Morgunblaðið - 29.02.2012, Side 31
AF LISTUM
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Um liðna helgi lá stríðurstraumur gesta efst upp áÖskjuhlíð, hvar fólkið dróst
inn í þrenginguna í snúningsdyrum
Perlunnar, spýttist síðan framhjá
vaxútgáfunni af Skarphéðni Njáls-
syni í bláröndóttum buxunum, og
breiddi flóðið ekki úr sér og róaðist
fyrr en komið var inn á bókamarkað
Félags bókaútgefenda. Þar gat að
líta sömu breiðurnar af bókum og
undanfarin ár; ævisögur, þjóðlegan
fróðleik, ljóð, myndlistarbækur,
unglingabækur og barna, teikni-
myndasögur, skáldsögur og allt hitt.
Sannkallaðir happahyljir fyrir von-
glaða bókaveiðimenn. Fallhraðin
jókst aftur þegar kom að af-
greiðslukössunum, þar sem ung-
menni slógu inn verð og önnur sóp-
uðu bókum í plast áður en gestum
var skolað út.
Það er alltaf gaman að koma áþennan stóra bókamarkað en
þó er eitthvað sorglegt við það um
leið. Að öll þessi vinna höfundanna
sé gengisfelld á þennan hátt, oft svo
furðu stuttu eftir að bækurnar koma
út og eru til umfjöllunar í öllum fjöl-
miðlum og hampað á söluborðum
bókaverslana – og jafnvel stórmark-
aðanna ef þær sleppa inn á þann
gestalista.
Það toguðust á í mér andstæðar
kenndir þar sem ég ráfaði um á milli
þunghlaðinna söluborða markaðar-
ins og dæturnar voru komnar í
barna- og unglingadeildina að velja
sér lesefni. Á nokkrum stöðum sá ég
glitta í eigin verk; bækur sem ég
hafði setið yfir mánuðum saman,
stundum við skriftir, stundum við að
safna myndum saman; þarna voru
þúsundir á þúsundir stafa og orða
sem ég hafði slegið inn, ósjaldan fyrir
önnur sem var eytt, og ófáar myndir í
ferli sem höfðu leitt til þeirra sem
voru valdar; þúsundir ekinna kíló-
metra; hver svefnlaus nótt eftir aðra
yfir tölvunni. Og þarna voru bæk-
urnar nú, glottu þær framan í mig
eða hrópuðu á hjálp? Ég veit það ekki
– en vonandi eignast þær góð heimili.
Rétt eins og ég lofaði bókunum sem
ég lagði varlega í körfuna.
Ég talaði um andstæðar kennd-ir. Hverjir eru þær? Jú, ann-
arsvegar leiði yfir því að öll þessi
vinna, öll þessi hugsun, öll þessi sköp-
un allra þessara höfunda, íslenskra
og erlendra, hafi nú verið gengisfelld
svona hastarlega og sé komin á út-
söluborðið. Hinsvegar stóð ég mig að
því að sjá bækur fullar af sögum sem
mig langaði að lesa og hugsunum
sem mig langaði að fræðast um, taka
þær upp, líta á verðmiðanna og
hugsa: Af hverju eru þær svona dýr-
ar? Þrátt fyrir að verðið hafi verið
lækkað umtalsvert frá því fyrir jólin í
fyrra, hittifyrra eða hvenær sem bók-
in kom annars út. Alltaf í leit að góð-
um díl ...
Ég barst eftir kvíslum mark-aðarins og greip upp bók hér,
aðra þar, og þrátt fyrir þessar (eðli-
legu) hugsanir um verðið, þá rötuðu
nokkrar í körfuna hjá mér. Dæt-
urnar bættu við öðrum. Og þegar ég
skrifaði undir snepilinn hjá af-
greiðslustúlkunni undraðist ég hvað
upphæðin var í raun lág.
En þá er ekki öll sagan sögð. Í
bílnum áttaði ég mig á því að þessar
bækur myndu bætast við hækkandi
staflana á náttborðinu, í gluggakist-
um, ofan á bókaskápum. Ef ég ætti
ekki að breyta ísskápnum og bak-
arofninum í bókahillur, yrði ég að
gera eitthvað í því. Ég greip því
tækifærið, fyrst eiginkonan var í
vinnuferð erlendis, kom við í hús-
gagnaverslun og keypti mér nýjan
bókaskáp. Það er eitthvert pláss
laust í honum – kannski ég skreppi
aftur í Perluna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á bókamarkaðinum Innan um þúsundir bóka má gleyma sér í draumum um sögur, ævintýri og allrahanda fróð-
leik sem geti fyllt íbúðir upp í rjáfur. Enda er ekkert heimili án bóka, ekkert líf án lesturs.
