Morgunblaðið - 26.03.2012, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012
Í dag kveðjum við með miklum
söknuði og trega yndislegan og
góðan strák. Jón Björn, eða
Jónbi eins og hann var kallaður,
var jákvæður og átti sér stóra
drauma. Undanfarin ár hefur
Jónbi barist við erfið veikindi og
átti hann marga góða að sem
stóðu við bakið á honum, þá sér-
staklega eiginkonu sína, Guð-
björgu. Saman stóðu þau hjónin
sig eins og hetjur, og þrátt fyrir
erfiða tíma lét Jónbi aldrei deig-
an síga. Við vorum svo heppin að
fá að kynnast Jónba þegar hann
starfaði sem verslunarstjóri í
Krónunni. Hann var alltaf hress í
vinnunni, góða skapið skein af
honum, það voru algjör forrétt-
indi að fá að vinna með honum.
Jónbi tókst á við veikindi sín með
jákvæðni og bjartsýni, það kom
aldrei til greina að gefast upp,
enda mikil hetja og baráttumað-
ur. Hann var fyrirmynd okkar
allra, og kom fram við okkur eins
og jafningja þrátt fyrir ungan
aldur okkar flestra. Hann var
sanngjarn og þægilegur í sam-
skiptum. Þegar til veikindanna
kom kallaði hann okkur á starfs-
mannafund og sagði okkur frá
stöðunni. Hann leyfði okkur að
fylgjast með baráttu sinni við
veikindin, og fyrir það erum við
honum afar þakklát.
Elsku vinur okkar, nú er kom-
ið að kveðjustund. Þú ert núna
kominn á góðan stað þar sem þú
ert laus við þjáninguna, og megi
Guð geyma þig. Elsku Jónbi, við
munum aldrei gleyma þér, allar
góðu minningarnar um þig munu
Jón Björn
Marteinsson
✝ Jón Björn Mar-teinsson fædd-
ist í Reykjavík 6.
júlí 1984. Hann lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 14.
mars 2012.
Útför Jóns
Björns fór fram frá
Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 24.
mars 2012.
lifa.
Guðbjörg, þú ert
ein sú sterkasta
kona sem við þekkj-
um. Þú varst klett-
urinn hans Jónba í
gegnum allt, þið
börðust saman eins
og hetjur. Við vott-
um þér og fjölskyld-
um ykkar okkar
dýpstu samúð og
megi Guð fylgja
ykkur um komandi tíma
Kveðja,
Starfsfólk Krónunnar í Vest-
mannaeyjum 2008-2010,
Bjartey Ósk, Jóhanna
Rut, Jóna Þóra, Bylgja
Dís, Bylgja Sif, Hanna
Sigga, María Rut, Jón
Þór, Sævar, Anton,
Alexandra, Þórunn,
Sara Rún, Ólöf, Elín
Björk, Drífa, Elvar, El-
ísabet, Eva Dögg, Særós
Eva, Aníta Marý, Dóra
Kristín, Gunnlaugur
Örn.
Elsku Jónbi minn.
Ég hef ekki tölu á því hversu
oft ég er búin að setjast niður og
reyna að skrifa þetta en stað-
reyndin er sú að ég er hreinlega
ekki tilbúin að kveðja þig. Erf-
iðast finnst mér þó að vera svona
langt í burtu og geta ekki fylgt
þér alla leið og staðið við hlið
Guggu hetju en hugur minn verð-
ur í Eyjum hinn 24. mars.
Þú ert sannkölluð hetja. Þú
gafst aldrei upp, varst alltaf svo
jákvæður og lífsglaður, gafst sko
ekkert eftir. Að lifa lífinu lifandi
og í núinu er eitthvað sem þú
kenndir mér og það mun ég alltaf
gera.
Þegar ég fer að minnast þín
eru ótal margar skemmtilegar
minningar sem ég á með þér,
Guggu og Camillu. En sú sem
stendur mér efst í minni er brúð-
kaupið, yndislegur dagur í alla
staði.
Elsku vinur, hvíl í friði, þín er
saknað. Minningarnar eiga alltaf
sérstakan stað í mínu hjarta.
Standandi, Standandi.
Auður.
Þegar ég fékk fregnir af því að
baráttu Jóns Björns frænda míns
væri að ljúka og að það styttist í
að hann fengi hvíld frá veikindum
sínum varð mér hugsað til þess
að lífið væri ekki sjálfgefið. Það
er ósanngjarnt að svo ungur
maður falli frá í blóma lífsins.
