Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012 ✝ Leifur Eiríks-son fæddist í Reykjavík 27. febr- úar 1941. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 15. mars 2012. Leifur var yngsta barn for- eldra sinna, Krist- rúnar Þorleifs- dóttur húsmóður frá Ísafirði og Eiríks Stef- ánssonar myndskera frá Reykjavík. Hann ólst upp í Grjótagötu 4, æskuheimili föður síns, ásamt foreldrum og systk- inum. Þau eru Sigrún Hjördís (Rúný) látin, Karolína og Stef- án. Þau lifa bróður sinn. Leifur giftist 29. febrúar 1964 Guðrúnu Rósu Michelsen, þau skildu. Börn Leifs og Guðrúnar eru Atli, f. 1962, Kristrún, f. 1965, börn hennar eru Þorbjörg Sif Sæ- mundsdóttir og Sölvi Sæmundsson og Guðný, f. 1968, í sambúð með Matt- híasi Sæmundssyni, börn þeirra eru Ís- leifur Atli og Matt- hías Elí. Leifur lærði og starfaði sem framreiðslumaður, vann í mörg ár á Hótel Sögu, Klúbbnum og Ártúni, vann síðar sem kokkur á farskipum, lengst af hjá Eim- skipum. Útför Leifs fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 23. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Elskulegur faðir minn er lát- inn. Síðastliðin ár hefur hann átt við erfið veikindi að stríða sem ágerðust fyrir nokkrum mánuðum þegar hann greindist með erfitt krabbamein. Barátt- an við krabbameinið, sem síðan náði yfirhöndinni, tók þó ekki mjög langan tíma. Pabbi var alla tíð mesta ljúf- menni sem ég hef kynnst, var öllum góður og lét aldrei styggðaryrði falla um nokkurn mann. Sérstaklega var hann barngóður og löðuðust börn gjarnan að honum. Gaf hann sér alltaf tíma til að leika við þau og fíflast í þeim. Þá var oft mikið gaman og mikið hlegið. Að leiðarlokum streyma fram minningar. Ótal margar falleg- ar en margar erfiðar líka því lífið hefur ekki alltaf verið hon- um auðvelt. Þegar ég hugsa til baka stendur upp úr þegar ég vann hjá honum, fyrst þegar hann starfaði sem hótelstjóri á Hótel Eddu á Ísafirði í tvö sumur og seinna við fram- reiðslustörf á skemmtistaðnum Ártúni sem þá var og hét. Hann var mjög fær þjónn, fagmaður fram í fingurgóma. Oft komu upp mál sem þurfti að leysa en hann gerði það alltaf á þann hátt að enginn fór frá borði með þá hugmynd að upp hefðu komið vandamál. Á einhvern óviðjafnanlegan hátt tókst hon- um alltaf með fasi sínu og ljúf- mennsku að leysa málin. En þannig var pabbi, ekkert nema ljúfmennskan. Þegar við systk- inin vorum lítil sá hann sjaldan ástæðu til að skamma okkur en samt hlýddum við honum. Pabbi var mikill bókaáhuga- maður, las allt sem hann náði í og hans helsta áhugamál var að binda inn bækur í skinn. Það áhugamál stundaði hann hjá föðursystur sinni á æskuheimili sínu í Grjótagötu 4 og var þar allt unnið í höndunum. Margar fallegar bækur eru til sem pabbi batt inn. Eftir að mamma og pabbi skildu fór pabbi að vinna á fraktskipum sem kokkur. Þar fékk hann svalað ferðaþorstan- um því á þeim tíma var oft stoppað lengi í hverri höfn og siglt þangað sem farmurinn átti að enda. Honum líkaði það líf vel, alltaf kom hann með eitt- hvað fallegt handa okkur úr hverri ferð. Aldrei kom hann þó með eins mikið eins og þegar hann eignaðist sitt fyrsta barnabarn, Þorbjörgu Sif. Hann hafði farið inn í Motherc- are í London og ég held enn að hann hafi hálftæmt búðina því hann stútfyllti bílinn minn af Leifur Eiríksson barnadóti og ungbarnafatnaðiþegar ég sótti hann í Sunda- höfn. Hann eignaðist síðar þrjú barnabörn í viðbót sem hann hafði mikið dálæti á. Þau veittu honum styrk og gleði eftir að hann veiktist fyrir 12 árum. Elsku pabbi, farðu vel, við trúum því að þú sért nú með þínu fólki og að þér líði vel. Minning þín mun lifa með okk- ur sem höfum mátt vera þér samferða í gegnum lífið. Þegar