Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012
✝ Kristján HelgiGuðmundsson
fæddist í Mið-
görðum, Kolbeins-
staðahreppi 31.
mars 1919. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands, Selfossi 1.
mars 2012. For-
eldrar hans voru
Herdís Kristjáns-
dóttir, f. 27. maí
1881, d. 29. júní 1931, og Guð-
mundur Þórður Jónasson, f. 7.
apríl 1872, d. 29. ágúst 1941.
Hann var næstyngstur 8 systk-
ina, sem voru auk hans: Jör-
undur, Jónas, Sigríður, Guð-
mundur, Soffía, Friðjón og
Svanur, þau er öll látin. Fyrstu
æviár hans fluttist fjölskyldan á
milli bæja á Snæfellsnesi, en
þegar Kristján var 6 ára settist
hún að á Bílduhóli á Skógar-
strönd þar sem hann ólst upp.
Hann tók fljótt þátt í bústörfum
dóttir ábúendur á Minni-Núpi.
Árið 1955 tóku þau Kristján og
Margrét við búi af foreldrum
Margrétar. Sonur þeirra er
Ámundi Kristjánsson bifreiða-
stjóri til heimilis á Minni-Núpi,
f. 13. júní 1954. Kristján á einn-
ig dótturina Herdísi, f. 19.
mars 1958, kennara og nú
skrifstofumann í Hafnarfirði.
Hennar börn eru Snorri og
Erla, hún á fjögur barnabörn.
Móðir hennar er Guðbjörg
Ámundadóttir, Minni-Núpi.
Herdís ólst upp á heimilinu
ásamt eldri dóttur Guðbjargar,
Guðrúnu Ingólfsdóttur, f. 5.
september 1949, en móðir
þeirra dvaldi gjarnan tíma-
bundið utan heimilis vegna
vinnu sinnar. Börn Guðrúnar
eru Viðar og Guðbjörg Emma,
hún á fimm barnabörn.
Eftir að hafa dregið saman í
búrekstrinum árið 1974 hófu
þau Kristján og Margrét að
taka börn til sumardvalar og
stunduðu þann rekstur í 17
sumur. Einnig vistuðu þau fólk
á ýmsum aldri á veturna.
Útför Kristjáns verður gerð
frá Stóra-Núpskirkju í dag, 23.
mars 2012, og hefst athöfnin
kl. 14.30.
en síðar lá leiðin til
Reykjavíkur en þar
starfaði hann við
pípulagnir og
fleira. Kristján var
um tíma ráðs-
maður á Krossum í
Staðarsveit, en um
1950 hóf hann
störf við umönnun
þroskaheftra á
Kleppjárnsreykjum
í Borgarfirði og
síðar á Kópavogshæli.
Hinn 27. sept. 1951 kvæntist
hann Lúísu Else Emme Ágúste
Símanski, f. 23. mars 1924 í
Þýskalandi, en leiðir þeirra
skildu fljótt aftur. Sumarið
1953 réðst hann í vinnumensku
að Minni-Núpi, og hinn 19. nóv-
ember 1954 kvæntist hann Mar-
gréti Ámundadóttur, f. 15.
mars 1925, d. 22. nóvember
2007, sem þar var uppalin. For-
eldrar hennar voru Ámundi
Jónsson og Guðrún Sveins-
Nú kveð ég þig, elsku afi
minn. Mér finnst erfitt að missa
þig úr lífi mínu, en ég var hepp-
in að hafa þig svona lengi hjá
mér og fyrir það er ég þakklát.
Ég er rík af minningum um þig
úr sveitinni sem munu alltaf
verða til staðar. Það er skrítið
að hafa þig ekki lengur hjá okk-
ur og ég veit að ég þarf lengri
tíma til að átta mig á því að þú
sért farinn. En ég veit að þú ert
á góðum stað núna umvafinn
fólkinu þínu og öllum dýrunum
þínum, ég bið að heilsa honum
Koli okkar.
Ég á dýrmæta reynslu frá
því er ég kvaddi þig í síðasta
skiptið en það var faðmlagið frá
þér, sem þú sjálfur rétt náðir
að biðja um. Það iljar mér um
hjartarætur og hjálpar mér að
komast í gegnum sorgina.
Litlu langafastrákarnir þínir
dáðu þig og hafa alltaf gert.
Það er mikill söknuður á heim-
ilinu og þá sérstaklega hjá
nafna þínum, því eins og hann
orðar það sjálfur þá saknar
hann svo uppáhalds „teflarans“
síns. Hann segist tefla refskák
fyrir þína hönd því þú sért
komin upp til himna.
Við Ingi pössum upp á litlu
kallana þína og refskákin verð-
ur vonandi tefld sem oftast í
framtíðinni, enda ætlar nafni
þinn að verða eins góður í henni
og langafi.
Minning þín lifir með okkur
um ókomna tíð og ég veit að þú
vakir yfir okkur og passar.
Er faðir barna og blóma
gaf blómi hverju nafn
þau gengu glöð í burtu
á Guðs síns mikla safn.
