Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012
✝ Bjarni R. Sig-marsson fædd-
ist í Grímsey 15.
júlí 1929. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
19. mars 2012. For-
eldrar hans voru
Guðrún Margrét
Bjarnadóttir, f.
1898, d. 1996, og
Sigmar Ágústsson,
f. 1898, d. 1983.
Bjarni var yngstur þriggja
systkina. Elstur var Ingólfur
Baldvinsson, f. 1920, d. 1996.
Margrét Sigmarsdóttir, f. 1923.
d. 1941. Uppeldissystir Bjarna
var Guðrún Ingólfsdóttir, f.
1943, d. 2011.
Bjarni giftist Helgu Jónínu
Ásgeirsdóttur árið 1957. Helga
var fædd 23. september 1934, d.
1985. Börn Helgu og Bjarna eru:
1) Guðrún, gift Ingólfi Hann-
essyni. Börn þeirra eru Harpa
María og Daði Freyr. 2) Margrét
Inga, var gift Markúsi Ein-
arssyni, dóttir
þeirra er Helga
Jónína. 3) Sig-
urbjörg, gift Þórði
S. Reykdal, dætur
þeirra eru Ásta og
Marta. 4) Sigurður,
giftur Maríu Egils-
dóttur, börn þeirra
eru Herdís María,
Sigmar Bjarni og
Helga Sigríður.
Fóstursonur
Bjarna var Ásgeir Arngrímsson,
f. 1954, d. 1998. Synir hans og
Örnu Hrafnsdóttur eru Baldvin
Hermann, Bjarni Hrafn og
Brynjar Helgi. Bjarni átti sjö
langafabörn.
Bjarni var menntaður vél-
stjóri. Fyrri hluta starfsævinnar
var hann til sjós en síðan var
hann verkstjóri á Hraðfrystihúsi
Ólafsfjarðar og Útgerðarfélagi
Akureyringa.
Útför Bjarna verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag, 26. mars
2012, kl. 10.30.
Elskulegur faðir okkar lést
skyndilega síðastliðinn mánu-
dag, raunar langt um aldur
fram, sem virðistskrítið um
mann á 83. aldursári. Hann
sýndi ekkert fararsnið, kenndi
sér einskis meins, stundaði sín-
ar daglegu göngur og sund og
var með hugann við næstu
verkefni. En enginn flýr sín ör-
lög.
Við systkinin ólumst upp á
stóru og líflegu heimili í Ólafs-
firðinum; Geiri, Gurra, Magga,
Sibba og Siggi. Með pabba og
mömmu í brúnni var heimilis-
skipinu vel stýrt, allt í öruggum
höndum og metnaður þeirra
mikill, að skila börnunum út í
lífið með sem best veganesti.
Stóran skugga bar þó á þegar
mamma, á besta aldri, veiktist
af illvígum sjúkdómi og lést eft-
ir erfið veikindi. Þetta var mik-
ið áfall fyrir okkur öll, sýnu
mest fyrir pabba og litla ung-
linginn, Sigurð.
Í kjölfar þessa ákvað pabbi
að taka sig upp, flytja til Ak-
ureyrar og hefja nýja tilveru
þar. Þetta gerði pabbi með
stakri prýði og hóf vinnu sem
verkstjóri hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa og þar starfaði
hann þar til hann varð að hætta
sökum aldurs, reyndar sjötugur
og í fullu fjöri. Í lífi pabba urðu
áföllin mörg og stundum erfitt
að horfa fram á við, en hann
hélt þó alltaf, áfram trúr sínum
uppruna og gafst aldrei upp.
Undanfarin ár hafa verið hon-
um mjög góð, hann umkringdur
sínum nánustu, góðri vinkonu,
ánægður með lífið og tilveruna.
Þegar pabbi fór að hafa
meiri tíma sneri hann sér í rík-
ara mæli að barnabörnum sín-
um og varði ófáum stundum í
að passa, segja til með skóla-
lærdóm, keyra og sækja í tóm-
stundir og skóla. Hann var
ávallt til taks þegar hann var
kallaður út.
