Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012
Í Morgunblaðinu í gær birtist
grein eftir tvo lækna sem skrifuð
er í tilefni frumvarps velferð-
arráðherra um
að hjúkr-
unarfræðingar
og ljósmæður fái
takmarkaða
heimild til að
ávísa horm-
ónatengdum
getnaðarvörnum.
Læknarnir vor-
kenna ráðherra
og halda því
fram að frum-
varpið sé ekki lagt fram á fagleg-
um forsendum til að auka gæði
heilbrigðisþjónustunnar, heldur
eingöngu vegna þrýstings frá fag-
félagi hjúkrunarfræðinga! Þetta er
merkileg fullyrðing. Ég vissi ekki
að velferðarráðherra væri vinnu-
maður Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga. Ég þakka læknunum
ábendinguna.
ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR,
formaður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
Velferðar-
ráðherra
vinnumaður
hjúkrunar-
fræðinga
Eftir Elsu B. Friðfinnsdóttur
Elsa B.
Friðfinnsdóttir
Bréf til blaðsins
✝ Martin Petersenfæddist í Reykjavík
9. júlí 1925. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 16.
mars sl.
Foreldrar hans voru
Sólveig Árnadóttir og
Karl Petersen kaup-
maður.
Eiginkona Martins er
Kristín Sigurðardóttur.
Börn þeirra eru; Ragn-
ar, f. 17. ágúst 1953. Karl, f. 6. júlí
1960, d. 2. apríl 2006, Kristín, f. 31. júlí
1965. Martin ólst upp í foreldrahúsum
á Sólvallagötu í Reykjavík. Eftir lát
föður síns flutti hann ásamt
móður sinni til móðurfor-
eldra sinna á Ísafirði. Að
skólagöngu lokinni í Landa-
kotsskóla og Gagnfræða-
skóla Ísafjarðar fór Martin
til New York þar sem hann
stundaði nám. Að því loknu
starfaði hann hjá Loftleiðum
og síðar Flugleiðum í 35 ár,
síðast sem markaðsstjóri.
Síðar rak hann eigið fyr-
irtæki og vann sem leið-
sögumaður.
Jarðarför Martins fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 23. mars 2012,
kl. 13.
Góður vinur, mágur og svili, hefur
kvatt.
Við áttum margar góðar samveru-
stundir; fórum í gönguferðir saman, á
gönguskíði, spiluðum badminton, borðuð-
um saman, spjölluðum og spiluðum
bridds, hittumst í fjölskyldubústaðnum á
Þingvöllum og áttum þar góðar stundir.
Börnin okkar voru alltaf með og milli
þeirra var góð vinátta.
Þegar veikindin urðu þyngri og hann
þurfti umönnun og aðstoð reyndist kona
hans, Kristín, honum stoð og stytta, hún
var eins og klettur við hlið hans.
Það er erfitt að missa ástvin, en gott að
dvelja við góðar minningar.
Við þökkum Martin góða samfylgd og
vináttu og vottum fjölskyldu hans dýpstu
samúð.
Ragna og Aðalsteinn.
Martin Petersen var eiginmaður Krist-
ínar móðursystur minnar. Kristín var ein
af fallegustu konum Reykjavíkur, sem
ung kona, og ég man að sem barni fannst
mér Martin vera nokkuð fullorðinn fyrir
hana, heilum níu árum eldri. Martin var
kletturinn í fjölskyldunni, hann sá vel um
sig og sína. Móðir hans bjó hjá þeim hjón-
um alla tíð en Karl faðir Martins lést ung-
ur, drukknaði, en hann hafði verið sem
þýskur ríkisborgari fluttur til Bretlands í
fangabúðir á stríðsárunum. Martin var
unglingur á þeim tíma og varð vitni að
handtökunni. Var það mikið áfall fyrir
ungan dreng og móður hans að missa föð-
ur og eiginmann á þennan hátt.