Mæður okkar Jóns Björns eru
systur og samskipti þeirra hafa
alltaf verið mikil. Við Jón Björn
vorum jafnaldrar og lékum okkur
oft á Meltröðinni hjá ömmu
Gunnvöru og afa Birni þegar við
vorum börn. Á unglingsárunum
hittumst við sjaldnar en eftir að
hann veiktist lágu leiðir okkar
aftur saman. Hann og Guðbjörg
Erla eiginkona hans leyfðu mér
og öðrum ættingjum sínum og
vinum að fylgjast með baráttu
hans við krabbameinið. Ég fékk
að heimsækja hann og með okkur
myndaðist góður vinskapur. Mér
þótti virkilega gaman að spjalla
við hann og kynnast honum upp á
nýtt. Við áttum margar góðar
stundir saman á spítalanum, ann-
aðhvort með mömmu minni sem
var dugleg að elda mat og færa
honum á kvöldin, eða tvö ein.
Hann sagði mér meðal annars
skemmtilegar sögur af bróður
sínum Hilmari og því hve stoltur
hann væri af mömmu sinni, henni
Guggu frænku.
Jón Björn var sérstaklega já-
kvæður maður og við krabba-
meinið barðist hann af miklum
krafti. Það var aðdáunarvert
hvernig hann gat alltaf séð það
jákvæða við hvert skref í barátt-
unni og hve æðrulaus hann var.
Hann gafst aldrei upp þrátt fyrir
hvert áfallið á fætur öðru.
Hann var svo jákvæður að í
einni heimsókn minni á spítalann
sagðist hann í raun stundum
þakka fyrir að hafa fengið
krabbamein. Hann nefndi nokkra
hluti sem hann hefði breytt í kjöl-
far greiningarinnar og hvernig
hann leit lífið öðrum augum eftir
hana. Hann sagði meðal annars
að nú hefði hann aftur tekið upp
samband við frændsystkin sín og
að mörg okkar væru nú bara
frekar skemmtileg.
Þessa dagana er hugur minn
stöðugt hjá Guggu frænku minni.
Missir hennar er mikill og óverð-
skuldaður. Ég veit að Jóni Birni
þótti afar vænt um mömmu sína.
Hann sagði mér að hann hefði
lært af henni að gefast aldrei upp
því hún hefði þurft að berjast fyr-
ir svo mörgu á ævi sinni. Ég er
einnig viss um að frá mömmu
sinni hafi hann fengið alla sína
helstu kosti sem nýttust honum í
baráttunni og gerðu hann að því
sem hann er, því hann er og verð-
ur til í minningu okkar.
Mér finnst erfitt að komast
ekki til Vestmannaeyja til að
kveðja Jón Björn en í staðinn
kveiki ég á kertum og rifja upp
minningar af þessum góða
frænda mínum. Guggu frænku,
Guðbjörgu Erlu, Matta og fjöl-
skyldum þeirra sendi ég innileg-
ar samúðarkveðjur. Missir ykkar
er mikill.
Kolbrún Ingibjörg Jónsdóttir.
Ég man þegar Jón Björn var
lítill og stríðinn strákur.
Ég man eftir þeim bræðrum í
góðum gír. Hilmari Þór og Jóni
Birni
Ég man eftir Hilmari, Jóni
Birni og Guggu frænku.
Ég man þau hlæjandi.
Ég man hvað þau voru oft kát.
Ég man þegar þau komu til
Ólafsvíkur þegar við vorum
krakkar og við klæddum köttinn í
dúkkuföt.
Ég man unglingsárin með öll-
um prakkarastrikunum.
Ég man mikið fjör og læti á
Meltröðinni hjá ömmu og afa.
Ég man þegar ég var allt í einu
minni en litli frændi minn.
Ég man hvað Gugga frænka
var alltaf ánægð með strákana
sína.
Ég man hvað lífið var erfitt
þegar Hilmar dó.
Ég man hvað Gugga var þá
ánægð með Jón Björn sinn.
Ég man hvað það tók á Guggu
mína þegar Jón Björn greindist
með krabbamein.
Ég man þegar ég fór í heim-
sókn til litla frænda á spítalann
og var búin að kvíða því í marga
daga að það yrði erfitt en svo var
þetta með skemmtilegri heim-
sóknum sem ég hef farið í.
Ég man þegar við fengum
hlátursköst á spítalanum.
Ég man þegar mér leið eins og
eftir skemmtikvöld eftir að hafa
heimsótt flotta frænda minn fár-
veikan.
