Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012
Hrafnaþing
Náttúru-
fræðistofnunar
Íslands verður
haldið miðviku-
daginn 29. febr-
úar kl. 15:15 í
húsakynnum
stofnunarinnar
að Urriðaholts-
stræti 6-8 í Garðabæ.
Guðmundur A. Guðmundsson,
dýravistfræðingur á Náttúru-
fræðistofnun og umsjónarmaður
fuglamerkinga, mun fjalla um 90
ára sögu fuglamerkinga á Íslandi
og sýna nokkur dæmi um niður-
stöður þeirra.
Fuglamerkingar hófust á Íslandi
árið 1921 fyrir tilstilli danska fugla-
fræðingsins Peters Skovgaards.
Merkingar á vegum Íslendinga hóf-
ust 1932 og hafa á þeim 80 árum
sem liðin eru um 600 þúsund fuglar
verið merktir og um 40 þúsund
endurheimst, auk 3600 erlendra
merkja sem endurheimst hafa á Ís-
landi.
Fuglamerkingar
Fagdeild félagsráðgjafa um áfeng-
is- og vímuefnamál og fagdeild fé-
lagsráðgjafa á fræðslu- og skóla-
sviði halda morgunverðarfund
fimmtudaginn 1. mars á Grand Hót-
el kl. 8:00-10:30. Fundarefnið er:
Börn, unglingar og vímuefni.
Erindi flytja: Jóna Margrét
Ólafsdóttir, formaður fagdeildar
félagsráðgjafa um áfengis- og
vímuefnamál, Guðrún Elva Arin-
bjarnardóttir, formaður fagdeildar
félagsráðgjafa á fræðslu- og skóla-
sviði og félagsráðgjafi í grunn-
skóla, Sigurður Örn Magnússon og
Vilborg Grétarsdóttir, Barnavernd
Reykjavíkur, og Hjördís Árnadótt-
ir, skólafélagsráðgjafi í FVA. Að-
gangur að málþinginu kostar 2.100
krónur.
Ræða um börn, ung-
linga og vímuefni
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn-
mála og sálfræðideild Háskóla Ís-
lands halda opinn fyrirlestur mið-
vikudaginn 29. febrúar kl.
12:15-13:15 í Lögbergi, stofu 103.
Dr. Jaime Napier, kennari við
sálfræðideild Yale-háskólans í
Bandaríkjunum, flytur fyrirlestur-
inn Að skapa samhljóm: Geta
stjórnmálaleiðtogar mótað
siðferðisgildi fólks.
Umræðunum stjórnar Hulda
Þórisdóttir, lektor í stjórn-
málafræði.
Siðferðisgildi fólks
Verður skól-
inn án bóka?
heitir ráð-
stefna sem
Félag les-
blindra á Ís-
landi heldur
í húsi
mennta-
vísindasviðs
HÍ við Stakkahlíð í dag kl. 13.
Þar verður m.a. rætt um það
hvaða stefnu skal marka í raf-
bókavæðingu skólakerfisins hér-
lendis og hvað hefur verið gert í
þessum málum fram til þessa.
Aðalfyrirlesari er Ollie Bray,
ráðgjafi í kennslutækni í Skot-
landi. Ráðstefnan er ætluð starfs-
fólki í menntakerfinu auk áhuga-
fólks um málefnið. Aðgangur er
ókeypis.
Rætt um notkun raf-
bóka í skólakerfinu
Rekstur hópferðabíla er afar þungur í dag þar sem
eldsneytisverðið hefur hækkað án afláts. Því er mik-
ilvægt að endurnýja og taka í notkun sparneytnari
bíla, að sögn Þóris Garðarssonar, markaðs- og sölu-
stjóra Iceland Excursions.
Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur
fyrirtækið keypt tíu nýjar rútur, fimm hafa þegar ver-
ið teknar í notkun en hinar fimm bætast við flotann í
vor, sem telur þá 50 rútur.
Þórir segir að miklu skipti að reyna að minnka
rekstrarkostnað bílanna þar sem eldsneytiskostnaður-
inn hefur aukist mikið. „Nýrri bílar eyða minni olíu og
þurfa minna viðhald, sem er líka orðið mjög dýrt,“ seg-
ir hann.
