Morgunblaðið - 28.02.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.02.2012, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Stuttar fréttir ... ● Veltan á fasteignamarkaði á höfuð- borgarsvæðinu fyrstu tvo mánuði árs- ins hefur verið 15,3 milljarðar, en veltan var 12,1 milljarður á sama tímabili í fyrra. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 67. Þar af voru 46 samningar um eignir í fjölbýli, 17 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.034 milljónir króna. Veltan hefur aukist ● Japanski myndavélafram- leiðandinn Olym- pus lagði í gær til skipun nýrrar 11 manna stjórnar fyrirtækisins. Þetta er liður í tilraunum stjórnenda fyr- irtækisins til að endurheimta traust, eftir að upplýst var um bókhaldssvindl fyr- irtækisins í haust, upp á tæplega 200 milljarða króna. Lagt er til að Yasuyuki Kimoto, fyrrverandi forstjóri bankans Sumitomo Mitsui, aðallánardrottins Olympus, verði stjórnarformaður og að boðað verði til aukaaðalfundar, þar sem stjórnarkjörið verði samþykkt. Traust endurheimt með nýrri stjórn? Blaðamannafundur Olympus. ● Hagnaður danska skipa- og olíufé- lagsins A.P. Moeller-Maersk var 46% minni í fyrra en árið 2010 eða samtals rúmlega 2 milljarðar evra, sem svarar til 334 milljarða króna. Er skýringin sögð felast í minni arð- semi í flutningum og varar félagið við tapi á því sviði í ár. Starfsemi félagsins skiptist í tvo meginhluta, viðskipti með olíu annars vegar og flutninga hins vegar. Hlutabréf í félaginu lækkuðu um 2,8% í dönsku kauphöllinni í gær. Hagnaður A.P. Moeller- Maersk dregst saman Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka segir það rétt að aldrei hafi neitt erindi eða kauptilboð komið frá þeim til Dróma vegna lánasafnsins sem það fyrirtæki er með. Hlynur Jónsson, stjórnar- formaður Dróma, fullyrðir í grein í Morgun- blaðinu í gær að Drómi hafi aldrei fengið tilboð frá bankanum og tekur Haraldur undir það en annað hefur verið gefið í skyn í fjölmiðlum. „Það er alveg rétt,“ segir Haraldur. „Við vísum bara í þær óformlegu viðræður sem áttu sér stað við þá á sín- um tíma. Við nefnum hins vegar aldrei í okkar svörum að við höfum verið að ræða við stjórnvöld um kaup á safninu heldur að við höfum rætt við stjórnvöld um þessa óvenjulegu uppsetningu og ýmislegt sem tengist þessum málum.“ En þegar Haraldur talar um óvenjulega upp- setningu vísar hann til þess að innlánin hafi endað hjá Arion banka en íbúðalánin hjá Dróma. „Ástæða þess að við lögðum ekki fram formlegt tilboð var sú að viðræðurnar fóru aldrei á það stig þar sem hugmyndir aðila um aðferðir til að meta lánasafnið voru svo ólíkar,“ segir Haraldur. „En Arion banki vildi nota sömu aðferðir og notaðar voru m.a. við mat á því lánasafni sem Arion banki tók yfir frá Kaupþingi.“ Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær, að hann teldi mikla samfélagslega hags- muni liggja í því að lánasafnið væri ekki í höndum Dróma: „Drómi er aðeins hlutafélag um eignir þrotabús, þess vegna hefur gengið illa að láta þá fylgja þeim reglum sem gilda um fyrirtæki sem vinna á þessum markaði. Það er óeðlilegt í mark- aðsviðskiptum að annar aðilinn, sá sterkari, hafi enga langtímahagsmuni af viðskiptasambandinu.“ Hlynur Jónsson sakar einnig Arion banka um að reyna að ná óeðlilegum afslætti í tilboðum sín- um í eignasafn Dróma. Hann segir í greininni að boð Arion banka í 10 milljarða króna yfirdráttar- heimildir viðskiptavina SPRON hafi fyrst verið upp á 2 milljarða, en samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var það á endanum selt á 7,6 milljarða. Þegar Haraldur er spurður hvort þetta sé rétt frá sagt segir hann: „Nei, það er ekki rétt að Arion banki hafi boðið 2 milljarða í yfirdráttarheimildir viðskiptavina SPRON. Þeir yfirdrættir sem bank- inn tók yfir voru teknir yfir á fullu verði.“ borkur@mbl.is Engin formleg tilboð hafa komið í lánasafn Dróma Morgunblaðið/Ómar Viðskipti Arion banki hefur sýnt lánasafni Dróma áhuga, en engin tilboð hafa komið.  Árni telur óeðlilegt að lánasafnið sé hjá Dróma Hagnaður breska bankans HSBC, stærsta banka Evrópu, nam 13,8 millj- örðum punda á síðasta ári og jókst um 15% frá því árið 2010. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að góða afkomu bankans á árinu megi ekki síst þakka öflugum vexti HSBC í nýmarkaðsríkjum. Tekjur bankans jukust um 12% í Suður- Ameríku, Asíu og Mið-Aust- urlöndum. Forstjóri bankans, Stuart Gull- iver, sem tók við starfinu í byrjun síðasta árs, fær úthlutaðar 5,9 milljónir punda í bónus- og árang- urstengdar greiðslur, jafnvirði um 1,17 milljarða íslenskra króna. Hagnast um 13,8 millj- arða punda  Hagnaður HSBC jókst um 15% á árinu Stuart Gulliver, forstjóri HSBC. Forstjóri Marels, Theo Hoen, var með 384 þúsund evrur, 63,9 millj- ónir króna, í laun frá félaginu á síð- asta ári. Það jafn- gildir rúmlega 5,3 milljónum króna í laun á mánuði. Sjö stjórnar- menn Marels gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður á morg- un. Engir aðrir bjóða sig fram til stjórnar og því ljóst að sjálfkjörið er í stjórnina. Þau gefa kost á sér: Arnar Þór Másson, Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Friðrik Jóhannsson, Helgi Magnússon, Margrét Jóns- dóttir, og Theo Bruinsma. 