Hann fór einnig að beina
kröftum sínum að tónlist, spil-
aði á orgel og þegar hann varð
áttræður fannst okkur systk-
inunum tími til kominn að hann
eignaðist harmonikku og var
hann nokkuð drjúgur að fikra
sig áfram á það hljóðfæri og
tók lagið í jólaboðum fjölskyld-
unnar. Pabbi hafði gaman af
ferðalögum, bæði innanlands og
utan. Honum þótti sérstaklega
gaman að koma á söguslóðir,
t.d. í Fjörður og víða erlendis
þar merkir atburðir höfðu
gerst. Pabbi var nýjungagjarn
og var duglegur að tileinka sér
nútímatækni, hann fikraði sig
áfram á netinu og smellti sér á
Fésbókina rúmlega áttræður.
Geri aðrir betur.
Við minnumst pabba fyrir
hjartahlýju og öryggi sem hann
veitti okkur ávallt, einstakur
maður, vel gerður og um margt
frábær faðir. Við minnumst
yndislegs föður með þakklæti
og ást.
Guðrún, Margrét,
Sigurbjörg og Sigurður
Bjarnabörn.
Í dag kveðjum við góðan
dreng og tengdaföður minn,
Bjarna Sigmarsson vélstjóra,
mann sem hafði marga fjöruna
sopið í sinni lífsbaráttu, traust-
ur og einbeittur eins og hann
átti kyn til.
Okkar leiðir lágu saman í
Ólafsfirði þegar ég, fótbolta-
þjálfarinn úr Reykjavík, fór að
nudda mér upp við elstu heima-
sætuna í hinu reisulega húsi á
Túngötunni. Þau Helga tóku
mér opnum örmum, skrítnum
gutta úr Reykjavík. Strengur-
inn sem myndaðist var sterkur,
sameiginleg áhugamál um
margt, vinnan reyndar í fyr-
irrúmi eins og ávallt, en stund-
um skvett úr klaufunum og þá
var oft mikið fjör.
Þegar ég komst í kynni við
þennan Grímseyjarættbálk
vakti hann strax aðdáun fyrir
þrautseigju, vilja, trúnað og
traust, svo ekki sé minnst á lík-
amlegt atgervi. Hjartastórt fólk
sem lifði af, einatt við erfiðar
aðstæður. Og því var treyst til
vandasamra verka, Bjarna fyrir
gangverki fiskiskipa og síðar
fyrir verkstjórn á Ólafsfirði og
Akureyri. Já, það er meiri
seiglan í þessu Grímseyjarliði,
hugsaði ég oft með sjálfum mér
þegar fylgst var með úr fjar-
lægð. Bjarni tengdapabbi var
vissulega til fyrirmyndar um
margt, hafði reyndar ómældan
metnað til þess að standa sig,
ekki síst að sjá til þess að börn-
in fimm kæmust á legg og yrðu
sjálf góðir og gegnir einstak-
lingar. Það tókst honum og
Helgu heitinni svo sannarlega.
Oft fylgdi þessu kankvísi og
gleði, þó að sporin á lífsleiðinni
yrðu ansi þung sum hver. En
þessi harðgeri maður átti líka
til fínar taugar sem komu hvað
best í ljós þegar eitthvað bját-
aði á. Hér fór líka maður með
góða verkgreind, var útsjónar-
samur og glúrinn í hinu dag-
lega amstri. Reglusamur og
snjall.
Að leiðarlokum lifa allar hin-
ar góðu og hlýju minningar um
traustan vin, tengdaföður og
afa barnanna okkar Gurru.
Ingólfur Hannesson.
Í dag er tengdafaðir minn
Bjarni Sigmarsson lagður til
hinstu hvílu og því viðeigandi
að þakka honum fyrir sam-
fylgdina. Bjarni unni fjölskyldu
sinni og þess fengum við að
njóta. Hann var áreiðanlegur
og alltaf til taks ef á þurfti að
halda, hvort sem um var að
ræða aðstoð barnabarna við
heimanám, skutl hingað og
þangað um bæinn, við húsbygg-
ingar eða hvað sem til féll.