Ég man hvað ég var oft hissa á
kátínu frændans og baráttugleði
og ótrúlegri lífsgleði.
Ég man svo margt sem ungur
frændinn kenndi mér í löngu og
oft erfiðu ferli undanfarin ár.
Ég man þegar ég var lasin í
fyrra og hann kallaði mig svart-
hvítu hetjuna sína, samt voru
veikindi mín svo lítilvæg og auð-
veld miðað við hans.
Ég man loforðið sem ég gaf
honum í síðasta sinn sem ég sá
hann.
Ég man svo margt og það
hjálpar í sorginni.
Mínar dýpstu samúðarkveðjur
sendi ég Guggu frænku minni
sem hefur nú misst báða strák-
ana sína. Það er ekki hægt að
skilja hvers vegna lífið er eins og
það er. Guðbjörgu Erlu, eftirlif-
andi eiginkonu hans, votta ég
einnig samúð mína og öllum sem
sakna.
Ég bið Guð að gefa okkur öll-
um styrk og frið í hjarta. Stórt
skarð er höggvið í barnabarna-
hópinn frá Meltröð en minning
þín, Jón Björn, mun lifa með okk-
ur.
Hvíl í friði.
Þín frænka,
Helga Björk Jónsdóttir.
Ljúfur, lífsglaður og góður
drengur er fallinn frá. Stórt
skarð er höggvið í hópinn okkar.
Upp koma margar minningar
sem ná yfir langan tíma en mörg
okkar þekktum Jón Björn frá því
við vorum einungis lítil 6 ára börn
á okkar fyrsta skóladegi. Í gegn-
um skólagönguna tengdumst við
svo öll mjög sterkum böndum
sem halda enn í dag, 12 árum frá
útskrift.
Jón Björn tók upp á ýmsu á
okkar skólagöngu en bekkurinn
okkar var ekki þekktur fyrir að
vera sá stilltasti í sögu skólans.
Við skemmtum okkur þó konung-
lega yfir öllum prakkarastrikun-
um og ekki annað hægt en að
brosa út í annað þegar hugsað er
til baka.
Við hittumst flest fyrir einu og
hálfu ári á 10 ára útskriftaraf-
mæli okkar en Jón Björn var einn
af þeim sem skipulögðu þann
hitting. Hann lagði mikinn metn-
að í að setja saman gott kvöld
með áherslu á að njóta augna-
bliksins. Þessu kvöldi munum við
sem mættum seint gleyma en
Jón Björn var hrókur alls fagn-
aðar eins og svo oft áður.
Jón Björn barðist af mikilli
hetjudáð við óvin sem því miður
náði yfirhöndinni að lokum. Bar-
átta hans einkenndist af svo mik-
illi jákvæðni að við sem eftir
stöndum hreinlega skiljum ekki
hvaðan hann fékk þennan mikla
styrk. Honum var ofarlega í huga
að minna okkur á hvað lífið er
stutt og breytilegt og hversu
mikilvægt er njóta hverrar ein-
ustu mínútu, hvers einasta dags.
Við munum halda fast í þennan
boðskap og minna hvert annað á
að fylgja þessum orðum hans í
framtíðinni.
Við sendum okkar samúðar-
kveðjur til Guðbjargar, eigin-
konu vinar okkar, sem hann elsk-
aði svo heitt, til Guðbjargar
móður hans, sem var kletturinn
og hetjan í lífi hans og til Mar-
teins föður hans.
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Fyrir hönd bekkjar- og skóla-
félaga úr Digranesskóla
Karen Jóhannsdóttir.
Kæri Jón Björn.
Mig setti hljóðan þegar hún
mamma þín hringdi í mig til að
láta mig vita að þú værir fallinn
frá. Við Inga munum eftir þér
pínulitlu barni í burðarrúmi þeg-
ar ég þurfti að ná í þig eftir veik-
indi þegar þú lást á barnaspítala
Hringsins. Þú áttir alltaf vissan
stað í hjarta okkar Ingu. Þegar
þið tókuð rúnt á hjólastólnum
hennar um gangana niðri í Há-
túni, það var svo gaman hjá ykk-
ur Hilmari bróður þínum þegar
þið komuð til okkar.
Megi góður guð vernda þig og
blessa, Jón Björn minn, við sökn-
um þín voða mikið. Við sendum
mömmu þinni og pabba okkar
innilegustu samúðarkveðjur, svo
og allri móðurfjölskyldu þinni.
