Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 27
arkveðju. Megi minningin sefa
missinn.
Ólafur Pálmason.
Í síðasta sinn sem ég ræddi
við Kristján Baldvinsson í síma
hóf ég samtalið með því að segja
umbúðalaust:
„Ef þú horfir nógu lengi
á stjörnurnar
kemst þú til Damaskus.“
Og hvernig brást hann svo við
þessari strófu Óskars Árna?
Hann sagði undireins: „Þetta
er flott. Þetta finnst mér fal-
legt,“ og var þó orðinn fársjúkur
maður.
Kristjáni Baldvinssyni og
Inger konu hans kynntumst við
hjónin snemma í febrúar 1970,
en hann var þá nýráðinn yfir-
læknir katólska spítalans í
Stykkishólmi. Við Anna höfðum
þá verið búsett í Hólminum í sjö
ár þar sem ég hafði gegnt starfi
lyfsala. Með okkur og þessum
nýkomnu hjónum tókst fljótlega
vinskapur sem staðið hefur öll
þessi ár.
Þau Inger og Kristján kom-
ust fljótt inn í smábæjarlífið á
staðnum. Hann var drifinn í
Rótarýklúbbinn, og þau eignuð-
ust vini sem sumir hverjir voru
einnig okkar vinir, enda gengu
þá hetjur um garða í Hólminum.
Ég nefni hér tvo: Fyrst séra Há-
kon Loftsson klausturprest,
sem oft knúði dyra hjá okkur
með inniskó og reykelsi í skjatta
sínum, og þá Jón Kristófer ka-
dett með höfuðið fullt af skáld-
skap. Margt vetrarkvöldið sát-
um við saman yfir kaffibollunum
meðan stórhríðin spann ló sína
utan um húsin í bænum. Enda
þótt Kristján Baldvinsson væri
hrókur alls fagnaðar á slíkum
kvöldum lá honum aldrei hátt
rómur. Frásögum sínum kom
hann þó vel til skila enda voru
þær bæði skilmerkilegar og
skemmtilegar, og oftar en ekki
lauk hann þeim með lágstemmd-
um smitandi hlátri.
Ég held að Kristján Baldvins-
son hafi borið mannkærleikann
utan á sér, en slíkra manna er
jafnan sárt saknað er þeir falla
frá, ekki hvað síst af þeim, sem
minna mega sín. Söknuður ást-
vina hans er þó ekki minni og því
sendum við þeim öllum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Kristjáns
Baldvinssonar.
Stefán Sigurkarlsson.
Það er sorg í huga þegar ég
rita þessi örfáu kveðjuorð um
fjölskylduvin okkar systkina.
Foreldrar okkar kynntust
Kristjáni og eiginkonu hans
fljótlega eftir að þau fluttu til
Stykkishólms. Kristján var þar
ráðinn sjúkrahúslæknir og sam-
skiptin og vináttan héldust lífið
út. Kristján var einkar góður
læknir, ekki einungis faglega
heldur líka á mannlegan máta.
Til hans leituðum við öll hvort
sem um hugarangur eða önnur
mein var að ræða. Þrátt fyrir
búsetu okkar Villa í S-Afríku
var oft hringt og aldrei vantaði
handskrifuðu jólakveðjurnar frá
þeim hjónum.
Kristján var mjög virðulegur
maður, kom örugglega flestum
fyrir sjónir sem hæglátur per-
sónuleiki en hann leyndi gríðar-
legri kímnigáfu og hljóma
hlátrasköllin og fjörið í honum í
vinahóp enn í eyrum, minningar
sem nú ylja hjartarótum og sefa
tómleikann við andlát hans.
Hann naut þeirrar gæfu að
dvelja á heimili sínu hinstu dag-
ana í umsjá eiginkonu sinnar og
þar lést hann. Þau hjónin hafa
alla tíð verið mjög samrýmd og
samstiga og því er mikið tóma-
rúm hjá Inger eftir að kveðja
eiginmann sinn nú.
