Morgunblaðið - 28.02.2012, Side 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Nú er nokkuð
ljóst að ætlun Jó-
Grímu er að
næstu jarðgöng á
eftir Héðinsfjarð-
argöngum skuli
verða Vaðlaheið-
argöng og skiptir
engu máli hvað
þau kosta, Stein-
grím vantar bót á
bót. Það væri í sjálfu sér í góðu lagi ef
ekki væri með því verið að stíga ofan
á heiðursfólk enn og aftur. Í Vest-
fjarðagöngum stendur að þau hafi
verið grafin 1996 og eru þá liðin að
minnsta kosti sextán ár frá því að
styr stóð um hvort Norðfjarðar- eða
Vestfjarðargöng skyldu grafin fyrr.
Norðfirðingar gerðu þá heið-
ursmannasamkomulag við Vestfirð-
inga og stjórnvöld þess efnis að
Norðfjarðargöng skyldu vera næst í
röðinni á eftir Vestfjarðagöngum.
Síðan hafa ómerkingar kúkað á slóð-
ina og gert að engu þetta sam-
komulag og þar með þessa þörfu
framkvæmd.
Þörfu framkvæmd, vegna þess að
þar er stærsta og löngum afkasta-
mesta byggðarlag á Austurlandi,
sem þó er aðeins með tengingu við
landið um rottuholu sem aldrei skyldi
hafa verið boruð. Oddsskarðsgöng
eru ekki barn síns tíma eins og ská-
mæltir afglapar hafa reynt að halda
fram sjálfum sér til verndar. Þau eru
afglöp sem engum, hvergi í heim-
inum, hefði látið sér detta í hug að
samþykkja nema fyrir greiðslu í gulli
og hvar skyldi það gull vera? Allar
vegabætur eru til gagns, en að bora
göng frá Egilsstöðum og norður í
Fellabæ er ekki endilega næst á dag-
skrá. Þar er nú þegar til ágætur veg-
ur og brú, líkt og á milli Akureyrar
og Fnjóskadals. Þar með er ég ekki
að segja að Vaðlaheiðargöng eigi
ekki rétt á sér, heldur að forgangsröð
var til með samkomulagi heið-
ursmanna og full ástæða til að standa
við hana.
Það gæti reynst skeinuhætt
að snuða landann
Síðan 1996 hafa forsendur breyst
þannig að vegtengingar milli byggð-
arlaga á Austurlandi kalla enn frekar
á framkvæmdir, ekki bara til handa
Norðfirðingum, þær eru þjóðhags-
lega hagkvæmar þó að reiknimeist-
arar JóGrímu og aðrir Gnarristar
kunni ekki að telja á sér puttana.
Með í forsendum fyrir álveri við
Reyðarfjörð voru samgöngur að nú-
tímahætti, sem og eðlileg aðkoma að
heilsugæslu. Framkoma íslenskra
stjórnvalda hvað varðar efndir í því
máli rýrir mjög trúverðugleika
þeirra til framtíðar. Allt er þetta þó
léttvægt hjá þeirri staðreynd að
Reykjavík þarf andvægi og það and-
vægi verður aðeins til með því að efla
byggðarkjarna á Austurlandi, Norð-
urlandi og Vestfjörðum. Ein af meg-
inforsendum þess að treysta þessa
byggðarkjarna er að bæta sam-
göngur til þess að þjónusta gagnist
sem best.
Andvægi við Reykjavík er lífs-
spursmál, til þess að hér geti þrifist
vitrænt samfélag. Á meðan við lands-
byggðarfólk reynum að velja okkur
skynsamt fólk til að gæta hagsmuna
okkar þá kjósa Reykvíkingar trúða
til að stjórna borginni sem á að heita
höfuðborg okkar allra Íslendinga, en
er í raun bara þeirra svo sem flug-
vallarmál sanna. Okkur landsbyggð-
arfólki er ekki boðið upp á að hafa
nokkuð um það að segja og þess
vegna gerum við þá kröfu að við gam-
alt heiðursmannasamkomulag verði
staðið nú þegar og Norðfjarðargöng
og svo Hrafnseyrarheiðargöng og
svo Seyðisfjarðargöng verði að veru-
leika til að rétta af núverandi slag-
síðu á okkar gjöfula landi.
