Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012 Molins sagði að Merah hefði tekið öll morðin upp á myndavél, sem hann bar á bringunni. Lögregla hefði horft á upptökurnar og staðfest það. Að sögn Molins lýsti Merah ábyrgð á morðunum á hendur sér. Hefði hann sagst vera að hefna fyrir dauða Palestínumanna og verið and- vígur inngripi franska hersins í Afg- anistan og banni í Frakklandi við því að hylja andlit sitt með slæðum. Molins sagði að Merah hefði tvisv- ar farið til Waziristans, sem nær yfir landamæri Afganistans og Pakist- ans, og hlotið þjálfun hjá al-Qaeda. Hann hefði verið handtekinn í Afgan- istan og Bandaríkjamenn hefðu sent hann aftur til Frakklands. Yfirvöld í Afganistan og Pakistan sögðu hins vegar við eftirgrennslan AFP að þau hefðu engin gögn um ferðir Merahs. Samtökin Jund al-Kilafah, sem tengjast al-Qaeda, lýstu í gær yfir ábyrgð á morðunum í Frakklandi, að sögn samtakanna SITE, sem vakta miðla íslamskra öfgasamtaka. Gagnrýni á yfirvöld Franska lögreglan og leyniþjón- ustan voru í gær gagnrýnd fyrir að hafa brugðist með því að fylgjast ekki með Merah. Eftir á að hyggja hefði grunur átt að beinast að hon- um. Hann hafði minnst 15 sinnum verið dæmdur fyrir smáglæpi og beitt ofbeldi í nokkur skipti. Hann varð að róttækum íslamista og hlaut þjálfun í Waziristan. Frönsk yfirvöld þekktu til Merahs og bróður hans vegna þess að þeir aðhylltust bók- stafshugmyndir salafista. Í einni blaðafrétt sagði að árið 2010 hefði Merah þvingað ungling til að horfa á myndbönd þar sem liðs- menn al-Qaeda hálshjuggu gísla sína. Þegar móðir drengsins kvartaði gekk Merah í skrokk á henni og þurfti hún að liggja á sjúkrahúsi í nokkra daga. Síðar birtist Merah fyrir utan heimili konunnar klæddur her- mannafötum með sverð á lofti og hrópaði: „Ég er liðsmaður al-Qaeda.“ Málið var kært og mun lögregla hafa yfirheyrt konuna, en því var ekki fylgt eftir. Raðmorðingi féll í áhlaupi lögreglunnar  Hóf skothríð að fyrra bragði og var skotinn þegar hann stökk út um glugga Reuters Gerandinn Mynd af Mohamed Merah tekin úr myndbandi, sem franska ríkissjónvarpið sýndi. BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Franska lögreglan skaut í gær til bana Mohamed Merah, sem á átta dögum myrti sjö manns, eftir 32 klukkustunda umsátur í borginni Toulouse. Þrjú fórnarlambanna voru Frakkar, sem ættir eiga að rekja til Norður-Afríku, og fjögur voru franskir gyðingar, þar af þrjú börn. Morðin hafa skekið Frakkland. Þar búa fjölmennustu minnihlutahópar gyðinga og múslíma í Evrópu. Lögreglan réðst til atlögu seint í gærmorgun. Merah hafði læst sig inni á klósetti í íbúð sinni. Að sögn lögreglu ruddist hann skyndilega þaðan út og skaut á lögreglumennina áður en hann stökk út um glugga á íbúðinni, sem er á fyrstu hæð. Skyttur sérsveitar lögreglunnar skutu Merah er hann reyndi að flýja og var hann látinn þegar hann féll til jarðar, að sögn heimildarmanns frönsku fréttastofunnar AFP. Fyrirskipað að taka Merah á lífi Francois Molins yfirsaksóknari sagði í gær að sérsveitarmönnunum hefði verið fyrirskipað að skjóta ekki að fyrra bragði og taka Merah á lífi. Hann hefði hins vegar