Ég verð ævinlega þakklát Martin og
þeim hjónum fyrir að hafa tekið mig inn á
heimili sitt þegar ég flutti að heiman
tæpra 18 ára gömul, eftir að hafa búið um
þriggja ára skeið í Bandaríkjunum ásamt
móður minni, stjúpföður og systkinum. Á
þeim tíma var Martin einn af stjórnendum
Loftleiða og mikils virtur meðal sinna yf-
irmanna og samstarfsmanna enda mjög
hæfur í sínu starfi, talaði reiprennandi
þýsku og ensku, var hæfur samningamað-
ur og stjórnandi. Starfsfólkið bar ómælda
virðingu fyrir honum. Ég hafði fengið
starf á skrifstofu Loftleiða en á þeim tíma
óx fyrirtækið ört og vantaði starfsmenn,
skrifstofan nýflutt í nýbyggingu á
Reykjavíkurflugvelli. Ég fékk því far með
Martin í vinnuna á morgnana, þegar hann
var ekki á ferðalögum erlendis, með við-
komu á leikskólanum Grænuborg þar sem
Karl heitinn, sonur hans, var í hálfs dags
dvöl.
Ég minnist þess hvað mér þótti
skemmtilegt og skondið að fylgjast með
þeim feðgum ganga inn í leikskólann,
hönd í hönd, alveg sama göngulagið hjá
báðum þrátt fyrir aldursmun. Kalli var
eins og smærri útgáfa af föður sínum.
Hann lést langt um aldur fram fyrir sex
árum eftir árslanga baráttu við illvígan
sjúkdóm og var fjölskyldunni allri mikill
harmdauði.
Ég á margar fallegar minningar um
Martin, bæði frá þessu ári sem ég bjó hjá
þeim hjónum í Safamýri 49 og einnig öll-
um árunum á eftir, enda samgangur ávallt
mikill milli móðursystra minna og fjöl-
skyldna þeirra. Martin var vel liðinn af öll-
um níu systkinum Kristínar og þeirra fjöl-
skyldum, öllum þótti vænt um hann. Hann
var þessi fasti klettur í tilveru okkar, sem
tengdust honum fjölskylduböndum, alltaf
rólegur, yfirvegaður og góðhjartaður.
Þótt hann hafi oft verið alvarlegur á svip
var hann bæði kátur og glettinn í góðra
vina hópi, hafði góðan húmor. Hann var
víðlesinn og afar vel að sér, fylgdist vel
með erlendum fréttum bæði í sjónvarpi og
hafði fasta áskrift af erlendum fréttatíma-
ritum. Hann hafði gaman af að ræða
heimsmálin alveg fram undir það síðasta
og hafði mjög ákveðnar skoðanir á því
sem var að gerast bæði hér heima og er-
lendis. Martin var vinur vina sinna. Hans
verður sárt saknað af fjölskyldu og vinum.
Guð blessi minningu Martins Petersen.
Ég þakka honum samfylgdina og þá góð-
semi og umhyggju sem hann hefur ávallt
sýnt mér og minni fjölskyldu. Fjölskyldu
hans votta ég innilega samúð mína.
Lára Kjartansdóttir.
Þegar litið er yfir farinn veg standa eft-
ir minningar um þá menn og málefni sem
stóðu nærri í lífinu hverju sinni. Þannig er
því farið þegar kvaddur er Martin Pet-
ersen einn af framkvæmdastjórum Loft-
leiða hf. Martin var hógvær, vandaður og
vel gerður maður, lét lítið fyrir sér fara, en
vissi og þekkti því fleira.
Kynni okkar Martins hófust eftir að ég
hafði lokið tilskildu umsóknarferli hjá
Loftleiðum. Það var árið 1962. Mér var
vísað til skrifstofu hans. Þar sat hann við
gljáfægt skrifborðið, snyrtilega klæddur
sem ávallt og bauð mig velkominn til
starfa hjá fyrirtækinu. Hann átti eftir að
vera yfirmaður minn næstu 20 árin.
Martin rétti mér tvo þykka doðranta
sem báðir voru á ensku, annar svonefndur
„Operation Manual“ og hinn „Station Ma-
nual“. – Lestu þér til um starfsemi Loft-
leiða, þá kafla þar sem ég hef merkt sér-
staklega. Að því loknu röbbum við saman
um það starfssvið sem félagið hyggst fela
þér. – Umsjón og eftirlit með farþega-
þjónustu Loftleiða í lofti og á viðkomu-
stöðum félagsins erlendis og samningum
við veitingasala á hinum ýmsu flugvöllum
sem Loftleiðir flugu til á þeim tíma. Og
þeim fjölgaði ört á þessum árum.
