Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012 Stífudansi Ólafs Ragnars Grímssonar við fréttamenn og þjóðina er lokið – í bili. Þessi dans hefur ekki verið forseta vor- um til sóma. Hann segir nú að það hafi verið skýrt í áramóta- ávarpi sínu að hann hygðist aðeins sitja út þetta kjörtímabil. Nú sé hann hinsvegar tilbúinn að breyta þeirri ákvörðun og þar með þeim áformum sem hann hafi gert með fjölskyldu sinni. Frekur til fjörsins Undirritaður hlýddi að sjálf- sögðu á ávarp forsetans um áramót og hefur síðan lesið það á vefsíðu forsetaembættisins. Í því kemur fram að þau hjónin „hlakka til frjálsari stunda“ og hafa eignast „fallegt hús í trjálundi við litla á“. Einnig að hann hefur velt því fyrir sér að hann „geti fremur orðið að liði ef val á verkefnum verður ein- göngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum“. Ekki verður lesið úr þessum orðum Ólafs að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í sumar. Hinsvegar skal ekki deilt við forseta um þessa skoðun hans og tilfinningar. Þvert á móti er ástæða til að samgleðjast hverj- um þeim sem á sér von og til- hlökkun. Margir telja að Ólafur hafi, á ferli sínum sem forseti lýðveldisins, farið út fyrir allar skorður og vel- sæmi. Hinsvegar ber á það að líta að fáar, ef nokkrar, reglur eru til um hvernig forseti skuli haga sér. Lög hefur hann þó að sjálfsögðu ekki brotið. Ráðherra utanrík- ismála – sem eitt sinn var – orðaði það svo að „forseti væri frekur til fjörsins“. Látum þar við sitja. Ólafur Ragnar hef- ur gott vald á íslensku máli svo að til sóma er. Því auðveldara hefði honum verið að taka afdráttarlaust til orða í áramótaávarpi sínu, t.d.: Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér er kjör- tímabilinu lýkur á sumri komanda. Það gerði hann hinsvegar ekki. Öllum spurn- ingum fréttamanna um hvort hann hygðist gefa kost á sér áfram vékst hann undan að svara – í tvo mánuði! Í sjónvarpsviðtali á þrett- ándanum spurði fréttamaður á Bessastöðum: „Sérðu fyrir þér að þú munir vera með marga svona viðburði hér á Bessastöðum í haust?“ Forseti svaraði: „… ég ætla nú ekki að fara að svara svona dulbúnum spurningum“. Ef ákvörðun um að hætta lá raunverulega fyrir um áramót hefði þarna verið eðlilegt að stað- festa hana – en það kaus forseti að gera ekki. Umdeildur Þær vinsældir og virðing sem Ólafur Ragnar og forsetaembættið glataði með dekri hans við fjár- glæframenn, náði hann að end- urheimta að hluta er hann, tvisvar sinnum, beitti 26. grein stjórn- arskrárinnar í Icesave-málinu. Hins vegar glataði hann persónu- legum vinsældum og fylgi með framkomu sinni þegar hann, í tvo mánuði, lét þjóðina velkjast í vafa um ákvörðun sína. Þar varð hann uppvís að refskák áþekkri þeirri sem þjóðin hefur fengið meira en nóg af frá stjórnvöldum undanfarin ár – fólkinu sem lofaði að slá skjaldborg um heimilin og láta hjól atvinnulífsins fara að snúast. Á heildina litið hefur Ólafur ver- ið umdeildur forseti; fólk ann- aðhvort sér ekki sólina fyrir hon- um eða mælir gegn honum og segir gjarnan: Ólafur verður aldrei minn forseti. Ólafur Ragnar hefur nú tilkynnt að hann gefi kost á sér til áfram- haldandi setu á Bessastöðum. Hann telur að óæskilegt tómarúm muni skapast við ríkjandi aðstæður í málum þjóðarinnar ef hann hverf- ur nú af forsetastóli. Ólafur nefnir í því sambandi stjórnarskrármálið og framtíð forsetaembættisins. Andstæðingar Ólafs segja hann upphefja sjálfan sig og ýkja stór- lega mikilvægi sitt. Fjöldi fólks tel- ur hann hafa setið meira en nógu lengi – margir alltof lengi. Sannur þjóðhöfðingi Okkur Íslendingum er nauðsyn- legt – nú sem aldrei fyrr – að hafa á Bessatöðum styrkan og heið- arlegan forseta sem ann þjóð sinni, menningu og landi. Forseta sem af heilindum beitir þeim ráðum og áhrifum sem forseti einn kann að hafa á ögurstundu til að tryggja þjóðinni frelsi og óskorað eign- arhald á landinu og auðlindum þess. Það er forsenda þeirrar lífs- hamingju og öryggis sem við, þrátt fyrir allt, höfum átt og viljum eiga. Þjóðin þarf að finna að forsetinn er hennar allrar, óháður stjórnmála- og hagsmunaöflum. Til forseta þarf að veljast einstaklingur með hlýtt hjarta, sterka réttlætiskennd og bein í nefinu – svo notað sé ís- lenskt orðtak; sannur þjóðhöfðingi í þess orðs bestu merkingu. Hvernig forseta þurfum við? Eftir Baldur Ágústsson » Til forseta þarf að veljast einstaklingur með hlýtt hjarta, sterka réttlætiskennd og bein í nefinu; sannur þjóðhöfð- ingi í þess orðs bestu merkingu. Baldur Ágústsson Höf. er fv. forstjóri og forseta- frambjóðandi. baldur@landsmenn.is Nú er það svart hjá Bjarna Ben. bágt er að álpast í svona fen, Vafningar fleiri um hálsinn hans heldur en nokkurs annars manns. Sem barn og unglingur fylgdi ég Sjálfstæðisflokknum að málum enda langflottasta og fyrirferðarmesta nafnið í pólitíkinni og fálkatáknið hans glæsilegt. Jóhann afi kaus Sig- urð frá Vigur og fékk frá honum pésa og barmmerki sem gengu í óvitaaug- un. Hólmfríður móðir mín var aftur dóttir Indriða á Fjalli, eins af stofn- endum Framsóknarflokksins, og hér gisti stundum Hermann Jónasson og Síðar Steingrímur sonur hans á sín- um yfirreiðum. Henni leist því ekkert á villutrú frumburðar síns, dró mig á einmæli og brýndi fyrir mér að horfa í þessum efnum frekar til innihalds en umbúða. Með aldri og þroska fór ég að grilla í það sem bjó á bakvið fagurgalann og skrautlegu leik- tjöldin. Því langar mig til að beina fá- einum orðum til þess stóra hóps heið- arlegs og góðs fólks sem gert hefur Sjálfstæðisflokkinn að pólitískri leið- arstjörnu lífs síns. Vegna reglna Morgunblaðsins um lengd greina verð ég bæði að fara fljótt yfir sögu og tvískipta máli mínu. SíAuðvaldið Ef farið er yfir sögu Sjálfstæð- isflokksins frá lýðveldisstofnun og fram til 1990 kemur hann mér fyrst og fremst fyrir sjónir sem hagsmuna- bandalag einkarekstrar og sérhags- muna. Í stað þess að flokkurinn þjón- aði þjóðinni var þjóðinni ætlað að þjóna flokknum. Í því skyni lágu grip- armar kolkrabbans um allt sam- félagið og sugu til sín næringu. Sjálf- stæðisflokkurinn var hinn hefðbundni rík- isstjórnarhandhafi og sat sem límdur við þá kjötkatla. Flokkurinn var líka í aðalhlutverki í hermanginu, átti sinn kvóta í forystusveit bænda og réði nokkr- um verkalýðsfélögum, meðal annars því fjöl- mennasta, VR. Hann tók kvótakerfinu fagn- andi, 1983, og einnig framsalinu 1990 þrátt fyrir viðblasandi misrétti, auðlinda- þjófnað, sægreifaveldi, byggðaröskun og það eignahrun sem því fylgdi. Frægust er svo stöðuveitingamis- notkunin í dómskerfinu en þar náðu engir verulegum vegtyllum nema vera innvígðir og innmúraðir sjálf- stæðismenn. Aðeins forsetaembættið eitt stóð af sér íhaldsatlögurnar. Flokksfólki var síðan umbunað á margvíslegan máta, svo sem í gegn- um atvinnurekendur, lánastofnanir, ríkisvald og sveitarfélög og svo traust var hagsmunagæslan að varla var skipaður hundahreinsunarmaður í af- dölum að ekki þyrfti þar stimpil frá Valhöll. Fáir orðuðu spillingu í þessu helsjúka þjóðfélagi, helst Vilmundur Gylfason og hann rak sig hvarvetna á veggi. Þeirra eigin orð Nú er við því að búast að lesendur telji mig ekki trúverðugt vitni. En þá er að seilast í ævisögu Gunnars Thor- oddsen þar sem fram kemur að hjá Reykjavíkurborg komst enginn í starf eða stöðu án rétts pólitísks lit- arháttar. Skoðananjósnarar voru í hverri götu, fjölbýlishúsi og vinnu- stað, íþróttafélög voru virkjuð í þágu flokkshagsmuna og atvinnurekendur voru skattskyldir til flokksins. Atvinnukúg- unar- og skoð- ananjósnakerfið var svo fullkomið að Stasí í Austur-Þýskalandi hefði varla nálgast með tánum þar sem íhaldið í Reykjavík hafði hælana. Bragi fornbóksali og Kiljudjásn sem lýsir sjálfum sér í Morg- unblaðinu 2006 sem „grenjandi bláu íhaldi“ kallar sína menn „lepp- menni peningaaflanna“ og greinir Sjálfstæðisflokkinn sem „ósjálfstætt hagsmunabandalag með persónulega hyglunaráráttu valdamanna og -kvenna og þetta litla ættartengsla- og vinasamfélag virki stundum líkt og maðksmogið af barnalegri spillingu“. Styrmir Gunnarsson, lengi ritstjóri Morgunblaðsins, gefur síðan lýðveld- inu Íslandi, mótuðu af ráðsmennsku Sjálfstæðisflokksins þessa einkunn í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþing- is: „Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tæki- færismennska, valdabarátta.“ Sjálfstæðisforystan glatar glórunni Eftir Indriða Aðalsteinsson » Sjálfstæðisflokk- urinn er hagsmuna- bandalag einkarekstrar og sérhagsmuna og í stað þess að hann þjóni þjóðinni er þjóðinni ætl- að að þjóna flokknum. Indriði Aðalsteinsson Höfundur er bóndi á Skjaldfönn við Djúp. 47. útdráttur 22. mars 2012 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 5 3 5 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 0 2 0 1 3 2 7 2 1 5 8 5 0 5 6 2 9 6 Vi n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1697 8857 20604 26004 56926 62170 4913 17091 25847 29175 57135 74504 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 1 5 0 8 2 9 3 2 1 7 7 0 2 7 5 3 2 3 9 9 9 6 4 6 7 4 9 5 6 9 8 4 6 8 9 4 1 1 8 9 8 6 2 7 2 1 9 9 3 2 7 7 8 1 4 0 3 1 6 4 7 8 9 4 5 8 1 1 7 6 9 6 5 5 2 5 8 4 1 3 7 1 9 2 2 0 4 9 2 8 7 0 3 4 1 8 5 9 4 8 7 9 3 5 9 2 2 8 7 2 5 3 1 3 1 4 4 1 5 1 0 9 2 2 1 9 7 2 9 4 6 2 4 2 0 6 7 5 0 2 0 1 6 0 2 8 6 7 4 7 0 6 3 9 6 3 1 6 4 5 4 2 2 3 7 5 3 2 9 5 5 4 3 5 1 4 5 1 4 0 4 6 2 2 9 1 7 5 0 8 7 6 1 0 8 1 7 3 3 1 2 3 3 1 4 3 3 0 4 3 4 3 9 0 0 5 2 6 9 0 6 2 4 4 7 7 5 2 2 8 6 4 5 5 1 7 8 0 9 2 3 5 2 1 3 5 1 3 3 4 4 8 7 6 5 3 6 4 8 6 6 1 6 1 7 6 9 9 3 6 7 9 7 1 9 9 8 5 2 4 8 8 2 3 6 6 3 6 4 5 7 8 2 5 5 2 8 8 6 6 5 4 1 7 7 6 5 2 7 0 0 1 2 1 3 4 2 2 6 0 4 8 3 6 7 4 1 4 6 2 9 3 5 5 9 2 4 6 6 8 4 0 7 8 4 7 0 8 1 5 3 2 1 7 0 3 2 6 8 0 7 3 7 3 6 1 4 6 4 9 6 5 6 6 8 2 6 6 8 5 4 7 9 3 0 1 V i n n i n g u r Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur) 40 7305 15609 22853 29705 37011 43919 52145 59514 65778 72780 50 7498 15650 22932 29820 37059 43952 52163 59582 65985 72782 199 7659 15679 22943 29871 37121 44021 52273 59610 66003 72832 408 7682 15702 23015 29930 37298 44351 52307 59775 66019 72869 417 7867 15728 23074 29972 37308 44400 52418 59857 66046 72914 557 8027 15806 23236 29988 37485 44507 52426 59934 66049 73039 621 8111 15857 23407 30077 37519 44599 52514 59993 66186 73092 948 8127 15876 23447 30115 37577 44645 52563 60072 66232 73150 995 8130 15950 23697 30204 37671 44728 52794 60157 66392 73591 1512 8152 15970 23815 30244 37757 44862 52805 60220 66393 73609 1533 8269 16071 23833 30246 37944 45022 53025 60222 66492 73957 1693 8277 16159 23892 30320 37962 45169 53108 60242 66552 73977 1717 8366 16228 23923 30330 38076 45208 53228 60352 66644 74135 1890 8379 16389 23979 30336 38101 45259 53264 60417 66925 74138 1930 8463 16422 24058 30348 38288 45753 53361 60612 67028 74180 2054 8513 16436 24061 30564 38396 45874 53441 60911 67056 74228 2061 8617 16443 24125 30619 38414 45968 53462 60980 67254 74619 2083 9015 16498 24349 30630 38734 46003 53739 61039 67311 74726 2261 9044 16557 24417 30747 38737 46065 53795 61107 67340 74820 2352 9076 16603 24511 31002 38739 46116 53850 61334 67398 74892 2462 9090 16658 24522 31506 38813 46152 54010 61480 67644 74915 2542 9093 16708 24553 21519 38955 46521 54013 61496 67835 75016 2553 9119 16713 24637 31602 38956 46595 54127 61567 67946 75031 2647 9146 16743 24640 31614 39009 46639 54306 61622 68073 75080 2672 9171 16791 24819 31622 39058 47201 54504 61647 68173 75131 2703 9203 16888 24923 31643 39146 47234 54551 61761 68288 75149 3180 9279 16950 25028 31644 39181 47235 54704 61944 68354 75163 3208 9888 17020 25122 31740 39234 47393 54900 62070 68475 75213 3476 9894 17042 25144 31769 39264 47424 55323 62115 68580 75265 3544 9944 17076 25164 31806 39397 47675 55327 62128 68618 75305 3830 9993 17161 25244 31855 39423 47746 55341 62158 68894 75313 3907 10015 17364 25316 32130 39439 48060 55366 62187 68934 75342 3916 10396 17427 25350 32151 39557 48071 55490 62453 68971 75497 4137 10538 17559 25412 32236 39610 48188 55502 62513 69035 75512 4191 10555 17563 25449 32304 40001 48215 55544 62717 69100 75541 4193 10655 17612 25507 32408 40356 48294 55637 62858 69218 75674 4262 10995 17819 25762 32495 40459 48440 55719 62870 69220 75896 4314 11063 17935 25853 32577 40521 48459 56032 62974 69492 76182 4349 11085 18363 25923 32606 40634 48502 56100 62990 69569 76400 V i n n i n g u r Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur) 4353 11175 18387 26263 32619 40635 48509 56145 63017 69607 76716 4375 11345 18531 26390 32677 40752 48780 56171 63049 69915 76748 4424 11359 18609 26472 33075 40784 48785 56217 63065 69922 76943 4444 11505 18638 26530 33127 40905 48810 56413 63075 70003 77157 4497 11516 18969 26545 33149 41103 49209 56508 63077 70019 77276 4501 11690 19131 26611 33199 41116 49256 56510 63103 70043 77437 4522 11998 19287 26674 33210 41287 49263 56533 63124 70069 77455 4547 12071 19345 26701 33235 41493 49380 56565 63163 70073 77480 4635 12174 19452 26805 33277 41897 49440 56758 63182 70134 77500 4724 12304 19505 26830 33528 41914 49481 56888 63272 70139 77559 5025 12400 19531 26877 33722 41920 49503 56902 63277 70243 77587 5040 12472 19571 26919 33870 42004 49599 56999 63368 70386 77726 5096 12635 19573 26982 34010 42130 49603 57112 63370 70431 77905 5383 12661 19768 27167 34264 42182 49812 57254 63482 70529 77920 5465 12875 20201 27194 34315 42228 49914 57297 63523 70595 78055 5640 12939 20208 27309 34380 42254 50068 57493 63605 70629 78153 5648 12983 20252 27542 34411 42465 50306 57511 63684 70944 78198 5719 13071 20264 27551 34472 42472 50330 57619 63729 70990 78221 5729 13100 20312 27685 34504 42653 50353 57686 63781 71042 78360 5759 13101 20368 27863 34725 42755 50468 57707 63934 71052 78371 5872 13157 20595 28030 34727 42822 50545 57851 64149 71077 78379 5912 13297 20809 28058 34731 42945 50547 57940 64180 71097 78495 5980 13392 20840 28076 34754 43075 50759 57984 64228 71223 78562 5986 13649 20852 28216 35252 43125 50827 58072 64348 71475 78816 6067 13876 21119 28415 35270 43333 50836 58094 64367 71763 78821 6194 13945 21248 28682 35306 43466 50918 58123 64492 71836 78885 6337 14094 21343 28701 35441 43552 50994 58147 64503 71849 78916 6340 14162 21353 28813 35616 43590 51239 58234 64513 71890 79043 6376 14376 21384 28893 35661 43598 51334 58373 64725 72014 79251 6534 14412 21395 28908 35684 43638 51337 58471 64837 72125 79799 6548 14501 21414 28980 35807 43704 51381 58618 64879 72158 79885 6556 14605 21508 29069 35931 43782 51391 58710 64944 72189 6613 14794 21564 29115 36207 43842 51394 58778 65029 72500 6702 14874 21667 29178 36217 43865 51609 58788 65062 72509 6734 14887 22424 29338 36484 43886 51642 59000 65200 72551 6739 15013 22451 29556 36582 43893 51817 59251 65346 72616 6829 15075 22490 29567 36648 43897 51830 59305 65480 72685 7064 15180 22643 29644 36711 43899 52035 59419 65481 72737 7273 15266 22760 29677 36889 43901 52098 59438 65591 72769 Næsti útdráttur fer fram 29. mars 2012 Heimasíða á Interneti: www.das.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.