hafið skothríð og látist þegar hann fékk byssukúlu í höfuðið. Lögreglan hefði skotið á hann í sjálfsvörn. Fimm lögreglu- menn særðust í aðgerðunum í gær og fyrradag, einn alvarlega. Merah ræddi við samningamenn lögreglunnar meðan á umsátrinu stóð og hélt því fram að hann hefði framið morðin samkvæmt fyrirmælum hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda. Flökkuhundur gengur fram hjá hegrum innan um sorp og rusl í ánni Brahmaputra í Gauthai á Indlandi. Að mati Sameinuðu þjóðanna hefur einn maður af hverjum sex í heiminum ekki aðgang að 20 til 50 lítrum af fersk- vatni, sem þarf á dag til að tryggja grunnþarfir til drykkjar, matreiðslu og þrifa. Talið er að fólksfjölgun og aukin kjötneysla muni enn auka álag á forðabúr vatns í heiminum. AP Milljónir líða fyrir vatnsskort makes a difference F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Vatnsdælur Neysluvatnsdælur, brunndælur, borholudælur Hentugar á heimilið, í garðinn, sumarhúsið eða bátinn GP 60 Garðdæla fyrir aukinn þrýsting BPP 4500 Dæla með þrýstikút og þrýstijafnara SPP 6D Inox Ryðfrí og öflug borholu- og brunndæla SDP 9500 Dæla - fyrir óhreint vatn SCD 12000 Dæla - fyrir ferskvatn. Stillanlegur vatnshæðarnemi S tillanlegur vatnshæ ðarnem i Bamako. AFP. | Uppreisnarhermenn héldu því fram í gær að þeir hefðu tekið völdin af „vanhæfri ríkisstjórn“ Malí og tilkynntu í sjónvarpi að stjórnarskrá Afríkuríkisins hefði verið afnumin og stofnanir þess leystar upp. Kváðust þeir hafa látið til skarar skríða vegna vanhæfi stjórnvalda til að taka á uppreisn þjóðflokks turaega í norðri og spyrna við hryðjuverkum. Fram kom að leiðtogi valdaræn- ingjanna heitir Amadou Sanogo, yfirmaður úr hernum. Kveðst her- foringjastjórnin ætla að koma lýð- ræðislega kjörnum forseta til valda þegar öryggi landsins hefur verið tryggt. Hermennirnir lögðu undir sig for- setahöllina í Bamako, höfuðborg Malí, og tóku nokkra ráðherra hönd- um. Ekki var hins vegar vitað hvar Amadou Toumani Toure forseti væri niðurkominn. Kosningar áttu að fara fram í Malí í lok apríl og sóttist Toure, sem hefur setið tvö kjörtímabil, ekki eftir end- urkjöri. Sjálfur leiddi Toure valda- rán árið 1991. Hann var kjörinn for- seti 2002 og endurkjörinn 2007. Talað hefur verið um að lýðræði hafi dafnað í Malí undir hans forustu. Frá því að Malí fékk sjálfstæði frá Frökkum hafa touaregar oft gert uppreisn. Upp á síðkastið hafa stjórnvöld landsins einnig þurft að kljást við samtök al-Qaeda í Norður- Afríku, AQIM. Margir touaregar höfðu flúið þurrka og óánægju til að vinna fyrir Moammar Gaddafi í Líbíu. Þaðan sneru þeir gráir fyrir járnum og hertir í bardögum eftir að Gaddafi féll og um miðjan janúar hófu þeir nýja uppreisn. 200 þúsund manns hafa flosnað upp vegna átakanna og stjórn Malí verið harðlega gagnrýnd. Evrópusambandið skoraði í gær á uppreisnarhermennina að taka stjórnarskrána upp á ný sem fyrst og Frakkar hvöttu þá til að láta kjósa hið fyrsta í landinu. Uppreisnarmenn taka völdin í Malí  Bera við vanhæfri ríkisstjórn AFP Valdarán Valdaræningjar í Malí lýsa yfir útgöngubanni í Bamako.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.