Öll þessi orð á útsölu
» ... að öll þessivinna, öll þessi hugs-
un, öll þessi sköpun
allra þessara höfunda,
íslenskra og erlendra,
hafi nú verið gengisfelld
svona hastarlega og sé
komin á útsöluborðið.
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012
Sú fregn barst um heimsbyggðina á
dögunum að málverk sem varðveitt
hefur verið á Prado-safninu í Madrid
og talið var kópía af Monu Lisu
Leonardos Da Vincis, líklega fræg-
asta málverki listasögunnar, sé ann-
að og meira en venjuleg seinni tíma
eftirmynd. Eftir að verkið var
hreinsað sannfærðust sérfræðingar
um að myndin hafi í raun verið mál-
uð samtímis meistaraverkinu sem
varðveitt er í Louvre í París, á
vinnustofu Da Vincis, af einhverjum
lærlingi hans eða aðstoðarmanni.
Málverkið hefur verið til sýnis í
Prado síðustu vikuna og hefur fólk
streymt að til að skoða. Myndin
verður síðan komin upp á vegg í
Louvre eftir tvær vikur og þá gefst
tækifæri til að skoða myndirnar af
Lisu del Giocondo, sem talin er
fyrirsætan, hlið við hlið. Svipurinn
er kunnuglegur í nýhreinsuðu útgáf-
unni, stellingin og borgarlandslagið í
baksýn, en samt er það ekki alveg
eins. Listfræðingar segja snilldina
vanta, þó vel sé að verki staðið.
Sömu efni í báðum
Í ljós hefur komið að eftirmyndin í
Prado er gerð úr sömu vönduðu efn-
um og Da Vinci notaði í frumútgáf-
una; bláa litaduftið er mulinn lapis
lapsuli-steinn, báðar eru málaðar á
valhnetuvið og undirlag beggja er
ekki úr gessói, eins og tíðkaðist á 16.
öld, heldur sérstakri blöndu hvíts lit-
ar og olíu sem Da Vinci þróaði.
Þá er talið að útlínur fyrirsæt-
unnar hafi verið kópíeraðar á eftir-
myndina, og hafi málarinn fylgt
þeim nákvæmlega, en hinsvegar hafi
hann haft frjálsari hendur hvað bak-
grunninn varðar og því er hann
skissukenndari en á frummyndinni.
Velta menn því fyrir sér hvort Da
Vinci hafi haft kaupanda að annarri
útgáfu og því látið málað hana sam-
hliða því að hann vann að frum-
myndinni, eða hvort hinn ónefndi
málari hafi viljað læra af meistar-
anum með því að herma eftir.
Nýhreinsuð eftirmyndin er gló-
andi björt og fögur, og telja menn
litina í henni vera þá sömu og í hinni
mun dekkri Monu Lisu, en sökum
frægðar hennar mun ekki verða ráð-
ist í hreinsun á fyrirmyndinni.
Fjöldinn skoðar
nýju Monu Lisu
Reuters
Eftirmyndin Sérfræðingar telja
hana gerða um leið og Mona Lisa.
Skapandi mynd-
list getur vakið
fólk til umhugs-
unar. Sumarið
2013 hyggjast
bandarísk sam-
tök er kallast
„Word Above the
Street“ breyta
300 vatnstönkum
á þaki bygginga í
New York-borg
með verkum valinkunnra myndlist-
armanna – sem reyndar fá aðstoð
frá fólki úr öðrum listgreinum á
borð við rapparann Jay-Z. Í sam-
tökunum eru kunnir sýningar-
stjórar og listamenn. Markmiðið
með gjörningnum er að vekja fólk
til umhugsunar um versnandi stöðu
mála hvað ferskvatnsbirgðir jarðar
varðar. Meðal listamanna sem
skapa verk á tanka eru þau Ed
Ruscha, Lawrence Weiner, Tony
Oursler, Marilyn Minter og Carrie
Mae Weems. Samkvæmt The Art
Newspaper munu verkin vera á
tönkunum í tólf vikur.
Myndlistin uppi á þaki
Verk eftir Ruscha
á vatnstanki.
Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið)
Fim 1/3 kl. 19:30 Forsýn Mið 28/3 kl. 19:30 11.sýn Mið 25/4 kl. 16:00 AUKAS.
