Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 23. MARS 83. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Vann 459 milljónir í Víkingalottó
2. Lést við vinnu í togaranum
3. Skaut að lögreglu og stökk út
4. Ekki víst að Merah sé á lífi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Norski rithöfundurinn Merethe
Lindstrøm fékk Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs 2012 fyrir skáldsög-
una Dager i stillhetens historie, en
verðlaunin voru veitt í gærkvöldi. »37
Ljósmynd/Johannes Jansson
Merethe Lindstrøm
fékk verðlaunin
Magnús Jens-
son heldur hádeg-
isfyrirlestur við
tónlistardeild LHÍ
í Sölvhóli í dag kl.
12-12.45. Í fyr-
irlestrinum fjallar
hann um hljóðið
og hvernig skiln-
ingur á því hefur
þróað af sér hljóðfæri, byggingar og
tónlistarmenninguna alla. Hann
hyggst kynna nýjar stillingar, ný
hljóðfæri og ný samskiptakerfi.
Hádegisfyrirlestur
um skilning á hljóði
Breska dagblaðið The Guardian ger-
ir mynd Baltasars Kormáks að umtals-
efni í útpældum pistli um söguþráð-
aruppbyggingu í kvikmyndum í dag.
M.a. er Baltasar Kor-
máki hrósað fyrir að
laga upprunalegu
myndina, Reykja-
vík-Rotterdam,
svo hag-
anlega að
Holly-
wood-
stílnum.
Contraband til umtals
í The Guardian
Á laugardag Austan- og suðaustan 5-15 m/s, hvassast syðst. Víða
léttskýjað á norðanverðu landinu. Þykknar upp sunnantil og rign-
ing þar um kvöldið. Hiti 6-13 stig, hlýjast norðan- og vestanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 3-13 m/s. Skýjað sunnan- og
vestanlands og dálítil væta í fyrstu. Léttir heldur til á Norður- og
Austurlandi. Hlýnandi veður, hiti 6 til 12 stig.
VEÐUR
Íslenska landsliðið í hand-
knattleik kvenna vann
Sviss, 26:19, í afar þýðing-
armiklum leik í undan-
keppni EM. Liðið spilaði frá-
bæran varnarleik sem lagði
grunninn að sigrinum.
Ágúst Þór Jóhannsson,
þjálfari liðsins, sagði að
það gæti nú náð mark-
miði sínu, sem er að
komast á lokamótið í
Hollandi, en þyrfti um leið
að halda sér á jörðinni. » 2
Geta nú náð
markmiðinu
Arnór Atlason, landsliðsmaður í
handknattleik og fyrirliði danska
meistaraliðsins AG Köbenhavn, hef-
ur verið undir læknishendi hér á
landi undanfarna daga en hann hef-
ur átt í afar þrálátum meiðslum í
aftanverðu læri um nokkurra mán-
aða skeið. »1
Arnór kom heim til að fá
bót meina sinna
Ríkjandi Íslandsmeistarar í Skauta-
félagi Akureyrar eru á góðri leið með
að verja Íslandsmeistaratitil sinn í ís-
hokkíi kvenna eftir 5:1-sigur á Birn-
inum í Egilshöll í gærkvöldi. SA vann
einnig fyrsta leikinn á Akureyri og er
því 2:0 yfir í úrslitarimmunni, en
vinna þarf þrjá leiki til að vinna tit-
ilinn. Næsti leikur verður á heimavelli
SA fyrir norðan. »3
SA einum sigri frá
því að verja titilinn
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
Sundhöll Reykjavíkur fagnar 75 ára
afmæli sínu í dag. Saga laugarinnar
er um margt merkileg en hún er
fyrsta yfirbyggða sundlaug landsins,
reist árið 1937. Sundhöllin er hug-
arsmíð Guðjóns Samúelssonar, þá-
verandi húsameistara ríkisins. Haf-
liði Halldórsson stendur forstöðu-
mannsvaktina í Sundhöllinni um
þessar mundir, í fjarveru Gísla Jóns-
sonar. Alla jafna gegnir Hafliði for-
stöðumannshlutverki í Vesturbæj-
arlaug, en hún fagnaði fimmtugs-
afmæli síðasta haust. Hafliði er því
vanur stórafmælisstemningu í elstu
laugum Reykjavíkur.
