Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012
Við ramman að rjá Margar skemmtilegar viðureignir sáust á Íslandsmótinu í júdói á laugardag. Bjarni Skúlason sigraði í opnum flokki karla og Margrét Ragna Bjarnadóttir í kvennaflokki.
Ómar
Ríkisstjórnin hefur efnt til
ófriðar um flest helstu úrlausn-
arefni þjóðarinnar, gagnstætt því
sem ætla hefði mátt. Þegar hún
kemst í þröng með mál sín er ósk-
að eftir víðtækri aðkomu stjórn-
málaflokka og hagsmunaaðila.
Þegar til stykkisins kemur er
ekkert mark takandi á fagurgal-
anum um samráð. Háttur núver-
andi stjórnvalda hefur jafnan ver-
ið sá að kynda ófriðarbálið, hvar
og hvenær sem því verður við
komið. Í þessu ljósi eigum við því að skoða nýtt
ákall Jóhönnu Sigurðardóttur um víðtækt sam-
starf um gjaldmiðilsmálin. Það er bara til marks
um að ríkisstjórnin er sundruð í þessu máli, eins
og við blasir; líkt og svo miklu víðar. Og í þess-
um vandræðum gellur við gamalkunnugt sýnd-
arákall um samráð, af því tagi sem við þekkjum.
Rifjum aðeins upp
1. Ríkisstjórnin átti þess kost að skapa víð-
tæka sátt um lausn í gömlu þrætumáli á meðal
þjóðarinnar, deilunni um fiskveiðistjórnun. Sú
sátt sem hafði náðst á meðal stjórnmálaaflanna
og hagsmunaaðilanna var rofin einhliða af rík-
isstjórninni. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar var
dæmalaust klúður, sem enginn vill nú bera
ábyrgð á, þó eigi færri en 10 ráðherrar og þing-
menn stjórnarflokkanna, hafi átt höfundarrétt-
inn að því.
2. Markvisst var unnið að því að skapa sátt um
nýtingu orkuauðlindanna. Það er gamalt átaka-
mál í okkar samfélagi. Með því að gera sérstaka
rammaáætlun, þar sem orkuauðlindunum yrði
skipað í þrjá flokka, nýtingarflokk, biðflokk sem
ætti að skoða betur og verndarflokk, var ætl-
unin að hefja þessi mál upp fyrir dægurþras og
ríg. Þegar verkið var nær fullbúið, rauf rík-
isstjórnin sáttina, málið fór inn í gamaldags póli-
tískt tog innan og á milli stjórnarflokkanna og
friðurinn var úti. Rammaáætlunin var eyðilögð
mála um að þýðingarlaust sé að eiga við þau
frekara samstarf. Ríkisstjórnin leggur óhikað í
stríð við verkalýðshreyfinguna jafnt og atvinnu-
lífið.
6. Þá er að nefna þau mál sem snúa að skulda-
vanda heimilanna. Þar er öllum ljóst nema rík-
isstjórninni að vandinn er gríðarlegur og fjarri
því að náð hafi verið utan um hann. Þó lýstu
stjórnvöld því yfir fyrir tveimur árum, með for-
sætisráðherrann í broddi fylkingar, að vandi
heimilanna hefði verið leystur. Kallað var til
sýndarsamráðs, en ekkert gert með það sem
lagt var fram af öðrum en þeim sem rík-
isstjórnin hafði velþóknun á. Málin voru svo
knúin í gegn á Alþingi, gegn viðvörunarorðum
stjórnarandstöðunnar. Niðurstaðan: Mikill
ágreininingur um þetta stóra mál.
7. Ríkisstjórnin heyr núna heilagt stríð gegn
atvinnulífinu. Forsætisráðherrann sniðgengur
fundi með fulltrúum þess, neitar að hitta að máli
fulltrúa heilu atvinnugreinanna og talar með
niðrandi hætti til þeirra. Þegar unnið er að
grundvallarbreytingum á starfsumhverfi sjáv-
arútvegsins, er til að mynda sjómönnum, út-
gerðarmönnum og smábátasjómönnum haldið
utan við það ráðslag allt, nema til málamynda.
Hið sama á við um aðra hagsmunaaðila.
Því miður hefur ríkisstjórninni tekist það á
sínum óburðuga ferli að efna til ófriðar um hvert
málið á fætur öðru, eins og þessi örstutta og lítt
tæmandi upptalning ber með sér. Hennar verð-
ur því fyrst og síðast minnst fyrir einstakan
hæfileika til þess að kjósa ævinlega ófriðinn þó
svo að friður sé í boði og gera þar með að að-
alsmerki sínu fleyg ummæli sem jafnan hafa
verið kennd við ójöfnuð.
og það sem frá ríkisstjórninni mun
koma verður bara pólitísk yfirlýsing
hálfdauðrar ríkisstjórnar, sem allir
vita að lifir ekki af næstu kosningar.