Hugur okkar er með Inger og
fjölskyldu og við biðjum Al-
mættið um að blessa þau öll.
Guðmundur A.
Þorvarðarson.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012
✝ Brynja Svan-dís Kristjáns-
dóttir fæddist á
Egilsstöðum 14.
maí 1969. Hún lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans í
Fossvogi 13. mars
2012.
Foreldrar henn-
ar eru Guðfinna
Kristjánsdóttir frá
Fremraseli í Hró-
arstungu, f. 6. maí 1948, og
Kristján Guðmundur Wiium
Magnússon frá Fagradal í
Vopnafirði, f. 31. maí 1943,
búsett á Vopnafirði. Systkini
Brynju eru: Magnús Ólafur, f.
20. apríl 1968, kvæntur Önnu
Halldóru Halldórsdóttur, f. 9.
apríl 1963, búsett á Akureyri.
Börn þeirra eru: Eva, Kristján
Steinn, Baldvin Kári og Haf-
steinn Ingi. Signý Björk, f. 2.
mars 1978, gift Höskuldi Har-
aldssyni, f. 1. nóvember 1969,
búsett á Vopnafirði. Dætur
þeirra eru: Emilía Brá, Gígja
Björg og Lilja Björk.
Brynja átti heima á Egils-
stöðum til þriggja ára aldurs
en fluttist þá ásamt fjölskyldu
sinni til Vopna-
fjarðar. Hún var
búsett á Vopna-
firði æ síðan, fyrst
í foreldrahúsum
en árið 1995 flutti
hún í eigin íbúð
þar sem hún bjó
upp frá því.
Brynja gekk í
Vopnafjarðarskóla
þaðan sem hún
lauk grunnskóla-
prófi árið 1985. Snemma fór
hún að passa börn og var það
hennar sumarvinna á náms-
árum. Fljótlega eftir að
grunnskólanámi lauk hóf hún
störf á leikskóla Vopnafjarðar
sem síðar hlaut nafnið
Brekkubær. Þar starfaði hún
til hinsta dags. Brynja hafði
ýmis áhugamál og má þar m.a.
nefna tónlist og íþróttir, eink-
um badminton og handknatt-
leik sem hún fylgdist með af
miklum áhuga. Brynja veiktist
skyndilega hinn 12. mars og
lést daginn eftir.
Útför Brynju fer fram frá
Vopnafjarðarkirkju í dag, 23.
mars 2012, og hefst athöfnin
kl. 14.
Lífið getur stundum verið
illskiljanlegt og að því er okk-
ur finnst óskaplega óréttlátt.
Á einu augabragði er veröldin
breytt og ekkert verður aftur
eins og það var áður. Þannig
var mér innanbrjósts þegar ég
fékk fréttir af því að Brynja
systir mín hefði veikst skyndi-
lega og veikindin reyndust al-
varleg. Innan við sólarhring
síðar hafði hún kvatt þetta líf.
Höggið var þungt, óvænt og
óvægið. Fjölmargar spurning-
ar leita á hugann en fátt er um
svör. Sporin á sjúkrahúsinu í
síðustu viku voru þung en þó
er ómetanlegt að hafa fengið
að fylgja henni síðustu stund-
irnar og fengið að kveðja hana,
þó að það væri svo ótímabært.
Ótal minningar þjóta um hug-
ann á svona tímamótum. Þá er
gott að geta leitað huggunar í
góðum minningum um ljúfa og
góða systur sem var einstök á
sinn hátt. Hún fór sínar eigin
leiðir í lífinu, ekki alltaf þær
hefðbundnu og hafði ákveðnar
skoðanir. Hún tróð ekki öðrum
um tær en lét sér í léttu rúmi
liggja hvað öðrum kynni að
finnast um hennar skoðanir.
