Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 21
Það líkaði afa sérstaklega vel. Í desember síðastliðnum flutti ég heim til afa til að vera honum innan handar í veikind- um hans. Afi var þákklátur fyrir það og sagði að það hefði verið betra en að vinna hvaða lottó- vinning sem er. Á þessum 6 vik- um kynntumst við afi enn betur, við áttum okkar stundir saman, bæði góðar og erfiðar. Þakka ég Guði fyrir þann tíma sem við áttum saman. Afi minn, þú sem varst ömmu Nönnu svo góður í veikindum hennar, þú þarft ekki að hafa áhyggjur, við munum hugsa vel um hana. Elsku afi minn, nú þegar þú ert farinn í þína síðustu flugferð er ég viss um að þú ert kominn í uniformið þitt, gengur um prúðbúinn á sólríkum sumar- degi við tjörnina ásamt fjöl- skyldu og vinum þínum sem þú saknaðir svo. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Megi Guð og englarnir vera hjá þér. Nanna Bryndís Snorradóttir. „Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni, hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævi daga sína.“ (Orðskviðirnir.) Minn kæri fyrrverandi tengdafaðir, afi barnanna minna og vinur minn eignaðist væna konu. Hann þreyttist aldrei á að segja fjölskyldunni og afkom- endum í hverju hans raunveru- lega hamingja væri fólgin. Tutt- ugu dögum áður en hann lést skrifaði hann mér í bréfskorni meðal annars þessi orð: „Ég bjó við þá gæfu alla ævi að eiga Nönnu. Hún gaf mér líf sitt og mikið meira. Það var mitt lán sem ég gat aldrei endurgoldið.“ Nanna er góð, falleg, sönn, kær- leiksrík, broshýr og skemmtileg. Naut ég þeirra sæmdarhjóna í 44 ár. Snorri var ákaflega hreykinn af afkomendum sínum. Var hann góður og hjálpsamur afi. Minningabrotin eru mörg. Í þrjá áratugi borðuðum við rjúpur saman á jólunum. Fegðarnir sáu um að veiða, tengdafaðir minn var hættur að veiða svo fallega fugla eftir því sem hann sagði. Sýnir það kannski þessa mildi sem einkenndi hans far seinni hluta lífs síns. Hann var orðinn auðmjúkur, hlýr og hvers manns hugljúfi. Nanna mín elskuleg sem dvelur á sjúkrastofnun. Hve átakanlegt og sorglegt það hef- ur verið að horfa upp á hana hverfa smám saman. Það skilur það enginn nema sá sem reynir. Snorri sýndi hvaða mann hann hafði að geyma svo um munar. Hann studdi konuna sína á alla lund. Þvílíkt þrekvirki. Með kærleikann að vopni sem fellur aldrei úr gildi. Svo ótrúleg ósérhlífni, í auð- mýkt og vanmætti studdi hann Nönnu sína og hjúkraði með að- stoð fjölskyldunnar. Sótti hann hana heim og keyrði í heimsókn- ir til að göfga andann og njóta samvistar. Á sjúkrastofnuninni lét hann laga gamalt píanó svo hann gæti spilað fyrir Nönnu og aðra. Stundum kom ég og tók nokkur lög, alltaf jafn gaman. Snorri var brennandi í orðinu og náði auðveldlega athygli þeg- ar hann talaði, þó hann vildi ekki láta bera á sér. Ég var nær alltaf sammála honum, hann var svo skynsamur. Kveð ég nú listamanninn Snorra Snorrason og ég hugsa til Nönnu minnar. Vertu sæll, vinur minn. Þín Ingibjörg Marteinsdóttir (Ditta). Það hryggði okkur að frétta af andláti mágs okkar, Snorra Snorrasonar, fyrrv. flugstjóra. Við minnumst hans sem hins ástkæra eiginmanns Nönnu systur okkar og stolts föður barna þeirra hjóna. Í fjölskyldu okkar lifir minningin um góðan dreng, sem við vorum svo lán- söm að eiga að ævivini. Sem betur fer vorum við svo heppin að hitta Snorra nýverið. Í það skipti var sárt að kveðja hann. Við vissum að við mund- um ekki sjá Snorra aftur. Bless- uð sé minning hans. Nönnu systur okkar og allri hennar stóru fjölskyldu sendum við hjartanlegustu samúðar- kveðjur. Bræður Nönnu í Hollandi og fjölskyldur þeirra, Berend & Mineke Nagtglas Willem Nagtglas