Morgunblaðið - 28.02.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.02.2012, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Þegar ég minnist Boggu frænku kemur margt upp í hug- ann og allt skemmtilegt eða kærleiksríkt. Mikil og sterk tengsl voru milli fjölskyldna okkar og við systrasynirnir allir á svipuðum aldri, feður okkar vinir frá fyrri tíð og systurnar einstaklega nánar, svo vægt sé til orða tekið. Fyrst dettur mér í hug jólaboðin á Hjaltabakka 12 sem Bogga og Gulli héldu hver jól meðan Ásta amma lifði, eða öllu heldur; jólahlaðborðin þeirra hjóna. Þessi boð héldu afkomendum systkinanna frá Barmi saman og í veislur þess- ar lögðu heiðurshjónin Bogga og Gulli mikinn metnað, vinnu og kost. Minnist ég að fram voru bornar digrar hnallþórur, drjúpandi stríðstertur, þandar rjómapönnsur, sveittar brauð- tertur, ilmandi piparkökur og að sjálfsögðu kaffi, súkkulaði og gos, svo eitthvað sé nefnt. Þakklátir gestirnir máttu sitja þétt og náið, þó að húsa- kynnin á Hjaltabakka væru rúmgóð með aukavistarveru í kjallara þurfti mikið pláss og marga stóla fyrir þann fjölda sem samanstóð af fjórum kyn- slóðum. Í klið og skvaldri þaut Bogga fram og aftur um eldhús og stofur og gætti þess að ekki vanhagaði um neitt meðan Gulli Vilborg Helga Kristjánsdóttir ✝ Vilborg HelgaKristjánsdóttir fæddist í Fagra- dalstungu, Saur- bæjarhreppi, Dala- sýslu 20. september 1930. Hún lést á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, miðvikudaginn 1. febrúar. Útför Vilborgar fór fram frá Foss- vogskirkju 9. febrúar 2012. kvikmyndaði gest- ina með skærum blindandi kastara milli þess sem hann skaut á gest- ina ljósmyndum. Mási frændi barð- ist við að spila tón- list af mikilli snilld en hefur líklega ekki fengið verð- skuldaða athygli því fólkinu lá fólki oft mikið á hjarta og vildu flest- ir tala samtímis. Gestirnir höfðu sterkar skoðanir á þjóð- og heimsmálum og voru ekki endilega sammála en vildu um- fram allt deila sínum álitum og gildum með skyldmennum sín- um og tilbúnir að láta vel í sér heyra í því markmiði ef með þurfti. Amma naut þessara augna- blika út í æsar, umkringdi sig með yngstu niðjunum, stakk upp í þau einhverju góðgæti og athugaði hvort þau væru nægi- lega klædd og tilhöfð. Venju- lega var einhver úr systkina- barnahópnum að kynna maka og þá biðum við hin spennt að fá að sjá og hlusta. Fólk fór vel haldið úr þessum jólaboðum og þegar maður horfir svona aftur fyrir sig undrar maður sig á því af hverju svona jólaboð hafa ekki færst á næstu kynslóð. Þegar ég var yngri var ég oft í langri pössun hjá þeim hjón- um og í veikindum móður minn- ar bjó ég hjá þeim í rúmt ár og er ævinlega þakklátur fyrir óeigingjarna fórn þeirra og um- hyggju. Það var lærdómsríkur tími með þeim hjónum og í fé- lagsskap frænda minna, Einars, Geirs og Más. Hvíl í friði, elsku frænka, og kærar þakkir fyrir örlætið og umhyggjuna gegnum árin. Kristján Zophoníasson. Við bræðurnir kynntumst Bjarna þegar við komum í sveit á Hæringsstöðum á unga aldri og vorum þar í vist á sumrin fram á unglingsár. Bjarni var barngóður og þol- inmóður maður og nutum við sumranna á Hæringsstöðum ekki síst vegna samverustund- anna með Bjarna. Hann kenndi okkur réttu handtökin við hin