Hógværð, trúmennska og
trygglyndi eru orð sem mér
finnst vera lýsandi fyrir per-
sónu systur minnar og er ég
efins um að hún hafi nokkru
sinni átt sökótt við nokkurn
mann.
Aðeins eitt ár var á milli
okkar í aldri og framan af okk-
ar ævi áttum við því mikið sam-
an að sælda og brölluðum ým-
islegt saman. Í æsku var oft
notalegt að spjalla saman fyrir
svefninn á kvöldin og fara jafn-
vel í einn eða tvo nafnaleiki. Þá
var oft glatt á hjalla og stutt í
galsann. Þegar fram liðu stund-
ir var gaman að rifja upp með
henni liðna tíma og með ólík-
indum hvað hún var minnug á
ýmislegt sem á dagana hafði
drifið. „Manstu ekki eftir því?“
sagði hún oft og hló að mér
þegar ég stóð alveg á gati. Þá
var oft hægt að fletta upp í
Brynju eins og spjaldskrá og
oftast kom hún með rétt svar.
Brynja hafði ríka kímnigáfu.
Hún tranaði sér aldrei fram en
átti það til að lauma að glettn-
um athugasemdum þegar lítið
bar á. Gjarnan lét hún sig
hverfa af vettvangi um stund í
framhaldi af slíkum innskotum.
Tryggð hennar við mig og mína
var ávallt fölskvalaus og fyrir
það er ég ákaflega þakklátur.
Hún studdi mig á ýmsan hátt í
því sem ég tók mér fyrir hend-
ur og eftir að börnin mín komu
til skjalanna reyndist hún bæði
þeim og okkur foreldrunum
haukur í horni. Ávallt reiðubúin
að rétta hjálparhönd en krafð-
ist einskis á móti. Börnin mín
minnast ljúfrar og skemmti-
legrar frænku með hlýhug og
þakklæti. Börn skipuðu stóran
sess í lífi Brynju og helgaði hún
líf sitt börnum og velferð þeirra
að stórum hluta.
Þegar árin liðu fórum við
hvort sína leið í lífinu og fund-
um okkar fækkaði. Gagnkvæm
vinátta og væntumþykja hefur
þó aldrei dofnað og ávallt var
notalegt að hittast þegar tæki-
færi gáfust til. Við höfum nú
verið rækilega minnt á það að
tími okkar er takmarkaður og
um leið á mikilvægi þess að
njóta augnabliksins.
Fátækleg orð mega sín lítils
en ég vil að endingu þakka
kærri systur fyrir samfylgdina
og alla ljúfmennsku við mig og
mína í gegnum árin. Megi hún
hvíla í friði.
Magnús Ólafur.
Jæja Brynja mín, nú hefur
sviplega og óvænt verið bund-
inn endi á okkar samleið í
þessu lífi. Það var ákaflega erf-
itt að fá þessar sorglegu fréttir
og margar spurningar vöknuðu
eðlilega í kjölfarið, spurningar
um sanngirni og réttlæti. Ekk-
ert er sanngjarnt og réttlátt við
það að þú skulir, á besta aldri,
þurfa að kveðja okkur.
Þegar storminn tók að lægja
í huga mér fór ég að rifja upp
allar þær minningar sem þú
skilur eftir hjá mér. Hvernig
þú tókst mér alltaf fagnandi
þegar ég kom í heimsókn, allt
frá því ég var smápolli og bjó
á móti þér í Þverholtinu, gauk-
aðir að mér Werther’s Orig-
inal-mola og gerðir að gamni
þínu við mig. Bragðið af Wert-
her’s mun alltaf minna mig á
þig. Einnig man ég eftir guð-
dómlegu skinkuhornunum sem
þú bakaðir og þú áttir svo oft
pepsí til að skola þeim niður.