Versteeg og Marlous Mannaerts. Við hjónin fylltumst í senn harmi og söknuði þegar okkur barst sú frétt þar sem við vor- um stödd erlendis að hann Snorri nágranni okkar og vinur til 30 ára væri dáinn. Andlát hans kom að vísu ekki á óvart því Snorri hafði átt við van- heilsu að stríða í nokkur ár og síðustu mánuði var ljóst hvert stefndi. Við hjónin minnumst þess þegar við fluttum á Smáraflöt- ina fyrir rétt rúmum 30 árum að fyrsti nágranninn sem bauð okkur velkomin var hann Snorri. Frá þessum tíma varð úr traust vinátta með þeim Snorra og Nönnu, sem voru ekki einungis frábærir nágrann- ar heldur einnig góðir vinir. Fljótlega kom í ljós að Snorri deildi með okkur mörgum af sínum lífsskoðunum, ekki síst brennandi áhuga hans á um- hverfisvernd. Hann beitti sér af krafti gegn áformum um að virkja í Eyjabökkum og við Kárahnjúka á sínum tíma og notaði þá ljósmyndir sem hann tók til að sýna fram á hvaða náttúruperlum væri verið að fórna. Þá voru ýmis þjóðfélags- mál honum hugleikin og oft voru þau rædd yfir kaffibolla í garði þeirra hjóna á fallegum sumardögum þar sem hann var með svuntuna og bakaði vöfflur úti á pallinum. Snorri var einstaklega greið- vikinn og hjálpsamur. Alltaf boðinn og búinn til að aðstoða og mikill ákafamaður í öllu sem hann tók að sér. Þar dugðu eng- in vettlingatök. Við minnumst m.a. stunda þar sem við lögðum saman til atlögu við geitungabú í nokkur skipti. Við minnumst ferða með Snorra og Nönnu út á Hafna- berg þar sem hann fangaði bjargfugla með Hasselblad- myndavélinni sinni. Snorri var frábær ljósmyndari og eftir að hann hætti að fljúga sem flug- stjóri hjá Flugleiðum hellti hann sér út í ljósmyndun og sérhæfði sig m.a. í að mynda fiskiskip um allt land. Fengum við að njóta þess að sjá þessar glæsilegu myndir sem hann tók. Oft skaust hann yfir til okkar frár á fæti og sýndi okkur myndir sem hann hafði nýlega tekið. Við söknum þess að heyra ekki lengur létt fótatak Snorra þegar hann stökk frá sínum garði yfir til okkar og hringdi bjöllunni bakdyramegin. Við minnumst stunda þegar hann Snorri skenkti okkur gul- rætur úr garðinum sínum síðla sumars. Við söknum þess að heyra ekki lengur til Snorra spila fallega á píanóið sitt í stof- unni á síðkvöldum. Við minn- umst einnig stunda þar sem okkur var boðið inn á heimili þeirra Nönnu í tengslum við ýmis afmæli þeirra þar sem við fengum að kynnast fjölskyld- unni og vinum þeirra. Snorri var einstaklega lifandi og skemmtilegur maður. Fullur af orku og lífsgleði. Síðustu árin voru honum að vísu þungbær vegna veikinda Nönnu og eigin veikinda. Hann tók þessum erf- iðleikum af miklu æðruleysi. Það var mannbætandi að kynn- ast honum Snorra. Við kveðjum okkar góða vin með þakklæti fyrir allt. Við vott- um Nönnu og fjölskyldunni okk- ar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Snorra Snorrasonar. Ragnheiður og Gunnar Helgi. Með Snorra Snorrasyni flug- stjóra er góður maður genginn, traustur, heiðarlegur og hisp- urslaus í skoðunum. Það var stór happdrættis- vinningur fyrir okkur systkinin að Snorri skyldi biðja Helga Arason, flugafgreiðslumann á Fagurhólsmýri, að koma syni sínum til sumardvalar í Öræfum og Helgi skyldi snúa sér til móð- ur okkar. Það gerðist fyrir tæp- um fimmtíu árum. Snorri var í sinni síðustu flugáætlunarferð til Fagurhólsmýrar á Þorláks- messu 1962 og dró Helga lítið eitt afsíðis meðan hann bar upp erindið. Skammdegissólin gyllti Salthöfðann og glitraði á hjarni. Þessu er Snorri oft búinn að lýsa. Strákurinn kom að Hnappavöllum með vorinu og síðar systkini hans, öll báru þau með sér gleði í bæinn auk þess að hjálpa til við bústörfin. Þarna við flugvöllinn var