ég var lítil baðstu oft bænirnar með mér og sækir ein þeirra að mér þessa dagana; Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þín Kristrún. Elsku pabbi minn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá mér í 44 ár. Núna hef ég bara minn- ingarnar um þig og það er gott að ylja sér við þær því þær eru svo margar góðar og skemmti- legar. Þú ert búinn að gera margt í lífinu. Starfaðir sem þjónn árum saman, vannst við bókband með henni frænku þinni niðri í Grjótó, varst í ut- anlandssiglingum á fraktskip- um o.fl. o.fl. Alltaf hugsaðir þú til okkar í siglingunum, komst alltaf með einhverja minjagripi heim. Þú varst annálað snyrti- menni og passaðir alltaf upp á klæðnaðinn og þá sérstaklega fótabúnaðinn á meðan þú hafðir burði til. Af því eru til margar sögur! Sóldýrkandi varstu og varst fljótur að taka lit. Naust þess að fara í gönguferðir og voru þær ófáar gönguferðirnar sem þú leiddir mann úr Vest- urbænum og niður í Grjótagötu til ömmu og afa. Þú varst með eindæmum stríðinn og það var nú eitt sem entist út allt þitt líf. Eftir okkur fengu barnabörnin þín að njóta þess. Því verður seint gleymt. Þitt góða skap og góða hjarta, stríðnin og sér- stakur húmorinn mun lifa lengst í minningunni. Heimili þitt var alltaf opið og þegar mig vantaði húsnæði sem ung kona var ekkert sjálfsagðara en að bjóða mér íbúðina (og bílinn líka) meðan þú varst til sjós. Og ekki var leiðinlegt hjá okkur þegar þú varst í landi. Við spil- uðum mikið, aðallega rommí, þú kenndir mér að hafa gaman af krossgátum, enda varst þú for- fallinn krossgátufíkill sjálfur, við horfðum jafnvel á hryllings- myndir saman, bæði jafn stressuð, en bæði með hugann við það að gera hvort öðru bilt við og hlógum svo að viðbrögð- um hvort annars. Þú varst líka víðlesinn og maður kom aldrei að tómum kofunum, enda, ef þú vissir ekki eitthvað fórstu bara í bókaskápinn og flettir því upp. Svo veiktist þú, pabbi, og síð- ustu árunum eyddir þú í góðu yfirlæti frábærs starfsfólks dvalarheimilisins Fells, nokkr- um sinnum í viku fórstu líka lengst af í ýmsar tómstundir niður á Vitatorg, þ.s. þú naust þín í að skapa og eigum við systkinin og barnabörnin hina ýmsu hluti sem þú gerðir fyrir okkur og gafst í jólagjafir. Síð- astliðið sumar greindist þú svo með krabbamein, sem leiddi til andláts þíns í síðustu viku. Veit að þú ert á góðum stað núna og að við munum hittast aftur þó að síðar verði. Megirðu hvíla í friði, pabbi. Þín dóttir, Guðný. Elsku afi okkar Við vildum að við gætum fengið að hitta þig einu sinni enn á lífi. Við myndum bjóða þér í kjötsúpu, sem þér þótti svo góð. Þegar þú áttir afmæli ætluðum við öll að borða kjöt- súpu með þér hér heima með allri fjölskyldunni en þú fórst á spítalann þá og við þurftum að koma með hana til þín þangað. Við söknum þín, afi, þú varst bestur! Þínir, Ísleifur Atli og Matthías Elí. Elsku Leifur frændi. Nú hef- ur þú fengið hvíldina og ert laus við allar þjáningar. Hugur minn hefur leitað aftur í tímann síðustu daga og vikur og á ég svo margar góðar minningar sem tengjast þér og mun ég halda vel utan um þær eins og t.d. öll jólin í Grjótagötu, sum- arbústaðarferð, krækiber og kindaspörð og smá prakkara- strik og svo auðvitað Einars- nesið. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar í Einarsnesið, þó að ég hafi verið mjög ung á þessum tíma man ég svo vel hversu spennandi mér þótti að fá að koma og gista, og það voru ófá skiptin sem ég sat í stiganum á Hagamelnum og beið eftir að Leifur frændi kæmi að sækja mig. Okkur Rúnari bróður fannst alltaf jafn gaman að vera í kringum þig, þú varst stríðinn og hafðir svo ótrúlegar sögur að segja og það leiddist okkur ekki og var alltaf mikið hlegið. Elsku Leifur ég trúi því að þú sért kominn á góðan stað og ég veit að það verður tekið vel á móti þér. Elsku Atli, Krist- rún, Guðný og fjölskyldur, megi góður Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Hvíldu í friði, elsku frændi. Unnur Björg Stefánsdóttir. Mig langaði að minnast þín á þessum degi með minningar- brotum, langt aftur í tíma æsku minnar. Foreldrar mínir áttu Árbæ og í æskuminningunni varst þú alltaf þar, burstaklipptur í hvít- um buxum og ljósum skóm, sem sagt mikið borgarbarn. Það var erfitt að finna annað eins snyrtimenni og þú varst á þess- um árum, óaðfinnanlega klædd- ur og bað eða sturta helst tvisv- ar á dag. Við Guðný systir fengum að kynnast því hversu stríðinn þú varst og var alltaf af okkar hálfu reynt að „borga“ til baka með misjöfnum árangri þó. En mikið hlökkuðum við alltaf til þegar von var á ykkur hjónunum, því þú varst alltaf tilbúin fyrir okkur krakkana og umgekkst okkur alltaf sem vini og jafningja. Mikið var brallað, hlegið og farið í gönguferð, kannski í sjoppuna undir Ingólfsfjalli og keypt nammi fyrir okkur krakkana og þig. Þú lætur svo sannarlega eftir þig vandaða einstaklinga sem börnin þín eru og veit ég að þú varst ávallt stoltur af þeim og umhugað um. Ég kveð þig, Leifur minn, og vona svo sannarlega að tekið verði vel á móti þér á þeim stað sem þú lendir á. Birgir F. Lúðvígsson. Einar Guðmunds- son var í raun fyrsti starfsmaður Fjölbrautaskólans á Akranesi. Þegar ég kom til starfa við skól- ann hitti ég þennan unga hávaxna mann sem var að bera í hús fyrsta námsvísi skólans. Einar hafði ver- ið ráðinn til að semja hann og var það nokkurt afrek þar sem hann hafði ekki reynslu af starfi í áfangaskólum þegar þetta gerðist. Einar var afbragðs stærðfræði- kennari og gegndi trúnaðarstörf- um yfirkennara í grunnskóladeild- um Fjölbrautaskólans. Hann var vinsæll og virtur af nemendum og samstarfsmönnum sínum. Einar Guðmundsson ✝ Einar Guð-mundsson kenn- ari fæddist í Reykja- vík 11. september 1952. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 3. mars síð- astliðinn. Útför Einars fór fram frá Kópavogs- kirkju 12. mars 2012. Einari var sér- staklega annt um stærðfræðikennsl- una og náði góðum árangri með nem- endum sínum. Hann tók einnig virkan þátt í tilraunaverk- efni er Fjölbrauta- skólinn á Akranesi fékk undanþágu frá samræmdu prófun- um og fékk að taka nemendur sína í 9. bekk (nú 10. bekk) inn í framhaldsskólaáfanga sem skilaði þeim árangri að tveir þriðju hluta nemenda luku námi á undan jafnöldrum sínum. Einar hafði líka umsjón með fé- lagsstörfum nemenda og kom þá vel í ljós hversu vel honum tókst að vinna með ungu fólki. Vil ég votta ástvinum hans samúð við skyndilegt fráfall hans og þakka að leiðarlokum samstarfið í Fjöl- brautaskólanum á Akranesi fyrir rúmum þremur áratugum. Ólafur Ásgeirsson, fyrrverandi skólameistari. ✝ Árni VignirÞorsteinsson fæddist 13. sept- ember 1947 í Vestra-Fróðholti í Rangárvallasýslu. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbaut 16. mars 2012. Hann var sonur hjónanna Þor- steins Sigmunds- sonar, f. 22.4. 1915, d. 13.3. 1992, og Jónínu Árnadóttur, f. 15.6. 1920, d. 26.9. 1992. Bræð- ur Árna eru Grétar Þor- steinsson, f. 20.10. 1940, og Gunnar Rúnar Þorsteinsson, f. 8.2. 1957. Eftirlifandi eiginkona Árna er Anna María Hjálmarsdóttir, f. 6.6. 1946. Þau gengu í hjóna- band 16.11. 1968. Synir þeirra eru Hjálmar, f. 15.2. 1967, kona hans er Sigrún Ingibjörg Jó- hannsdóttir, f. 25.1. 1976. Börn þeirra eru Harpa Lind, f. 25.11. 1998, Anna María, f. 21.9. 2002 og Jó- hann Grétar, f. 27.4. 2008. Þor- steinn, f. 20.3. 1975, kona hans er Málfríður Þorleifs- dóttir, f. 12.4. 1974. Börn þeirra eru Hulda Hlíf, f. 4.7. 1993, sam- býlismaður hennar er Severin Messen- brink, f. 15.11. 1990. Þorleifur Árni, f. 15.3. 1996 og Óðinn Snær, f. 2.10. 2002. Elías, f. 24.6. 1978, kona hans er Inga Lára Hjaltadóttir, f. 18.2. 1984. Sonur þeirra er Adam Freyr, f. 6.4. 2011. Úr fyrra sambandi á Elías eina dóttur, Jónu Hlín, f. 18.8. 2000. Árni Vignir verður jarð- sunginn frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, í dag, 23. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett verður í Gufu- neskirkjugarði. Vissulega voru veikindin al- varleg, en samt bar brotthvarf- ið brátt að, allt of brátt. Árni frændi, heilbrigðið upp- málað, reglumaður, dans- og útivistarunnandi, að ógleymd- um veiðiáhuganum, sem við deildum allir, við bræðurnir, Andri sonur Jóns Gunnars og þeir bræður pabbi, Árni og Gunnar. Stórt skarð var höggvið í veiðihópinn við fráfall Jóns Gunnars bróður og höfðum við þá á orði að veiðiferðirnar yrðu ekki samar eftir það – Veiði- ferðirnar verða ekki samar héð- an í frá. Margar eru minningarnar, t.a.m. frá uppvaxtarárum okkar systkina þegar við fórum með mömmu og pabba og dvöldum yfir jól og áramót hjá ömmu og afa í Þorlákshöfn, ásamt föð- urbræðrum okkar og fjölskyld- um þeirra. Tvennt er mér þó efst í huga þegar ég minnist Árna frænda, annars vegar hversu hlýlega var alltaf tekið á móti okkur og öðrum gestum á heimili þeirra hjóna, Önnu og Árna og ávallt var gnótt veitinga, sama hvert tilefnið var. Hins vegar tengt veiðiskapnum, sama hvert för okkar var heitið, um troðnar eða ótroðnar slóðir og í all- mörgum tilfellum farið um ár- bakka og ófærur sem eingöngu voru færar jeppum, eða í öllu falli fjórhjóladrifnum farar- tækjum, þá kom minn maður alltaf í kjölfarið á fólksbílnum sínum, hinni vökru Toyotu. Hann fór jafnan allt sem aðrir komust og í einhverjum tilfell- um lengra ef eitthvað var. Þessu dáðist ég alltaf að hann virtist aldrei setja neitt fyrir sig eða sýndi að eitthvað væri óyfirstíganlegt. Hann var líka lunkinn við veiðarnar. Stundum var dræmt í veiði og jafnvel ekkert dregið að landi hjá okkur hinum, en ef einhver fiskaði þá var það hann sem fékk’ann. Allt framkvæmdi hann, að því er virtist, án nokkurrar fyr- irhafnar og ávallt af mikilli kostgæfni og yfirvegun. Ég kveð föðurbróður minn, Árna frænda, með miklum söknuði, góður maður er geng- inn. Hjörtur Þór Grjetarsson. Árni Vignir Þorsteinsson ✝ Innilega þökkum við auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS SIGURJÓNS ÓLASONAR fyrrverandi verkstjóra frá Reyðarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Uppsala á Fáskrúðsfirði. Sigríður Eyjólfsdóttir, Rúnar Sigurjónsson, Jórunn Sigurbjörnsdóttir, Hilmar Sigurjónsson, Halldóra Baldursdóttir, Eygló Sigurjónsdóttir, Þórstína H. Sigurjónsdóttir, Ingvi Rafn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega fyrir samúð og vináttu sem okkur var sýnd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÓLAFÍU HALLDÓRSDÓTTUR. Karólína Stefánsdóttir, Karl Franklín Magnússon, Ráðhildur Stefánsdóttir, Daði Hálfdánsson, Óskar Jens Stefánsson, Sigríður Halldórsdóttir, Anna Árnína Stefánsdóttir, Brynleifur G. Siglaugsson, Sigrún Stefánsdóttir, Birgir Stefánsson, Kristín Ragnheiður Stefánsdóttir, Ib Collin, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar systur okkar, mágkonu og frænku, MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR frá Eyvindarhólum. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun og hlýhug. Jón Sigurðsson, Vilborg Sigurðardóttir, Guðjón Jósepsson, Þóra Sigurðardóttir, Reynir H. Sæmundsson, Magnea Gunnarsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.