Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012
✝ Kristján Bald-vinsson læknir
fæddist á Siglu-
firði 30. nóvember
1935, hann lést 14.
mars 2012 á heim-
ili sínu. Hann var
sonur hjónanna
Gróu Ásmunds-
dóttur, f. 15. sept-
ember 1910, á
Akranesi, d. 26.
júní 1993. og Bald-
vins Þorkels Kristjánssonar, f.
á Stað í Aðalvík 9. apríl 1910,
d. 3. nóvember 1991. Bróðir
Kristjáns er Gunnlaugur Bald-
vinsson, f. 1. janúar 1941,
kvæntur Hildi Jónsdóttur.
Kristján kvæntist hinn 31.
desember 1955 Inger Halls-
dóttur, f. 14. desember 1935.
Foreldrar hennar voru Hallur
Kristjánsson, f. 2. ágúst 1906.
á Breiðabólstað á Fellsströnd,
d. 24. apríl 1988, og Ingeborg
Nanna Kristjánsson, f. í 22.
apríl 1912 í Melbu í Noregi, d.
7. mars 1990. Börn Kristjáns
og Inger eru: 1) Halldóra
Þau eiga Karítas Sól og
Ágústu Bellu. b) Sunna, í sam-
búð með Páli Árnasyni nema
og c) Halla nemi. 5) Elías sál-
fræðingur, f. 19. júní 1971,
kvæntur Ásdísi Hörpu Smára-
dóttur, þroskaþjálfari. Barn
þeirra er Ísak Örn.
Kristján varð stúdent frá
MR árið 1955. Útskrifaðist
cand. med. 9. febrúar 1962 frá
Háskóla Íslands. Hann fór utan
í sérnám til Danmerkur og
Svíþjóðar 1963 og snéri heim
aftur 1970. Eftir heimkomu
starfaði hann víðs vegar um
landið sem sérfræðingur í al-
mennum skurðlækningum,
kvensjúkdómum og fæðing-
arhjálp. Kristján var virkur í
félagsmálum. Hann var in-
spector scholae í MR skólaárið
1954-1955, í ritstjórn Lækna-
nemans 1959, formaður Int-
ernational College of Surgeons
frá 1979, í stjórn læknaráðs
Landspítalans 1982-1984, for-
maður Læknafélags Reykjavík-
ur 1982-1986, í samninganefnd
sérfræðinga innan Lækna-
félags Reykjavíkur 1984-1988
og formaður læknaráðs Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri
1990-1992.
Útför hans fer fram frá
Guðríðarkirkju í dag, 23. mars
2012, og hefst athöfnin kl. 13.
barnahjúkr-
unarfræðingur f.
12. júní 1956, sam-
býlismaður hennar
er Jóhannes Vil-
hjálmsson þjón-
ustustjóri. Börn
þeirra eru: a) Sól-
ey nemi og b)
Snædís nemi. 2)
Baldvin Þorkell
læknir, f. 19. des-
ember 1957, sem
er kvæntur Gunni Helgadóttur
framkvæmdastjóra. Börn
þeirra eru: a) Tinna læknir, b)
Kristján læknanemi, í sambúð
með Sigríði Johnsson og c)
Helga nemi. 3) Hallur dýra-
læknir, f. 31. janúar 1961, d. 6.
maí 2007. Hann var kvæntur
Birgittu Bonde lyfjafræðingi.
Barn þeirra er: Sara Halls-
dóttir Bonde. 4) Kristján Ingi
lögreglufulltrúi, f. 18. febrúar
1964, kvæntur Guðleifu Þór-
unni Stefánsdóttur þýðing-
arfræðingi. Börn þeirra eru: a)
Cilia Marianne þjóðfræðingur,
gift Þóri Hilmarssyni skósmið.
„Lifðu eins og enginn sé morgundag-
urinn. Lærðu eins og þú eigir eilíft líf.“
(M. Ghandhi.)
Á miðvikudaginn síðasta stóð
ég og beið eftir strætó á horni
Sönderport og Amagerbrú. Mér
hálfleiddist og hugsanirnar
flæktust á son minn, allt í einu
hugsaði ég að brátt ætti ég sjálf-
ur engan pabba. Augnhvarm-
arnir fylltust af tárum og ég
varð hryggur. Sama kvöld varst
þú kallaður heim, friðsamlega í
svefni.