grunnur lagð- ur að kynnum milli fjölskyldna Snorra og okkar, kynnum sem einstök birta leikur um og þró- aðist í órofa vináttu og tryggð. Okkur eru minnisstæðar sendingarnar frá Snorra og Nönnu, fullir kassar af nýbök- uðum brauðum, ferskum ávöxt- um og framandi áleggi, eða stóru blikkboxin með fína út- lenska kexinu sem haft var til spari. Gjafmildi og höfðings- skapur þeirra hjóna var með eindæmum. Þá var nú gott að eiga þau að þegar eitthvað þurfti að útrétta í höfuðstaðn- um, hvort sem það voru vara- hlutir, búrhnífur eða tjald til að heimasæturnar kæmust á útihá- tíð í Atlavík. Allt var vel valið og kom með fyrstu ferð. Snorri var óskoraður am- bassador okkar heimilis syðra þegar kom að því að velja bíla. Hann gekk frá kaupum á Wil- lysjeppa fyrir móður okkar vor- ið 1965. Sá bíll gengur enn. Snorri tilkeyrði hann áður en lagt var í fyrstu langferð á hon- um, norðanlands í Öræfin, því óbrúuð vötn á Skeiðarársandi hindruðu för sunnanlands. Þá var harðvítugt verkfall í landinu og bensínstöðvar lokaðar en Snorri var reddari af Guðs náð, lét brúsa af bensíni fylgja með og þekkti svo mann og annan, hringinn kringum landið, sem útveguðu okkur eldsneyti. Seinna keyptum við Volkswagen með aðstoð Snorra og Volvóað- dáun hans smitaði okkur líka. Heimili Snorra og Nönnu var hlýlegt og þar var gaman að koma, enda leituðum við þangað í tíma og ótíma, einkum meðan þau bjuggu í snotra húsinu sem þau byggðu sjálf við Nýbýlaveg 6. Svo unnum við systur af og til í Sólarfilmu, fyrirtækinu sem Snorri og Birgir mágur hans stofnuðu og betri vinnuveitend- ur var ekki hægt að hugsa sér. Snorri tók þar til hendinni í skorpum, kvikur í hreyfingum og fjörlegur og í kaffitímunum sagði hann skemmtilegar sögur úr fluginu, frásagnarlistin var honum í blóð borin. Við eigum margar myndir eftir Snorra því hann var alltaf með myndavélina á lofti. Nú eru þær ómetanlegar heimildir um horfinn tíma. Of langt er upp að telja allt það sem við eigum Snorra að þakka en nú eru okk- ur efst í huga þakkir fyrir hann sjálfan. Börn Snorra og barnabörn hafa sinnt honum af kærleika í sjúkdómsraunum hans. Þeim og öðrum ástvinum hans vottum við einlæga samúð og honum sjálfum fylgja góðar óskir yfir í eilífðarlandið. Ásdís, Gunnþóra og Sigurður frá og á Hnappavöllum. Fyrir liðlega 60 árum hófust kynni og samstarf okkar Snorra hjá Flugfélagi Íslands. Snorri hafði þá lokið flugnámi, en ári síðar var hann ráðinn flugmaður til félagsins og síðar flugstjóri. Hann var góður flugmaður, var- kár og óþreytandi að miðla af sinni reynslu. Snorri hafði næmt auga fyrir því myndræna og þess vegna var myndavélin oft- ast með í för. Hann unni landinu okkar og tók mikið af myndum. Á góðviðrisdögum var ekki endi- lega verið að fljúga í hæstu hæðum á milli staða, heldur var flogið lægra svo að farþegar gætu einnig notið útsýnis og fegurðar landsins. Snorri var að eðlisfari mjög tillitssamur mað- ur og sýndi það sig oft í sam- skiptum hans við farþega og aðra. Farsæll var hann í starfi, en varð að láta af störfum árið 1981 vegna heilsubrests. Hann sneri sér þá að áhugamáli sínu sem var ljósmyndun. Hann sinnti því úr lofti, á sjó og landi. Ferðaðist vítt um landið til þess að fanga fegurð þess. Myndir hans hafa víða verið birtar. Einnig tók hann mikið af mynd- um af íslenskum fiskiskipum. Ávallt var hann tilbúinn ef út- gerðarmenn eða sjómenn ósk- uðu eftir að fá tekna mynd af sínu skipi á leið til lands með fullfermi af afla eða ef nýtt skip var að bætast í flota landsins. Það var sama hvaðan af landinu beiðnin kom. Snorri mætti á staðinn í tæka tíð, sigldi gjarnan til móts við skipið sem átti að mynda og smellti af