Ná eyðslunni niður um 3 lítra
Þórir segir að reksturinn við þessar aðstæður hafi
þyngst verulega með síhækkandi eldsneytisverði. Í
ferðaþjónustunni geri menn samninga allt að 18 mán-
uði fram í tímann og við þær aðstæður sé erfitt að
setja olíuverðhækkanir út í verðlagið.
„Það er staðreynd að nýrri bílar eins og þessir sem
við erum að fá núna eyða töluvert minna en eldri bíl-
arnir. Það munar töluverðu,“ segir
hann.
Stærsti hlutinn af starfsemi Ice-
land Excursions eru dagsferðir fyrir
erlenda ferðamenn, t.d. tvær ferðir á
dag með ferðamenn að Gullfossi og
Geysi. „Það skiptir því geysilega
miklu máli ef við náum olíueyðslunni
niður um þrjá lítra á hundraðið,“
segir Þórir.
Hann á von á umtalsverðri aukn-
ingu fólksflutninga í ár frá seinasta
ári ef mið er tekið af bókunartölum. „Sumarið lítur
mjög vel út hjá okkur og veturinn hefur líka verið
mjög góður. Það hefur verið mjög góð aukning í okkar
ferðir og markaðssetning og þau kynningarátök sem
við höfum verið í undanfarin ár hafa skilað sér í fleiri
viðskiptavinum.
Við höfum verið með 15 til 20% aukningu að með-
altali á milli ára undanfarin fimm ár að og ég á von á
því að árið í ár verði ekki síðra,“ segir hann.
Fyrirtækið er með um 90 manns í vinnu í vetur en
yfir sumarið eru þeir í kringum 120. omfr@mbl.is
Flotinn stækkar Iceland Excursions hefur fest kaup á tíu nýjum rútum og hafa fimm þegar verið teknar í notkun.
Nýrri bílar eyða minni olíu
og þurfa minna viðhald
50 rútur í flota Iceland Excursions Sumarið lítur vel út
Þórir
Garðarson
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Agné Krataviciuté, sem ákærð er fyrir að orðið
nýfæddu barni sínu að bana, segist enn ekki
skilja hvað gerðist. Hún segist sannfærð um að
hún hafi aldrei eignast barn. Aðalmeðferð í
máli hennar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær en hún er ákærð fyrir manndráp með því
að hafa fætt fullburða, lifandi sveinbarn, skorið
drenginn í andlitið og kyrkt hann. Lík barnsins
fannst í ruslagám við Hótel Frón hinn 2. júlí
2011, þar sem Agné vann sem herbergisþerna.
Agné er rúmlega tvítug að aldri. Hún flutti
hingað til lands í október 2010 til að vera með
þáverandi kærasta sínum, Deividas Marcin-
kevicius. Þau kynntust á netinu fyrir um 5 ár-
um en höfðu aðeins hist einu sinni áður en hún
flutti til Íslands og inn til foreldra hans. Þau
sögðust bæði hafa verið ástfangin og samrýnd.
Eftir atburðina síðasta sumar sleit Deividas
hins vegar öllu sambandi við hana. Honum seg-
ist hafa liðið mjög illa eftir að ljóst var hvað
gerðist og hefur hann gert bótakröfu í málinu.
Engin líkamleg einkenni þungunar
Geðlæknar sem mátu heilsu Agné eftir at-
vikið telja hana vera við neðri mörk meðal-
greindar. Hún sé óþroskuð eftir aldri og hafi
búið við ofverndun foreldra sinna og verið þeim
háð. Geðlæknar segja allt benda til þess að ekki
hafi hvarflað að henni sjálfri að hún væri ólétt.
Fæðing barnsins hafi líklega verið henni gríð-
arlegt áfall og hugsanlegt sé að hún hafi upp-
lifað tímabundið hugrof á einhverjum tíma-
punkti tengdum fæðingu barnsins.
Hún greindist hinsvegar ekki með neinn
geðsjúkdóm eða persónuleikaröskun og telst
því sakhæf. Sjálf neitar Agné hinsvegar sök.
Fyrir dómnum lýsti hún þeirri sannfæringu
sinni að hún hefði ekki verið ólétt. Hún segist
hafa verið á reglulegum blæðingum allan tím-
ann og ekki fundið fyrir neinum líkamlegum
einkennum. Vitni sem kölluð voru fyrir Hér-
aðsdóm í gær voru nokkurn veginn samhljóða
um að ekki hefði verið ljóst að hún hefði verið
þunguð. Hún hefði verið fremur búttuð í vext-
inum fyrir og engar afgerandi breytingar sést
á henni eða háttalagi hennar.