Til baka kom ein bláeyg,
svo blíð og yndisleg,
og sagði: „Guð ég gleymdi,
ó, Guð, hvað heiti ég?“
Þá brosti faðir blóma
sem barn í morgunþey
og sól í sumarljóma
og sagði – „Gleym mér ei.“
(Höf. ókunnur.)
Ég elska þig, afi minn.
Erla Arnardóttir.
Elsku afi minn, takk fyrir
samveruna og allar minning-
arnar. Ég er þakklátur fyrri all-
an þann tíma sem ég fékk með
þér, sérstaklega á sumrin í
sveitinni þegar ég var yngri, sú
minning mun alltaf verða til
staðar. Ég er svo þakklátur fyr-
ir að Ívar og Emilía fengu að
kynnast þér og veit að það
gladdi þig mikið að fá að um-
gangast litlu langafabörnin síð-
ustu árin. Við Erla munum sjá
til þess að minning þeirra um
þig lifi.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Ég elska þig, afi minn.
Snorri Arnarson.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.
Mig styrk í stríði nauða,
æ styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi’ í mínu hjarta.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
(Páll Jónsson.)
Þín langafabörn,
Kristján Hrafn og
Arnar Þór, Ívar
Örn og Emilía Ósk.
Kynni okkar Kristjáns hófust
er ég ungur hóf störf hjá föður
mínum á rakarastofu á Selfossi
upp úr vorinu 1982. Þetta mun
hafa verið árið 1984 þegar sá
hárprúði en vandláti maður
Kristján Helgi Guðmundsson
settist fyrst í stólinn hjá mér,
en eins og kunnugt er eru
margir ákaflega íhaldssamir er
kemur að þjónustu þessarar
gerðar. Kristján lagði traust
sitt á mig og sagði þennan unga
mann geta klárað sig af þessu.
Ég var stoltur af því trausti
sem hann sýndi mér og þegar
árin liðu varð það traust að vin-
áttu og órjúfanlegu sambandi
okkar í millum. Kristján á
Minna-Núpi var dulur maður
en eins og alkunna er þá eiga
rakarar það til að rekja úr
mönnum garnirnar um þeirra
persónulegu hagi. Kristján
markaði línuna og nær honum
kæmist ég ekki en hann hafði
þegar hleypt mér. Þetta bráð-
um 30 ára samband og vinátta
styrktist með árunum og vinur
hans til áratuga hann Jobbi
fylgdi með í kaupunum, hann er
og hefur verið okkur ákaflega
tryggur.
Það var athöfn þegar fjöl-
skyldan á Minna-Núpi kom í
kaupstaðinn, Kristján, Jobbi,
Magga kona Kristjáns og tví-
burasystir hennar Bagga. Þær
systur skruppu út í bæ á meðan
Jobbi og Kristján fengu snyrt-
inguna og spjallað var um alla
heima og geima. Um tíma
stjórnaði ég viðtalsþáttum í út-
varpi Suðurlands þar sem ég
fékk til viðtals Sunnlendinga,
eina 150 á löngum tíma, Krist-
ján átti að verða einn þeirra en
vinurinn gaf sig ekki þrátt fyrir
sterkar tilraunir og ég skyldi
virða það og umræðan fór yfir í
annað.
Síðustu árin eftir að Kristján
missti konuna fór hann í hvíld-
arinnlögn til Reykjavíkur um
tíma og þá var ekki við annað
komið en að keyra austur á Sel-
foss í klippinguna, fyrir þessa
miklu tryggð er ég þakklátur.
Kristján flíkaði ekki skoðunum
en smátt og smátt skildist mér
að við vorum í raun sammála
um flesta hluti, pólitík sem ann-
að en það tók þennan tíma að
ná því fram. Þetta mikla snyrti-
menni hann Kristján kom síðast
í klippingu tveimur vikum fyrir
andlátið og get ég því sáttur í
hjarta glaðst yfir að hárið var í
lagi við burtförina og það sem
meira er og vert er að nefna að
Kristján ásamt öðrum sem ég
man eftir af okkar viðskipta-
mönnum þurfti þynningu ofan á
kollinum kominn á tíræðisald-
urinn, það er magnað.
Ég þakka Kristjáni tryggð-
ina og vináttuna, hann var minn
tryggasti af mörgum tryggum
nánast allan minn starfsaldur.
Ég votta aðstandendum samúð
mína.
Kjartan Björnsson rakari.
Látinn er í hárri elli alnafni
minn á Minna-Núpi í Hreppum.
Í byrjun þorra áttum við
mjög notalega síðdegisstund á
hlýlegu heimili Kristjáns ásamt
stærstum hluta kjarnafjöl-
skyldu hans. Þar var ró og þar
var friður.
