Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 21
AFP
Eftir áhlaupið Sérsveitarmenn
frönsku lögreglunnar hverfa af vett-
vangi eftir að hafa fellt raðmorðingj-
ann Mohamed Merah í Toulouse.
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012
Yfirvöld í bandaríska landhernum
rannsaka nú hvort sálfræðingar
hafi ýtt til hliðar greiningu á áfalla-
streitu hermanna til að spara fé.
Áhyggjur af sálrænu álagi her-
manna hafa vaknað eftir að liðþjálf-
inn Robert Bales myrti 16 óbreytta
borgara í Afganistan.
Ráðist var í rannsóknina eftir að í
ljós kom að sálfræðingar við her-
stöðina Lewis-McCord í Wash-
ington-ríki hefðu breytt mati um
40% hermanna, sem greindir höfðu
verið með áfallastreitu. Bales var í
þeirri herstöð, en ekki er vitað
hvort hann var í þessum hópi.
BANDARÍKIN
AP
Áfallastreita? Robert Bales liðþjálfi
myrti 16 óbreytta borgara í Afganistan.
Rannsaka hvort
mati á áfallastreitu
hafi verið breytt
Kínversk stjórnvöld hafa skyldað
lögmenn til þess að lýsa yfir holl-
ustu við kommúnistaflokkinn í
nýrri tilskipun. Mannréttinda-
lögfræðingar í Kína eru æfir og
segja tilskipunina ganga í berhögg
við reglur réttarríkisins.
Lögmenn, sem sækja um að fá
réttindi í fyrsta sinn eða endurnýja
þau, þurfa að lofa hollustu við flokk
og sósíalisma, að því er segir í til-
kynningu á heimasíðu kínverska
dómsmálaráðuneytisins.
Sumir lögmenn hafa gagnrýnt
tilskipunina, en aðrir vilja ekkert
segja af ótta við að vera refsað.
KÍNA
Lögmenn lýsi yfir
hollustu við flokkinn
Að minnsta kosti
32 þúsund hús
skemmdust í
jarðskjálftanum í
suðurhluta
Mexíkó á þriðju-
dag. Aðeins 13
manns slösuðust
í skjálftanum,
sem mældist 7,4
stig á Richter.
Mest var eyði-
leggingin í Guerrero-ríki þar sem
skjálftinn átti upptök sín. Þar
skemmdust 30 þúsund hús. 40 eftir-
skjálftar fylgdu skjálftanum.
MEXÍKÓ
Tjón á 32.000 hús-
um í jarðskjálfta
Maður stendur við
brak úr kirkju.
Úrval fríuppskrifta
er á vef okkar
istex.is
Hlý og falleg
í skólann
Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is
Fastus til framtíðar
Bjóðum öflugar og endingargóðar
vélar frá Electrolux og Primus.
Hafðu samband við söluráðgjafa
okkar og við aðstoðum þig við að
finna hagkvæmustu lausnina.
ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR,
STRAU- OG BROTVÉLAR
Nicolas Sarkozy, forseti Frakk-
lands, hét því eftir að raðmorðing-
inn Mohamed Merah var felldur í
gær að láta til skarar skríða gegn
öfgasinnum. Hann sagði í sjón-
varpsávarpi að hann vildi að koma
lögum yfir þá, sem reglulega fara
inn á vefsíður herskárra múslíma
eða til útlanda í þjálfun. Hann
kvaðst einnig ætla að biðja yfir-
völd að rannsaka útbreiðslu öfga-
hyggju í frönskum fangelsum.
Marine Le-Pen forsetaframbjóð-
andi, sem hefur beint spjótum sín-
um að múslímskum innflytjendum
í kosningabaráttunni, beið ekki
boðanna að saka stjórnvöld um
linkind gagnvart grundvallar-
hættu.
Talsmaður Francois Hollande,
forsetaframbjóðanda sósíalista,
sagði að eftirlitskerfið í Frakklandi
hefði brugðist, en bætti við að að-
gerðirnar, sem Sarkozy hefði boð-
að, myndu ekki
leysa vandamál
samfélagsins.
Francois
Heisbourg, sér-
fræðingur um
öryggismál,
sagði að spyrja
yrði hví Merah
og bróðir hans
hefðu ekki verið
undir eftirliti þar sem yfirvöldum
hefði verið kunnugt um þá.
„Það er fullkomlega mannlegt
að skjátlast. Í mínum huga var
ljóst að ónæmi okkar fyrir árásum
myndi ekki endast til eilífðar,“
sagði Heisbourg og rifjaði upp að
síðast hefði hryðjuverk verið fram-
ið í Frakklandi 1996. „Það hlaut að
koma að því að hryðjuverkamaður
slyppi í gegnum netið, en auðvitað
afsakar það ekki mögulegan dóm-
greindarbrest.“
Sarkozy boðar hertar aðgerðir
GAGNRÝNENDUR SEGJA EFTIRLIT HAFA BRUGÐIST
Sarkozy ávarpar
Frakka í gær.
Ástralskur út-
lagi, sem í sjö ár
hafði snúið á lög-
regluna, náðist
loks í gær þar
sem hann hafði
komið sér fyrir í
afskekktum kofa.
Malcolm Nad-
en hafði verið á
flótta frá því
hann hvarf af heimili afa síns og
ömmu árið 2005. Nokkrum dögum
síðar fannst Kristy Schole, 24 ára
tveggja barna móðir, látin í svefn-
herbergi hans. Hún hafði verið
kyrkt. Einnig var lýst eftir honum
fyrir að hafa nauðgað 15 ára
stúlku og vegna hvarfs 24 ára
gamallar frænku hans.
Bitinn af lögregluhundum
Naden var handtekinn skömmu
eftir miðnætti á einkajörð á strjál-
býlu svæði í Nýju Suður-Wales
eftir að lögregla hafði fengið
ábendingu. Engum skotum var
hleypt af þegar hann var handtek-
inn. Naden var með bit eftir lög-
regluhunda á fótum eftir handtök-
una.
Naden vann við að flá og úr-
beina í sláturhúsi. Hann er sagður
meistari í að láta fyrirberast í
óbyggðum Ástralíu. Áður en hann
hvarf dvaldi hann bak við luktar
dyr og las biblíuna, alfræðiorða-
bækur og leiðarvísa um að lifa af í
óbyggðum.
Sagt er að hann hafi haft góða
þekkingu á landinu. Hann hafi bú-
ið sér skjól uppi á hæðum og hól-
um til að hafa sem besta yfirsýn,
lifað á náttúrunni og þess á milli
brotist inn í afskekkt heimili til að
stela vopnum og vistum.
Naden var dreginn fyrir dómara
í gær og ákærður fyrir morð,
nauðgun og tilraun til að myrða
lögregluþjón.
Útlagi
bak við
lás og slá
Malcolm Naden.
Faldi sig í óbyggð-
um Ástralíu í sjö ár