Morgunblaðið - 29.02.2012, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012
✝ Sigrún Björg-vinsdóttir
fæddist á Akranesi
26. janúar 1940.
Hún lést í faðmi
fjölskyldunnar á
Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi
mánudaginn 20.
febrúar 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Anna Mýr-
dal Helgadóttir og
Björgvin Ólafsson. Sigrún var
yngst af fjórum systkinum.
Systkini hennar eru Þorbjörg
Þorbjörnsdóttir (sammæðra),
Helgi Björgvinsson og Guðrún
Mýrdal Björgvinsdóttir. Sigrún
giftist eftirlifandi eiginmanni
sínum, Gunnari Lárussyni, 30.
des. 1960, hann er fæddur 5. maí
1929. Þau eiga fjórar dætur,
þær eru: Lára Dröfn Gunn-
arsdóttir f. 16. jan. 1961, hún er
gift Jarle Reiersen og eiga þau
tvö börn, Sindra f. 5.3. 1990 og
Sigrúnu f. 27.2. 1992. Eyrún
Signý Gunnarsdóttir f. 19. maí
1962, hún á tvær
dætur, Evu Björg
Jónsdóttur f. 21.10.
1984 og Sædísi
Björk Jónsdóttur f.
10.5. 1995. Hafdís
Gunnarsdóttir f. 9.
nóv. 1963, hún er
gift Ágústi Páli
Sumarliðasyni og
eiga þau þrjú börn,
Láru f. 28.5. 1986,
Arnór f. 27.9. 1989
og Dagnýju f. 5.8. 1991. Anna
Björg Gunnarsdóttir f. 5. sept,
1965, hún er gift Teiti Gunn-
arssyni og eiga þau þrjú börn,
Tryggva Gunnar f. 16.1. 1987,
Hilmar f. 4.6. 1988 og Heiðrúnu
f. 14.12. 1989. Sigrún á eitt lang-
ömmubarn, Adrían Mána, f.
21.2. 2009, hann er sonur
Tryggva Gunnars og unnustu
hans Sylvíu Rakelar Guðjóns-
dóttur. Sigrún bjó alla sína tíð á
Akranesi og lengst af starfaði
hún á Dvalarheimilinu Höfða.
Útför Sigrúnar fór fram frá
Akraneskirkju 28. febrúar 2012.
Elskulega mamma mín,
mjúk er alltaf höndin þín,
tárin þorna sérhvert sinn,
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er
allt það skal ég launa þér.
(Sig. Júl. Jóhannesson.)
Elsku mamma mín, mig langar
til að kveðja þig með nokkrum
orðum og að þakka þér fyrir allt
það sem þú gafst mér, þakka þér
fyrir það hvernig þú varst. Þú
varst alltaf til staðar fyrir mig,
öryggið og reglan sem þið bjugg-
uð til í kringum mig var mér afar
mikilvægt. Þegar ég var krakki
var ég ekki alltaf ánægð með
þessa miklu reglu og stranga aga,
en það hefur gert mig að þeirri
manneskju sem ég er í dag. Ég
hugsa með hlýhug til allra stund-
anna sem við áttum saman.
Fimmtudagskvöldanna þegar við
sátum allar saman mæðgurnar
og gerðum handavinnu og hlust-
uðum á útvarpssöguna, laugar-
dagsmorgnana þegar við vorum
allar að taka til og hlustuðum á
lög sjúklinga, það voru svo marg-
ar góðar stundir sem við áttum
saman. Þú kenndir mér svo
margt sem ég bý að og get von-
andi kennt dætrum mínum.
Mamma var frábær húsmóðir,
hún var 25 ára þegar hún var bú-
in að eiga 4 dætur, hún var mikið
ein með okkur þar sem pabbi
vann alltaf mikið, hún vann
lengst af hálfan daginn en gat
samt saumað og prjónað á okkur
öll föt og ekki bara okkur heldur
líka dúkkurnar okkar. Mamma
var alltaf að, henni féllu sjaldan
verk úr hendi. Mamma átti fal-
legt heimili, þar var reglan í fyr-
irrúmi, alltaf hreint og snyrtilegt
og alltaf hlaðborð af heimabök-
uðum kökum og mat. Þegar við
komum heim úr skólanum var
mamma alltaf tilbúin með eitt-
hvað gott fyrir okkur og alltaf
tilbúin að hlusta á okkur. Ég á
þér svo margt að þakka, elsku
mamma mín, hvíl þú í friði. Minn-
ing þín er ljós í lífi mínu.