Ég get sagt svo ótalmargt um
þig og samt hugsa ég með sökn-
uði til þess hversu lítt ég í raun
þekkti þig þó þú þekktir mig all-
an og alla mína ævi. Alla æsku
mína varstu hetjan mín, og á
unglingsárum mínum breyttist
þú í andhetjuna, og leiðst vafa-
lítið undan uppreisn minni. Þú
varst svo ljóðelskur og tilfinn-
inganæmur, og ég skildi ekki
alltaf af hverju þú varðst læknir
en ekki rithöfundur. Bæði hrað-
og víðlesinn. Samt veit ég að þú
varst svo góður læknir, bæði frá
öðrum, og sjálfur státa ég af fal-
legum örum frá saumamennsk-
unni þinni, á lærinu þegar hest-
ur steig á mig, og örfínt á
litlafingri hægri hendi þegar ég
klemmdi mig í hurðarkarmi.
Þessa dagana græt ég að hafa
misst þig, en er um leið þakk-
látur af öllu mínu hjarta fyrir að
þú varst pabbi minn. Frá því að
ég kom heim til þín þar sem þú
varst á Landspítalanum í lok
nóvember, hef ég farið yfir
minningarnar. Hvernig þú sast
og vissir nákvæmlega örlög þín
með heilaæxli, og tókst þessu
öllu saman yfirvegað og í jafn-
vægi, sannur heiðursmaður
fram til hins síðasta. Ég er
þakklátur fyrir að við gátum
rætt út um hlutina, út um lífið,
og ég gat sagt þér og mömmu
hversu mikið ég elska ykkur.
Hversu mikið ég á ykkur báðum
að þakka. Við vissum báðir
þarna að þetta var tími kveðj-
unnar og ég grét alla leiðina
heim til Kaupmannahafnar, en
um leið óx ég við það.
Þú og mamma kynntuð mig
fyrir ævintýralöngun, kærleik-
anum, trúnni, og hjálpseminni.
Ég vona að mér takist það við
minn eigin son.
Ég vil segja takk fyrir tímann
okkar saman, takk fyrir allt sem
þú hefur gefið mér. Ég sé þig í
sjálfum mér, bæði það góða og
það sem mér oft fannst pirrandi
hjá þér, og Guð veit að ég sé þig
í mínum eigin syni.
Ég hneigi mig af virðingu og í
þakklæti fyrir að þú varst pabbi
minn, ég sakna þín, en veit að
við sjáumst aftur í austrinu þeg-
ar minn tími kemur.
Elías og fjölskylda.
Það er með sorg í hjarta að ég
kveð þig nú. Fyrstu kynni mín af
þér voru löngu áður en ég hitti
Elías, en þú varst að vinna sem
læknir í mínum heimabæ, Ak-
ureyri. Þú varst rosa þægilegur
og rólegur í viðmóti sem gerði
að maður slappaði rosa vel af í
nærveru þinni. Hálfu ári seinna
lágu leiðir okkar saman aftur,
enda hafði ég kynnst ungum
manni sem ég hafði fallið kylli-
flöt fyrir. Hans hugmynd að
kynna mig fyrir foreldrum sín-
um var að taka mig með út á
flugvöll og taka á móti þeim, að
koma frá Noregi. Ég hef aldrei
fengið jafn mikið sjokk og þá,
þarna stóðu kvensjúkdóma-
læknirinn minn og gamli
dönskukennarinn minn. Síðan
eru liðin 16 ár og kynni mín af
þér og þínum hafa verið mér góð
og ég mun alla ævi geyma minn-
ingarnar í hjarta mínu. Við fjög-
ur höfum deilt mörgum fríum
saman og hafa þau öll verið ynd-
isleg og sérstök á sinn hátt. Ein
af minningunum sem standa of-
arlega er fríið sem þú og Inger
og ég og Elías fórum í saman til
Egyptalands, 14 dagar í 40 stiga
hita var alveg þú, enda heyrðist
oft frá þér; græna hliðin upp.
Þetta var rosa yndislegt frí með
ykkur og ég hef aldrei hlegið
jafn mikið og þegar „hefnd faró“
bankaði upp á og þú hljópst eins
og fjandinn væri á eftir þér til að
komast inn á baðherbergið. En
eftir tvo daga var komið að mér
að hlaupa og ég man ekki betur
en þú hafir glott út í annað yfir
örlögum mínum, þess á milli
sem þú og Elías sinntuð mér í
veikindunum. Þú varst rosa-
stoltur þegar Ísak Örn kom í
heiminn og nýttir allar stundir
til að dást að honum, sem gerði
mig ótrúlega stolta. Þótt hann
hafi ekki náð að kynnast þér al-
mennilega getur þú stólað á að
við munum sjá til þess að hann
muni kynnast hver þú varst,
enda gengur þú undir nafninu
„bedstefar“ heima hjá okkur.