í gríð og erg. Hann hafði yndi af því að ganga á fjöll. Veiðieðli blundaði í honum og eitt sinn tókst hon- um að fá mig með sér á veiðar. Eftir það fórum við saman margar veiðiferðir um fjöll og fagra náttúru landsins. Hin síðustu árin gekk Snorri ekki heill til skógar. Hann hafði ekki hátt um það. Líklega vissu það einungis hans nánustu. Þeg- ar þrekið tók að minnka sneri hann sér að öðru áhugamáli, en það var að halda til haga því sem ennþá var hægt að safna af frumherjasögu flugs á Íslandi. Varð honum vel ágengt í því, en hafði á orði að hann harmaði það að hafa ekki byrjað á þessu fyrr. En honum tókst með viðtöl- um og elju grúskarans að safna saman heimildum sem annars hefðu glatast með gengnum. Áhugi hans á sögu flugsins á Ís- landi var mikill. Vegna framlags hans á þessu sviði er saga þess- arar atvinnugreinar auðugri. Fyrir nokkrum árum tók heilsu Nönnu að hraka. Snorri annaðist hana af mikilli nær- gætni á heimili þeirra hjóna, svo lengi sem heilsa hans sjálfs leyfði. Það var honum ákaflega sárt að þurfa að láta hana frá sér á hjúkrunarheimili, þar sem hún dvelur nú. Eftir að Snorri var orðinn einn hittumst við nokkuð reglu- lega. Ávallt leiddist umræðuefn- ið að flugi. Það voru forréttindi að fá að sitja svona að honum og hlusta á hann segja frá. Hann var víðlesinn og fróður um sögu flugsins í heiminum. Minnið brást honum ekki og frásagna- gleðin mikil. Ég kveð nú minn gamla og trygga vin með virðingu og þakklæti í huga. Við hjónin vottum Nönnu og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúð. Henning Á. Bjarnason. Hugur Snorra Snorrasonar hneigðist að flugi þegar á barns- aldri enda var eldri bróðir hans, Jóhannes, landskunnur flugmað- ur. Iðulega var komið að Snorra, þegar hann átti að vera að lesa skólabækur þar sem hann var að setja saman flókin líkön af flugvélum. Snorri lauk prófi atvinnuflugmanns í Reykjavík árið 1950 og gerðist flugmaður hjá Flugfélagi Ís- lands árið 1952 eftir að hafa stundað ýmis störf hjá félaginu á meðan hann beið tækifæris að fá atvinnu sem flugmaður. Snorri var snyrtimenni í hví- vetna. Hann var gætinn, vinsæll og farsæll flugmaður, en varð að hætta ævistafi sínu árið 1981 vegna heilsubrests. Það var ekki bara flugið sjálft, sem Snorri hafði áhuga á. Hann safnaði ógrynni ljósmynda af gömlum og nýjum flugvélum og hinum margbreytilegustu skjölum og gögnum frá því í ár- daga flugsins hér á landi. Meðal merkra gagna, sem er nú að finna í Flugsafninu á Akureyri, fyrir tilverknað Snorra, eru sum allra fyrstu flugskírteini ís- lenskra atvinnuflugmanna, gamlar fundargerðarbækur, leiðabækur (logbækur) látinna flugmanna o.s.frv. Snorri stóð einnig fyrir útgáfu bókarinnar „Íslenskar flugvélar í 90 ár“. Bókin er prýdd litmyndum, sem hann hafði látið hinn heims- fræga flugvélateiknara Wilfred Hardy gera á mörgum árum af flugvélum landsmanna á flugi, með landslag í bakgrunni, alveg frá upphafi flugs hér á landi til útgáfu bókarinnar árið 2010. En Snorri hafði fleiri járn í eldinum. Hann stofnaði ásamt undirrituðum fyrirtækið Sólar- filmu árið 1961 enda var hann þá þegar og æ síðan mikill áhugaljósmyndari og náði mikl- um árangri á því sviði. Við störf- uðum báðir hjá Flugfélagi Ís- lands og rákum Sólarfilmu saman uns ég hætti störfum á vettvangi flugmálanna árið 1976. Í fyrstu þurfti Sólarfilma frekar einfaldar landslags- og kaupstaðamyndir til útgáfu- starfseminnar. Brátt fór Snorri að sinna vandasamari mynda- töku bæði að sumar- og vetr- arlagi. Nokkur hrímuð strá gátu gjörbreytt fallegri vetrarmynd frá Mývatni í lítið listaverk. Sama var að segja um sum- armyndir Snorra. Hann hafði líka sérstakt yndi af