Megi birta ljóssins skína ykk-
ur öllum.
Kristinn G. Guðmundsson og
Ingveldur Einarsdóttir.
Elsku amma mín. Skrítið að
þú sért farin á vit ævintýra og
ferðalaga. Ég tek enn upp sím-
ann til að heyra í þér en legg
hann svo frá mér með sorg í
hjarta. Þú varst alveg einstök
kona, amma og vinkona. Alltaf
var hægt að treysta á að þú stæð-
ir með manni í gegnum súrt og
sætt og gátum við bablað enda-
laust um allt milli himins og jarð-
ar.
Alltaf var gott í Bólstaðarhlíð-
inni að vera. Frá unga aldri fann
ég afsakanir til að verða eftir til
að gista og vera í kósíheitum hjá
ömmu og afa. Það væri nú nauð-
synlegt að aðstoða hana við að
skúra uppi í Kennó! Já eða
kannski frekar hlaupa um og
prakkarast en það er önnur saga
sem var aldrei sögð því alltaf vor-
um við barnabörnin svo stillt.
Það varð svo auðveldara nokkr-
um árum seinna þegar það var
svo heppilegt að flest sundmótin
Anna Jónína
Þórarinsdóttir
✝ Anna JónínaÞórarinsdóttir
fæddist 3. febrúar
1925 á Fljótsbakka
í Eiðaþinghá. Hún
lést á Borgarspít-
alanum í Fossvogi
5. mars 2012.
Útför Önnu fór
fram frá Háteigs-
kirkju 13. mars
2012.
sem ég keppti á
voru í Reykjavík.
Að sjálfsögðu væri
það tómt rugl að
keyra brautina
snemma morguns,
við amma vorum
mikið sammála um
það! Seinna tóku
svo við háskólaárin,
þá fengum við Rafn
líka oft að vera hjá
þeim og urðum hálf-
gerðir heimalningar. Ófáar
stundirnar áttum við líka saman
á kaffihúsum með kaffibolla og
gúmmelaði í hendi, þess mun ég
sakna mikið.
Mér mun renna seint úr minni
ferðalag þitt til okkar í Kanada.
Það var yndislegur tími sem við
áttum saman. Já, áttræð og gal-
vösk óðstu um borgir og bæi með
okkur og lést ekki þitt eftir
liggja. Upp í CN-turninn þar
sem við vorum lofthræddari en
moldvörpur, skoðuðum dýrð Ni-
agara-fossanna, gamla bæjarins
Huntsville, nutum kaffihúsanna í
botn og svo mætti lengi telja.
Einnig vorum við duglegar í
mollunum, því má nú ekki
gleyma. „Þetta er bara svo skít-
billegt!“ heyrðist ósjaldan í minni
ánægðri með úrval og verð. Það
var alveg æðislegt að fá að upp-
lifa þetta með þér og eigum við
margar góðar minningar frá
þessum tíma.
En nú er að leiðarlokum komið
hjá okkur amma mín og takk fyr-
ir allar þær stundir sem við átt-
um saman. Bið að heilsa öllum
fyrir handan.
Ástarkveðja,
Anna Valborg, Rafn
Alexander, Guðmundur
Leo og Greta Björg.
Það tók mig sárt að heyra að
hún Anna væri farin. Þessi
hressa lífsglaða kona sem reynd-
ist mér svo vel á viðkvæmum
aldri. Ég man það vel þegar fjöl-
skyldan mín þurfti að búa þröngt
um tíma, þegar við fluttum úr
Hlíðunum út á Seltjarnanes, að
þá fékk ég sextán ára gamall að
búa í nokkra mánuði hjá Önnu og
Jóa í Bólstaðarhlíðinni. Það var
eins og ég væri hennar eigin son-
ur, slíkar voru móttökurnar og
aðhlynningin sem ég fékk. Þarna
tengdist ég Önnu þannig að ég
notaði mörg tækifæri fram á full-
orðinsár til að koma við í Ból-
staðarhlíðinni og fá mér kaffi og
spjalla ef tími var á milli verka.
Alltaf var til með kaffinu og alltaf
var maður velkominn á það heim-
ili. Á unglingsárunum áttum við
félagar Óskars og Tolla griðastað
á heimili þeirra Önnu og Jóa. Al-
veg var ótrúleg þolinmæðin sem
þau sýndu gagnvart okkur, hvort
sem það var þegar við spiluðum
handbolta með sokkavöndli á
ganginum, því ekki var hægt að
ganga um íbúðina á meðan, nú
eða þegar við sátum langt fram á
nætur að spila og fórum jafnvel
út á rúntinn á milli.