Elsku Inger, Baldvin, Dóra,
Kristján Ingi og Elías, guð veri
með ykkur á þessum erfiðu tím-
um.
Elsku tengdapabbi, hvíldu í
friði.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Þín tengdadóttir,
Ásdís Harpa Smáradóttir.
Í dag kveðjum við góðan
mann sem var tengdapabbi
minn.
„Maðurinn einn er ei nema hálfur,
með öðrum er hann meiri en hann
sjálfur.“
(Einar Benediktsson.)
Með þessu orðum vil ég þakka
Kristjáni allar samverustund-
irnar sem við höfum átt saman í
gegnum árin þar sem bæði hefur
verið deilt gleði og sorg.
Kristján hafði góða nærveru
og aldrei kom maður að tómum
kofunum þegar leita þurfti ráða.
Ræðumaður var hann góður og
ljóðlist honum hugleikin.
Í brúðkaupi okkar Baldvins
hélt hann ræðu sem hann endaði
með ljóði sem hann hafði samið
til okkar í tilefni dagsins. Ég læt
fyrsta versið fylgja með hérna í
þessari kveðju sem sýnishorn af
þeirri visku sem Kristján bjó yf-
ir og deildi svo gjarnan með
samferðafólki sínu.
Þið fyrirgefið bæði þetta fátæklega
ljóð,
sem fátt annað til afsökunar hefur,
en vilja til að lofsyngja þann ást-
arinnar óð,
sem eina sál úr tveimur saman vefur.
(Kristján Baldvinsson 1985.)
Skarðið sem Kristján skilur
eftir í lífi sinna nánustu er stórt
og söknuðurinn sár. Hugur
minn er þó sérstaklega hjá þér,
kæra Inger.
Ég vona að við fjölskyldan
berum gæfu til að styðja þig og
styrkja í framtíðinni því það er
ekki létt að kveðja lífsförunaut-
inn sinn.
Gunnur Helgadóttir.
Elsku afi, núna ertu búinn að
kveðja okkur og þín verður sárt
saknað. Þú lifir áfram í hjarta
okkar og eftir sitja hlýjar og
góðar minningar. Erfitt er að
kveðja þig, erfiðara en orð geta
lýst. Jafnframt er erfitt að
reyna að lýsa í orðum og nokkr-
um setningum jafn yndislegum
manni og þér.
Efst í huga okkar er hversu
ljúfur maður þú varst, hvernig
vömbin hristist þegar þú varst
að hlæja. Ekkert okkar minnist
þess að þú hafir nokkurn tímann
orðið okkur systkinunum reiður.
Spámaðurinn segir:
„Að gefa af eigum sínu er lítil
gjöf.
Hin sanna gjöf er að gefa af
sjálfum sér.“ Þetta átti vel við
afa, hann gaf okkur alltaf af
sjálfum sér.
Alltaf settir þú aðra í forgang
og var gjafmildi þín endalaus.
Ekki var sjaldgæft að þú kvedd-
ir innilega og laumaðir svo til
okkar peningi fyrir límonaði
eins og þú orðaðir það. Þú varst
stór brunnur sagna og ávallt
gaman að hlusta á sögur úr lífi
þínu, sérstaklega frá þínum
yngri árum. Sögurnar voru
ávallt eins og þú, með húmor og
léttar í lund.
Þú varst mikill ljóðamaður og
því endum við þessa kveðju með
ljóðlínum úr Rubáiyát eftir Om-
ar Khalyyám,
Við brauðhleif, fulla flösku
og ljóðakver.
Í forsælu undir grein
– við hlið á þér.
Sem andar söng
á öræfanna þögn,
er auðnin Paradís
– sem nægir mér!
Þú varst stór hluti af lífi okk-
ar og við munum geyma þig í
hjarta okkar
Ástarkveðjur og takk fyrir
okkur. Þín barnabörn,
Tinna, Kristján og Helga.
Úðinn drýpur og sindrar í silfurgljá.
Í svona veðri finnst regninu gaman að
detta
á blómin, sem nú eru upptekin af að
spretta
og eru fyrir skemmstu komin á stjá.
Og upp úr regninu rís hin unga borg,
rjóð og tær eins og nýstigin upp af
baði.
Og sólin brosir á sínu himneska hlaði
og horfir með velþóknun yfir stræti
og torg.
Og léttir geislar glitra um lygnan fjörð
eins og glóbjört minning um tungl-
skinið frá í vetur.
Ó, engan ég þekki, sem gæti gert
þetta betur
en guð að búa til svona fallega jörð.
(Tómas Guðmundsson.)