Hann undi sér best við að gera
gagn og það gerði hann svo
sannarlega. Bjarni var rólegur
og fámáll maður en hafði sterk-
ar skoðanir og átti það til að
lauma þeim inn þegar síst var
von á og athuga viðbrögð nær-
staddra. Ég hafði gaman af því
að karpa við hann og horfa á
glottið á honum þegar við vor-
um ekki sammála. Bjarni gerði
litlar kröfur og var æðrulaus
maður enda hafði hann lifað
tímana tvenna. Það var unun að
fylgjast með honum síðastliðin
ár, hann átti góða vinkonu sem
okkur fjölskyldunni fannst
ómetanlegt. Hann naut sín í
Víðilundi með fólki á sama reki
og leið vel. Bjarni naut góðrar
heilsu fram á síðasta dag og er
ástæða til þess að þakka fyrir
það. Elsku afi Bjarni takk fyrir
allt og allt, þín verður sárt
saknað.
María.
Elsku afi okkar. Það er sárt
að hugsa til þess að þú sért far-
inn fyrir fullt og allt. Að þú
komir ekki oftar í mat á sunnu-
dögum né kíkir við seinnipart-
inn, sitjir við eldhúsborðið og
lesir Moggann eða spjallir um
daginn og veginn. Og við eigum
eftir að sakna allra endalausu
spurninganna um síma, tölvur,
netið og Facebook. Einnig þess
að fá reglulega tóm sms frá
þér. Að þú eigir ekki eftir að
lauma að okkur smáaur þegar
við vorum að fara í ferðalög eða
spyrja hvort þetta dygði ekki
fyrir bíóferð. Þetta er allt svo
óraunverulegt og erfitt að
sætta sig við. Þú sem varst allt-
af svo hress og heilsuhraustur,
duglegur að hreyfa þig og að-
stoða ef á þurfti að halda. Þú
fórst svo snöggt að okkur gafst
ekki einu sinni tími til að
kveðja þig, elsku afi. Þú verður
alltaf í hjörtum okkar og allar
góðu minningarnar fylla upp í
það tómarúm sem myndaðist
við fráfall þitt. Allar ferðirnar
til Ólafsfjarðar, jólaboðin, af-
mælisferðin til Ítalíu og margar
fleiri yndislegar minningar.
Við vonum að þú hafir slegið
upp góðu harmonikkuballi með
öllu því góða fólki sem farið var
á undan þér og dansir af þér
skóna, takir þitt fræga Gríms-
eyjarspor, þangað til þú getur
boðið okkur aftur upp í dans.
Þínar afastelpur,
Ásta og Marta Þórð-
ardætur.
Við afi vorum ansi góðir
saman, höfðum báðir brennandi
áhuga á ýmsu s.s. bílum, þessar
hæglátu týpur, sem tékka vel á
öllum hlutum áður en þeir
framkvæma. Ég held að við
höfum skilið hvor annan nokk-
uð vel og afi Bjarni reyndist
mér vel þessi tvö ár sem ég
dvaldist á Akureyri og kláraði
MA. Hann var alltaf boðinn og
búinn að skutla mér eða redda
ýmsum hlutum og þótti honum
ekkert nema ánægja að hjálpa
mér og öðrum.
Vegna búsetu í útlöndum og
í Reykjavík urðu samveru-
stundirnar ekki nægilega
margar, en mig langar bara til
að þakka fyrir þær góðu stund-
ir sem við áttum saman. Þú
varst mér frábær afi.
Daði Freyr Ingólfsson.
Mér varð verulega brugðið
þegar ég frétti af skyndilegu
andláti Bjarna Sigmarssonar,
fyrrverandi tengdaföður míns
og góðs vinar. Þó að samskiptin
hafi minnkað nokkuð á und-
anförnum árum vorum við í
reglulegu símasambandi og ég
hitti Bjarna síðast hressan og
kátan í nóvember sl.
