Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 34
34 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ógn steðjar að einhverjum nákomn- um og þú verður fyrir barðinu á stjórnsemi og klækjum. Einhverjir sem þú telur vini þína hafa í raun engan áhuga á að teljast í þeim hópi. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt þér standi stuggur af samninga- viðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Vertu fordómalaus. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ágætt að eiga sér draum en hann getur aldrei leyst veruleikann af hólmi. Taktu þér tíma til að skilja þarna í milli. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Mundu að annað fólk er jafn metn- aðargjarnt og kappsfullt í starfi og þú. Líttu á björtu hliðarnar og gerðu þér sem flest að gamni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gamlir vinir kunna að láta á sér kræla. Sýndu fjölskyldu þinni hlýju og ástúð því þú vilt að hamingja ríki á heimilinu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það þarf ýmislegt að leggja á sig til þess að halda sambandi við annað fólk gangandi. Slíkt gerist alltaf öðru hvoru. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það mun reyna á samböndin í fjölskyld- unni og þú mátt hafa þig allan við til þess að halda fólkinu saman. Finndu út úr því hverju eða hverjum er um að kenna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ættir að setjast niður og fara yfir sviðið og athuga hvort þú getur ekki fært eitthvað til betri vegar. Láttu til skarar skríða en gættu þess þó að fara ekki of hratt yfir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Rómantísk sambönd valda mikl- um heilabrotum í dag. Haltu ró og reyndu að vinna skipulega því þannig nýtist tíminn þér best. Hvernig væri að fara á stað sem þú hefur aldrei komið á áður? 22. des. - 19. janúar Steingeit Aðstæður eða vinna sem þú ert í leiða þér fyrir sjónir að það sem þú fæst við er tekið sem sjálfsagður hlutur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ertu háð/ur ástinni eða ertu bara háð/ur þeirri hlið á þér sem þú sýnir þegar þú ert í návist tiltekinnar manneskju. Þú skalt forðast orðaskak á meðan að þú ert jafn ör og raun ber vitni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fiskurinn áttar sig á því á næstu vik- um hversu mikil ást og umhyggja er í kring- um hann. Það gerir manni gott að eiga trún- aðarvin til þess að deila með sínum hjartans málum. Ragnar Böðvarsson er einn afþeim hagyrðingum sem halda uppi merkjum kvæðamannafélags- ins Iðunnar. Hann var svo ljúfur að gauka að umsjónarmanni nokkrum vísum. Þá fyrstu orti hann í október árið 2008: Sumir iðkuðu seðlaspil og sýndust þar öðrum vaskari. Er ekki kominn tími til að taka upp orðið braskari? Og svo er hér sýnishorn af sam- hljóðavísum: Hest vil ég kaupa og helst sem fyrst, hastur fellur mér allra verst. Mestu varðar um lappalist, ljóst má vera að hún skal traust. Sullar og mallar sífellt bull, svellur í gjalli drifhvít mjöll. Ellinni fellur hreyfing holl, hrella mig tröllin ljót og ill. Skuggaleg vofa vekur ugg, vaggar hún nær með brýnda egg, högginu við ég löngum ligg leggi hún til mín viðbragðssnögg. Göngumanni er gatan þröng, gangan liggur því oft í hring. Langar mig enn að fá í fang fenginn sem glaður um ég söng. Glími ég þrátt við orðsins óm, ama veldur mér hik og stam. Gamanlaust er nú fát og fum, fimi skortir í mál og rím. Grettir varð efni fjölda frétta, fátt var þó kannski alveg rétt. Eitt vil ég segja umfram þetta: Óttinn kvaldi hann jafnt og