Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki er nóg að koma laxinum upp fyrir áformaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Þar þurfa að vera aðstæður til náttúrulegs klaks og að seiðin komist til sjávar. Lón og breytingar á farvegi munu raska um þriðjungi bú- svæða laxfiska í ánni, samkvæmt upplýsingum Veiðimálastofnunar. Á vegum Landsvirkjunar er verið að undirbúa umfangsmiklar og dýrar aðgerðir til að hjálpa seiðunum til sjávar. Stjórn Veiðifélags Þjórsár gengur lengra en Veiðimálastofnun, telur að öllum fiskgengum svæðum í ánni verði ógnað með virkjunum. Áhyggj- ur hennar beinast meðal annars að því hvernig klaki í ánni vegnar og á hverju fiskurinn eigi að lifa. Sér- staklega eru nefndar breytingar á farvegi Þjórsár þar sem Kálfá rennur í fljótið. Stjórnin hefur efasemdir um að laxinn finni leið upp í ána sem er þýðingarmikill uppeldisstaður fyrir vatnasvæði Þjórsár. Breytt hönnun virkjana Landsvirkjun hefur breytt hönnun virkjana til að draga úr áhrifum á lax- inn, til dæmis með því að lækka í inn- takslónum til að viðhalda straumi í ánni. Þannig verður tryggt að farveg- ir Þjórsár munu hvergi þorna upp. Með því er séð til þess að rennsli verður á mikilvægum uppeldis- og hrygningarsvæðum og fyrir upp- göngu fisks. Landsvirkjun hefur áhuga á að kaupa upp netaveiði til að auka lax- gengd upp í ána og búa í haginn fyrir aukna stangveiði á milli áformaðra virkjana. Það gæti, ef vel tekst til, margfaldað verðmæti veiðihlunninda. Þá verður reynt að nýta góð upp- eldissvæði í þverám, ofan Hvamms- virkjunar, til að mæta hluta af þeim svæðum sem glatast við virkjanir. Helgi Bjarnason, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun, telur ekki vafa á að þar verði hægt gera búsvæði sem vega upp skerðingu vegna inntaks- lóna. Minnir hann á að Þjórsá var ólaxgeng fyrir ofan fossinn Búða ásamt þverám, áður en Landsvirkjun lét byggja laxastigann fyrir tuttugu árum. Landsvirkjun er að hanna seiða- fleytu til að koma gönguseiðum og eftir atvikum öðrum niðurgöngufiski framhjá Urriðafossvirkjun. Það er gert með því að fleyta efsta lagi jökul- vatnsins í inntaki virkjunarinnar um sérstaka rás niður í farveg árinnar. Þetta er mikið mannvirki sem kostar hundruð milljóna króna. Sérstök flot- girðing gegnir sama hlutverki við Hvammsvirkjun. Ekki sannfærðir Stjórn Veiðifélags Þjórsár er ekki sannfærð um ágæti mótvægis- aðgerða Landsvirkjunar. Kom það meðal annars fram í umsögn um drög að þingsályktunartillögu. Sömu sögu er að segja af NASF, Verndarsjóð villtra laxastofna, sem Orri Vigfússon hefur forystu fyrir. Oddur Bjarnason í Stöðulfelli, for- maður veiðifélagsins, vekur athygli á þeim mikla mun sem er á mati Landsvirkjunar og Veiðimálastofn- unar annars vegar og bandaríska líffræðiprófessorsins Margaret J. Fil- ardo og Orra Vigfússonar hinsvegar á virkni seiðaveitu og áhrifum á stofna laxfiska. „Landsvirkjun heldur því fram að innan við 5% seiðanna myndu farast en Orri Vigfússon og Filardo telja að 80-89% myndu far- ast. Ég treysti Orra og Filardo bet- ur,“ segir Oddur. Í Urriðafossvirkjun verða settar upp vélar sem eiga að hleypa í gegn þeim seiðum sem seiðafleytan nær ekki. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun gefa framleiðendur vélanna þær upplýsingar, út frá reynslu í mörgum löndum, að 95% seiðanna lifi ferðalagið af. Í umsögn veiðifélagsins er gert lítið úr þessari fjárfestingu og því haldið fram að seiðin drepist vegna þrýstingsbreyt- inga við 40 metra fall niður í að- rennslisstokk vélar. Menn ætla að vanda sig Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, segir að enn sé verið að hanna seiðafleytuna. Nefnir hann að reiknilíkan af straumnum í gegnum lónið og niður í seiðaveitu verði kynnt í næstu viku og verið sé að smíða líkan af seiðaveitunni í straummælingastöð. „Menn ætla að vanda sig enda er mikið undir,“ segir Sigurður. Hann segir að það skipti höfuðmáli varðandi mótvægisaðgerðir að þær séu allar hannaðar áður en virkjað er og þá sem hluti af mannvirkinu, en ekki eftir að virkjað hefur verið og tjónið er orðið, eins og víðast hafi orð- ið raunin í heiminum. „Þetta skýrist betur á næstu mánuðum. Ef ein- hverjir vankantar koma upp í þessum rannsóknum gefst tækifæri til að sníða þá af,“ segir Sigurður. Seiðafleyta kostar hundruð millj  Landsvirkjun hannar seiðaveitu til að koma niður- göngufiski framhjá vélum virkjana í Þjórsá  Stjórn Veiði- félags Þjórsár er ekki sannfærð Morgunblaðið/RAX Urriðafoss Vatn minnkar mjög í farvegi Þjórsár við Urriðafoss, verði virkj- að. Ýmsar ráðstafanir verða gerðar til að hjálpa laxinum upp og niður ána. Heiðarlón Inntakslón Urriðafossvirkjunar verður skammt ofan við Þjórsárbrú á hringveginum. Þaðan verður vatnið leitt í vélar virkjunarinnar. Seiðafleytu er ætlað að koma gönguseiðum og öðrum niður- göngufiski ólöskuðum aftur í farveginn. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012 HVERN ÆTLAR ÞÚ AÐ GLEÐJA Í DAG?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.