Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012
Go Out
Breiðhyltingarnir Pétur Eggerz Pétursson bassaleikari
og rappari, Þóra María Rögnvaldsdóttir söngkona, Vil-
helm Pétursson hljómborðsleikari, Brynjar Arnarsson
gítarleikari og söngvari, Heiðar Ingi Árnason gítarleik-
ari og bakraddasöngvari og Einar Óli Valsson trommu-
leikari skipa Go Out. Öll eru þau sautján ára nema Heið-
ar sem er orðinn átján.
BenJee
Reykvíkingarnir Benjamín Hrafn Böðvarsson gítarleik-
ari og söngvari, Samúel Örn Böðvarsson bassaleikari,
Hjalti Þór Kristjánsson trommuleikari og Magni Freyr
gítarleikari kalla sig BenJee. Þeir eru á aldrinum 19 til
25 ára.
Free From the Shadows
Reykvísku rokksveitina Free From the Shadows skipa
Victor Alexander Guðjónsson söngvari, Friðrik Önfjörð
Hilmarsson trommuleikari, Sólon Birkir Sveinsson
bassaleikari og Sigurður Sverrisson gítarleikari og
söngvari. Meðalaldur sveitarmanna er sextán ár.
leikur á tónlistarhátíð i Hollandi og
hljómsveitirnar í 1. til 3. sæti gjafa-
bréf frá 12 Tónum, þátttöku í Hljóð-
verssmiðju Kraums, námskeið hjá
Gogoyoko og ýmis fleiri verðlaun.
Áheyrendur úrslitakvöldið velja
Hljómsveit fólksins sem fær upp-
tökutæki frá Tónastöðinni og plötu-
úttekt frá Smekkleysu plötubúð.
Að auki fær efnilegasti gítarleik-
arinn, efnilegasti bassaleikari, efni-
legasti hljómborðsleikari og efnileg-
asti trommuleikari úttekt frá
Tónastöðinni og sömuleiðis efnileg-
asti rafheili eða forritari. Efnilegasti
söngvari eða rappari fær Shure-
hljóðnema frá Hljóðfærahúsinu.
Einnig veitir Forlagið viðurkenn-
ingu fyrir textagerð á íslensku.
Í undanúrslitum velur salur eina
hljómsveit en sérstök dómnefnd
aðra. Dómnefndin er skipuð ofanrit-
uðum og þeim Arnari Eggert Thor-
oddsen, Ásu Dýradóttur, Hildi Guð-
nýju Þórhallsdóttur, Kristjáni
Kristjánssyni, Dönu Rún Há-
konardóttur og Ragnheiði Eiríks-
dóttur.
Darkened
Rokkfélagarnir Eyþór Úlfar Þórisson gítarleikari, Bjarni
Friðrik Garðarsson söngvari, Sindri Snær Alfreðsson
bassaleikari, Kristófer Berg Sturluson Paraiso trommu-
leikari og Arnar Bjarki Jónsson gítarleikari skipa hljóm-
sveitina Darkened. Þeir eru úr Kópavogi, 17 til 22 ára og
segjast undir áfrifum frá Guns’N Roses, Avenged Seven-
fold, Metallica, Iron Maiden og fleiri gæðarokksveitum.
Kristín Hrönn
Kristín Hrönn Jónsdóttir, kassagítarleikari og söngvari,
smalaði saman í hljómsveit til að taka þátt í Músíktil-
raunum, sveitina skipa auk hennar Jón Oddur Sigur-
vinsson gítarleikari, Atli Snær Ásmundsson bassaleikari
og Arnór Sigurðarson trommuleikari. Kristín Hrönn er
tvítug en aðstoðarmenn henar á aldrinum 19 til 21 árs.
Kristín segir tónlistina mjög fjölbreytta.
Icarus
Félagarnir í Icarus eru á aldrinum átján til nítján ára,
hafa þekkst í þrjú ár og spilað saman í nokkra mánuði.
Þeir eru úr Fossvoginum og Garðabæ og heita Gunnar
Ágúst Thoroddsen gítarleikari, Elías Andri Andrason
bassaleikari og Atli Steinn Benediktsson trommuleikari.
Þoka
Þoka úr Reykjavík
er glæný sveit með
óvenjulega hljóð-
færaskipan. Reynir
Hauksson leikur á
gítar Heimir Klem-
enzson á hljómborð
og Agnes Björgvins-
dóttir syngur. Þau
eru öll ríflega tvítug
og flytja bæði ljúfa
og ómstríða tóna.
Á milli svefns og vöku
Tríóið Á milli svefns og vöku er
skipað þeim Svavari Elliða
Svavarssyni píanóleikara, Ingv-
ari Agli Vignissyni trommu- og
bassaleikara og Atla Val Ara-
syni gítarleikara. Þeir eru úr
Reykjavík og Mosfellsbæ og á
aldrinum 20-23 ára.
Nuke Dukem
Kjarni Nuke Dukem er tvíeykið
Brynjólfur Gauti Jónsson og
Rúnar Nielsen sem véla um raf-
heila og tölvudót og smíða
blöndu af elektró og kvik-
myndatónlist frá níunda ára-
tuginum. Þeir hafa sér til að-
stoðar trommuleikarann Jón
Gísla Egilsson og söngvarana
Stefán Jóhann Sigurðsson,
Hallfríði Þóru Tryggvadóttur
og Salóme Ósk Jónsdóttur. Þau
eru úr Kópavogi og á aldrinum
19 til 25 ára.
Lífið er litríkt
Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
60 ára reynsla á Íslandi
Við prentumnafnspjöldin
og bæklinginn þinn
Síðumúli 4, 108 Reykjavík | samskipti.is
Nafnspjöld&
bæklingar