Þín dóttir
Eyrún Signý Gunnarsdóttir.
Elsku amma, nú sitjum við hér
með tárin í augunum og hugsum
um allar góðu stundirnar sem við
áttum með þér. Þú varst svo
sannarlega góð amma, alltaf vissi
maður að þér þótti vænt um okk-
ur og alltaf var svo gott að koma í
heimsókn til ykkar afa. Síðustu
árin áttu við einnig mjög góðar
stundir með þér, minnisstæðast-
ar eru stundirnar sem við áttum
saman við eldhúsborðið í Garð-
húsum þar sem við spjölluðum
um alla heima og geima.
Þú varst svo góð fyrirmynd,
alltaf svo fín, hnarreist, skipu-
lögð, dugleg og hæfileikarík. Við
erum svo þakklátar fyrir að hafa
átt þig að sem ömmu og fyrir allt
sem þú kenndir okkur.
Við munum aldrei gleyma þér,
elsku amma.
Þínar ömmustelpur,
Eva Björg og
Sædís Björk.
Sigrún
Björgvinsdóttir
✝ Jón Sigurðssonfæddist í
Reykjavík 10. októ-
ber 1939. Hann lést
á Borgarspítalanum
hinn 21. febrúar
2012.
Foreldrar hans
voru Sigurður Jóns-
son, f. 21.3. 1912, d.
7.11. 1985, og Vil-
borg Karelsdóttir, f.
7.4. 1937, d. 20.10.
1966. Systir Jóns er Ásthildur
Sigurðardóttir, f. 25.5. 1936. Eig-
inmaður Ásthildar er Rafn
Helgason, f. 8.6. 1933. Eftirlif-
andi eiginkona Jóns er Ína Dóra
Sigurðardóttir, f. 20.4. 1937. Jón
og Ína Dóra giftust 17.9. 1960.
Þau eignuðust 3 stráka. 1. Sig-
urður Haukur Jónsson, f. 4.1.
1961. 2. Ólafur Karel Jónsson, f.
1.8. 1963. Hann kvæntist Guð-
rúnu Klöru Sigurbjörnsdóttur,
börn þeirra eru, a) Íris Ósk, f.
1984 og er sambýlismaður henn-
ar Björgvin Eyjólf-
ur Ágústsson, b)
Unnur Lilja, f. 1989,
d. 1990, c) Jón Kar-
el, f. 1991, d) Anton
Örn, f. 1993. Ólafur
Karel og Guðrún
Klara skildu. Sam-
býliskona Ólafs
Karels er Harpa
Steingrímsdóttir. 3.
Guðmundur Berg-
mann Jónsson, f.
11.8. 1965, og maki hans er Jó-
hanna Jónsdóttir. Börn þeirra
eru a) Andrea Bergmann, f.
1993, b) Ían Bergmann, f. 1999,
c) Emma Bergmann, f. 2003. Jón
ólst upp á Víðimelnum í Reykja-
vík. Hann vann við ýmis störf frá
unga aldri en svo ráku Jón og
Ína Leðurverkstæðið á Víðimel
frá árinu 1983 og er það enn
starfrækt.
Jón var jarðsunginn frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði 27. febr-
úar 2012.
Sem dropi titrandi
taki sig út úr regni
hætti við að falla
haldist í loftinu kyrr
Þannig fer unaðssömum
augnablikum hins liðna
þau taka sig út úr
tímanum og ljóma
kyrrstæð, meðan hrynur
gegnum hjartað stund eftir stund.
(Hannes Pétursson)
Vegir almættisins eru órann-
sakanlegir og enginn veit hvað
morgundagurinn ber í skauti sér.
Skyndilega er tengdafaðir minn
horfinn á braut. Margar á ég
minningarnar frá þeim fjölmörgu
stundum sem mér hlotnaðist að
deila með Jóni, hvort sem það var
á Íslandi, í Bandaríkjunum, í
Mexico eða á Spáni. Jón var oft-
ast léttklæddur sama hvernig
viðraði og átti hann það til að
skafa snjó af bílnum mínum í
stuttermabol og opnum skóm. Ég
sagði honum oft að hitamælirinn í
honum væri bilaður þegar hann
var svona léttklæddur í kulda þar
sem hann elskaði að vera í sól og
miklum hita. Við fjölskyldan not-
uðum hvert tækifæri í ferðum
okkar til Íslands til að komast í
bústaðinn í Borgarfirði og vorum
þá Jón og Ína oftast með í ferð.