Martin gegndi viðamiklu og ábyrgðar-
fullu starfi sem markaðs- og sölustjóri
Loftleiða. Hann var lykilmaður í hvers
konar samningagerðum fyrir félagið hér
sem erlendis. Var einnig fulltrúi Íslands,
ásamt þáv. flugmálastjóra, Agnari Koefo-
ed-Hansen í viðræðum við SAS og IATA
og á flestum öðrum fundum í hinum ýmsu
löndum, nær og fjær.
Martin var sérfræðingur Loftleiða í
fargjaldamálum, og gegndi viðamiklu
hlutverki í viðræðum við IATA um flug-
gjöld milli Reykjavíkur og Evrópuland-
anna þegar Loftleiðir svöruðu IATA-
lækkuninni með enn meiri lækkun á sín-
um fargjöldum árið 1964.
Martin var falið viðamikið verkefni í öll-
um viðræðum Loftleiða við ríkisstjórn Ís-
lands á uppgangsárum félagsins, svo og
um lendingarleyfi Íslands í Bandaríkjun-
um. Almennt var álitið að lækkun far-
gjalda Loftleiða ógnaði hinu víðfeðma neti
sem IATA réði yfir á fargjaldasviðinu. En
hagur Lofteiða óx og dafnaði eftir því sem
árin liðu og var það án efa sterkum og
heilsteyptum mönnum innan Loftleiða
eins og Martin að þakka.
Á engan er hallað þótt fullyrt sé hér að
það hafi verið Martin Petersen og Sig-
urður Magnússon, blaðafulltrúi Loftleiða,
sem áttu heiðurinn af því að koma á hinu
vinsæla „Stop over“-kerfi sem Loftleiðir
voru frumkvöðlar að og á líklega enn sinn
þátt í hinum mikla farþegastraumi til Ís-
land, farþega sem nota tækifærið á leið
sinni yfir Atlantshafið um Ísland og bæta
því við sem áningarstað í nokkra daga.
Ekki má gleyma farskrárkerfi Loftleiða
sem var mikilvægur hlekkur í þessari
starfsemi allri og var þá í mótun undir
stjórn Íslaugar Aðalsteinsdóttur.
Ég minnist Martins Petersen sem
trausts og góðs stjórnanda. Ekki síst
minnist ég Martins sem hugljúfrar per-
sónu og sannkallaðs sómamanns í þeirra
orða fyllstu merkingu.
Við Brynhildur sendum Kristínu og
fjölskyldu hennar okkar innilegustu sam-
úðarkveðju.
Geir R. Andersen.
Martin Petersen
Nú, þegar stefnir í
óvissu um hver næsti
Forseti Íslands verður,
þykir mér lag að koma
fram með þá tillögu, að
sá næsti velji sér nokk-
urs konar lárvið-
arskáld til að hafa með
sér í för: Til að árétta
þá heimsmynd sem við
Íslendingar þurfum að
varðveita í hugum okk-
ar, þar sem sjálfstæði og söguskyn
haldast á við varðveislu bókmennta,
lista og tilfinningu fyrir náttúru
þjóðsagnaarfsins. Þetta var um
margt áhersla hjá okkar næstsíðasta
forseta, en sá sem nú situr hefur
ekki haft geð í sér til að vera að þylja
ljóð á almannafæri; hvað þá að biðla
til álfa; viljað heldur vera í forystu
fyrir breytingaröflum, svo sem meiri
viðskiptum við Evrópusambandið,
Kína og Indland. Þar skal lóð lagt á
útrásarvogina og innrásarvogina svo
lengi sem landsmenn þola.
Raunar tel ég að farsælt hefði ver-
ið ef núverandi forseti og sá síðasti
hefðu haft sveigjanleika í sér til að
sameina báðar þessar áherslur,
þannig að Vigdís hefði getað orðið
nokkurs konar lárviðarskáld Ólafs
Ragnars Grímssonar.
En í ljósi þess að svo varð ekki,
þarf einhver að taka af skarið og
bjóða sig fram sem slíka varaskeifu.