Eftir að við fluttum norður var
alltaf mikill spenningur að fá
að kíkja í heimsókn til þín og
fara aðeins í tölvuna þína sem
þá var flottasta græja sem ég
hafði séð. Dýrmætasta minn-
ingin sem ég á um þig er þó
hversu skemmtileg þú varst,
mikill húmoristi og með ein-
stakan hlátur. Þú hafðir sterk-
ar og ákveðnar skoðanir á hin-
um ýmsu málefnum og það var
alltaf gaman að spjalla við þig.
Ég sé þig fyrir mér birtast í
Kraft-gallanum í þvottahúsinu
á Fagrahjallanum eftir vinnu,
oft með skemmtilegar frásagn-
ir af deginum þínum í fartesk-
inu.
Síðustu dagar hafa verið
mjög erfiðir og það tekur tíma
að takast á við missi sem þenn-
an. Þó að fundir okkar verði
ekki fleiri, munt þú lifa áfram í
hjarta okkar sem elskuðum þig,
um ókomna tíð. Ég er þakk-
látur fyrir að eiga um þig fal-
legar minningar sem eiga ef-
laust eftir að fá mig til að brosa
þegar fram líða stundir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Hvíldu í friði, Brynja mín, og
takk fyrir að auðga líf mitt á
þann hátt sem þú svo sann-
arlega gerðir.
Þinn frændi,
Kristján Steinn.
Ég trúi því tæpast að í ann-
að sinn á rúmum tveimur ár-
um sé komið að óvæntri
kveðjustund í fjölskyldunni
okkar. Svona geta lífsins vegir
verið órannsakanlegir og tor-
sóttir á köflum. Það var oft
glatt á hjalla í eldhúsinu á
Breiðumörk þegar frændfólkið
frá Vopnafirði kom í heimsókn.
Í minningunni var alltaf sól og
þurrkur og frændfólkið lá ald-
eilis ekki á liði sínu þegar taka
þurfti til hendinni í böggum
eða öðru. Hún Brynja ruddi
engu um koll með hávaða og
fyrirgangi en hún seiglaðist í
böggunum sem og öðru sem
hún tók sér fyrir hendur í líf-
inu. Hún lét yfirleitt aðra um
að leiða samræðurnar en var
engu að síður virkur þátttak-
andi í þeim og gat laumað að
glettinni athugasemd við og
við. Minni Brynju var óskeik-
ult og það kom oftar en ekki
fyrir að hún var látin segja til
um ártal eða aðra atburði inn-
an fjölskyldunnar sem utan.
Hjá Brynju var ekki komið að
tómum kofunum. Brynja starf-
aði við leikskólann á Vopna-
firði þar sem hún hlúði að
litlum börnum og það voru
ekki bara þau sem nutu um-
hyggju hennar heldur fundu
frændsystkini hennar sem og
önnur börn í fjölskyldunni
fljótt hvert leita mátti. Mikill
verður söknuður barnanna við
fráfall hennar en mestur er þó
söknuður hinnar samheldnu
fjölskyldu Brynju. Mig langar
að láta kveðjuorðin sem Krist-
ján móðurafi okkar beggja
notaði svo oft vera hinstu
kveðjuna til þín: „Vertu sæl,
frænka mín, og hafðu það nú
sem allra best þar til við
sjáumst næst.“ Við hefðum öll
þurft á þér að halda svo miklu
lengur.
Elsku Guðfinna, Kristján,
Maggi, Signý og fjölskyldur
ykkar. Við Niels sendum ykkur
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Hugurinn er hjá ykkur
frændfólkinu okkar á Vopna-
firði í dag.
Sesselja Björg Stef-
ánsdóttir og fjölskylda.
Í dag kveðjum við Brynju
Svandísi Kristjánsdóttur
frænku okkar með söknuði og
alltof snemma. Okkur þótti
vænt um hana enda vorum við
náskyld og samgangur mikill í
okkar fjölskyldu. Skyndilegt
fráfall Brynju var okkur öllum
mikið áfall. Við bræður eigum
margar góðar minningar um
Brynju frá samverustundum á
Vopnafirði og á öðrum góðum
stundum með fjölskyldu okkar
á liðnum árum.