HRÓLFUR HRAUNDAL,
vélvirki.
Jarðgöng, heiðursfólk
og svo öðruvísi fólk
Frá Hrólfi Hraundal
Hrólfur Hraundal
Við hæstarétt-
ardóminn um
myntkörfulánin
vaknaði von hjá
mér og fleirum,
að þetta sam-
félag væri að
breytast til hins
betra. En
kannski er þetta
bara draumsýn.
Alla vega er það skylda okkar sem
viljum bæta þetta samfélag að slást
málefnalega við þá hræðilegu rík-
isstjórn sem hér situr við völd, það er
að láta heyra í okkur. Krafan er að
viðmiðanir verðtryggingarinnar
verði endurskoðaðar og heimilum og
einstaklingum verði skilað því fé sem
haft hefur verið af fólki langt umfram
eðlileg mörk. Á það hefur verið bent
að lánveitendur nærast á verðbólg-
unni.
Elítukratar og fleiri spretta nú
fram og reyna linnulaust að verja
þetta kerfi. Á það hefur verið bent að
oddvitar stjórnmálaflokkanna gátu
eftir hrun með lagasetningu varið
heimilin. En þeir tóku þá ákvörðun
að láta tjónið óskipt lenda á heimilum
og einstaklingum þessa lands. Af
þeirri ástæðu gerist sú krafa æ há-
værari að þessu þýfi verði skilað. Mín
skoðun er sú að samfélag sem vill
kenna sig við lýðræði gefi ekki fjár-
magnseigendum skotveiðileyfi á
þegna sína.
Markmiðin fyrir norrænt lýðræð-
issamfélag eru skýr og eru eftirfar-
andi:
Að raunvextir séu sambærilegir og
á Norðurlöndum, einnig verðbólga.
Að stjórnvöld virði niðurstöður dóm-
stóla. Að atvinnuleysi sé í algjöru lág-
marki, vart mælanlegt. Að þegnarnir
búi við stöðugt efnahagsumhverfi þar
sem ábyrgð er í heiðri höfð. Að at-
vinnulífið sé örvað með heilbrigðum
hætti og menn hvattir til dáða. Að
mannréttindi séu virt og farið sé eftir
stjórnarskránni. Að aldraðir eigi sér
áhyggjulaust ævikvöld.
Ungu fólki boðnar mannsæmandi
aðstæður til menntunar og að stofna
fjölskyldu. Að böndum sé komið á líf-
eyrissjóðina og bankastarfsemi.
Þjóðin skipti þjóðartekjum rétt-
látlega. Séreignarstefna á íbúðar-
húsnæði sé virt sem valkostur.
Hvar liggja leiðirnar að þessum
markmiðum? Þær geta til dæmis ver-
ið þessar:
Alþingi hefjist strax handa við að
gera rammaáætlun um framtíð-
arskipulag lífeyrissjóðakerfisins.
Endurskoðun laga um fjármála-
fyrirtæki, eignarhald og krosseign-
artengsl.
Ríkistjórnin skipi strax nefnd til að
örva atvinnulífið og stöðva fólksflótt-
ann.
Að fjórflokkurinn geri upp hrunið
við félaga sína, hver í sínu lagi.
Að sáttaleið verði fundin í vísitölu
verðtryggingarinnar og skuldirnar
leiðréttar.
Með þessu gætum við öll lagt okk-
ar af mörkum og tínt brotin upp sam-
an eftir hrunið. Þannig getum við
lagt grunn að norrænu lýðræðis- og
velferðarsamfélagi.
SVEINN HALLDÓRSSON,
húsasmíðameistari
og sjálfstæðismaður.
Ríkisstjórnin skili ránsfengnum
Frá Sveini Halldórssyni
Sveinn Halldórsson
Ég get ekki orða
bundist vegna óvæg-
innar aðfarar að vini
mínum Gunnar Þor-
valdi Andersen, for-
stjóra Fjármálaeft-
irlitsins.