Ég kynntist Bjarna fyrir um
30 árum þegar ég fór að vera
með Margréti dóttur hans.
Bjarni var langt frá því að vera
allra og það tók mig nokkurn
tíma að eignast trúnað hans.
En eftir að ég hafði eignast
hann urðum við góðir vinir og
sú vinátta rofnaði ekki eftir að
ég var ekki lengur hluti af fjöl-
skyldu hans.
Þegar ég kynntist Bjarna
opnaðist fyrir mér nýr heimur.
Ég hafði alla tíð alist upp á
malbikinu í Kópavoginum og
þekkti lítið til lífsins í sjáv-
arplássum landsins. Bjarni var
Grímseyingur og var stoltur af
því og hann var duglegur að
segja mér sögur úr lífinu í eyj-
unni. Gegnum Bjarna kynntist
ég einnig Guðrúnu móður hans,
og það var æði oft sem ég
hlustaði á hana segja frá lífinu í
Fjörðunum og flutningi fjöl-
skyldunnar aftur til Grímseyj-
ar. Fyrir malbiksdrenginn voru
þessar sögur ævintýri líkastar.
Eftir að hafa ferðast sjálfur um
þetta svæði gerði ég mér enn
betur grein fyrir því hversu
mikil afrek þetta fólk hafði
unnið.
Bjarni hafði mikinn áhuga á
íþróttum og fylgdist vel með
öllu sem þar gerðist. Hann kom
oft suður til að horfa á lands-
leiki og aðra stórleiki og hann
fór reglulega á völlinn fyrir
norðan. Sérstakan áhuga hafði
hann á enska boltanum. Og þar
vorum við samherjar; Liverpool
var liðið og Gerrard var hetjan.
Við fórum tvisvar saman til An-
field – Mekka knattspyrnunnar
– til að sjá hetjurnar okkar
spila. Þetta voru ógleymanleg-
ar ferðir sem við báðir höfðum
gaman af og treystu vinabönd-
in. Það hefur ekki verið auðvelt
að vera Liverpool-aðdáandi síð-
ustu árin. Við Bjarni ræddum
oft hvað þyrfti til, til að koma
liðinu okkar aftur í fremstu
röð. Að sjálfsögðu höfðum við
allar lausnirnar, en þeir sem
voru við stjórnvölin hverju
sinni virtust ekki hafa sama
skilning á leiknum og við!
Bjarni átti einnig fleiri
áhugamál. Hann hafði gaman af
tónlist og spilaði bæði á hljóm-
borð og harmonikku. Þá var
Bjarni einnig mjög góður dans-
ari. Vinnu minnar vegna þurfti
ég oft að fara til Akureyrar og
gisti ég þá gjarnan hjá Bjarna.
Ef heimsóknir mínar bar upp á
helgi fengum við okkur gjarnan
einn (eða jafnvel tvo) gráa,
ræddum um fótboltann, stjórn-
málin og heimsmálin áður en
við héldum út á lífið. Eftir að
við komum inn á öldurhúsin sá
ég oftast lítið til Bjarna því
hann var eftirsóttur dansari.
Líf Bjarna var ekki alltaf
auðvelt og hann hafði oft vind-
inn í fangið. Langvarandi erfið
veikindi Helgu eiginkonu hans
og sviplegt dauðsfall Ásgeirs
sonar hans höfðu örugglega
meiri áhrif á hann en okkur
grunar. Þá höfðu nýleg alvarleg
veikindi sonardóttur hans mikil
áhrif á hann.
Með þessum orðum kveð ég
Bjarna vin minn og þakka hon-
um samfylgdina. Börnum hans
og fjölskyldum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Markús.
Bjarni R.