Þessar ljóðlínur Tómasar
komu upp í huga okkar
hjónanna þegar við fréttum um
andlát tengdaföður dóttur okk-
ar, Kristjáns Baldvinssonar.
Fyrir 30 árum hófust kynni okk-
ar Kristjáns og Inger eiginkonu
hans. Sonur þeirra Baldvin og
dóttir okkar Gunnur kynntust,
urðu hjón og eignuðust þrjú
börn Tinnu, Kristján og Helgu.
Eiginmaður, faðir, afi, læknir
og ljúfmenni er dáinn. Eftir sitja
minningar og sárastur er sökn-
uðurinn hjá Inger. Þau voru ein-
staklega samrýmd hjón, vinir og
sálufélagar. Góðar minningar
eru huggun harmi gegn og fyrir
okkur er það hláturinn, gleðin
og sá fróðleikur sem var miðlað
á góðum stundum það sem varð-
veitist í okkar huga. Kristján
var fróður og skemmtilegur.
Ófáar eru þær stundir sem við
áttum saman með börnum og
barnabörnum þar sem hann fór
á kostum. Ógleymanleg er veisla
þeirra hjóna er þau áttu gull-
brúðkaup. Kristján flutti þar
ræðu til Ingerar og var ein setn-
ingin eitthvað á þessa leið: „Ég
man hanskaklædda hendi laum-
ast í lófa minn og hamingja var
mín.“
Við þökkum Kristjáni sam-
ferðina og vottum Inger og
börnum þeirra okkar samúð.
Minningin um Kristján lifir og
erum þakklát að hafa notið vin-
áttu hans.
Árný (Addý) og Helgi.
Fallegur sólríkur dagur í
Lúxemburg. Blómin farin að
springa út og vorilmur í lofti.
Símhringing rýfur morgun-
kyrrðina.
Sómamaðurinn Kristján er
látinn. Tárin falla um leið og
minningabrotin hrannast upp.
Öruggur faðmur Kristjáns
var það fyrsta sem ég kynntist í
þessu lífi er hann tók á móti mér
1974 þegar ég fæddist. Þar
mynduðust tengsl sem aldrei
verða rofin.
Hugurinn leitar til þeirra
heiðurshjóna. Að sitja hjá þeim
var hvíld frá ys og þys í heimi
sem snýst allt of hratt. Kristján
hafði lag á því að setja það fram
sem skiptir máli í lífinu og gaf
sér ávallt tíma fyrir alla sem til
hans leituðu, hvort sem það voru
ástvinir eða sjúklingar.
Kristján var mikill fjölskyldu-
maður og geislaði hann af lífs-
gleði þegar hann var umvafinn
börnunum. Hann var afar gáf-
aður með mikinn fróðleiks-
þorsta, bókhneigður, víðlesinn,
afbragðs læknir, góður maður
og heiðursmaður. Hann var
ávallt sáttur við sitt og sam-
gladdist alltaf öðrum.
Við áttum saman yndislega
viku í Oxfordskíri sumarið 2010.
Kristján var fljótur að finna
bækur um sögu sveitarinnar og
klára þær á einni kvöldstund.
Hlátrasköll akandi um Oxfor-
dskíri. Kristján og Inger að
ganga yfir engin. Samtölin við
arineld, snarkið í eldinum, mun
ég ávallt geyma í hugarskotum
mínum.
Kristján hélt ræður við mörg
tilefni og var sá sem kenndi mér
að skrifa ávallt um látna ástvini.
Hann var ófeiminn við að sýna
tilfinningar og ég minnist hans
ávallt umkringds ástvinum. Dill-
andi hlátur eða nokkur tár við
ræðuhöld fannst mér ávallt virð-
ingavert, fallegt og örlítið
ítalskt.
Heiðursmaðurinn Kristján
hefur verið mér fyrirmynd í
mörgu. Hjónband þeirra Inger,
ást og framkoma við börn þeirra
er nokkuð sem ég reyni að til-
einka mér í eigin lífi. Hjóna-
bandið var einstaklega fallegt
og einkenndist af mikilli ást,
endalausri virðingu, hjálpsemi
og tryggð. Þau voru sem klettur
hvort annars í lífsins ólgu sjó.
Fallegt augaráð gáfu þau oft
hvort öðru sem minnti á ást-
fangna unglinga þrátt fyrir
meira en hálfa öld saman. Ef ég
sá glitta í Inger handan við
hornið kom Kristján ávallt lall-
andi á eftir. Þau voru eitt, hin
fullkomna eining sem Forn-
Grikkir trúðu að væri afar sjald-
gæft að finna á jarðríki.