Hugur okkar leitar nú sér-
staklega aftur til gamalla tíma
og tíðra heimsókna okkar til
afa og ömmu á Vopnafirði til
skemmri eða lengri dvalar. Þá
vorum við ásamt Brynju og
öðru frændfólki af yngri kyn-
slóðinni heimagangar hjá þeim
gömlu á Kletti og var ýmislegt
brallað. Í gegnum ólík skeið
æskunnar gegndi Brynja mis-
munandi hlutverkum gagnvart
okkur yngri frændunum í þess-
um heimsóknum. Samband
Brynju við afa og ömmu á
Kletti var sérstakt og gegndi
hún þar stóru hlutverki sem
ábyrg barnapía og uppalandi í
hópi yngri frændsystkina. En
hún var líka jafningi, leikfélagi
og vinur í sama hópi. Minning-
arskotin eru mörg. Göngutúrar
hóps frændsystkina „lengri
leiðina“ niður í Kaupfélag til
afa að kaupa mjólk og „sker“
(og sitthvað smálegt fyrir af-
ganginn), oftar en ekki undir
ábyrgri stjórn þeirra eldri,
Brynju og Magga. Síðar meir
ófá Trivial-spil á Fagrahjalla
eða Kletti þar sem sjálfsörugg-
ir framhaldsskólaunglingar
voru rækilega jarðbundnir með
stöðugum tapleikjum fyrir
Brynju.
Eins og Brynja átti kyn til
var hún okkur ætíð trygg og
trú frænka og hafði einstaklega
hlýja og góða nærveru. Hún
var hæglát og hafði sig jafnan
ekki mikið frammi en lét sig
aldrei vanta þegar stórfjöl-
skyldan hittist fyrir austan eða
annars staðar. Alltaf var stutt í
brosið og hláturinn þegar sagð-
ar voru sögur af mönnum og
málefnum eða þegar rifjaðir
voru upp gamlir tímar í stof-
unni á Kletti eða á Fagrahjalla
hjá foreldrum hennar. Brynja
var einstaklega barngóð og hef-
ur það verið sérlega ánægjulegt
nú síðustu ár að upplifa þau
áhrif sem Brynja hafði á yngri
kynslóðina, ekki síst systkina-
börn sín sem stóðu henni mjög
nærri. Það kom ekki á óvart að
hún skyldi hafa valið það að
annast börn sem sinn starfs-
vettvang.
Við sendum stórfjölskyldunni
á Fagrahjalla okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Það er hugg-
un harmi gegn að afi og amma
munu vafalítið taka vel á móti
Brynju.
Magnús, Valdimar og
Óli Halldórssynir.
Mig langar að skrifa nokkur
minningarorð um nágranna
minn og samstarfskonu til
margra ára Brynju Kristjáns-
dóttir. Hún Brynja er dáin að-
eins 42 ára það kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti af því
að hún var aldrei veik svo mað-
ur vissi. Við byrjuðum að vinna
saman á leikskólanum 1986 og
unnum saman þar til ég hætti
2010. Það var gott að vinna
með Brynju, hún var dugleg og
mikið fyrir börn og ósérhlífin,
ég veit að hennar er sárt sakn-
að í vinnunni bæði hjá börn-
unum og samstarfsfólki.
Það var alltaf gott að leita
til hennar, ef maður þurfti að
fá aukafrí var aldrei neitt mál
að fá Brynju til að hlaupa í
skarðið. Hún var létt á fæti
og hafði lítið breyst á þessum
24 árum sem við unnum sam-
an og má segja að ég hafi haft
hana sem mína eigin dóttur í
vinnunni því væri ég illa fyrir
kölluð og þegar aldurinn var
farinn að segja til sín var gott
að hafa Brynju hjá sér, þegar
við vorum sammála um að ég
væri „löt“ þá kom hún yf-
irleitt brosandi og hjálpaði
mér, þú varst yndisleg stúlka,
Brynja mín. Hún fékk heila-
blóðfall í badminton 12.3.