Þingvalla- myndum í haustlitum. Smáir hlutir í náttúrunni urðu honum eilíf viðfangsefni. Hann smækk- aði enn myndefni sitt og tók undir lokin mikið af bráðfalleg- um myndum af bláberjum, hrútaberjum og krækiberjum og smáblómum í náttúru landsins. Á yngri árum tók Snorri ara- grúa af báta- og skipamyndum. Líklega skilur hann eftir sig meira safn slíkra mynda en nokkur annar ljósmyndari hér á landi. Snorra var margt til lista lagt. Hann var dæmalaust mús- íkalskur – kunni alla fallegustu slagarana frá „í gamla daga“ og spilaði þá á píanó á fljúgandi ferð og ljómandi smekklega fyr- ir Nönnu konu sína og aðra vist- menn á dvalarheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi. Snorri reyndist Nönnu konu sinni fádæma vel í miklum veikindum hennar. Blessuð sé minning Snorra Snorrasonar. Birgir Þórhallsson. Fyrst man ég eftir Snorra þegar ég var ungur að árum á svifflugsæfingu á Melgerðismel- um með Svifflugfélagi Akureyr- ar, þá var þristurinn, Douglas DC-3, flugvél Flugfélags Íslands á Melgerðismelum á leið til Eg- ilsstaða, flugstjóri var Jóhannes Snorrason og aðstoðarflugmað- ur Snorri Snorrason, ég fékk að sitja í, ekki komumst við til Eg- ilsstaða en urðum að snúa við til Melgerðismela. Síðar var ég að- stoðarflugmaður hjá Snorra á þristinum hjá Flugfélagi Íslands þar sem ég var agaður til í starfinu. Oft var Snorri með myndavél með sér og tók marg- ar myndir, ég man að ég spurði hann einhverju sinni hvað hann væri alltaf að flækjast með þessa myndavél, ekki man ég hverju hann svaraði, en hann var framsýnni en margur því að nútíminn sem mér fannst ekkert merkilegur þá stundina var orð- inn að fortíð áður en varði og oft varðveittist hún aðeins í mynd- unum hans Snorra. Það er margs að minnast og stundum var stutt í prakkara- skapinn, einhverntíma vorum við í fjárflutningum, við vorum á Fagurhólsmýri og datt þá í hug að setja eitt lambið í flugstjóra- sætið og láta það líta út um flugstjóragluggann. Snorri tók mynd af því, myndin birtist síð- ar í ensku flugblaði með undir- skriftinni: Flugmannaskortur á Íslandi. Við flugum landhelgisflug á Gljáfaxa fyrir Landhelgisgæsl- una 1958, það var mikið fjör og margar myndir tók Snorri af herskipunum og togurunum, síðar lagði Snorri sig eftir að taka myndir af íslensku fiski- skipunum. Við Snorri unnum ásamt fleira góðu fólki að útgáfu flug- mannatals, þá sem síðar var framlag hans ómetanlegt. Með framsýni sinni var hann óþreyt- andi að safna myndum af flug- mönnum og úr flugsögunni og má segja að hann hafi safnað þeim út um allan bæ, myndum sem annars hefðu farið í glat- kistuna. Með ódrepandi áhuga fékk Snorri breska listamanninn Wilfred Hardy til að teikna ís- lenskar flugvélar úr 90 ára ís- lenskri flugsögu, þær voru gefn- ar út í bókinni: Íslenskar flugvélar, saga í 90 ár. Í Hávamálum segir: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Þessi vísa á vel við Snorra, með framsýni sinni hjálpaði hann við að reisa íslenskum flugmönnum og flugsögu bauta- stein, sá minnisvarði mun halda nafni hans á lofti. Ég þakka Snorra ævilanga vináttu. Við Ólöf sendum Nönnu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Skúli Brynjólfur Steinþórsson. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 Ástkær faðir okkar, barnsfaðir, tengdafaðir, sonur minn og bróðir okkar, STEFÁN G. BRAGASON Byggingameistari lést á Líknardeild Kópavogs aðfaranótt föstudagsins 10. febrúar. Daníel I. Stefánsson, Sigurður Stefánsson, Stefán B. Stefánsson, Svanhvít B. Tómasdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurður Sigfússon, Ólafur Bragason, og tengdadætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.