Ég sé fyrir mér að kalla mætti mig
til; á tímakaupi, með hæfilegum fyr-
irvara til að ég geti fengið frí frá
minni launavinnu; til að flengjast
með forsetanum um allar jarðir sem
hans setta hirðskáld, til að lesa upp
úr ljóðum mínum, og halda stuttar
tölur um hvað ég héldi að horfði til
stöðugleika í framtíðinni. Kjarninn í
mínum boðskap myndi verða þessi:
Við stöndum og föllum með vilja
okkar til að vera áfram minnsta
sjálfstæða menningarríkið í hinum
vestræna heimi; og þar með um leið
minnsta vestræna velferðarríkið í
hinum ríka hluta heimsins. Því
skiptir meiru að við
varðveitum sjálfstæði
okkar síðustu áratuga
með því að beina sjón-
um okkar að þeim okk-
ar sem sitja eftir heima
en þeim sem kjósa að
flytja burt, af því þeim
líkar ekki lengur við
landið eins og það er.
Um leið eigum við að
reyna að aðlaga sem
best þá innflytjendur
sem kunna að koma
annars staðar frá, að
okkar íhaldssömu sögu og tungu og
bókmenntum; svo fremi sem þeir
hyggjast verða áfram á landinu.
Er varðar tæknilegar framfarir
og auðsæld vil ég benda á að við höf-
um þegar ríflega það sem þurfti til
að komast af fyrir mannsaldri síðan,
og að bakslag í lífskjörum á stundum
getur verið það sem sú tilraun til að
vera minnsta sjálfstæða vestræna
þjóðin í heimi útheimti á stundum.
Það má jafnvel vera að slíkur for-
gangur komi niður á menntun, lang-
lífi og jafnræði meira en verið hefur,
en við verðum að horfa til fortíðar í
þeim efnum frekar en til framtíðar.
Við getum haft fyrir reglu að stefna
að ástandinu eins og það var um síð-
ustu aldamót, árið 2000.
Er varðar bókmenntirnar, getum
við auðgað Íslendingasagnaarfinn
fyrir okkur með því að tengja hann
meira við hina fornu borgmenningu
Evrópu frá Forn-Grikkjum til nú-
tímans, og með því að leggja aftur
áherslu á ljóða- og kvæðamenn-
inguna eins og hún var hér á 20. öld.
Og tengja má þetta betur við trú-
málin með því að leiða hugann að því
sem ásatrúarmenn og þeirra for-
verar í Evrópusögunni hafa sótt til
náttúrunnar og náttúruvætta.
Raunar tel ég að fyrirmynd mín
að Lárviðarskáldum sé að láta á sjá,
að því leyti að bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum eru þau ekki lengur
skipuð ævilangt, heldur bara til
ákveðins tíma í senn. Árangurinn
verður að vísu lýðræðislegri, en um
leið verða handhafarnir minna áber-
andi, með þeim afleiðingum að þar
fer forgörðum helsta tækifæri nú-
tímaríkja til að byggja upp minningu
fleiri einstaklinga til framtíðar; sem
þjóðskáld.
En ég slæ þessu nú fram, í trausti
þess að áratugalöng blaðaskrif mín
með greinum og ljóðum skipi mér
hér á stall sem henti hvað best fyrir
slíkt Lárviðarskáld Forseta Íslands.
Að venju vil ég hér ljúka máli
mínu á ljóði úr eigin ranni. Er það úr
tíundu frumsömdu ljóðabók minni,
Ævintýraljóðum, er út kom árið
2010. Heitir það: Goðsaga um Ís-
land. Að vísu geng ég þar út frá
grískri goðsögu, og treysti ég á að
félagar mínir í Ásatrúarfélaginu
virði nú vel þá sérvisku mína:
Þá er Ólympsbræður þrír / þráttuðust
í valdastý / þótti þeim sem eyjan
Thule/ þegi væri fráleitt búleg.
Póseidon sér hana vildi hafa / enda
ljóst sem fax á báru hafið. / Seifi
fannst að sökum hennar vinda / stöð-
ugu, þá himnesk væri kindar.
Hades gerðist hógværlega djarfur:/
hæfilegt þar sálir yrðu arfur. / Nið-
urstaða þæfinga varð þessi: / Þetta í
lög nú Alfaðirinn setti:
Seifur skyldi fugla himins hljóta, / Pó-
seidon nú sjávarfangs fá njóta, / en
myrkur Hades sálirnar þó mega /
mannanna er síðar kæmu, eiga.