64 milljónir í árslaun  Sjö manna stjórn Marels endurkjörin Forstjóri Marels Theo Hoen. Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, Christine Lagarde, hefur viður- kennt að óvíst sé hvort sam- komulag muni nást fyrir apríl á meðal aðildarþjóða sjóðsins um að leggja fram 500 milljarða Banda- ríkjadala til að stemma stigu við skuldakreppunni á evrusvæðinu. Lagarde lét þessi ummæli falla eftir fund fjármálaráðherra G20- ríkjanna í Mexíkóborg í fyrrakvöld. Fram kom í tilkynningu eftir fund- inn að fjármálaráðherrar tuttugu helstu iðnríkja heims setja það sem skilyrði að björgunarsjóður evru- svæðisins verði efldur enn frekar, ef önnur ríki utan Evrópu eigi að taka þátt í björgunaraðgerðunum með því að auka fjárframlag sitt til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ljóst er að yfirlýsingin mun setja aukinn þrýsting á ráðamenn Þýska- lands sem hafa fram til þessa lagst gegn því að stækka björgunarsjóð- inn. Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna bentu ennfremur á að ekki mætti búast við því að fjármagn til Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins verði aukið á sama tíma og ekki liggur fyrir skýr stefna um það hvernig eigi að fást við þá djúpstæðu skuldakreppu sem herjar á mörg ríki evrusvæð- isins. hordur@mbl.is G20 setur aukinn þrýsting á Þýskaland Björgunaraðgerðir Christine Lagarde, forstjóri AGS, segir óvíst hvort sam- komulag muni nást um 500 milljarða dala fjárframlög til sjóðsins. Hörður Ægisson hordur@mbl.is Mikil eftirvænting ríkir á meðal evr- ópskra fjárfesta og fjármálastofnana fyrir útboð Evrópska seðlabankans á morgun, en bankinn mun þá bjóða fjármálafyrirtækjum – í annað skipti á aðeins tveimur mánuðum – að sækja sér lánsfjármagn til þriggja ára á aðeins 1% vöxtum. Spár grein- enda gera ráð fyrir því að upphæðin sem bankarnir muni taka að láni verði á bilinu um 500-1000 milljarðar evra. Í fyrsta útboði bankans í des- ember fengu 523 fjármálastofnanir lán að andvirði samtals 489 milljarða evra. Mario Draghi, bankastjóri Evr- ópska seðlabankans, segist vænta þess að bankarnir muni að þessu sinni nota féð í meira mæli til að auka hjá sér útlán til raunhagkerfisins. Eftir útboðið í desember héldu bank- ar að sér höndum og reyndu fremur að styrkja hjá sér lausafjárstöðuna í ljósi þess að þeir glíma margir hverj- ir við gríðarlega þunga endurfjár- mögnunarstöðu. Á fyrsta fjórðungi þessa árs þurfa bankar að standa skil á lánum að andvirði 230 millj- arða evra og ljóst er að fáar – ef nokkrar – fjármálastofnanir eru í þeirri aðstöðu að geta selt skulda- bréf til fjárfesta við núverandi að- stæður á markaði. Greinendur eru ekki á einu máli um hversu mikil eftirspurn verður í útboðinu á morgun. Samkvæmt meðalspá 28 greinenda sem Bloom- berg-fréttaveitan leitaði til má reikna með því að fjármálastofnanir muni sækja sér 470 milljarða evra. Bandaríska matsfyrirtækið Stand- ard & Poor’s gerir hins vegar ráð fyrir því að upphæðin verði um þús- und milljarðar evra. Sérfræðingar eru sammála um að aðgerð Evrópska seðlabankans hef- ur skipt sköpum fyrir fjármálastöð- ugleika á evrusvæðinu og afstýrt þeirri hættu – minnsta kosti til skamms tíma – að stór banki færi í greiðsluþrot. Hlutabréfavísitala Bloomberg fyrir banka- og fjármála- fyrirtæki hefur hækkað um 18% á þessu ári og skuldatryggingaálagið á helstu banka Evrópu hefur að sama skapi lækkað skarpt. Það eru hins vegar ekki aðeins bankarnir sem hafa notið góðs af ódýru lánsfé Evrópska seðlabank- ans. Flest bendir til þess að evrópsk fjármálafyrirtæki hafi einnig notað lánsféð í þeim tilgangi að kaupa upp evrópsk ríkisskuldabréf – ekki síst verst stöddu evruríkjanna – og þar með aðstoðað þau ríki sem eru í að- þrengdri fjárhagsstöðu. Bankar gætu tekið 500-1000 milljarða evra að láni á morgun Ódýrt lánsfé ECB hefur skipt sköpum fyrir banka Lánveitandi Mario Draghi, banka- stjóri Evrópska seðlabankans.                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +10.+1 +,/.00 ,,.-+2 ,,.,+/ +3.314 +/3.// +.4-54 +1/.52 +22.0+ +,-.20 +10.20 +,-.+/ ,,.-3, ,,.,03 +3.14 +/3.0, +.4-4 +1/.2- +20.+3 ,,3.-431 +,-.10 +13.+4 +,-.-1 ,,.4-3 ,,./-/ +1.554 +/1.++ +.4-14 +1-.,, +20.24 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.