þétt. Umsjónarmanni barst vísa eftir ókunnan höfund og var grafist fyr- ir um tilefni, þó að hún gæti átt vel við í dag: Stjórnin vakir viskuslyng við að semja ótal höft, tæpast eftir þetta þing þjóðina vantar axarsköft. Pétur Stefánsson slær á létta strengi eins og vant er: Það er svosem frekar fátt að frétta af mínum högum; ég fæ mér vín og fæ mér drátt á föstu- og laugardögum. Eins og jafnan er Pétur yrkir verður Friðrik Steingrímsson fljót- ur til svars: Drátt hann fær í daga tvo drjúgt þá nýtur hylli, í hartnær viku hann er svo að hífann upp á milli. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af seðlaspili, lappalist og samhljóðavísum Vankunnátta spyrjenda er vand-meðfarin en Heimir og Kolla í Bíti Bylgjunnar standa sig á því sviði sem öðru. Á dögunum ræddu þau við Skarphéðin Ólafsson, grásleppukarl í Grundarfirði, voru gersamlega úti á þekju og fóru ekki leynt með það. Fyrir bragðið var spjallið hin besta skemmtun. x x x Eftir að Heimir hafði kynnt viðmæl-andann til sögunnar spurði Kolla hvers konar fiskur grásleppa væri. „Það er stórt spurt,“ svaraði Skarp- héðinn. „Það tók þá nærri heilt ár suður í ráðuneyti að finna út hvað hún væri.“ Hann bætti við að fyrir einu eða tveimur árum hefði verið umræða í ráðuneytinu um hvort grásleppa væri fiskur eða ekki vegna þess að til að hægt væri að reikna í þorskígild- um þyrfti að greina kvikindið. Komið hefði í ljós eftir langa yfirlegu að hægt væri að reikna grásleppuna í þorskígildum. Hún væri sem sagt fiskur. x x x Heimir spurði hvort grásleppa lifðií fjöruborðinu og Kolla sagði að nafnið virkaði óaðlaðandi. Grásleppan liti samt betur út á mynd en nafnið gæfi tilefni til. Heimir sagði að nöfnin væru ruglandi. Ýmist væri talað um grásleppu, rauðmaga eða hrognkelsi en Skarphéðinn leysti úr vandanum sem fyrr. „Hefurðu talað við miklu fá- fróðara fólk um þessa hluti en okk- ur?“ spurði Heimir. „Þú ert að tala við algjöra landkrabba í höfuðborg- inni.“ „Þið ættuð eiginlega heima í ráðuneytinu,“ svaraði Skarphéðinn. Heimir spurði hvort fara þyrfti út á sjó til þess að fylgjast með gráslepp- unni og eftir að þau höfðu rætt um stærð og aldur, ábata og nýtingu, kom fram hjá Skarphéðni að gott væri að fá fjórar til fimm tunnur af hrognum í veiðiferð, um 100 kg af verkuðum hrognum í tunnu. „Við biðjumst afsökunar á fáfræði okkar,“ sagði Kolla og Heimir taldi sig út- skrifaðan í fræðunum: „Megið þið veiða sem flestar tunnur af gráslepp- unni.“ Þá varð Skarphéðni nóg boðið. „Við veiðum ekki tunnurnar.“ víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50.) G re tt ir S m á fó lk H ró lf ur hr æ ði le gi G æ sa m am m a o g G rí m ur Fe rd in an d OG NÚ YKKUR TIL ÁNÆGJU OG YNDISAUKA... ...HELGA OG JÓÐLANDI GRÍSINN HENNAR! VÁ! GRÍSINN TEKUR SIG BETUR ÚT Í LEDERHOSEN, EN HÚN AFMÆLI BEET- HOVENS NÁLGAST! 18 DAGAR Í AFMÆLI BEET- HOVENS! ÞESSI SKILTI ERU ANSI ÞUNG MIG VANTAR SJÁLFBOÐALIÐA... ...TIL AÐ SEGJA KONUNNI MINNI AÐ ÉG KOMI EKKI HEIM Í MAT Í KVÖLD. ÉG TEK ÞAÐ FRAM AÐ SÁ SEM BÍÐUR SIG FRAM MISSIR AUÐVITAÐ LÍKA AF ORUSTUNNI ÞAÐ ÆTTI AÐ KENNA ÞÉR LEXÍU HANN SAGÐI AÐ ÉG ÞYRFTI AÐ VINNA SAMFÉLAGSÞJÓNUSTU HVAÐ SEGIR VANDRÆÐA GEMSINN? HVAÐ SAGÐI DÓMARINN VIÐ ÞIG? HEYRÐU NÚ MIG!... EKKI ÆTLAST HANN TIL ÞESS AÐ ÞÚ VINNIR ÞÁ ÞJÓNUSTU Í OKKAR SAMFÉLAGI!? Heildarlausnir í hreinlætisvörum Sjáum um að birgðarstaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki. Við sjáum um þig! Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is raestivorur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.