ýmsu verk auk þess að kynna fyrir okkur gamalt og nýtt verk- lag, til að mynda gerði hann upp fyrir okkur orf og ljá sem hann kenndi okkur að brúka. Ávallt þegar eitthvað þurfti að sýsla fengum við okkar verkfæri og tæki og hlutverk í verkefninu. Bjarni var ákaflega næmur á dýr og kenndi okkur hvernig ætti að umgangast þau og virða enda var afraksturinn ávallt mjög góð- ur. Minnisstætt er hvernig hann tók þátt í okkar áhugamálum, hjálpaði okkur að laga hestagirð- ingar, bera á skikann, sækja hrossin, járna. Allt þetta gerði hann af elju og áhuga þó svo að þegar litið er um öxl þá sér mað- ur að þetta var frekar fyrir okk- Bjarni Kristinn Þorgeirsson ✝ Bjarni KristinnÞorgeirsson fæddist á Hærings- stöðum í Stokks- eyrarhreppi 4. maí 1926. Hann lést 28. janúar 2012. Útför Bjarna Kristins var gerð frá Gaulverjabæj- arkirkju 11. febr- úar 2012. ur en að hann hafi verið að sinna eigin áhugamálum. Á mánudögum vorum við karlarnir einir á bænum og þá eld- uðum við gjarnan grásleppu í samein- ingu. Þetta var ekki flókin matargerð en augljóst að Bjarna líkaði hún vel og eftir að hafa spurt okkur nokkrum sinnum af sinni einstöku tillitssemi hvað við vild- um í matinn var það þegjandi samkomulag okkar á milli að mánudagsmaturinn var grá- sleppa. Bjarni var ekki hamhleypa til verka en hlutirnir voru í föstum skorðum og höfðu sinn vana gang. Hins vegar voru smíðar honum einkar hugleiknar og nut- um við þess því hann hafði ein- stakt lag á því að virkja okkur með sér í smíðavinnunni. Þannig lærðum við að rafsjóða, logsjóða og ýmislegt annað sem strákar á þessum aldri fengi ekki annars að reyna. Síðar þegar við urðum eldri og komum í okkar árlegu verkefni í sveitinni, að taka þátt í réttunum, urðum við þess áskynja að Bjarni var vel lesinn, hafði mikinn áhuga á pólitík og hinum ýmsu dægurmálum, sem hann fylgdist vel með. Hann var viðræðugóður og skemmtilegur. Við kveðjum þennan góða vin, sem svo lengi hefur verið hluti af okkar lífi, með hlýhug. Kveðja, Þorsteinn og Guðmundur. Okkur systkinin langar til að minnast Halldórs Fannars í nokkrum orðum. Það eru væntanlega margir sem sitja með hnút í maganum á biðstofu tannlæknis síns og bíða eftir að verða kallaðir inn. Við minnumst þess ekki að hafa haft þessa til- finningu heldur ríkti smá eftir- vænting, þar sem Halldór tók alltaf svo yndislega á móti okkur og verðlaunaði okkur alltaf með dóti að skoðun lokinni. Hann var svo hlýlegur og góður við okkur, átti væntanlega pínulítið í okkur. Því var ekkert undarlegt að við fórum sjálf með börnin okkar til hans þegar þau fóru að poppa upp kollinum. Hann fylgdist alltaf með því sem við vorum að gera og var aðdáandi Snorra bróður nr. 1. Mætti á alla tónleika hans og keypti báðar plöturnar hans! Á síðustu útgáfutónleikum Snorra í haust mætti Halldór að sjálf- sögðu. Það var eitthvað lítið um sæti og þeir félagar, pabbi og Halldór Fannar ✝ Halldór Fann-ar fæddist í Reykjavík 28. apríl 1948. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 15. febrúar 2012. Útför Halldórs fór fram frá Hall- grímskirkju 24. febrúar 2012. hann, brugðu á það ráð að deila sæti. Sátu sem sagt til skiptis í fanginu á hvor öðrum til að spara hnén. Það er enn óraun- verulegt fyrir okkur að hann sé fallinn frá. Við viljum þakka Halldóri fyrir alla hlýjuna og stuðninginn í gegn- um árin og sendum okkar inni- legustu samúðarkveðju til fjöl- skyldu hans. Hinsta kveðja, Bryndís, Pétur, Heiða Kristín og Snorri Helgabörn og fjölskyldur. Þú varst og ert og verður alltaf minn besti vinur. Takk fyrir alla hreindýraveiði- túrana, alla fiskiveiðitúrana, allar Þórsmerkurferðirnar, allar úti- legurnar og allar vísurnar. Takk fyrir allar stundirnar þar sem við ræddum um lífið og glöddumst yfir lífinu. Þú og ég og Sanderman. Friðsælt er á feigðar þingi fengum enga – ég og Ingi öxlin er því ekkert marin enda gæs að mestu farin. (Halldór Fannar.) Hvíl í friði, elsku vinur. Ingi Þór Jakobsson. Það voru sorgartíðindi þegar mér barst sú frétt að Halldór Fannar frændi minn hefði látist fyrr um morguninn þann 15. febrúar sl. Viku áður hafði ég set- ið í stólnum hjá honum, við rætt hans nýlegu veikindi og spítala- vist, en líka hversu heppinn hann hefði verið að ná undir læknis- hendur í tæka tíð. Hann virtist sprækur og hress og hafa aldrei liðið betur, eins og hann sagði sjálfur. En lífið er hverfult og enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fæstum þykir það sjálfsagt skemmtilegt að setjast í stól hjá tannlækni. Það var hins vegar ekki tilfellið þegar Halldór átti í hlut. Skemmtilegar sögur og fréttir af frændfólki fengu mann til að gleyma stundum stund og stað. Í upphafi var ég líka hluti af kandidatsverkefninu hans með brotna framtönn, eða eins og hann sagði sjálfur „En spenn- andi, bara eins og Bjöggi“! Engan þekki ég sem átt gæti betur við að teldist vera „hrókur alls fagnaðar“ á mannamótum. Halldór hafði líka þann mikil- væga eiginleika að láta fólki líða vel í sinni návist. Það var einfald- lega útilokað að vera í fýlu í ná- vist þessa manns. Upp í hugann koma skemmtilegar stundir eins og þegar ég sá hann í fyrsta skipti með Ríó Tríói í Hallorms- staðaskógi um árið, ættarmótin fyrir austan með frumsömdum lögum eins og „Sól á Sand- brekku….“ og afmælin í ættinni þar sem Halldór hélt uppi stuð- inu með gítar og söng. Ættarmót- in verða ekki söm og áður. Það var með ólíkindum hvað þér tókst vel að lyfta þessum frændgarði upp til aukinnar gleði. Þín verður sárt saknað. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum.) Ég kveð þig með virðingu og söknuði. Ég vil að lokum votta Hönnu móður hans, Soffíu, Höllu, Halldóri, Róberti og öllum að- standendum mínar innilegustu samúðarkveður á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning frá- bærs frænda. Hreinn Jakobsson. Það er búin að vera mikil sorg í hjarta okkar Grétars síðan við fréttum um andlát kærs vinar, Halldórs Fannars. Mikið eigum við eftir að sakna hans, nærvera hans var einstök. Skemmtilegur maður svo ekki sé meira sagt. Alltaf gaman þegar vitað var að Dóri yrði með í fjallaferð eða gönguferð eða að hann ætlaði að eyða með okkur helgi í bústaðn- um. Það var bara ekki hægt að láta sér leiðast með Dóra í för. Aldrei sá ég hann í leiðu eða vondu skapi né að hann hallmælti neinum, bara jákvæður. Við geymum minningarnar um þig, kæri vinur, og eigum eftir að sakna þín mikið. Grétar Árnason og Elísabet Jónsdóttir. Rúna var húsmóðir, listamaður, garðyrkjusérfræðingur, grasa- fræðingur og yfirleitt vel að sér um þau fræði er sneru að nátt- úrunni almennt en fyrst og fremst mannvinur, langt á undan sinni samtíð á mörgum sviðum. Garð- urinn var hennar líf og yndi og þar ræktaði hún margar framandi plöntur með ótrúlegum árangri. Allt óx og dafnaði hjá Rúnu hvort Guðrún Hálfdanardóttir ✝ Guðrún Hálf-danardóttir fæddist á Bakka á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu 30. janúar 1928. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðaust- urlands 14. febrúar 2012. Útför Guðrúnar fór fram frá Hafn- arkirkju 18. febr- úar 2012. sem var um að ræða blóm eða börn. Ég var svo lán- söm að eiga samleið með Rúnu meira og minna allt mitt líf þar sem dóttir henn- ar Snæfríður er æskuvinkona mín. Fyrir mig sem kom úr stórum systkina- hópi var notalegt að vera í Miðtúni þar sem heimili fjölskyldunnar var alla tíð eftir að Rúna flutti úr for- eldrahúsum. Hlutskipti Rúnu var að þjóna. Fyrst sá hún um aldraða foreldra sína og tvo bræður. Þegar foreldr- ar hennar létust voru það bræður hennar og fjölskylda sem áttu hug hennar allan. Við hjónin hófum búskap á efri hæðinni hjá Rúnu og bjuggum þar þegar við eignuð- umst okkar fyrsta barn. Alltaf var Rúna tilbúin að hjálpa og ávallt var vel tekið á móti okkur á neðri hæðinni. Síðastliðin tvö ár var Þorgils sonur minn svo lánsamur að vera í fæði hjá Rúnu í hádeginu ásamt Sædísi dóttur Snæfríðar. Ég spurði Rúnu eitt sinn hvort þetta væri ekki of mikið fyrir hana, hún komin á níræðisaldur, en hún hélt nú ekki. Það væri svo gaman að fá þessa unglinga í mat sem borðuðu allt og svo gaman að ræða málin við þau. Þorgils sagði líka að það væri svo gaman að tala við Rúnu, hún vissi bara allt. Rúna var haf- sjór af fróðleik og skrifaðist á við fólk um allan heim. Þó skólagang- an hafi ekki verið löng var Rúna vön að bjarga sér og var orðabók- in óspart notuð. Rúna missti eiginmann sinn allt of snemma en þó hún saknaði Svavars mikið eins og við öll þá hélt hún ótrauð áfram að halda líf- inu gangandi. Stórt skarð var svo aftur höggvið í fjölskylduna þegar dóttir hennar Björg lést úr krabbameini og tók það mjög á Rúnu, þessa sterku konu. Listaverk hennar voru einstök, endurspegluðu gamla tímann og mikið nostrað við þau. Mér þykir mjög vænt verk sem ég á eftir hana af konu í íslenskum búningi sem hún prjónaði úr örfínni ull sem hún spann og litaði sjálf. Fyr- ir rúmu ári hætti hún að vinna hjá HSSA en tvisvar í viku spjallaði hún við gamla fólkið, las fyrir það eða vann í höndunum. Skjólstæð- ingar hennar voru margir yngri en hún, sem sýnir hvað hún var kraftmikil og dugleg. Tímaleysi og hraði hjá okkur nútímafólki gerir að verkum að margt mun glatast með þeirri kynslóð sem Rúna tilheyrir og ég sakna þess að hafa ekki gefið mér meiri tíma til að bergja af visku- brunni hennar. Ég var svo heppin að fá að eiga nokkra góða daga með henni áður en hún lést, sem er ómetanlegt og ég er forsjóninni þakklát fyrir. Hugur minn er hjá fjölskyldunni sem syrgir ekki bara ættmóður heldur vin sem með natni og umhyggjusemi fékk allt lifandi í kringum sig til að vaxa og dafna. Minning um elskulega konu mun lifa með okkur um ókomna tíð. Snæja mín, Helgi, Guðný, Vigfús, Haukur og fjöl- skyldur. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur innilegustu samúð- arkveðjur. Sigrún. Hún var ekki aðeins stórkost- leg manneskja með litríkan per- sónuleika, hún var listaverk í sjálfri sér, glæsileg, fögur og hlý með einkennandi aðalsmerki, bros sem bræddi allra hjörtu og bar í sér gleði og fjör. Það fór aldrei á milli mála að Margrét Sighvats- dóttir dró dám af sínu fólki, harð- dugleg, traust og kunni einstak- lega vel að rækta vinarþel. Hin lífsglaða sveitastelpa var alla tíð Margrét Sighvatsdóttir ✝ Margrét Sig-hvatsdóttir fæddist í Ártúnum á Rangárvöllum 23. maí 1930. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Víðihlíð í Grinda- vík 3. febrúar 2012. Útför Mar- grétar var gerð frá Grindavík- urkirkju 10. febrúar 2012. hispurslaus, ófeimin og áræðin,en aldrei fylgdi hún neinni hugmynd með há- vaða. Hún var einkar félagslynd og var meðal annars stofn- andi að björgunar- félaginu Þórkötlu í Grindavík og kven- félagi Grindavíkur- kirkju. Ung kynntist hún mannsefni sínu Páli Péturssyni skipstjóra og útgerðarmanni og leiðin þeirra var löng og farsæl alla tíð. Þau voru eins og sköpuð fyrir hvort annað, eins og klettar í mannlífinu sem veittu mörgum skjól í mannlega vindhörpu- slagnum. Magga var ein af þess- um burðarásum sem kunnu ekk- ert nema gott og þess vegna geislaði endalaust af henni hvort sem var í sólargeislum á kinn eða sólstöfum minninganna. Einn mesti hagyrðingur Ís- landssögunnar, Sigurður Breið- fjörð, orti: Þegar ég ráfa og hengi haus þið haldið það skáldadrauma, en þá er ég svo þankalaus sem þorskurinn lepur strauma. Magga Sighvats var skáld og tónlistarmaður af Guðs náð og aldrei þankalaus. Í hversdags- þönkunum brakaði stanslaust í hugsun hennar, sköpunargáfan og sköpunargleðin voru sífellt að og jafnt í stemningu innri hugans og sjálfri náttúrukvikunni, var hún að skapa ljóð eða lag til dýrðar lífsins djásnum, Palla sínum, fólkinu sínu. Magga var frábær söngkona og túlkaði með dýpt þroskans og hjartanu sjálfu. Upptökurnar með söng hennar, tónlist hennar, eru perlur í djásnasafni Íslands. Með reynslu og menntun eins og gerist hjá heimskunnum söngvurum hefði Margét Sighvatsdóttir átt heima á hvaða sönglistasviði sem er í heiminum. Svo sterkum kar- akter bjó hún yfir, tærri einlægni og sönggleði. Þessa Guðsgjöf ræktaði hún með börnunum sín- um og barnabörnum enda er fjöl- skyldan öll mikið söngfólk og kann svo sannarlega að nýta þær gjafir sem söngurinn er hverjum og ein- um í blíðu og stríðu. Það var alltaf hátíð að hitta Möggu Sighvats, alltaf skemmti- leg, alltaf gefandi því hún var dæmigerð fyrir það að geta breytt dimmu í dagsljós með brosinu sínu. Frænkur hennar, börn Lilju Jónsdóttur og Filippusar Tómas- sonar minnast frænku sinnar fyrir yndi og kærleik, góða áru í lífsins melódí og þannig hygg ég að allir hugsi sem kynntust gleðigjafan- um Möggu Sighvats. Megi góður Guð varðveita ást- vini hennar í starfi og leik, styrkja þá í athöfnum og átökum til heilla landi og þjóð. Það er sagt að það sé bjartara en bjart í himnaranninum. Þegar Magga mætir á engin eilífu mun birta enn meir af stórkostlegri manneskju og litríkum persónu- leika. Árni Johnsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.