Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012
FYRIR
ALVÖRU
KARLMENN
Fæst á hársnyrtistofum
Ekki er seinna vænna fyrir Stein-grím J. og félaga að undirbúa
hugmyndafræðilega endurreisn
Vinstri grænna eftir
að hafa horfið frá öll-
um helstu stefnu-
málum sínum frá síð-
ustu kosningum.
Nú hefur veriðákveðið að leita
til upprunans og í því
skyni hefur verið sett-
ur á fót leshringur á
vegum Vinstri
grænna um marx-
lenínisma.
Þetta er vitaskuldmikilvægt innlegg í íslensk
stjórnmál líðandi stundar enda ekki
fullvíst að stefna ríkisstjórnarinnar í
atvinnu- og efnahagsmálum dugi til
lengdar til að halda atvinnustigi og
hagvexti í skefjum.
Á næsta kjörtímabili er ákveðinhætta á að úr fari að rætast ef
ekkert verður að gert og þá er gott
að geta leitað í smiðju manna sem
bera ábyrgð á mestu manngerðu
hörmungum sögunnar.
Víst má telja, þó að leshringurinnsé á vegum Vinstri grænna, að
leitað verði til helsta aðdáanda Len-
íns hér á landi, Lúðvíks Geirssonar,
þingmanns Samfylkingarinnar, um
samlestur.
Þá er sjálfsagt fyrir Steingrím J.og félaga að hafa í huga, þegar
flokksmenn hafa lokið við að stauta
sig í gegnum verk fyrrnefndra for-
ingja, að í Seðlabankanum eru í for-
ystu menn sem gætu lagt gott til
mála ef víkka þyrfti út lesefnið.
Ástæðulaust er fyrir VG að horfaframhjá kenningum virtra fræði-
manna á borð við Maó og Trotskí.
Steingrímur J.
Sigfússon
Hugmyndafræðileg
endurreisn VG
STAKSTEINAR
Karl Marx
Veður víða um heim 22.3., kl. 18.00
Reykjavík 8 rigning
Bolungarvík 1 slydda
Akureyri 2 súld
Kirkjubæjarkl. 7 rigning
Vestmannaeyjar 8 súld
Nuuk -3 léttskýjað
Þórshöfn 8 þoka
Ósló 13 heiðskírt
Kaupmannahöfn 8 heiðskírt
Stokkhólmur 13 heiðskírt
Helsinki 8 skýjað
Lúxemborg 18 heiðskírt
Brussel 18 heiðskírt
Dublin 11 skýjað
Glasgow 13 heiðskírt
London 15 heiðskírt
París 20 heiðskírt
Amsterdam 17 heiðskírt
Hamborg 15 heiðskírt
Berlín 16 heiðskírt
Vín 18 léttskýjað
Moskva 2 heiðskírt
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 13 léttskýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 20 léttskýjað
Aþena 17 heiðskírt
Winnipeg 12 skýjað
Montreal 20 léttskýjað
New York 17 heiðskírt
Chicago 24 skýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
23. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:16 19:53
ÍSAFJÖRÐUR 7:19 19:59
SIGLUFJÖRÐUR 7:02 19:43
DJÚPIVOGUR 6:45 19:23
Nokkur páskaegg nr. 1 frá Nóa Siríusi
með enskum málshætti innanborðs
laumuðu sér í verslanir hérlendis.
Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Siríus,
segir að það sé alls ekki meiningin að
fara að innleiða ensku á íslenskum
markaði. Þau mistök hafi átt sér stað í
framleiðslunni að páskaegg sem voru
ætluð fyrir Bandaríkjamarkað, og
innihéldu því málshætti á ensku,
blönduðust saman við eggin fyrir ís-
lenskan markað með fyrrgreindum af-
leiðingum. „Þetta gerðist einu sinni
með páskaegg nr. 1 og voru mistök
sem við leiðréttum fljótlega. Það var
mjög takmarkað magn sem fór út með
enskum málsháttum,“ segir Finnur.
Nói Siríus hefur síðustu ár flutt lítið
magn af páskaeggjum út til Banda-
ríkjanna, og er það eina landið sem
egg eru flutt út til auk þess sem fyrir-
tækið sendir páskaegg til Íslendinga-
félaga víða um heim. „Við höfum verið
að selja súkkulaði í vaxandi mæli í
Whole Foods verslunum í Bandaríkj-
unum og það fylgir með reytingur af
páskaeggjum á þessum árstíma,“ seg-
ir Finnur.
Spurður hvort Nói Siríus leiti á ný
mið í málsháttunum í ár svarar Finnur
að það sé ekki, þar á bæ séu menn
mjög íhaldssamir í málsháttamálum.
Finnur segir að aðeins hafi verið
hringt í fyrirtækið vegna ensku máls-
háttanna. „Menn voru eðlilega ekkert
hressir með þetta en því miður gerðist
þetta fyrir mistök.“
ingveldur@mbl.is
Málsháttur á ensku í íslensku páskaeggi
Nokkur páskaegg ætluð fyrir
Bandaríkjamarkað fóru í verslanir hér
Enska Málsháttur sem kom úr páskaeggi nr. 1 frá Nóa Siríus fyrir skömmu.
LÍFS-tölt hefst kl. 10
Ranghermt var í frétt í Morgun-
blaðinu í gær, að töltmót, svonefnt
LÍFS-tölt, hæfist klukkan 14 á
laugardag í reiðhöll Harðar í Mos-
fellsbæ. Rétt er að mótið er sett
formlega kl. 14 en keppnin hefst
klukkan 10 um morguninn. Er beðist
velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
Finnur Árnason, forstjóri Haga,
segir mikilvægt að fá á hreint hvort
nýfallinn dómur í Hæstarétti í máli
einstaklinga eigi einnig við um
fyrirtæki og því hafi Hagar ákveðið
að höfða mál á hendur Arion banka.
Finnur bendir á að tvö gengis-
tryggð lán Haga hafi að fullu verið
gerð upp í október 2009. Eftir að
Hæstiréttur hafi komist að þeirri
niðurstöðu að gengistryggð lán
væru ólögleg hefði Arion banki
metið stöðuna á ný og vegna endur-
útreiknings bankans hefði hann
greitt Högum rúmlega 514 millj-
ónir króna í desember 2011.
Í kjölfar niðurstöðu dóms Hæsta-
réttar í máli vegna vaxta af gengis-
tryggðum lánum, sem kveðinn var
upp um miðjan febrúar, er það
niðurstaða lögfræðiálits KPMG ehf.
að Hagar eigi rúmra 824 milljóna
króna kröfu til viðbótar við greiðsl-
una í desember sl. á bankann vegna
fyrrnefndra lána, miðað við 29.
febrúar 2012.
Prófmál í uppsigl-
ingu hjá Högum