Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/RAX jóna FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012 Gefðu sparnað í fermingargjöf Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 5.000 króna mótframlag þegar fermingar- börn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að árhag framtíðarinnar. Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Skoðanir eru afar skiptar um áhrif virkjana á laxastofninn í Þjórsá, eins og rakið er í grein- inni hér fyrir ofan og fyrri grein sem birtist í gær. Heildarnið- urstaða hagsmunaaðila er eins og nærri má geta afar ólík. Veiðifélag Þjórsár leggur til að virkjanirnar verði settar í biðflokk. Tíminn verði notaður til að kalla til erlenda sérfræð- inga til að leggja mat á nið- urstöður Veiðimálastofnunar og áform Landsvirkjunar um mót- vægisaðgerðir. „Þetta verður að vera gulltryggt og byggt á rann- sóknum sem hægt er að treysta,“ segir Oddur Bjarna- son, bóndi á Stöðulfelli, for- maður veiðifélagsins. Þarf að vera gulltryggt ÓLÍKT MAT Á MÁLUM „Þessar mótvægis- aðgerðir eru mjög metnaðarfullar en við vitum ekki fyr- ir víst hver niður- staðan verður fyrr en á reynir,“ segir Helgi Bjarnason, verkefn- isstjóri hjá Lands- virkjun, spurður um heildarniðurstöðu mótvægisaðgerða vegna virkjana í Neðri- Þjórsá. Metn- aðarfull- ar að- gerðir Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heldur nokkra tónleika í Vestur- byggð og á Tálknafirði um og eftir helgina. Er þetta í fyrsta skipti sem kórinn heimsækir suðursvæði Vest- fjarða. Kórinn heldur tvenna almenna tónleika, syngur við messu og held- ur síðan þrenna skólatónleika á mánudag. Endurgjaldslaus aðgang- ur er að öllum tónleikunum. Á vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 88 nem- endum. Stjórnandi er Þorgerður Ingólfsdóttir. Starfandi rektor MH, Sigurborg Matthíasdóttir, er með í för og fararstjóri er Orri Páll Jó- hannsson, fulltrúi Reykjavíkur- borgar í skólanefnd. Á efnisskrá kórsins í tónleika- ferðinni eru íslensk og erlend tón- verk, meðal annars eftir J. S. Bach, E. Grieg, Pál Ísólfsson, Hallgrím Helgason, Jón Þórarinsson, Jón Ás- geirsson, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Huga Guðmundsson, auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Efnisskráin er mis- munandi á tónleikum. Almennu tónleikarnir verða í fé- lagsheimilinu Birkimel á Barða- strönd laugardaginn 24. mars kl. 16.30 og í Félagsheimili Patreks- fjarðar á sunnudagskvöld kl. 20. Kór MH syngur á Vestfjörðum MH Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir suðursvæði Vestfjarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.