2012 og lést 13.3. Hræðilegt
áfall og allir harmi slegnir
hérna á þessum litla stað.
Elsku Brynja mín, þín er
sárt saknað, ég veit að þú ert á
góðum stað þar sem þín er þörf
því að þeir sem Guðirnir elska
deyja ungir. Elsku Guðfinna,
Kristján, Magnús, Signý og
aðrir aðstandendur megi góður
Guð styrkja ykkur í gegnum
þetta sorglega áfall.
Ég kveð þig með þessum fal-
lega sálmi:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem.)
Saknaðarkveðjur,
Þorgerður.
Elsku Brynja, nú ertu horf-
in frá okkur ung að aldri, ekki
nema 42 ára. Okkur vinkonur
þínar og samstarfskonur lang-
ar til að minnast þín í nokkr-
um orðum. Þú varst aðeins 17
ára gömul þegar þú byrjaðir
að vinna hjá okkur á leikskól-
anum og vannst þar alla þína
tíð. Þér leið vel innan um
börnin og þú vannst vinnu
þína vel, skilaðir ávallt þínu.
Þú hafðir sérstaklega gaman
af því að syngja með börn-
unum og gerðir mikið af því.
Þú kunnir alla textana og lög-
in. Stundvísi var eitt það sem
einkenndi þig og varst þú
ávallt mætt á réttum tíma til
vinnu eða annars þar sem þín
var vænst. Óstundvísi var eitt-
hvað sem þú hafðir í raun ekki
skilning á, enda var samvisku-
semi þín einstök. Þú hafðir
góðan húmor og stutt í hlát-
urinn og gleðina. Á kaffistof-
unni okkar ræddum við oft
veðrið og þú varst alltaf með
veðurspána á hreinu. Þú fylgd-
ist með veðrinu á öllum stöðv-
um og vissir klukkan hvað ætti
að byrja að rigna eða snjóa og
þessu höfðum við gaman af, þú
varst veðurfræðingurinn okk-
ar. Oft voru miklar og hávær-
ar umræður okkar á milli og
þá áttir þú það til að draga þig
í hlé, tölum nú ekki um ef um-
ræðan var um pólitík, þá áttir
þú það til að snúa upp á þig og
rigsa, út enda orðvör kona.
Starfsfólk leikskólans fór í
námsferð til Englands vorið
2010, þú lést þitt ekki eftir
liggja þar og fórst með okkur í
þessa ferð. Þetta var stórt
skref fyrir þig að stíga en mik-
ið skemmtir þú þér vel. Í vetur
komst þú inn í skemmtinefnd-
ina okkar í leikskólanum að
eigin frumkvæði. Við áttum
saman mjög skemmtilega og
góða stund í íþróttahúsinu ör-
fáum dögum áður en þú
kvaddir okkur, sú stund end-
aði á hótelinu í pitsu. Þetta var
að þínu frumkvæði og við
skemmtum okkur svo vel.
Minningarnar eru margar og
góðar sem við höfum verið að
rifja upp og er okkur huggun í
því.
Elsku Brynja okkar, þín er
sárt saknað, og þú skilur eftir
þig stórt skarð sem erfitt verð-
ur að fylla. Við erum vissar um
það, að þú ert í sumarlandinu
góða með fullt af börnum sem
umvefja þig.
Okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur sendum við Kristjáni, Guð-
finnu, Magnúsi, Signýju og fjöl-
skyldum þeirra.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
F.h. samstarfskvenna þinna
í leikskólanum Brekkubæ,
Halldóra Sigríður
Árnadóttir.
Brynja Svandís
Kristjánsdóttir