Jón sat ætíð léttklæddur við ar-
ininn og sá um að eldurinn
slokknaði ekki.
Börnin okkar hafa notið þeirra
forréttinda að hafa geta dvalið á
sumrin á Íslandi hjá fjölskyldum
okkar og þá oft hjá Jóni og Ínu.
Jón var mikið fyrir sætindi og
fannst honum nú ekki slæmt að
hafa krakkana í kringum sig þar
sem þau deildu oft nammi eða ís
með honum. Jón og Ína komu líka
í heimsókn til okkar í Colorado,
nú seinast í vor þegar Andrea út-
skrifaðist úr skólanum. Í einni
heimsókn þeirra keypti Jón stál-
bolla til að drekka mjólk úr þar
sem hann vildi alltaf kalda mjólk.
Jón skildi bollann eftir hjá okkur
og var bollinn það fyrsta sem var
tekið fram þegar Jón kom aftur í
heimsókn, en þessi bolli var aldr-
ei notaður annars þar sem þetta
var bollinn hans afa Jóns.
Elsku Jón, hjartans þakkir
fyrir allar minningarnar og kveð
ég þig með söknuði í hjarta.
Þín tengdadóttir,
Jóhanna.
Elsku afi Jón,
Við vorum svo heppin að geta
verið hjá þér öll þessi sumur á Ís-
landi og hafa haft allan þann tíma
sem við áttum saman. Við elskum
þig svo rosalega mikið og það eru
svo margar minningar sem við
eigum og munum aldrei gleyma.
Þú varst aldrei í bol og oftast
bara á stuttbuxum sama hvernig
veðrið var og maður skildi það nú
aldrei.
Við vitum að þú ert á góðum
stað og Guð á eftir að hugsa vel
um þig og að þú getur drukkið
eins mikla bláa mjólk og þú vilt
þar án þess að amma Ína skammi
þig. Mundu bara alltaf þetta:
„Afi, þú ert ekki fyndinn.“
Barnabörnin þín í Colorado,
Andrea, Ían,
og Emma.
Jón
Sigurðsson
Foreldrar mínir eignuðust
upp úr 1960 lóð undir hús við hlið
Guðrúnar og Jónasar og Hall-
dórs sonar þeirra á Sunnubraut í
Kópavogi. Fljótlega eftir að við
fluttum inn var ég í bíló á ófrá-
genginni lóð húss okkar þegar
Halldór stakk upp haus við lóða-
mörkin. Var það upphaf ævi-
langrar vináttu okkar Halldórs
og kynna minna af foreldrum
Jónas H. Haralz
✝ Jónas HalldórHaralz fæddist
í Vinaminni í
Grjótaþorpinu í
Reykjavík 6. októ-
ber 1919. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Mörk 13. febr-
úar 2012 á 93. ald-
ursári.
Útför Jónasar
fór fram frá Dóm-
kirkjunni 27. febr-
úar 2012.
Meira: mbl.is/minningar
hans. Faðir minn og
Jónas þekktust
raunar frá fyrri tíð,
þeir voru jafnaldrar
og samtíma í MR.
Jónas og Guðrún
voru alla tíð sérlega
elskuleg við mig og
var ég alltaf vel-
kominn inn til Hall-
dórs vinar míns.
Þau fjölskyldan
voru mjög samrýmd
og voru t.d. mikið saman í garð-
inum við hús sitt við leik og störf.
Var það mikið högg fyrir þá
feðga Jónas og Halldór þegar
Guðrún lést langt fyrir aldur
fram.
Jónas var á þessum tíma orð-
inn landsþekktur, áhrifamikill
ráðunautur og embættismaður
Viðreisnarstjórnarinnar, sem lík-
legast má telja þá farsælustu frá
lýðveldisstofnun. Held raunar að
telja megi hann guðföður henn-
ar, fái einhver að bera það
sæmdarheiti. Kunn eru og marg-
háttuð störf Jónasar síðar meir
m.a. við Landsbankann og Al-
þjóðabankann.
