Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012
Nýtt hefti
Þjóðmál – tímarit um stjórnmál og
menningu – hefur nú komið út í átta ár
undir ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar.
Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári –
vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst
í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum
stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins
4.500 kr.
Hægt er að gerast áskrifandi
á vefsíðunni www.thjodmal.is
eða í síma 698-9140.
www.thjodmal.is Ugla útgáfa
Um þessar mundir
er Aðalskipulag
Reykjavíkur kynnt í
hverfum borgarinnar
með borgarafundum
þar sem skipulags-
yfirvöld kynna skipu-
lag og svara fyr-
irspurnum. Á fundi
Hlíðasvæðis fór þó
nokkur tími í umræðu
um stærð og staðsetn-
ingu háskólasjúkra-
húss. Nýjasta umferð-
arspá
höfuðborgarsvæðisins
er frá 2004 og þar er
t.d. ekki reiknað með
Háskólanum í Reykja-
vík. Í þeirri spá er
reiknað með að um
120.000 bílar aki í
gegnum Hlíðahverfi á
leiðinni milli austurs
og vesturs og um
80.000 milli norðurs og
suðurs á sólarhring – til sam-
anburðar aka um 70.000 bílar um
Reykjanesbraut á sólarhring.
Ástæðan fyrir þessari miklu um-
ferð er sú að um 80% allra starfa í
Reykjavík eru vestan Elliðaáa, en
austan Elliðaáa sem skipulags-
yfirvöld hafa kosið að kalla út-
hverfi, eða jafnvel skipulagsslys, er
um helmingur allra heimila borg-
arinnar. Íbúar Hlíðanna verða því
áþreifanlega varir við hvaða áhrif
skipulag borgarinnar hefur á um-
ferð þegar ójafnvægi er milli bú-
setu og vinnustaða.
Þrengt að umferð
með þéttingu byggðar
Stefna skipulagsyfirvalda er að
skapa allskonar skapandi græna
borg við Sundin fyrir fólk og er lýst
í bæklingi um Aðalskipulag
Reykjavíkur 2010-2030 – Framtíð-
arsýn og leiðarljós. Ný stefna er
tekin í þéttingu byggðar, en hún
felst í þetta skipti í því að þétta
íbúabyggð þar sem hún er þéttust
og fjölga vinnustöðum þar sem þeir
eru flestir. Til skýringar á þéttri
byggð, byggist sú hugmynd al-
mennt á því að íbúar geti sótt alla
sína þjónustu og vinnu í sínu hverfi,
þ.e. hverfin tæmast ekki eða fyllast
af fólki á vinnutíma.
Sem dæmi um stefnu í skipulagi
er búið að samþykkja 61.900 fer-
metra Vísindagarða og 300 stúd-
entaíbúðir á Háskólasvæðinu. Þessi
byggð á að stytta vegalengdir fyrir
stúdenta. Hugmyndin er að lág-
marka þörf fyrir bílaumferð og
-stæði. Sama hugmynd virðist eiga
við um 235.500 fermetra háskóla-
sjúkrahús, en 6.800 íbúðir eru
skipulagðar í Vatnsmýri og 2.000 í
Miðbænum til að stytta vegalengd-
ir. Fram hefur komið í fjöldamörg-
um greinum að um 200 starfsmenn
háskólans starfa á LSH, hug-
myndin er sú að þeir fari milli há-
skólanna og spítala á lánshjólum.
Til þess að úthverfastarfsfólk há-
skólasjúkrahússins venji sig af
einkabílanotkun, verða bílastæðin
fá og gjaldskyld – í stað þeirra
verða upphitaðar hjólageymslur
með sturtuaðstöðu og reið-
hjólaleiga á samgöngumiðstöðinni
BSÍ. Þannig er sýnt að staðsetning
sjúkrahúss allra landsmanna er
eins og best verður á kosið fyrir
starfsfólk og nemendur háskóla-
sjúkrahússins.
