Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 32
32 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012
Valgerður Sverrisdóttir, bóndi á Lómatjörn í Grýtubakka-hverfi og fyrrverandi alþingismaður, er 62 ára í dag. Húnætlar að halda daginn hátíðlegan með fjölskyldunni. „Auð-
vitað gerir maður sér dagamun. Eiginmaðurinn, yngsta dóttir mín
og kærasti hennar ætla að elda fyrir mig ljúffengan kvöldverð.
Það eitt og sér að sleppa við að standa yfir pottunum er nóg
ástæða til að hlakka til,“ segir Valgerður.
Hún er fædd og uppalin á Lómatjörn í Grýtubakkahverfi og hef-
ur alltaf búið þar, þrátt fyrir setu á Alþingi í Reykjavík. Valgerður
hætti þingstörfum árið 2009 en hefur ennþá nóg á sinni könnu.
„Ásamt því að vera með búskap er ég formaður samstarfsráðs um
þróunarsamvinnu sem er á vegum utanríkisráðuneytis. Ég er líka
formaður félags eldri borgara í sveitarfélaginu mínu, þótt mörgum
finnist það fyndið.“ Þá vinnur hún að svokölluðu Garðarshólma-
verkefni á Húsavík sem felst í því að byggja þekkingar- og menn-
ingarsetur á sjálfbærri þróun.
Valgerður segir fyrst og fremst mikilvægt að njóta sam-
verustunda með fjölskyldunni og vera dugleg að gera eitthvað
ánægjulegt. „Ég varð amma fyrir stuttu og á von á öðru barna-
barni fljótlega. Ég nýt mín til að mynda vel í því skemmtilega hlut-
verki.“
Valgerður Sverrisdóttir er 62 ára í dag
Morgunblaðið/Golli
Með fjölskyldunni Valgerður Sverrisdóttir fagnar afmælinu á
Lómatjörn. Þar mun hún njóta dagsins með fjölskyldunni.
Fjölskyldan eldar
matinn í sveitinni
V
algeir fæddist í Fremri-
Hlíð í Vopnafjarð-
arhreppi í Vopnafirði og
ólst þar upp í foreldra-
húsum við öll almenn
sveitastörf þess tíma en foreldrar
hans voru með kýr til heimilisnota en
annars sauðfé.
Valgeir naut barnaskólamennt-
unar við farskóla sveitarinnar sem
oft var haldinn í Ytri-Hlíð sem var
næsti bær við heimili hans.
Valgeir stundaði síðar nám við
Héraðsskólann á Laugum í Suður-
Þingeyjarsýslu og lærði síðan bók-
band við Iðnskólann á Akureyri.
Fimmtán ár hjá Pósti og síma
Valgeir stundaði bústörf á búi for-
eldra sinnar fram til 1952. Hann hóf
þá störf hjá Pósti og síma á Vopna-
firði og starfaði þar á árunum 1952-
57 auk þess sem hann vann nokkuð
við bókband fyrir ýmsa aðila.
Hann flutti til Reykjavíkur 1957
þar sem hann sinnti afgreiðslu á
böggladeild Póstshússins á árunum
Valgeir Sigurðsson 85 ára
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Bókamaður Valgeir og Sigríður fyrir framan bókaskápinn í stofunni. Í íbúðinni eru fleiri veggir þaktir bókum.
Spjallað um heima og geima
Blaðamaðurinn Valgeir var blaðamaður á Tímanum um skeið. Hér er hann
á tali við Hrólf heitinn Ingólfsson sem þá var bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
80 ára Óli er fæddur í Húsavík í Kirkjubólshreppi í Stranda-
sýslu, og ólst þar upp. Hann vann að mestu almenn landbún-
aðarstörf fram til 1957. Þá flutti hann til Reykjavíkur, hóf nám í
rennismíði hjá Agli Vilhjálmssyni hf, lauk sveinprófi og varð
síðar rennismíðameistari.
Eftir námið vann Óli á renniverkstæði Egils Vilhjálmssonar
hf til 1984 en þá keypti hann verkstæðið ásamt starfsfélögum
sínum. Verkstæðið fékk þá heitið Vélaverkstæðið Egill hf. og
var Óli formaður eignafélagsins allan tímann, í tuttugu ár. Þá
sat hann í stjórn Félags járniðnaðarmanna um árbil frá 1979.
Fjölskylda Óli kvæntist 28.12. 1963 Guðbjörgu Vilhjálms-
dóttur, f. 31.5. 1942, húsmóður.
Dætur Óla og Guðbjargar: Guðrún Heiður, f. 16.4. 1965, deildarstjóri en maður
hennar er Guðmundur Hallgrímsson verkfræðingur og eiga þau tvö börn; Ragnheið-
ur Kristín, f. 7.9. 1967, húsmóðir og á tvo syni; Stefanía Lilja, f. 7.9. 1967, deild-
arstjóri en maður hennar er Ingvi Ingólfsson, húsgagnameistari og eiga þau tvo
syni.
Systkini Óla Grímur Stefáns sem er látinn; Sigfríður, Agnar og Ragnheiður.
Foreldrar Óla Runólfur Sigurðsson, oddviti í Húsavík og k.h., Stefanía G. Gríms-
dóttir húsfreyja.
Óli S. Runólfsson
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur
hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar
verður einnig sagt frá öðrum merkum við-
burðum í lífi fólks, svo sem hjónaböndum,
barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af
nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum
fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn
mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta á net-
fangið islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Sími 568 1090 - www.bilson.is - bilson@bilson.is
Opnunartímar: Mánudagur til fimmtudags kl. 8-17, föstudagur kl. 8-16
GÆÐAVOTTAÐ
BÍLAVERKSTÆÐI
• Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði fyrir VW og Skoda.
• Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins
með úttekt frá BSI á Íslandi.
• Starfsleyfi til endurskoðunar frá Umferðarstofu.
• Forvarnarverðlaun VÍS 2010.
ÞJÓNUSTA SEM ÞÚ GETUR TREYST