Hlýhugurinn sem frá Krist-
jáni streymdi var óvenjulegur.
Fjölskyldan átti hug hans allan
og sinnti hann fjölskyldu sinni af
mikilli alúð. Hann trúði á gömlu
lífsgildin, að fjölskyldan væri
gæfan í lífinu. Hann var einstak-
ur faðir.
Mér er efst í huga þakklæti
fyrir alla þá hlýju sem hann
sýndi mér og fjölskyldu minni
og órofa tryggð.
Heiðurshjónin Kristján og
Inger voru ávallt fyrst til þess
að samgleðjast mér og mínum
við alla merkisatburði í lífinu og
ávallt fyrst til veislu komandi
færandi hendi.
Án efa mun Kristján taka á
móti mér inn í næsta heim líkt
og hann gerði í þennan.
Fallin er frá mikill ættarhöfð-
ingi, elskaður og umvafinn ást-
vinum.
Elsku Inger og börn
Okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Guð blessi minningu Krist-
jáns. Minningin lifir í brjósti
okkar allra sem elskuðu Krist-
ján.
Nanna Ásgrímsdóttir
og fjölskylda.
Dýrmæt er sú vinátta sem
skólafélagar í bekkjakerfi
bindast milli tektar og tvítugs
og rofnar aldrei. Það varðar
mann sjálfan miklu hvernig til
tekst um það vinaval. Á
menntaskólaárum umgekkst
ég naumast aðra félaga meira
en bekkjarbróður minn, Krist-
ján Baldvinsson. Þegar þar var
komið hafði hann aukið við eðl-
iskosti sína óvenjulegri reynslu
af víðtækum lestri og kunni
glögg skil á mörgu því sem fyr-
ir okkur hinum lá í sorta. Sá
þiggjandi sem ég var í okkar
kynnum er ég þess fullviss að
Kristjáni á ég meira að þakka
frá því hrifnæma þroskaskeiði
en ég geri mér ljósa grein fyrir.
Og ekki var það ónýtt að fá að
vera tíður gestur á heimilinu
við Ásvallagötu og kynnast for-
eldrum hans, þeim Gróu Ás-
mundsdóttur og Baldvin Þ.
Kristjánssyni, erindrekanum
sem fór hugsjónaeldi um landið
í nafni samvinnuhreyfingarinn-
ar.
Kristján bar með sér það
veganesti að hann átti auðvelt
með nám, en atgervi hans nægði
jafnframt til ærinna fé-
lagsstarfa. Af þeim ávann hann
sér bæði vinsældir og traust svo
að hann var kvaddur til að gegna
starfi inspectors scholae í sjötta
bekk. Það fór honum vel úr
hendi, og mér eru enn í minni
handan úr fyrndinni sum orð
hans er hann sté fram fyrir hönd
okkar nemenda.
Haraldur konungur Sigurðar-
son sagði um Gissur biskup Ís-
leifsson að af honum mætti gera
þrjá menn, víkingahöfðingja,
konung eða biskup, og væri
hann vel fenginn til hvers starf-
ans sem væri. Ekki vil ég segja
að Kristján Baldvinsson hafi
verið til víkingahöfðingja fall-
inn, en fjölhæfni hans var slík að
hún hefði dugað til margra
starfa og ólíkra. Að loknu stúd-
entsprófi lagði hann á bratta
stigu læknisfræðinnar. Það varð
honum farsæl braut, og þar
hygg ég að notið hafi ríkra kosta
hans, nærfærni, gerhygli, sam-
viskusemi og manngæsku.
Starfið batt Kristján einatt við
fjarlæga staði, og vinafundir
urðu stopulir. Þeirra saknaði ég
löngum.
Kristján var í eðli sínu mikill
húmanisti og hafði grundaða
lífssýn. Hann var óvenju ritfær,
skrifaði m.a. í menntaskóla gull-
pennaritgerð og hlaut fyrir hana
þau verðlaun sem slík ritgerð er
kennd við. Bókmenntir voru
honum jafnan innan handar, og
ljóð lágu honum á tungu. Í þeirri
grein kunni hann einnig til
verka. Ég á í fórum mínum blað
sem hann sendi mér eitt sinn
með ljóði eftir Jónas Hallgríms-
son sem hann hafði snarað á
dönsku. Sú þýðing er ekki byrj-
andaverk.
Gott er að hafa átt að
tryggðavini slíkan mann sem
Kristján var.
Við hjónin sendum Inger,
frænku minni og bekkjarsystur,
og hennar fólki einlæga samúð-
Kristján
Baldvinsson
Sendum
frítt
hvert á land sem
er
Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is