Hafliði segir sundhöllina sívinsæla
meðal borgarbúa. Hún stendur einn-
ig framarlega á ýmsum sviðum, þótt
ekki sé hún stærst lauganna á höf-
uðborgarsvæðinu. „Til að mynda er
klór ekki bætt hér sérstaklega út í
vatnið, heldur höfum við vél sem skil-
ur að natríum og klóríð – þannig er
klórinn beinlínis búinn til í vatninu
sjálfu. Reksturinn á lauginni er því
mjög umhverfisvænn, og hún er ein
af örfáum laugum á landinu sem búa
að þessum búnaði,“ segir Hafliði.
Allt til alls
Byggingin hefur tekið þó nokkrum
breytingum í gegnum árin, til að
mynda var sú útiaðstaða sem nú
stendur gestum til boða ekki hluti af
upphaflegu byggingunni. Þannig var
heitum pottum og gufubaði utandyra
bætt við nokkrum áratugum eftir
opnun laugarinnar. Í dag eru
pottarnir áningarstaður
flestra sundlaugargesta auk
stökkbrettanna tveggja. Þeir
allra hraustustu bregða sér svo
í líkamsræktartækin á bakk-
anum. Einnig hefur verið
bætt við sólbaðsaðstöðu
utandyra sem er vel nýtt
á sumrin. Síðast en ekki
síst er boðið upp á sundleikfimi á
hverjum morgni milli átta og hálfníu.
Laugin gegnir ekki einungis hefð-
bundnu hlutverki, heldur hefur hún á
síðari árum verið nýtt sem tónleika-
og kvikmyndahús. Þar eru auk þess
reglulega haldnir viðburðir á vegum
ÍTR, þar á meðal í tengslum við starf
félagsmiðstöðvanna. Einu sinni í
viku er svo köfunarkennsla í laug-
inni.
En hvernig verður svo haldið upp
á afmælið? „Við verðum með kökur
og kaffi fyrir gesti og gangandi í af-
greiðslunni, og svo heldur Eva Ein-
arsdóttir, formaður íþrótta- og tóm-
stundaráðs, ræðu kl. 12:30,“ segir
Hafliði. „Þetta verður huggulegt
kaffisamsæti, en laugin verður opin
samkvæmt venju.“
Syndandi gestir í 75 ár
Umhverfisvænn
rekstur á elstu
innilaug landsins
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Sundkappar Þau voru eldhress, skólasundskrakkarnir í Sundhöllinni í gær er ljósmyndara bar að garði.
Bjarni Valtýsson er sundlaug-
arvörður í höllinni og hefur starfað
sem slíkur í 11 ár. Hann segir nokk-
uð jafna aðsókn yfir daginn „Hér
er nokkuð mikið að gera. Fasta-
gestirnir eru hér á morgnana,
svo eru sundnámskeiðin yfir
daginn á virkum dögum. Í hádeg-
inu og eftir vinnu bætast
svo einhverjir gestir við,“
segir Bjarni. Hann nefn-
ir líka svokallaða Hún-
verja, sem eru mættir á slaginu
hálfsjö á hverjum morgni og hanga
á hurðarhúninum þar til opnað er.
Bjarni segir marga hætta sér á
þriggja metra brettið. „Maður sér
einn og einn skella svolítið illa í
lauginni, en þeir eru fljótir að jafna
sig.“ Hann segir almennt ekki
þurfa að skipta sér mikið af gest-
um, stundum þurfi aðeins að
hægja á æstustu krökkunum. „Það
er bara eins og krakkar eru.“
Húnverjarnir mættir hálfsjö
BJARNI VALTÝSSON HEFUR VERIÐ 11 ÁR Í STARFI SUNDVARÐAR
Bjarni Valtýsson