Mikill gestagangur var á
heimili Jónasar og Guðrúnar,
alls kyns forvitnilegt fyrirfólk
innlent og erlent heimsótti þau.
Man ég líka eftir því að mikið
samband og gott virtist vera með
Jónasi og Gylfa Þ. Gíslasyni, ráð-
herra og máttum við Halldór
læðast á tánum um ganga meðan
þeir ræddu löngum saman í
síma.
Löngu seinna þegar ég var
kominn í háskólann og var
stundum að tjá mig opinberlega
um daginn og veginn og Jónas
vék að einhverju sem ég hafði
sagt með vinsemd þótti mér mik-
ill vegsauki að því. Enn er ég
stundum að glöggva mig á því
sem Jónas hafði fram að færa
um málefni þjóðfélagsins með
því að grípa í skrif hans. Enn síð-
ar þegar ég hóf lögfræðistörf
þótti mér vænt um það þegar
hann fól mér ýmis viðvik fyrir
sig.
Jónas var einn af fáum sem
stunduðu göngur stíft á æskuár-
um mínum, þannig gekk hann
iðulega til starfa sinna í Miðbæn-
um úr Kópavoginum, sem var nú
góður spölur. Held ég að sumum
hafi jafnvel þótt þetta heldur
skrítið á þeim tíma. Eitt sinn var
Jónas spurður um það í fjöl-
miðlaviðtali hvort hann héldi að
hann myndi lifa lengur ef hann
hreyfði sig svo mikið. Hann
sagðist ekki vita um það, en hon-
um myndi áreiðanlega líða betur
meðan hann lifði. Jónas hélt alla
vega lengi ótrúlegu þreki og
heilsu og sinnti mikilvægum
ábyrgðarstörfum og kom fram í
fjölmiðlum og á fundum sem
ekkert væri fram yfir nírætt.
Ég veit um náið og gott sam-
band Jónasar og Halldórs sonar
hans og hversu fyrirferðamikill
Jónas var í lífi vinar míns og fjöl-
skyldu hans. Þannig að þar er
skarð fyrir skildi.
Ég votta Halldóri og Gyðu og
fjölskyldu þeirra samúð mína
vegna fráfalls Jónasar og þakka
fyrir elskulegt viðmót og góð
kynni fyrr og nú.
Tryggvi Agnarsson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
húsasmíðameistari,
Dælengi 17,
Selfossi,
lést á Kanaríeyjum að morgni miðviku-
dagsins 15. febrúar.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 2. mars
kl. 13.00.
Guðmundur Sigurðsson,
Ingvi Rafn Sigurðsson, Laufey Jóna Kjartansdóttir,
Sesselja Sigurðardóttir, Örn Grétarsson,
Sigurður Þór Sigurðsson, Kristín Gunnarsdóttir,
Óðinn Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Kær móðir mín, tengdamóðir, amma okkar
og langamma,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR,
sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi sunnudaginn 26. febrúar, verður
jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn
3. mars kl. 11.00.
Rebekka Björk Þiðriksdóttir, Viðar Pétursson,
Hjalti Viðarsson,
Kári Viðarsson,
Ingibjörg Viðarsdóttir,
Þiðrik Örn Viðarsson
og fjölskyldur.
✝
Elsku maðurinn minn,
VIÐAR BJÖRGVINSSON,
er látinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur
samúð og hlýhug.
Fyrir hönd barna, tengdabarna, afa- og langafabarna,
Hildur Andrésdóttir.
✝
Okkar elskulega
NANCI ARNOLD HELGASON
andaðist í Sunnuhlíð mánudaginn 23. janúar,
eftir stutta sjúkdómslegu.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sjöfn Guðmundsdóttir,
Dagný Michelle Jónsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær frændi okkar,
HJALTI FINNSSON
frá Ártúni,
Eyjafjarðarsveit,
lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugar-
daginn 25. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Hólakirkju, Eyja-
fjarðarsveit, laugardaginn 3. mars og hefst athöfnin kl. 13.30.
Aðstandendur.
✝
Àstkæra mamma, amma og langamma
okkar,
INGIBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR
frá Sveinatungu,
kennari,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn
24. febrúar, verður jarðsungin frá Garðakirkju
föstudaginn 2. mars kl. 15.00.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 3-B á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir
hlýju og góða umönnun.
María Helga Kristjánsdóttir,
Eyjólfur Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.