Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 11
Góðir vinir Hér eru þau saman Lína, Tommi og Anna. Axel Bjarkar Sigur-
jónsson leikur Tomma og Ásdís Mjöll Halldórsdóttir leikur Önnu.
„Ég hef leikið í helgileik í skól-
anum mínum og ég hef farið á leik-
og söngnámskeið þar sem ég hef
verið að leika í leikritum, en þetta
er fyrsta alvöruleikritið mitt,“ segir
Esther og bætir við að henni finnist
ekkert mál að læra og muna text-
ann. „Þegar maður fer með sama
textann aftur og aftur í nokkrar
vikur er maður ekkert lengi að læra
þetta. Við krakkarnir sem leikum
Línu, Tomma og Önnu vorum ekki
nema tvær vikur að ná textanum
okkar.“
Fór í áheyrnarprufu
En hvernig kom það til að hún
fékk hlutverkið? „Mamma sagði
mér frá áheyrnarprufunum fyrir
leikritið og þar sem mér hefur alltaf
þótt gaman í leiklist, þá ákvað ég að
prófa. Ég skellti mér í prufu og
gerði mitt besta. Reyndar var verið
að leita að eldri stelpu en mér í
hlutverk Línu og ég vonaðist því
bara eftir því að fá aukahlutverk.
En svo þótti ég passa svo vel í aðal-
hlutverið að ég fékk það og ég varð
alveg rosalega glöð. Það er ótrúlega
gaman að taka þátt í svona stórri
alvöruleiksýningu, en það getur
reyndar líka verið svolítið erfitt að
þurfa kannski að gera það sama aft-
ur og aftur, þá verður maður
þreyttur.“
Stress-spenna á frumsýningu
Esther segir að frumsýningar-
dagurinn hafi verið stór dagur og
mikil upplifun. „Þá var ég bæði
spennt og stressuð á sama tíma, þá
myndaðist svona stress-spenna, ég
get eiginlega ekki lýst þessari til-
finningu, hún var mjög sérstök. En
það var samt ótrúlega gaman.“ Est-
her segir hlutverkið ekki krefjast
þess að hún sé ofursterk eins og
Lína. „Ég þarf ekki að lyfta hesti,
því hesturinn okkar er búinn til úr
frauðplasti. En við Lína erum víst
dálítið líkar, þó að ég sé ekki rauð-
hærð eins og hún. Margir segja að
ég gæti alveg verið að leika sjálfa
mig. Til dæmis þegar ég segi í leik-
ritinu að það sé hættulegt að þegja
of lengi, það á mjög vel við okkur
báðar, eins og margt annað,“ segir
Esther og hlær.
Hún segist hafa þekkt stelpuna
Línu Langsokk vel áður en hún tók
að sér hlutverkið. „Ég sá leikrit um
Línu þegar ég var lítil og svo á ég
disk með lögunum sem ég hlusta
mikið á. Ég hef líka horft mikið á
sænsku gömlu bíómyndirnar um
Línu, sem eru rosalega skemmti-
legar,“ segir Esther og hvetur alla
til að mæta á sýninguna, hún sé
svakalega skemmtileg.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012
Allar nánari upplýsingar veita Samúel eða Halldór í símum 578-7014 og 578-7008 eða með tölvupósti á samuel@klasiehf.is og halldor@klasiehf.is
TIL LEIGU Á BESTA STAÐ - SÍÐUMÚLI 28 Í boði eru eftirtalin rými:
40 m² – 17 m² opið vinnurými og 12 m² skrifstofu-
/fundarherbergi.
74 m² – 49 m² opið vinnurými og 12 m² skrifstofu-
/fundarherbergi.
133 m² – tvö 32 m² opin vinnurými með möguleika á auka
skrifstofu-/fundarherbergi. Góð kaffistofa og salernisaðstaða.
166 m² – þrjú 32 m² opin vinnurými með möguleika á auka
skrifstofu-/fundarherbergi. Góð kaffistofa og salernisaðstaða.
206 m² – tvö 32 m² opin vinnurými, eitt 49 m² og 12 m²
skrifstofu-/fundarherbergi. Góð kaffistofa og salernisaðstaða.
332 m² – alls 8-10 rúmgóðar og vandaðar skrifstofur auk
móttöku, kaffistofu og fundarherbergis. Húsnæðið hentar
mjög vel til framleigu á einstökum skrifstofum og hentar því
vel aðila sem gjarnan vill eiga möguleika á að stækka eða
minnka við sig. Stækkunarmöguleiki í 540 m².