Elsku Anna, hvíldu í friði.
Þorleifur Jónasson.
Erla, góða Erla!
eg á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kveldljóð,
því kveldsett löngu er.
(Stefán frá Hvítadal)
Eftir þessu fallega ljóði var
Erla vinkona mín skírð. Hún lést
eftir erfiða legu meðan við hjónin
dvöldum erlendis. Ég er þó ánægð
að fá að fylgja henni til grafar.
Erla var Hnífsdælingur eins og ég
en ég kynntist henni fyrst að ráði
nokkru áður en ég fluttist á Akra-
nes þegar Svala dóttir mín fékk
samastað á heimili þeirra Gísla að
tilhlutan frænku þeirra beggja
þegar hún kom í Fjölbrautaskól-
ann á Akranesi. Eftir að ég flutti
urðum við mjög góðar vinkonur
og mér var tekið opnum örmum á
heimili þeirra hjóna og Erla tók
mig fljótlega með sér í sjúkravini,
sem var deild innan Rauða kross-
ins. Og fyrir nokkrum árum stofn-
Erla Guðmundsdóttir
✝ Erla Guð-mundsdóttir,
húsfreyja á Akra-
nesi, fæddist í
Hnífsdal 5. janúar
1931. Hún lést á
hjúkrunar- og dval-
arheimilinu Höfða
á Akranesi 4. mars
2012.
Útför Erlu fór
fram frá Akra-
neskirkju 16. mars
2012.
uðum við nokkrar
innan þess hóps
prjónahóp sem
prjónar föt til að
senda út fyrir Rauða
krossinn. Þessi hóp-
ur hefur fer nú
stækkandi og henn-
ar er sárt saknað,
þar sem hún var
mjög flink prjóna-
kona.
Erla og Gísli voru
mjög samhent hjón og áttu fallegt
heimili og indælan sumarbústað í
Ölveri. Snyrtimennska og mynd-
arskapur var allsráðandi á báðum
stöðum. Þau hjónin voru nýflutt á
Dvalarheimilið Höfða vegna veik-
inda og var vel búið að þeim þar.
Við Júlíus þökkum elsku Erlu
fyrir allt og sendum Gísla og allri
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Jóna Kristrún
Sigurðardóttir.
Með einlægri þökk fyrir sam-
fylgdina góðu vil ég hér minnast
elskulegrar fyrrverandi tengda-
móður minnar, Erlu Guðmunds-
dóttur, sem lést hinn 4. mars sl.
Sárt er að sakna þín, en huggun
að vita þig nú lausa undan þján-
ingum þínum. Ég veit að svo ynd-
islegri sál sem þinni verður ekki
fótaskortur í nýjum heimkynnum.
Í fullvissu þess að líkamsdauðinn
er flutningur yfir á æðra tilveru-
stig samgleðst ég þér yfir að hitta
á ný gengna ástvini.
Það er margs að minnast frá
þeim rúmlega 30 árum sem ég hef
átt þess kost að vera samvistum
við þig og er ég forsjóninni þakk-
lát fyrir að hafa átt slíka gersemi
sem tengdamóður. Kveðjuorð þín
til mín og hið síðasta faðmlag frá
þér munu lifa í hjarta mér að ei-
lífu.
Elsku Gísli og fjölskylda. Miss-
ir ykkar er mikill, en megi minn-
ingin um góða konu og lífsföru-
naut um árabil styrkja ykkur í
sorginni.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Áslaug Ragnarsdóttir.
Elsku Erla. Mig langar til að
þakka þér fyrir allar þær stundir
sem þú gafst mér þegar ég var að
koma á Skagann til Maju systur.
Litum við stundum inn hjá þér,
hvort sem var fyrir hádegi eða eft-
ir mat. Þú sýndir okkur handa-
vinnu þína og varst svo stolt af.
Alltaf var borðið hjá þér fullt af
kræsingum, maður fór aldrei
svangur frá þér. Það var gott að
koma til ykkar hjóna og gaman
var að fylgjast með þegar þið vor-
uð að byggja nýja húsið ykkar.
Erla mín, nú hefur þú kvatt þenn-
an heim en ég veit að þér líður bet-
ur þar sem þú ert núna, ég minnist
þín í hjarta mínu. Samúðarkveðj-
ur sendi ég Gísla þínum, börnum
ykkar og fjölskyldum þeirra.
Ingibjörg Sigurðardóttir.