Sigmarsson
✝ Jón PéturBenediktsson
fæddist að Hrauni í
Árneshreppi á
Ströndum 2. ágúst
1918. Hann lést á
Landspítalanum 13.
mars 2012. For-
eldrar hans voru
Benedikt Sæmunds-
son frá Ófeigsfirði,
f. 7. maí 1882, d. 28.
janúar 1956, síðar
bóndi og beykir að
Hrauni, Árneshreppi á Strönd-
um, og kona hans Hallfríður
Jónsdóttir frá Stóru-Ávík, f. 20.
ágúst 1887, d. 7. júlí 1947. Systk-
ini Péturs eru, Jón Júlíus, f. 29.
nóvember 1908, d. 12. desember
1908, Fanney, f. 10. maí 1911, d.
sína búskapartíð. Þau eignuðust
ekki börn. Árið 1990 kynntist Pét-
ur Þuríði Þorsteinsdóttur, f. 3. jan-
úar 1923, frá Litlu-Hlíð á Barða-
strönd. Þau bjuggu saman frá
árinu 1992, fyrst í Hamraborg í
Kópavogi og síðar í Sunnuhlíð.
Pétur vann við sjómennsku á
sínum yngri árum ásamt ýmsum
störfum sem til féllu. Frá árinu
1953 starfaði hann sem vörubíl-
stjóri á sínum eigin vörubíl og
gerði þá út frá vörubílastöðinni í
Keflavík. Árið 1963 stofnaði hann
fiskverkunina Axel og Pétur í fé-
lagi við Axel Eyjólfsson en því
samstarfi lauk árið 1982 þegar
Pétur seldi sinn hlut í fyrirtækinu.
Útför Péturs fór fram í kyrrþey
fimmtudaginn 22. mars 2012 að
hans eigin ósk.
7. maí 1941, Sæ-
mundur, f. 15. júní
1912, d. 14. desem-
ber 1994, Guð-
mundur, f. 31. júlí
1914, d. 2. ágúst
2005, og Ólafur, f. 6.
nóvember 1927.
Pétur ólst upp að
Hrauni til 14 ára
aldurs en þá flutti
fjölskyldan að
Birnunesi á Ár-
skógsströnd í Eyja-
firði.
Árið 1944 kvæntist Pétur Sól-
rúnu Vilhjálmsdóttur, f. 10. októ-
ber 1905, d. 20. mars 1988. Sólrún
átti fyrir einn son, Hilmar, en hann
lést af slysförum árið 1948. Pétur
og Sólrún bjuggu í Keflavík alla
Þá er nafni farinn á 94. aldurs-
ári. Pétur var búinn að glíma við
veikindi í nokkurn tíma en þó var
hann ekki á sjúkrastofnun nema í
rúmlega tvo mánuði áður en hann
lést á Landakoti 13. mars sl. Þeg-
ar ég hugsa til baka kemur fyrst
og fremst upp í hugann þakklæti
fyrir að hafa fengið að fylgja
Pétri á lífsleiðinni. Minningarnar
eru margar en í mínum huga var
Pétur hálfgert ofurmenni því
geta hans til verka var nánast
ótakmörkuð á svo mörgum svið-
um þegar hann var upp á sitt
besta. Sérstaklega minnisstæður
er afmælisdagur Péturs þegar
hann varð níræður en þá stóðum
við nafnarnir saman við bakka
Þingvallavatns við fiskveiðar. Þó
að aflabrögð hafi nú ekki verið
neitt sérstök leyndi áhuginn sér
ekki hjá Pétri og veiðidellan var
greinilega enn til staðar.
Pétur kvæntist Sólrúnu Vil-
hjálmsdóttur árið 1944 en hún
lést árið 1988 eftir erfið veikindi.
Pétur annaðist um Sólrúnu í
veikindunum í um sex ár. Á þeim
árum gekk verulega á þrek Pét-
urs og þá sérstaklega síðustu tvö
árin sem Sólrún lifði. Ekki var
annað hægt en að dást að þolin-
mæði og æðruleysi Péturs á því
tímabili í lífi hans og ekki síst
þeirri útsjónarsemi sem hann bjó
yfir til þess að gera Sólrúnu kleift
að vera heima, meira og minna
bundinni við hjólastól. Heimili
Péturs og Rúnu stóð fjölskyldu
og vinum öllum opið og var sér-
staklega gaman að taka hús á
þeim hjónum. Ekki var síður
amalegt að komast með þeim í
bústaðinn fyrir austan fjall og
kynnast töfrum Þingvallavatns.