3. Evrópumálin hafa klofið þjóð-
ina, eftir að ríkisstjórnin, með full-
tingi Vinstri grænna, ákvað að
sækja um aðild að ESB. Það var
gert í miklu ósætti, samnings-
umboðið var veikt vegna þess ósam-
lyndis sem um málið ríkti á meðal
þeirra sem ábyrgðina báru. Þrátt
fyrir að allt hafi núna breyst í Evr-
ópu er enn þybbast við. Andstaðan
við aðildina eykst hjá þjóðinni. Sam-
fylkingin veit sem er að hún getur bara unnið að
framgangi þess í slagtogi við VG, sem hefur látið
svínbeygja sig í málinu. Því er feigðarförinni
haldið áfram, ósættið magnað og átökin aukin.
4. Um eitt hafa stjórnmálaflokkarnir á Alþingi
verið sammála, þrátt fyrir átök um önnur mál.
Það er að við endurskoðun stjórnarskrárinnar
ætti að vera sem víðtækust sátt. Nú hefur verið
horfið frá þessu. Í fyrsta sinn á gjörvöllum lýð-
veldistímanum, er nú endurskoðun stjórn-
arskrárinnar keyrð áfram í fullkomnu ósætti.
Og það sem enn verra er. Það veit í rauninni
enginn lengur hvar þetta mikilvæga mál stend-
ur, né hvert menn ætla að stefna. Upphafið lof-
aði ekki góðu, þar sem byrjað var á því að snið-
ganga niðurstöðu Hæstaréttar. Stjórnvöld ætla
að keyra áfram vinnuna án þess að gera hina
minnstu tilraun til þess að skapa víðtækan
grundvöll, eða almenna sátt um stjórnarskrána
sjálfa.
5. Stjórnvöld hafa ítrekað blekkt atvinnulífið
og verkalýðshreyfinguna til samstarfs, und-
irritað yfirlýsingar, sem hafa verið kallaðar því
hátimbraða nafni Stöðugleikasáttmáli. En það
er eins og stjórnvöld hafi hvorki skeytt um
skömm né heiður. Sómatilfinningin er engin.
Ríkisstjórnin hefur farið létt með að svíkja þessi
loforð sem voru svo hátíðlega gefin. Nú er svo
komið að enginn treystir orðum stjórnvalda.
Verkalýðshreyfingin og atvinnulífið eru sam-
Eftir Einar K. Guðfinnsson »Ríkisstjórninni hefur tekist
það á sínum óburðuga ferli
að efna til ófriðar um hvert
málið á fætur öðru.
Einar K. Guðfinnsson
Höfundur er alþingismaður.
Ófriðarbálið kynt
Ég sat fund, sem hreyfingin „Já
Ísland“ hlutaðist til um að haldinn
yrði í Verkmenntaskólanum á Ak-
ureyri 19. mars. Skólinn hafði sett
það skynsamlega hlutleysisskilyrði
að einhver sæti fundinn af hálfu
þeirra sem mæla gegn aðild að
ESB.
Fulltrúi „Já Ísland“ hóf inn-
gangserindi sitt á eftirfarandi yfir-
lýsingu: „Ísland er ekki framtíðar-
landið.“ Síðan fylgdi löng
hrollvekja um örlög íslenskra
námsmanna og ungs fólks al-
mennt, ef haldið yrði í íslensku
krónuna. Námslán þeirra og íbúða-
lán myndu ítrekað tvöfaldast. Öðru
máli gegndi um aðild að ESB, þar
sem leitað yrði í skjól evrunnar.
Þar ríkti stöðugleikinn einn.
Sú mynd sem „Já Ísland“ dró
upp á þessum fundi af stöðugleika
evrunnar stenst ekki skoðun. Mið-
að við vantrú samtakanna á fram-
tíð Íslands, vaknar sú spurning
hvort samtökin væru ekki betur
nefnd „Nei Ísland, já ESB“.
Á fundinum kom í ljós að nem-
endur voru vel að sér, opnir fyrir
upplýsingum en að því er virtist
ónæmir fyrir trúboði.
Tómas Ingi Olrich
Öfug-
mæli
Höfundur er fyrrv.
alþingismaður og ráðherra.