Buxur og hendur alblóðugar
Læknisfræðileg gögn benda hinsvegar öll til
þess að hún hafi gengið með og fætt fullburða
barn. Þegar farið var með hana á Landspítala
vegna mikilla blæðinga voru föst fylgja og
naflastrengur fjarlægð með skurðaðgerð, að
sögn læknanna sem sinntu henni. Þá sýndu
niðurstöður rannsóknar á DNA-sýni úr líki
barnsins að 99,999% líkur væru á því að Agné
og Deividas væru foreldrarnir.
Þegar Agné var beðin um að lýsa atburða-
rásinni hinn 2. júlí 2011 sagðist hún hafa vakn-
að þá um nóttina með verki í síðu, sem hún taldi
vera tíðaverki og fengið við þeim íbúfen hjá
tengdamóður sinni. Um morguninn hélt hún til
vinnu við að þrífa herbergi á Hótel Fróni.
Þernurnar unnu tvær og tvær saman en
vinnufélagi Agné fór í kaffi á meðan hún klár-
aði að þrífa síðasta herbergið og stuttu eftir að
hún fór sagðist Agné hafa fundið til svima og
orðið vör við að henni blæddi óvenjumikið en
talið það vera tíðablæðingar og sest á klósettið
á meðan það leið hjá. Blóð hefði farið á gólfið en
hún reynt að þrífa það upp og svo farið í kaffi.
Agné virðist aðeins hafa verið ein í rúmar 10
mínútur. Þegar hún kom niður sáu vinnufélag-
arnir að hendur hennar og buxur voru alblóð-
ugar og var Deividas því sendur eftir henni og
fór hann með hana á spítalann. „Ég veit ekki
hvernig mér á að líða. Ég er ennþá að segja
sjálfri mér: Ég fæddi ekki barn, ég var ekki
ófrísk, ég gerði þetta ekki,“ sagði Agné að-
spurð hvernig henni hefði liðið síðan atburð-
irnir gerðust. „Ég bara er,“ sagði túlkur henn-
ar að hún hefði sagt.
Telur sig ekki hafa fætt barnið
Ung lithásk kona sem ákærð er fyrir barnsdráp neitar sök Segist ekki hafa gengið með barn, hvað
þá ráðið því bana DNA-próf sýnir að hún eigi barnið Andlegt ástand hennar við verknaðinn óljóst
Morgunblaðið/Ómar
Héraðsdómur Reykjavíkur Verjandi Agné Krataviciuté fór fram á að dómshaldið yrði lokað til
að verja hana, en þeirri kröfu var hafnað. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag.
Agné Krataviciuté lagði áherslu á það í
framburði sínum í gær að hún væri hrifin
af börnum og hefði alltaf hugsað sér að
verða móðir. „Börn eru almennt mjög mik-
ilvægur hluti í mínum huga og að eignast
barn myndi verða þvílík gleði fyrir mér,“
sagði Agné með hjálp túlks.
Hún sagðist ekki hafa haft ástæðu til að
óttast viðbrögð foreldra sinna eða þáver-
andi kærasta ef hún hefði sagst vera
barnshafandi. Hún hefði líka átt stuðning
tengdafjölskyldu sinnar vísan.
Deividas sagði Agné oft hafa talað við
hann um börn á jákvæðum nótum. Þau
hefðu ráðgert að eignast saman börn síð-
ar þegar þau væru orðin eldri. „Ég elska
börn og ef hún hefði allt í einu komið heim
með barn hefði ég orðið ég mjög glaður.“
Vildu barn síðar
ÆTLAÐI SÉR AÐ VERÐA MÓÐIR
Stúlkan sem bjargaði erninum
Sigurerni árið 2006 heitir Sigur-
björg Sandra Pétursdóttir en ekki
Sigurborg Sandra Pétursdóttir eins
og misritaðist í blaðinu í gær. Beðist
er velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Nafn misritaðist
Skannaðu kóðann til að
lesa ítarlega umfjöllun
mbl.is um málið.