Pétur kynntist Þuríði Þor-
steinsdóttur árið 1990 en árið
1992 byrjuðu þau að búa saman í
Hamraborg í Kópavogi. Það var
mikið lán fyrir Pétur að kynnast
Þuríði. Hún var í raun megin-
ástæðan fyrir því að hann fluttist
frá Keflavík í Kópavoginn. Að
Þuríði stendur stór fjölskylda og
það var ekki síður lán fyrir Pétur
að kynnast öllu því góða fólki.
Friðgerður dóttir Þuríðar reynd-
ist Pétri afskaplega vel og veit ég
að það var sérstaklega kært á
milli þeirra. Pétur og Þuríður
áttu mörg góð ár saman og undu
þau sér afskaplega vel saman í
bústaðnum við Þingvallavatn.
Það er gangur lífsins að dauð-
inn vitjar okkar á endanum og nú
hefur hann tekið nafna minn. Eft-
ir lifir minning um góðan frænda
og vin.
Jón Pétur Jónsson.
Fyrir um það bil tveimur ára-
tugum fór roskinn, hæglátur og
þægilegur maður að sjást í fylgd
með henni Þuru frænku á ýmsum
mannamótum. Hann var
Strandamaður að upplagi, hafði
m.a. fengist við fiskverkun í
Keflavík og var sagður dansmað-
ur góður. Hann varð fljótt sjálf-
sagður hluti af stórfjölskyldunni
sem kennd er við Litluhlíð á
Barðaströnd. Maður, sem ekki
fór mikið fyrir en öllum líkaði vel
við.
Hann var ekki allra en ein-
hvern veginn atvikaðist svo, að á
milli hans og okkar myndaðist
fljótlega traust og notalegt sam-
band. Hann sýndi fjölskyldu okk-
ar mikinn áhuga, spurði gjarnan
um gengi dætra okkar í lífsbar-
áttunni og var aufúsugestur á
heimili okkar. Heimsóknir okkar
til hans og Þuru frænku urðu
fastur liður í lífsmunstrinu, fyrst í
Hamraborgina og síðar í Sunnu-
hlíð. Hann hafði áður komið sér
upp litlum en notalegum sum-
arbústað í Miðfellslandi við Þing-
vallavatn og það var lærdómsríkt
að sækja þau heim þangað.
Snyrtimennskan allsráðandi,
hver hlutur á sínum stað og hver
fermetri gjörnýttur. Þarna
dvöldu þau langdvölum og undu
glöð við sitt meðan heilsa entist.
Okkur er ekki grunlaust um að
þarna hafi þau átt sínar bestu
stundir á sinni samleið.
Í fróðlegu spjalli við hann kom
fram, að hann var fæddur á
sveitabæ norður í Árnesi þar sem
hann sleit barnsskónum. Hann
hafði komið nokkuð víða við á lífs-
leiðinni, hafði stundað sjó-
mennsku á nokkrum stöðum á
landinu en setti sig síðan niður í
Keflavík þar sem hann stundaði
atvinnurekstur um árabil. Þegar
árin færðust yfir lét hann af þeim
rekstri og flutti í Kópavoginn og
þar hófst það skeið í ævi hans
sem við þekkjum best.
Genginn er góður maður sem
gott var að vera í návist við. Við
kveðjum hann með virðingu og
þökk fyrir allar góðar stundir og
velvilja í okkar garð. Megi hann í
friði hvíla.
Þuru frænku og öðrum hans
nánustu sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Péturs
Benediktssonar.
Anna M. Gunnarsdóttir
og Guðmundur Jóelsson.
Pétur Benediktsson