Ég hef lesið í fjöl-
miðlunum ávirðingar
þær, sem á Gunnar
eru bornar, en ætla
ekki að fjalla um þær
sem slíkar hér enda fá-
ránlegar. Ég vil hins vegar veita
vitnisburð um góðan dreng, mann
sem er einkar annt um virðingu sína
og orðspor og má ekki vamm sitt
vita. Auðvitað er Gunnar sinn eigin
besti verjandi og ég hvet alla sem
geta til að lesa viðtal við hann í opnu
helgarblaðs DV 24.-26. feb. Þar
kemur fram hinn staðfasti heiðarlegi
maður, sem vegna hæfileika sinna
og dugnaðar hefur rifið
FME áfram síðan hann
tók við því fyrir aðeins
um þremur árum síðan.
Eitthvað hefur hann
komið of nærri kaun-
unum hjá einhverjum,
sem nota nú málaliða til
þess að reyna að hindra
framgang réttvísinnar
og/eða hefna sín með
því að reyna að fella
hann. Það er mergurinn
málsins. Reykur án elds
og ófræging hinna
óvönduðu, sem komu
landinu í þær ógöngur, sem það er í.
Ég hef þekkt Gunnar lengi, bæði
sem félaga og sem viðskiptamaður
Landsbanka Íslands. Alla tíð, bæði í
leik og í starfi, hefur Gunnar sýnt að
hann er afar mikilhæfur, aðgætinn
og grandvar, lítillátur og óvenju sið-
prúður og þekki ég engan mann
lengur, sem ég treysti betur en
Gunnari til allra hluta. Þannig er
maðurinn, sem á að höggva.
Nú ríður á að hindra áhlaupið. Ég
hvet alla þá, sem annt er um að
áfram verði haldið að hreinsa til í ís-
lensku samfélagi og jafnframt verja
saklausan mann, að standa upp, að
skrifa í blöðin, tala í útvarp og reyna
hvað sem hver getur til að hafa áhrif.
Það er hinn venjulegi maður, kjós-
andinn, sem er í raun sterkasta aflið,
en hann verður að beita sér óhrædd-
ur.
Gunnar Þ. Andersen
– Hæfur og heiðarlegur
Eftir Kjartan Örn
Kjartansson
Kjartan Örn
Kjartansson
»Ég hef lesið
í fjölmiðlunum
ávirðingar þær, sem
á Gunnar eru bornar,
en ætla ekki að fjalla
um þær sem slíkar hér
enda fáránlegar.
Höfundur er fyrrv. forstjóri.
Bréf til blaðsins
Verkfræði og nýting
tækniþekkingar á
drjúgan hlut í þeim
stórstígu efnahags-
legu framförum sem
íslenzkt samfélag tók á
liðinni öld. Fyrsti ís-
lenski verkfræðing-
urinn var Sigurður
Thoroddsen, sem hóf
störf hérlendis árið
1893, að loknu námi í
Kaupmannahöfn.
Verkefni hans fólust
einkum í að nýta verk-
þekkingu þess tíma við
gerð vega og brúa, í
landi þar sem sam-
göngur á landi höfðu
verið nánast óbreyttar
um slóða og vegleysur
í þúsund ár. Þegar
komið var fram á árið
1912 hafði verkfræð-
ingum þegar fjölgað
nokkuð og þeir voru 13
verkfræðingarnir og
„aðrir verkfróðir
menn“ – eins og segir í
stofnfundargerð fé-
lagsins – sem komu saman á Hótel
Reykjavík til þess að stofna Verk-
fræðingafélag Íslands. Auk mann-
virkjagerðar voru verkfræðingar á
Íslandi þá þegar farnir að fást við
vélvæðingu, beizlun orku úr fall-
vötnum og símavæðingu landsins –
hina rafrænu upplýsingatækni þess
tíma.
Verkfræði á 21. öldinni
Viðfangsefni verkfræðinga í nú-
tímasamfélagi eru afar marg-
breytileg. Hérlendis er kunnugleg
myndin af byggingarverkfræð-
ingnum að störfum við hönnun og
stjórnun mannvirkjagerðar, í sam-
göngum og öðrum framkvæmdum, í
byggð eða í óbyggðum. Dreifikerfi
raforku, hita og vatns eru einnig
hönnuð af verkfræðingum, rétt eins
og dreifikerfi síma, sjónvarps og
netsins. Og ennfremur standa verk-
fræðingar á bak við rafeindatæknina
í tölvum og símum, heilbrigð-
istæknina í hátæknisjúkrahúsunum,
framleiðsluferlin í efna- og mat-
vælaiðnaði, og svo má áfram telja.