Öryggi sjúklinga
ógnað vegna umferðar
Þriðji hópurinn sem þarf að kom-
ast á sjúkrahúsið eru sjúklingar,
þeir velja hvorki stað, stund né bú-
setu þegar þeir þeir veikjast – stað-
setning sjúkrahúss er öryggis-
atriði. Þegar HÍ og sameinaður
Land- og Borgarspítali ákváðu að
byggja háskólasjúkrahús, var jafn-
framt ákveðið að endurskipuleggja
heilbrigðisþjónustu landsmanna,
þannig að öll sérfræðiþjónusta yrði
á háskólasjúkrahúsinu og að með-
ferð lokinni yrðu sjúklingar fluttir á
sjúklingahótel, legudeildir sjúkra-
húsa í heima- eða nágrannabyggð.
Ábyrgð yfirvalda er því mikil vegna
ákvörðunar um að samþykkja til-
lögu höfunda háskólasjúkrahússins.
Þarf spítalinn að
vera svona stór?
Í fyrsta áfanga er áætlað að
byggja 95-105.000 fermetra spítala
fyrir lánsfé, afborganir af lánum
verða nýr kostnaðarliður í rekstri
sjúkrahússins. Í skýrslu norskra
sérfræðinga frá 2009, er bent á að
300-400.000 íbúa þjónustusvæði í
Noregi þurfi um 90.000 fermetra
spítala. Í fyrsta áfanga á því að
byggja spítala sem nægir jafn-
mörgum Norðmönnum og allir íbú-
ar þessa lands eru. Með því að nýta
eldri byggingar áfram, eru fer-
metrar LSH orðnir fleiri en Norð-
menn þyrftu. Getur verið að há-
skólasjúkrahús Íslands sé of
metnaðarfull framkvæmd fyrir
okkur í bili? Er ekki full ástæða að
grípa tækifærið áður en það glatast
og endurskoða staðsetningu í stað
þess að velja lóð undir spítala eins
og var gert fyrir rúmum áratug?
Þarf ekki að meta fórnarkostnað
borgarinnar sem felst í öllum þeim
fjölda sem keyrir vestur í 101 til
vinnu, öryggi sjúklinga þegar spít-
ali er staðsettur í þungamiðju um-
ferðar og því hvort það eigi bara að
veita allskonar sjúkrahúsþjónustu
við Hringbraut og hvergi annars
staðar á landinu? Er ekki kominn
tími til að skoða það sem vel er gert
á einkareknum stofum og á smærri
sjúkrahúsum? Stærð nýs Landspít-
ala mætti þá endurskoða m.t.t.
þeirrar þjónustu sem á best heima
þar og um leið velja honum heppi-
legan stað í borginni, þar sem
margir búa, fáir vinna, vegakerfi
landbyggðarinnar tengist borginni
og þannig má létta á umferð um
alla borgina.
Allskonar við Hringbraut
Eftir Guðrúnu
Bryndísi Karls-
dóttur
»Ný stefna er tekin í
þéttingu byggðar,
en hún felst í þetta
skipti í því að þétta íbúa-
byggð þar sem hún er
þéttust og fjölga vinnu-
stöðum þar sem þeir eru
flestir.
Guðrún Bryndís
Karlsdóttir
Höfundur er með meistarapróf í
byggingaverkfræði, sérsvið er sjúkra-
hússkipulag
Morgunblaðið er vettvangur
lifandi umræðu í landinu og
birtir aðsendar greinar alla
útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Kerfið er
auðvelt í notkun og tryggir ör-
yggi í samskiptum milli starfs-
fólks Morgunblaðsins og höf-
unda.
Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar
á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í
hægra horni forsíðu mbl.is.
Þegar smellt er á lógóið birt-
ist felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf not-
andinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar
fylgja hverju þrepi í skráning-
arferlinu. Eftir að viðkomandi
hefur skráð sig sem notanda í
kerfið er nóg að slá inn kenni-
tölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá
kl. 8-18.
Móttaka að
sendra greina