Fös 2/3 kl. 19:30 Forsýn Fim 29/3 kl. 19:30 12.sýn Fös 27/4 kl. 19:30 18.sýn
Lau 3/3 kl. 19:30 Frums Fös 30/3 kl. 19:30 AUKAS. Lau 28/4 kl. 19:30 19.sýn
Fös 9/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 31/3 kl. 19:30 AUKAS. Sun 29/4 kl. 19:30 20.sýn
Lau 10/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 1/4 kl. 19:30 13.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 21.sýn
Sun 11/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 14.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 22.sýn
Fös 16/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 AUKAS. Sun 6/5 kl. 19:30 23.sýn
Lau 17/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn
Sun 18/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn
Fös 23/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 AUKAS. Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn
Lau 24/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 16.sýn
Sun 25/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn
Athugið - einungis sýnt í vor!
Heimsljós (Stóra sviðið)
Fim 8/3 kl. 19:30 18.sýn Mið 14/3 kl. 15:00 AUKAS. Fim 15/3 kl. 19:30 síð.sýn
Ein ástsælasta saga Nóbelsskáldsins í nýrri leikgerð.
Dagleiðin langa (Kassinn)
Mið 29/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 10.sýn
Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 11.sýn
Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 12.sýn
Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 9.sýn
Frumsýnt 24.febrúar
Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan)
Sun 4/3 kl. 13:30 Sun 11/3 kl. 13:30 Sun 18/3 kl. 13:00
Sun 4/3 kl. 15:00 Sun 11/3 kl. 15:00 Sun 18/3 kl. 15:00
Hjartnæm og fjörmikil sýning
Sjöundá (Kúlan)
Sun 4/3 kl. 19:30 Mið 14/3 kl. 19:30
Fim 8/3 kl. 19:30 Fim 15/3 kl. 19:30
Ný leiksýning um morðin á Sjöundá
Orð skulu standa (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 1/3 kl. 21:00 Fim 8/3 kl. 21:00
Útvarpsþátturinn Orð skulu standa öðlast nýtt líf á sviði!
Fanný og Alexander (Stóra sviðið)
Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Fös 9/3 kl. 20:00 Sun 18/3 kl. 20:00 aukas
Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Sun 11/3 kl. 20:00 aukas Fös 23/3 kl. 20:00
Sun 4/3 kl. 20:00 aukas Fim 15/3 kl. 20:00 aukas Sun 25/3 kl. 20:00 aukas
Fim 8/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 Lau 31/3 kl. 20:00 lokas
Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars
Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)
Sun 4/3 kl. 14:00 Sun 25/3 kl. 14:00 Sun 15/4 kl. 14:00
Sun 11/3 kl. 14:00 Lau 31/3 kl. 14:00 Sun 22/4 kl. 14:00
Sun 18/3 kl. 14:00 Sun 1/4 kl. 14:00 Sun 29/4 kl. 14:00
Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma
NEI, RÁÐHERRA! (Menningarhúsinu Hofi)
Lau 3/3 kl. 21:00 Lau 10/3 kl. 22:00 aukas Fös 16/3 kl. 22:00
Lau 10/3 kl. 19:00 Fös 16/3 kl. 19:00
Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Sýnt í Hofi í mars
Eldhaf (Nýja sviðið)
Mið 29/2 kl. 20:00 13.k Mið 7/3 kl. 19:00 aukas Fim 15/3 kl. 20:00
Fim 1/3 kl. 20:00 14.k Fim 8/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 aukas
Fös 2/3 kl. 20:00 15.k Fös 9/3 kl. 20:00 Sun 18/3 kl. 20:00 lokas
Sun 4/3 kl. 20:00 16.k Sun 11/3 kl. 20:00
Ath! Snarpur sýningartími. Sýning 7/3 til styrktar UN Women
Axlar - Björn (Litla sviðið)
Sun 4/3 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00
Fim 8/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00
Nýtt verk úr smiðju Vesturports. Síðustu sýningar
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Fös 2/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00
Lau 3/3 kl. 20:00 Sun 11/3 kl. 20:00 Fös 23/3 kl. 20:00
Fös 9/3 kl. 20:00 Fös 16/3 kl. 20:00 Lau 24/3 kl. 20:00
Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Á Stóra sviðinu 11/2
Gói og baunagrasið (Litla sviðið)
Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 14:30 Sun 1/4 kl. 13:00
Sun 4/3 kl. 14:30 Sun 18/3 kl. 13:00 Sun 15/4 kl. 13:00
Sun 11/3 kl. 13:00 Sun 25/3 kl. 13:00 Sun 22/4 kl. 13:00
Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri
Mínus 16 (Stóra sviðið)
Lau 3/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Fös 16/3 kl. 20:00
Íslenski Dansflokkurinn - Verk eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin