Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 36
Farsæll ferill Rúríar (f. 1951)spannar hartnær fjóraáratugi og nú hefur veriðefnt til löngu tímabærrar
yfirlitssýningar á verkum hennar í
öllum sölum Listasafns Íslands. Í
glænýrri og verulega bitastæðri bók
um feril Rúríar (Rúrí, 2011) er skrá
yfir 500 verk, sem sýnir glögglega að
yfirlitssýning á umfangsmiklum og
fjölbreyttum verkum hennar verður
óhjákvæmilega ágripskennd en á
sýningunni eru „aðeins“ um 100
verk. Gjörningar og uppákomur eru
stór hluti verkanna og aðeins hægt
að sýna heimildir um þá, m.a. í formi
ljósmynda (sem öðlast þá sjálfstætt
gildi). Sama má segja um tímabundn-
ar innsetningar og staðbundin verk í
opinberu rými; ljósmyndir, líkön og
teikningar gefa verkin til kynna.
Við inngang safnsins sést líkan af
útilistaverkinu Regnbogi – rétt eins
og verkið sjálft er eitt fyrsta kenni-
leiti sem fólk sér við komuna til
landsins, hjá Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar. Þetta verk er líklega það verk
Rúríar sem flestir hér á landi þekkja.
Margir eru einnig kunnugir myndum
af gjörningnum Gullinn bíll frá 1974
þar sem gyllt glæsikerra er mölvuð í
spað en þær eru einmitt til sýnis í sal
2 á jarðhæð safnsins. Þar getur að
líta yfirlit eldri verka, m.a. verkið
Vegur (1970), snemmbúna „upplif-
unar“-innsetningu í ætt við það sem
margir listamenn fást við um þessar
mundir. Verkið tengist hugtökum á
borð við náttúru, sjálfsmynd, skynj-
un og tíma – hugtökum sem síðan
hafa legið eins og rauðir þræðir um
verk Rúríar. Gjörningar og heim-
spekilegir þankar eru áberandi ein-
kenni á verkunum í sal 2 sem flest
eru frá 8. áratugnum. Rúrí er þannig
í senn íhugul og pólitískur aðgerða-
sinni: sterk réttlætiskennd og ádeila
á samfélagsþróunina brýst út í tákn-
rænu andófi gegn auðvaldi, efn-
ishyggju, her- og markaðsvæðingu í
gjörningum á borð við Gullinn bíl og
Tillögu um breytingu á íslenska þjóð-
búningnum til að laga hann að nú-
tíma þjóðfélagsháttum (1974). Til-
lagan er til sýnis á efri hæð safnsins
þar sem í klæðum fatagínu eru
brædd saman einkenni þjóðbúnings-
ins og bandarísk áhrif. Verkin hafa
sannarlega staðist tímans tönn og
eiga erindi sem aldrei fyrr.
Áherslan er á tilvistarlega íhugun í
sal 1 þar sem sýnd eru verk frá 9. og
10. áratug síðustu aldar, þ.á m.
„metraverkin“ svokölluðu, gerð úr
tommustokkum, og verk unnin með
blandaðri tækni eins og t.d. hið ljóð-
ræna verk Gárur. Verkin hverfast
um tíma; minningar og forgengileika,
og um skynjun og afstöðu mannsins
til heimsins: tilhneigingu hans til að
staðsetja sig í honum og ná utan um
hann – og rökvæða þar með óreið-
una. Rúrí varpar fram spurningum
um hvort unnt sé að mæla hið ómæl-
anlega, og um eðli mælikvarðanna:
hvað er rúmmetri, fermetri eða
fimmtíu metrar annað en brot úr vit-
und, rétt eins og áhorfandinn í hinu
„stærðfræðilega“ samhengi salarins.
Þegar komið er undir lok 10. ára-
tugarins eiga samfélagsleg málefni
hug Rúríar allan en þess má geta að í
samstarfi Listasafns Íslands og
Listaháskóla Íslands í Laugarnesi
hefur þar verið opnuð sýning á inn-
setningarverkinu Paradís? Hvenær?
(1998) þar sem Rúrí fjallar um fórn-
arlömb stríðsátaka. Í sal 4 á efri hæð
Listasafnsins eru umhverfismál í
brennidepli. Þar er hið magnaða verk
Archive – Endangered Waters sem
Rúrí sýndi sem fulltrúi þjóðarinnar á
Feneyjatvíæringnum árið 2003.
Hverfulleikinn svífur hér yfir vötn-
um með myndum af hálfgagnsæjum,
hverfandi og horfnum fossum Ís-
lands. Verkið er skjalaskápur úr
járni þar sem varðveittar eru myndir
og upptökur af hljóðum vatnsaflsins
(sem sums staðar hafa þagnað fyrir
fullt og allt). Hver foss á sína
„skúffu“ með áletruðu nafni og þegar
sýningargesturinn opnar hana (með
nokkru átaki) hverfur hann um stund
á vit fossins, um leið og fossinn
þrengir sér inn í rými hans. Hér er
öðrum þræði á ferðinni ádeila á rök-
leg flokkunarkerfi og framgöngu
mannsins í beislun náttúruaflanna.
En verkið er líka óður til náttúrunn-
ar og menningar í skauti hennar: í
nafngiftum fossanna, í tungumálinu,
búa verðmætar minningar. Áhorf-
andinn/áheyrandinn verður því fyrir
margs konar huglægum og skynræn-
um áhrifum, því að kraftur náttúr-
unnar vekur í senn undrun og tilfinn-
ingu fyrir ógn – sem tengist ekki síst
mannlegri athafnasemi.
Söfnunarstefið, hverfulleikinn og
mishugnanleg arfleifð einkenna
verkin tvö í sal 3. Í verkinu Safn hef-
ur Rúrí sankað að sér ýmsum göml-
um hlutum, svo sem filmum, tækjum,
verkfærum, pappír – brotum úr
menningarheimum – og gert tilraun
til að flokka þau kerfisbundið ofan í
kistur. Verkið kallast á við hinn
áhrifaríka gjörning Tileinkun (2006),
sem sýndur er á skjá. Þar safnar
listamaðurinn með táknrænum hætti
saman jarðneskum leifum kvenna
sem létu lífið ofan í strigapoka í
Drekkingarhyl á 17. og 18. öld, og
safnar um leið saman vondum minn-
ingum sem tengjast helgasta stað
þjóðarinnar. Börum fórnarlamb-
anna, sem notaðar voru við gjörning-
inn, hefur verið raðað á gólf þjóð-
listasafnsins – og þar með knýr Rúrí
safngesti til að taka siðferðilega af-
stöðu til sögunnar og gilda í samtím-
anum.
Hér er á ferðinni vönduð og út-
hugsuð sýning. Í ljósi takmarkaðs
rýmis Listasafnsins, hefur ýmsum
áhrifamiklum innsetningum verið
sleppt í því augnamiði að draga fram
helstu áherslur og tímabil á ferli list-
mannsins – með þunga sem endur-
ómar í senn ástríðuna í listsköpun
Rúríar og mikilvægi hennar í list-
rænu tilliti.
Regnbogi og aðrar mælistikur
Afstaða Í gjörningi sínum Tileinkun (2006) safnar Rúrí með táknrænum hætti saman jarðneskum leifum kvenna sem létu lífið ofan í strigapoka í Drekking-
arhyl á 17. og 18. öld. Að mati gagnrýnanda knýr listakonan með verki sínu safngesti til að taka siðferðilega afstöðu til sögunnar og gilda í samtímanum.
Rúrí – Yfirlitssýning
bbbbm
Til 5. maí 2012. Opið þri.-sun. kl. 11-17.
Aðgangur 1.000 kr. Eldri borgarar, ör-
yrkjar og hópar 10+: 500 kr. Yngri en 18
ára: ókeypis. Sýningarstjóri: Christian
Schoen. Listasafn Íslands.
ANNA JÓA
MYNDLIST
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012
Í tilefni af útgáfu sviðslistahópsins
16 elskenda á skoðanakönnun sem
Félagsvísindastofnun HÍ vann fyrir
hópinn boðar hann til málþings í
samvinnu við Listaháskóla Íslands á
morgun milli kl. 14 og 17. Málþingið
er haldið í húsnæði LHÍ við Sölv-
hólsgötu.
Tveir frummælendur taka til
máls, Auður Magndís Leiknisdóttir
frá Félagsvísindastofnun HÍ, sem
kynna mun helstu niðurstöður rann-
sóknarinnar og Magnús Þór Þor-
bergsson, fagstjóri námsbraut-
arinnar Fræði og framkvæmd í
LHÍ, sem talar um vangaveltur sín-
ar um langanir, smekk og unnendur
sannrar leiklistar. Að framsögum
loknum verða pallborðsumræður
undir yfirskriftinni „Til hvers búum
við til leikhús?“ þar sem þátt taka
auk Auðar og Magnúsar þau Ari
Matthíasson framkvæmdastjóri
Þjóðleihússins, Friðgeir Einarsson
frá 16 elskendum, Magnús Geir
Þórðarson leikhússtjóri Borgarleik-
hússins, Salka Guðmundsdóttir leik-
skáld og leiklistargagnrýnandi Víð-
sjár, og Steinunn Knútsdóttir
deildarstjóri leiklistar- og dans-
deildar LHÍ.
Sýning ársins, sem 16 elskendur
sýna um þessar mundir, byggist á
fyrrgreindri rannsókn. Hægt er að
kaupa rannsóknarskýrsluna, sem
hönnuðurinn Björn Snorri Rosdahl
setti upp, á sýningum sem og á mál-
þinginu. Sýningum lýkur 1. apríl nk.
Hvað vilja áhorfendur?
Best Í Sýningu ársins er reynt að fullkomna leikhúsupplifun áhorfenda
þannig að þeir fái aðeins að sjá það sem fellur að smekk hvers og eins.
16 elskendur standa fyrir málþingi
um afstöðu landsmanna til leikhússins