir ónýtir. Skoðunarstofur gúmmíbjörg- unarbáta hafa m.a. það verkefni að skoða björgunarbáta um borð í skipum. Þær eru sex tals- ins og staðsettar víða um land. Það er hins vegar meðal verk- efna Siglingastofnunar að gera árlega úttekt á skoðun- arstofunum, sem verða að hafa starfsleyfi Siglingastofnunar. http://www.sigling.is 26 dæmdir ónýtir 2.103 GÚMMÍBJÖRGUNAR- BÁTAR SKOÐAÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.