Hérlendis er í hópi verkfræðinga
fjöldi frumkvöðla sem hafa byggt
upp fyrirtæki og atvinnugreinar,
sem leggja grunninn að hagsæld á
Íslandi um ókomin ár.
Verkfræðinám á Íslandi
Verkfræðingafélag Íslands stuðl-
aði að því að fyrsti áfangi verkfræði-
kennslu hófst hérlendis haustið 1940
og félagið hefur til þessa dags látið
sig varða menntun verkfræðinga.
Verkfræði er núna kennd við tvo há-
skóla á Íslandi, Háskóla Íslands og
Háskólann í Reykjavík, en við báða
skólana hefur verið tekið mið af
verkfræðinámi eins og það gerist
bezt í háskólum erlendis. Grunnur
að verkfræðinámi hérlendis er
þriggja ára B.S. nám og M.S. nám til
viðbótar gefur rétt til að nota starfs-
heitið verkfræðingur. Aukið fram-
boð á framhaldsnámi hefur auðveld-
að nemendum að ljúka náminu
alfarið hérlendis, en með samn-
ingum við aðra háskóla víða um heim
gefast einnig kostir á að
taka hluta námsins er-
lendis. Með þessu móti
eflum við rannsóknir og
þróun á sviði verkfræði
hér heima, en byggjum
jafnframt upp tengsl
við nám og störf í verk-
fræði í öðrum löndum.
Einar B. Pálsson
– minning
á aldarafmæli
Á sl. ári lézt Einar B.
Pálsson, verkfræð-
ingur, sem hefði orðið
hundrað ára í dag, 29.
febrúar og því nánast
jafn gamall félaginu
sem hann starfaði með
stærstan hluta liðinnar
aldar. Í tilefni þess býð-
ur Háskóli Íslands í dag
til málþings um Einar
og störf hans, ásamt
Verkfræðingafélagi Ís-
lands og Reykjavík-
urborg.
Einar varð stúdent á
alþingishátíðarárinu
1930. Hann ákvað að
leggja fyrir sig verk-
fræðinám og sækja það
til Þýzkalands, sem þá var nýlunda
hérlendis, og hann útskrifaðist með
byggingarverkfræðipróf í Dresden
árið 1935. Einar átti langan og far-
sælan starfsferil hérlendis, hjá emb-
ætti bæjarverkfræðings í Reykjavík
og síðar í öðrum verkfræðistörfum
fyrir ört vaxandi höfuðborg, en síð-
ari hluta starfsævinnar starfaði Ein-
ar sem prófessor í verkfræði við Há-
skóla Íslands. Jafnframt tók Einar
virkan þátt í félagsmálum á ýmsum
vettvangi, en hér er sérstaklega get-
ið starfa hans fyrir Verkfræðinga-
félagið, þar sem hann starfaði m.a. í
stjórn og sem formaður um tíma. Þá
ber að minnast frumkvöðlastarfs
hans að orðanefnd byggingarverk-
fræðinga sem hann skilaði af sér
með útgáfu íðorðabókar árið 2007,
þá kominn á 96. aldursár.
Verkfræðingafélag Íslands fagnar
100 ára afmæli á þessu ári, en félagið
var stofnað 19. apríl 1912. Í tilefni af-
mælisársins mun félagið vekja at-
hygli á verkfræði og störfum verk-
fræðinga með ýmsum hætti á
komandi mánuðum. Á þessum degi
er vel við hæfi að horfa um öxl og
minnast Einars B. Pálssonar á
hundrað ára afmælisdegi hans um
leið og við horfum fram á næsta ár-
hundrað Verkfræðingafélags Ís-
lands og tækifæra verkfræðinga á
nýrri öld.
Verkfræði
á nýrri öld
Eftir Kristin
Andersen
Kristinn Andersen
» Í hópi verk-
fræðinga
er fjöldi frum-
kvöðla sem hafa
byggt upp
fyrirtæki og
atvinnugreinar,
sem leggja
grunninn að
hagsæld á
Íslandi um
ókomin ár.
Höfundur er formaður
Verkfræðingafélags Íslands.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is