334 m² – gott opið rými, fjórar aflokaðar skrifstofur auk
mötuneytis. Rúmgóð móttaka sem einnig getur hentað sem
lítil verslun.
„Við erum orðin þekkt fyrir að vera með góðar og metnaðarfullar leiksýn-
ingar hér í Hveragerði og margar þeirra eru barnasýningar. Við höfum
sett Dýrin í Hálsaskógi upp tvisvar á tíu ára fresti, Kardimommubæinn,
Emil í Kattholti og mörg fleiri. Við höfum fengið gríðarlega margt fólk á
þessar sýningar og erum stóránægð með það,“ segir Hjörtur Benedikts-
son sem situr í stjórn Leikfélags Hveragerðis og leikur Langsokk skip-
stjóra pabba Línu og einnig Adolf sterka í sýningunni sem nú er á fjöl-
unum hjá þeim.
„Það er búið að vera virkilega gaman að vinna að þessari sýningu, þó
að flensan hafi reyndar aðeins verið að stríða okkur. Og það reynir svolít-
ið á að hafa svona mörg börn í sýningu, það þarf að kenna þeim og aga
þau, en þetta hefur allt saman heppnast ljómandi vel. Hún Esther sem
leikur Línu Langsokk er mikið efni í leikara, hún er Lína endurfædd. Hún
syngur glimrandi vel og kann alla textana út í gegn.“
Hjörtur segir almennan leiklistaráhuga vera meðal íbúa Hveragerðis,
enda hefur leikfélagið starfað í sextíu og fimm ár. „Sumt af því unga fólki
sem hefur verið að leika með okkur hefur haldið áfram á leiklistarbraut-
inni og núna eru þrír frá okkur í leiklistarnámi í útlöndum. Þetta er því
ágæt uppeldisstöð fyrir efnilega leikara, en við þessir gömlu húkum hér í
okkar góða félagi og höldum merki þess hátt á lofti.“
Uppeldisstöð fyrir unga leikara
LEIKFÉLAG HVERAGERÐIS
Hönnunarsýning Sub-zero Couture fer
fram í Bláa lóninu í kvöld. Ásamt
66°Norður munu þekktir íslenskir
hönnuðir koma fram á sýningunni með
fylgihluti, m.a. Mundi, Volki, Kron by
KronKron, Vík Prjónsdóttir og Farmers
Market. Það er 66°Norður sem stend-
ur fyrir sýningunni í samvinnu við
Hönnunarmars, Iceland Naturally,
Bláa lónið, Icelandair og Reyka Vodka.
Sýningin er ein sú stærsta og veg-
legasta sem haldin hefur verið hér á
landi og mun fjöldi erlendra fjölmiðla-
manna mun mæta og fjalla um við-
burðinn. Þar á meðal ná nefna blaða-
menn og ljósmyndara frá Wallpaper,
Elle Interior, Bo Bedre, Dwell, C Maga-
zine, FORM, Coolhunting, Daily Mirror,
WGSN og Extra TV.
Sýningin er hluti af Hönnunarmars
og fer fram utandyra í lóninu sjálfu.
Sýningin hefst kl. 19 en fyrir áhuga-
sama tískuunnendur verður hægt að
fylgjast með viðburðinum í beinni á
vefsíðunni Liveproject.is.
Fatnaður og fylgihlutir
Hönnunarsýn-
ing í Bláa lóninu
Fyrirsæta Emil Þór Guðmundsson
sat fyrir í vetrarherferð 66°Norður.
Eftir Astrid Lindgren í þýðingu
Þórarins Eldjárn. Tónlist eftir
Georg Riedel.
Leikstjóri Sigurgeir Hilmar
Friðþjófsson.
Sýningar:
Föstudag, 23. mars, kl. 18.00.
Laugardag, 24. mars kl. 14.00.
Sunnudag, 25. mars, kl. 14.00.
Miðvikudag, 28. mars, kl. 18.00.
Föstudag, 30. mars, kl. 18.00.
Laugardag, 31. mars kl. 14.00.
Miðaverð 2.000 kr. en 1.700 kr.
fyrir hópa (15 eða fleiri)
Miðapantanir í síma 868 7918.
Lína Langsokkur