Lárviðarskáld Forseta
Íslands?
Eftir Tryggva V.
Líndal »Ég sé fyrir mér að
kalla mætti mig til; á
tímakaupi, með hæfileg-
um fyrirvara til að ég
geti fengið frí frá minni
launavinnu; til að flengj-
ast með forsetanum um
allar jarðir sem hans
setta hirðskáld, til að
lesa upp úr ljóðum mín-
um...
Tryggvi V. Líndal
Höfundur er skáld og mannfræð-
ingur.
Ætti fólk að tortryggja Kínverja
eitthvað sérstaklega? Allir þeir Kín-
verjar sem ég hef umgengist á lífs-
leiðinni, hérlendis sem erlendis, hafa
verið alveg yndislegt fólk – svo af
ber. En er eitthvað að marka það?
Maður hefur nú heyrt hitt og þetta,
lesið margt og séð ýmislegt í sjón-
varpi. Svo virðast anzi margir Ís-
lendingar næstum fjandsamlegir í
þeirra garð.
Merkismaðurinn Nubo hinn kín-
verski var nýlega tilbúinn að festa
kaup á gríðarjörðinni Grímsstöðum
á Fjöllum, fyrst hún var falboðin og
mun hafa verið í rúman áratug að
sögn, án þess að nokkurt tilboð bær-
ist frá íslenskum/evrópskum aðilum.
Nubo, maður sem hefur ekki bara
komist á báða póla jarðarinnar,
heldur líka sjö hæstu fjallstindana –
auk alls skáldskaparins sem hann
hefur látið frá sér fara, virðist sér-
legur snillingur og áhugi hans á
landinu í raun heiður fyrir okkur Ís-
lendinga. Hann sér ugglaust ótelj-
andi möguleika, verandi kínverskur
brautryðjandi á heimsmælikvarða
og hafandi fjármagn til staðar.
Fyrirætlanir þær sem Nubo
kynnti sýnast ríma prýðilega við um-
hverfisstefnu stjórnvalda þetta kjör-
tímabilið en fráleitt finnst mér að
fetta fingur út í búsetu hans utan
EES-svæðisins, þótt farið væri að
lögum. Rétt er auðvitað og skylt að
fara að þeim, þótt nýta hefði mátt
undanþáguna í þessu stórmáli. Vís-
ast vill Nubo sjálfur fara að lögum,
en spyrja má hvort eitthvað sé bogið
við téð lög?
Getur verið að illa sofnir alþing-
ismenn í tímaþröng, hafi rétt fyrir
einhver þingslitin, fest í gildi lög sem
fara þarf sem fyrst að taka til endur-
skoðunar, ekki síst suma „bandorm-
ana“?
Núverandi ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur (en hún var eitt sinn
að vísu flugfreyja – og ég bið fólk að
gleyma sem fyrst, vegna allra stór-
kostlegu flugfreyjanna almennt) er
einna síst til þess fallin að leiða þetta
stórmál til lykta, þótt örlað hafi á
sínu hverju af viti úr ranni Samfylk-
ingarinnar. (Enginn er alvitlaus).
Verra er að Vinstri grænir virðast
vera einangrunarsinnar. Ég get ein-
ungis ráðlagt þeim, auk annarra tor-
trygginna manna, að takast á hend-
ur ferðalag til Bandaríkjanna – helst
til tíu ríkja eða svo.
Vesturströndin er að mínu mati
álitlegust, einkum Oregon- og Wash-
ington-ríki, þótt fróðari menn reki
ferlið allt til Vancouver í Kanada
sem kvað vera toppurinn í Norður-
Ameríku. Ég allavega elska Kan-
adabúa sem koma núorðið í stórum
stíl til landsins. Þeir þurfa engan
kinnroða að bera í samanburðinum
við Bandaríkjamenn, sýnist mér
leigubílstjóranum í alþjóðlegu höf-
uðborginni Reykjavík. Veri allt
þetta fólk velkomið og vel skyldi að
því búið. Rétt eins og Kínverjunum
vinum okkar.
PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON
leigubílstjóri.
Hverjir eru á móti Kína?
Frá Páli Pálmari Daníelssyni