Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 38
Þýsk kvikmyndahátíð stendur nú yfir í Bíó Paradísog kennir þar ýmissa grasa. Þar á meðal ermyndin Milli vita sem frumsýnd var á kvik-myndahátíðinni í Cannes á síðastliðnu ári. Mynd-
in segir frá Frank (Milan Peschel), fjölskylduföður sem
greinist með heilaæxli. Við tekur erfið barátta sem reynir
bæði á Frank og eiginkonu hans, Simone (Steffi Kühnert).
Myndatakan er afar hæg og flest skot hennar fá að njóta
sín í talsverða stund á skjánum. Frásögnin er mjög raunsæ
og er myndin hvorki saga hetjudáða né kraftaverka. Í
hvert sinn sem köldum söguþræðinum er gefið lítið bros er
honum kippt aftur niður á jörðina með ælu, niðurgangi eða
öðrum fylgikvillum heilaæxlis. Ófegraður raunveruleikinn
verður hálf niðurdrepandi og fær áhorfandann til að
sökkva með niður í þunglyndi fjölskyldunnar sem á í hlut.
Myndin er afar sannfærandi og skemmtilegum aðferð-
um beitt til að fanga angist Franks. Til að mynda persónu-
gerir hann heilaæxli sitt auk þess sem hann heldur úti
myndbandsdagbók sem gefur myndinni heimild-
armyndalegan blæ. Að því undanskildu er hún fremur
hefðbundin í frásagnarformi. Persónur myndarinnar eru
mjög sannfærandi og leikur mjög góður. Það er ótrúlegt
hvað lítið aukahlutverk getur gefið mynd aukið gildi en sú
var raunin með föður Franks, Ernst Lange (Otto Mellies).
Gamansöm jafnt sem angurvær innkoma hans var gulls
ígildi. Þó svo myndin sé mjög langt frá því að vera upplífg-
andi þá situr hún fast eftir í huga undirritaðs að loknu
áhorfi.
Bíó Paradís: Þýsk Kvikmyndahátíð
Leikstjórn: Andreas Dresen. Handrit: Andreas Dresen. Aðal-
hlutverk: Steffi
Kühnert og Milan Peschel. 95 mín. Þýskaland, 2011.
DAVÍÐ MÁR
STEFÁNSSON
KVIKMYNDIR
Angist Fjölskyldufaðirinn Frank glímir við heilaæxli.
Ófegruð endalok
Milli Vita (Halt auf freier Strecke)
bbbmn
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012
Alocola
Alocola-kvintettinn frá Hornafirði skipa þeir Björn Rúnarsson, trommuleik-
ari, Þorkell Ragnar Grétarsson gítarleikari, Birkir Þór Hauksson bassaleik-
ari, Marteinn Eiríksson trompetleikari og Ármann Örn Friðriksson hljóm-
borðsleikari. Þeir eru allir fimmtán nema Björn sem er sextán. Alocola
spilar blöndu djassrokks, þyngri rokks og kósýrokks eins og þeir lýsa því.
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir
hefst í kvöld í Austurbæ, en þá keppa
tólf hljómsveitir um sæti í úrslitum
að viku liðinni. Undankeppnin verður
háð á fjórum kvöldum, í kvöld, laug-
ardagskvöld, sunnudagskvöld og
mánudagskvöld, og hefst keppni kl.
19 hvert kvöld. Úrslitin verða síðan
haldin laugardaginn 31. mars næst-
komandi.
Tilraunirnar voru fyrst haldnar
1982 og hafa því verið haldnar í rúm
þrjátíu ár. Í ár eru tilraunirnar
haldnar í 30. sinn því keppnin féll
niður 1984 vegna verkfalls kennara.
Sigursveit síðustu Músíktilrauna var
raftónlistartríóið Samaris.
Hefð er fyrir því að helstu verð-
laun Músíktilrauna séu hljóðvers-
tímar með upptökumanni, en einnig
eru veitt verðlaun fyrir hljóðfæra-
leik og texta. Fyrir fyrsta sætið fást
20 tímar í Sundlauginni ásamt hljóð-
manni, 2. sæti gefur upptökuhelgi í
Island Studios í Vestmannaeyjum
ásamt hljóðmanni og gistingu og 3.
sætið 20 tíma Stúdíó Ljónshjarta
ásamt hljóðmanni. Að auki fær sig-
ursveitin gjafabréf frá Icelandair og
Daedra
Hafnfirska hljómsveitin Daedra spilar framsækna en aðgengilega tónlist.
Sveitina skipa Jón Þór Sigurleifsson gítarleikari, Þyri Ragnheiður Björg-
vinsdóttir söngkona, Anton Freyr Andreasen Röver trommuleikari, Drífa
Örvarsdóttir fiðluleikari, Lilja Hlín Pétursdóttir hljómborðsleikari og
Hreinn Logi Steinþórsson bassaleikari. Þau eru á aldrinum frá 19 til 23 ára.
Glundroði
Frá Selfossi kemur Glundroði þeirra Alexanders Freys Olgeirssonar rafgít-
ar-, kassagítar- og harmonikku- og píanóleikara og söngvara, Antons Guð-
jónssonar rafgítar-, kassagítar- og banjóleikara og söngvara, Skúla Gísla-
sonar trommu- og slagverksleikara, Gunnars Guðna Harðarsonar fiðlu- og
bassaleikara og söngvara og Arons Geirs Ottósonar bassa-, banjó-, rafgítar-
og kassagítarleikara. Meðalaldur þeirrar félaga er í kringum tuttugu ár og
þeir spila þjóðlagarokk með gleði og von í hjarta.
Þrítugustu
tilraunirnar
Músíktilraunir 2012
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is
Úrval - gæði - þjónusta
Allt fyrir
gluggana
á einum
stað
Mælum,
sérsmíðum
og setjum upp
Nýstárlega íslensk
hönnun og smíði Laugavegi 13 · 101 ReykjavíkSími 561 6660 · gullkunst.is