Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012 Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður –– Meira fyrir lesendur : Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 26. mars. Meðal efnis: Viðburðir páskahelgarinnar. Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðrum gómsætum réttum ásamt páskaskreytingum, páska- eggjum, ferðalögum o.fl SÉRBLAÐ Páskablaðið Morgunblaðið gefur út sérblað 30. mars tileinkað páskahátíðinni Pásk ablað ið ið mælt fyrir um hvernig lögreglu bæri að haga rannsókn sinni væri mál til meðferðar hjá samkeppnis- yfirvöldum og ósvarað hvort lög- reglurannsókn mætti fara fram á sama tíma og rannsókn samkeppn- isyfirvalda eða hvort gert væri ráð fyrir að hún fylgdi í kjölfarið. Þá segir í Hæstaréttardómnum: „Verður að telja að þetta fyrirkomu- lag hafi ekki verið nógu skýrt um meðferð máls ef grunur vaknaði um að brotið hefði verið gegn lögunum, og var þar af leiðandi óskýrt hvernig með skyldi fara ef tilefni þætti til opinberrar rannsóknar jafnhliða meðferð samkeppnisyfirvalda og hvenær beita ætti refsiviðurlögum.“ Átti það meðal annars við um þá stöðu forstjóranna að taka þátt í við- ræðum og samningum við Sam- keppnisstofnun og veita henni upp- lýsingar, en fella á sama tíma á sig sök með því að málið var síðar tekið til refsimeð- ferðar. Héraðsdómur telur að það sama eigi við í málinu á hendur fyrirtækj- unum og bendir á, að í kjölfar um- rædds dóms Hæstaréttar 16. mars 2007 voru gerðar breytingar á sam- keppnislögum. Var meðal annars gerð sú breyting að refsiábyrgð fyr- irtækja var afnumin og þannig kom- ið í veg fyrir að fyrirtæki væru til rannsóknar á tveimur stöðum. „Átti því mál fyrirtækjanna einungis und- ir samkeppnisyfirvöld. Ef einstak- lingar voru undir lögreglurannsókn var það eftir kæru frá samkeppnisyfirvöldum og var óheimilt að nota gögn frá þeim í þeirri lögreglurannsókn. Segja má að með þessum breytingarlögum sé búið að girða fyrir að sama staða komi upp aftur og var í máli þessu,“ segir í dóminum. Þar sem héraðsdómur komst að þessari niðurstöðu bar að taka til greina kröfur olíufélaganna um að ís- lenska ríkið endurgreiði Keri hf., 495.000.000 króna, Skeljungi hf. 450.000.000 króna og Olíuverslun Ís- lands 560.000.000 króna. Áfrýjað til Hæstaréttar Í tilkynningu frá Samkeppniseft- irlitinu sem send var út í gær segir að ekki sé hægt að fallast á niður- stöðu héraðsdóms. Olíufélögin hafi öll í raun og veru komið að umfangs- miklum andmælum, bæði skriflega og munnlega, fyrir samkeppnisráði og áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Þá hafi ekki verið bent á hver þau sjónarmið voru sem félögin vildu koma að í málinu til viðbótar en gátu ekki vegna. Auk þess séu aðstæður gjörólíkar í málinu á hendur for- stjórunum. Af þessum sökum, og fleirum, verður dóminum áfrýjað til Hæstaréttar. Gísli Baldur Garðarsson, stjórnar- formaður Olís, sagði félagið ánægt með niðurstöðu dómsins en vildi að öðru leyti ekki tjá sig. Ríkið greiði olíufélögunum 1,5 milljarða króna til baka  Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun um sektir vegna samráðs úr gildi Morgunblaðið/Kristinn Uppkvaðning Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Samkeppniseftirlitsins, og Eyvindur Sólnes, lögmaður Olíuverslunar Íslands hf., í héraðsdómi í gær. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í október 2004 að olíufélögin þrjú hefðu gerst sek um verðsamráð á árunum 1993 til 2001. Félögin kærðu nið- urstöðuna til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem lækkaði sektirnar og dæmdi olíufélögin til að greiða samtals 1.505 millj- ónir í sekt. Haustið 2005 var málið höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í dóminum er tekið fram að Ís- lenska ríkið þurfi ekki að greiða vexti af upphæðinni og að olíufé- lögin þurfi að sjálf að greiða málskostnað, vegna ólögmæta sam- ráðsins, sem var óumdeilt í mál- inu. Tók sinn tíma SEKTIR LAGÐAR Á 2004 BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Gallað regluverk varð til þess að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi ákvörðun áfrýjunar- nefndar samkeppnismála sem stað- festi að olíufélögunum ESSO, Olís og Shell bæri að greiða sekt til ríkis- sjóðs vegna ólögmæts samráðs á tímabilinu 1. mars 1993 til ársloka 2001. Íslenska ríkinu er með dómn- um gert að greiða olíufélögunum til baka sektargreiðslurnar, alls um 1,5 milljarða króna. Með dómi sínum féllst Héraðs- dómur Reykjavíkur á aðalkröfu olíu- félaganna sem töldu slíkan ann- marka á málsmeðferðinni að ógilda bæri ákvörðunina. Í niðurstöðu dómsins er á það bent, að á seinni stigum frumathugunar samkeppnis- yfirvalda hafi málið einnig verið til rannsóknar hjá lögreglu. „Þar sem um íþyngjandi ákvörðun var að ræða fyrir stefnendur, og ákvörðun sem varðaði verulega fjárhagslega hags- muni, áttu stefnendur ótvíræðan rétt á að geta gætt hagsmuna sinna án þess að eiga það á hættu að upplýs- ingar þær er þeir veittu myndu rata á borð lögregluyfirvalda og vera not- aðar gegn þeim þar. Við þessar að- stæður var andmælaréttur stefn- enda lítils virði.“ Vísað í mál gegn forstjórum Í niðurstöðunni er vísað til dóms Hæstaréttar sem verjendur olíufé- laganna notuðu kröfu sinni til stuðn- ings. Um er að ræða dóm í máli ákæruvaldsins gegn forstjórum olíu- félaganna vegna sama máls. Því var vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar er á það bent að engin fyrirmæli hafi verið um það í lögum hvernig skilja bæri á milli heimilda lögreglu til rannsóknar samkvæmt þeim og rannsóknar samkeppnisyfirvalda. Ekki hafi ver- - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is „Nú er byrjað að moka. Það var reyndar gert í síðustu viku, við fengum því flýtt um eina viku. Svo er búið að moka aftur í þessari viku. Svo bara vona ég að það verði mokstur eftir G-reglunni tvisvar í viku eins og þarf,“ segir Oddný S. Þórðardóttir, oddviti Árneshrepps. Íbúar í hreppnum hafa krafist þess að fá aukna þjónustu frá Vega- gerðinni yfir vetrartímann en eins og er býr sveitarfélagið við svokall- aða G-reglu um snjómokstur. Sam- kvæmt henni er engin regluleg þjónusta frá 1. nóvember til 20. mars. Á þriðjudag hófst vortímabil og þá má Vegagerðin moka tvisvar í viku þegar snjólétt er. „Ef það gerði einhvern rosasnjó núna gætum við ekki treyst því af því að það er alltaf sá fyrirvari að það sé mokað ef það er ekki of mik- ill snjór,“ segir Oddný. Hún bendir á að mikilvægt sé að halda veginum opnum því nú sé hafin grásleppuvertíð. Yfirleitt hafi aðeins hrognin verið hirt en fiskn- um sjálfum hent en nú sé hins vegar skylda að hirða fiskinn líka. Þar sem ekki sé þriggja fasa rafmagn í Árneshreppi sé ekki hægt að vera með frystibúnað þar og því þurfi að aka grásleppunni burt á markað. „Þá náttúrlega verður bara að halda veginum opnum. Það er spáð hlýnandi veðri svo vonandi er þetta í þá áttina,“ segir hún. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Ruðningur Frá snjómokstri á vegi í Árneshreppi. Íbúar fagna vorinu. Búið að moka í Ár- neshreppi  Mikilvægt fyrir grásleppuvertíðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.