Í upphafi starfsdaga minna
er ég stýrði Félagsmálastofnun
Kópavogs, hófum við nafnar
farsælt samstarf og má segja
að áhrifa þess gæti enn, því á
fyrrnefndri samverustund sat
við veisluborðið eldri maður úr
mínu sveitarfélagi sem þar
hafði notið um langa tíð um-
hyggju og velvilja. Það sýndi
svipurinn. Kristján tók til dval-
ar börn, ungmenni og fullorðið
fólk úr Kópavogi, ásamt ágætri
konu sinni Margréti. Þau hjón
veittu strax þessum einstak-
lingum festu, hlýju og virðingu,
sem ég vil nú þakka af alhug og
hvað þau með hógværð sinni
bættu líf þessa fólks og juku
trú þess á framtíðina. Að auki
bjuggu þau Margrét þarna
myndarbúi ásamt heimilisfólki
sínu. Mannleg samskipti eru oft
flókin og torveld úrlausnarefni.
Sumum reynist undravel að
leysa úr þeim með miklum
sóma, aðrir eiga í stöðugu basli,
svo ekki sé meira sagt. Hús-
bóndinn á Minna-Núpi hafði
ótrúlega hæfileika á þessu sviði.
Þau hjón voru ein af þessum
traustu hornsteinum samfélags-
ins. Lagboð Kristjáns trúi ég að
hafi einkum verið rósemi og
hægt fas og ótrúlega næmur
skilningur á högum og líðan
fólks. Fyrir allt þetta hjálpar-
starf sem unnið var af trú-
mennsku og hógværð vil ég nú
þakka.
Ástvinum hans öllum votta
ég dýpstu samúð.
Drottinn gef þú dánum ró og
hinum líkn er lifa.
Kristján H. Guðmundsson.
Heiðursmaður og góður vin-
ur er fallinn frá, Kristján á
Minna-Núpi. Við minnumst
hans með virðingu og þakklæti.
Þakklæti fyrir mikla og einlæga
umhyggju fyrir hestunum okk-
ar sem voru í hagagöngu um
árabil á Minna-Núpi og ekki
síður fyrir vináttu í okkar garð
og einlægan áhuga á velferð
okkar og fjölskyldunnar okkar.
Móttökur heimilisfólksins alls á
Minna-Núpi voru alltaf eins og
höfðingja bæri að garði. Opinn
faðmur, mikil gestrisni og
hlýja. Fullvissan um að Krist-
ján fylgdist hvern dag með
hestunum okkar og taldi þá
reglulega veitti okkur mikið ör-
yggi um velferð þeirra og góða
fóðrun hvort sem var að sumri
eða að hausti, á þeim árum sem
við áttum skjól fyrir þá þar. Við
sendum heimilisfólkinu á
Minna-Núpi og öðrum aðstand-
endum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Guðrún og Andreas
Bergmann.
Kristján Helgi
Guðmundsson
HINSTA KVEÐJA
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíl í friði, elsku Krist-
ján.
Guðbjörg Ámundadóttir
og Guðrún Ingólfsdóttir
(Bagga og Gunna).
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
✝
Kær bróðir okkar og frændi,
HAUKUR INGVARSSON
frá Hvítárbakka,
sem lést laugardaginn 17. mars, verður
jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn
24. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðrún Steinunn Hárlaugsdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir vinsemd og hlýhug
vegna andláts og jarðarfarar bróður míns,
LÁRUSAR MAGNÚSSONAR
frá Tjaldanesi,
sem andaðist föstudaginn 9. mars.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á
Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Magnúsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LOVÍSA R. JÓHANNESDÓTTIR,
Skeljagranda 5,
lést á heimili sínu í faðmi ástvina sinna
þriðjudaginn 20. mars.
Hulda Guðmundsdóttir,
Þórunn Guðmundsdóttir, Michael Benson,
Einar Guðmundsson, Sævör Þorvarðardóttir,
Jón Lárus Guðmundsson, Guðlaug Rögnvaldsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson, Ása Hrönn Sæmundsdóttir,
Sindri Guðmundsson, Íris Guðmundsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
STEINGRÍMUR EINAR ARASON
bókbindari,
Framnesvegi 13,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 13. mars, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. mars og hefst
athöfnin kl. 13.00.
Hjörtný Árnadóttir,
Jónína Árndís Steingrímsdóttir, Þorsteinn Helgason,
Sigmar Arnar Steingrímsson, Ásta Benediktsdóttir,
Bryndís, Unnur Arna og Steinunn Helga Þorsteinsdætur,
Arndís Auður, Gunnbjört Þóra og Hjörtur Steinn
Sigmarsbörn.
✝
Okkar ástkæri
PÉTUR BENEDIKTSSON,
Kópavogsbraut 1b,
Kópavogi,
lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn
13. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þuríður Þorsteinsdóttir,
Ólafur Benediktsson,
Jón Pétur Jónsson
og fjölskyldur.
✝
Maðurinn minn, tengdafaðir, afi og langafi,
OTTÓ ARÍUS SNÆBJÖRNSSON,
Brekkugötu 36,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þriðju-
daginn 13. mars.
Þakkir fyrir góða umönnun á Kristnesi og
Reynihlíð.
Útför fer fram í kyrrþey.
Sólveig Elvína Sigurðardóttir,
Margrét Valborg Jónsdóttir,
Sólveig Dóra Magnúsdóttir, Bogi Pálsson,
Ottó Berg Magnússon, Ingibjörg Magnúsdóttir,
María Jóna Magnúsdóttir
og barnabarnabörn.