Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.03.2012, Qupperneq 31
gullni meðalvegur væri jafnan far- sælastur þegar hart væri deilt um tvo ólíka kosti. Úr heimspeki í lögfræði Ágúst var í Fellaskóla og síðan í Seljaskóla, stundaði nám við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1993. Hann stundaði síðan nám í heim- speki við Háskóla Íslands 1993-94, en söðlaði síðan um, stundaði nám í lögfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan embættisprófi í lög- fræði árið 2000. Ágúst Geir var í námsvist hjá Hérðasdómi Reykjavíkur 1998, hjá skattstjóranum í Reykjavík, nefndasviði Alþingis og á Málflutn- ingsskrifstofunni Suðurlandsbraut 4a í Reykjavík árið 1999. Á framhaldsskóla- og háskóla- árunum sinnti Ágúst margvíslegum sumarstörfum. Hann var í vega- vinnu hjá Reykjavíkurborg, var í fiskvinnslu í frystihúsum og vann við löndun. Þá stundaði hann sjó- mennsku um skeið. Ágúst Geir var nefndarritari hjá nefndasviði Alþingis á ár- unum 2000-2003, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis frá ársbyrjun 2004-2005, var lögfræð- ingur við heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið 2005-2008, var skipaður skrifstofustjóri í félags- málaráðuneytinu 2008-2009, og síðan skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og starfar þar nú á skrifstofu yfirstjórnar og sem staðgengill ráðuneyt- isstjóra. Með hugann við langhlaup, lögfræði, heimspeki og hug- leiðslu Ágúst er meðlimur í brids- klúbbnum Sjúrður Fánisbani. Hann er mikill áhugamaður um hlaup og útivist, er meðlimur í skokkhópnum Valur Skokk, hefur hlaupið maraþon og Laugavegs- hlaupið og stefnir nú ótrauður á Amsterdammaraþonið næsta haust með tilheyrandi æfingum og undirbúningi. Þá hefur Ágúst umtalsverðan áhuga á yoga, hugleiðslu og heim- speki. Hann les einnig lögfræði í frístundum sínum, hlustar á góða tónlist og nýtur þess að stunda stangveiði með góðum félögum þegar tóm gefst til frá amstri hversdagslífsins. Fjölskylda Kona Ágústs er Ingibjörg Kristín Eiríksdóttir, f. 16.12. 1973, hjúkrunarfræðingur við Landspítala - háskólasjúkrahús. Foreldrar hennar eru Eiríkur Ragnarsson, f. 20.3. 1956, skip- stjóri í Reykjavík, og k.h., Jak- obína Hjördís Ragnarsdóttir Gröndal, f. 28.8. 1951, húsfreyja. Dóttir Ágústs og Ingibjargar Kristínar er Ísfold Líf, f. 15.4. 1994, framhaldsskólanemi. Systur Ágústs eru Hulda Hrönn Ágústsdóttir, f. 1965, kennari, búsett í Reykjavík; Vilma Björk Ágústsdóttir, f. 1966, kennari, búsett í Reykjavík. Foreldrar Ágústs eru Ágúst Þór Oddgeirsson, f. 12.3. 1938, verkamaður í Reykjavík, og k.h., Erna Anine Vilmarsdóttir Thor- stensen, f. 14.2. 1945, versl- unarmaður í Reykjavík. Úr frændgarði Ágústar Geirs Ágústssonar Ole Thorstensen Amine Ernstine Thorstensen Svanlaugur Jónasson Kristjana Rósa Þorsteinsdóttir Guðlaug Helga Ólafsdóttir Níels Pedersen Ágústa María Finnbogadóttir Ágúst Geir Ágústsson Ágúst Þór Oddgeirsson verkam. í Rvík. Erna Amine Thorstensen húsfr. í Rvík Klara Hulda Svanlaugsdóttir hjúkrunarkona í Rvík. Vilmar Herbert Oleson Thorsteinsen verkam. í Rvík. Kamilla Pedersen húsfr. í Rvík. Carl Alfreð Nielsen verkstj. í Rvík. Níels Kristján Nielsen Ágúst Geir Ágústsson ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2012 103 ára Georg Ólafsson 95 ára Guðbjörg Andrésdóttir 90 ára Ingvar Guðmundsson 85 ára Guðbjörg Haraldsdóttir Guðrún Haraldsdóttir Jakobína Björg Jónasdóttir Jóhanna Þórólfsdóttir Þóra Þorsteinsdóttir 80 ára Benedikt Eiríksson Sigurbjörg Pálsdóttir 75 ára Bragi Gunnarsson Dagur Jóhannesson Garðar St. Scheving Guðmundur Valdimarsson Guðrún Vigfúsdóttir Kristján S. Kristjánsson Kristrún Stefánsdóttir Ólafur Þór Magnússon Regína Steinsdóttir 70 ára Guðný Jónasdóttir Jóhanna K. Kristjánsdóttir Sigrún Ragna Jónsdóttir Steinunn Ingimarsdóttir Svanhildur Elsa Jónsdóttir 60 ára Alda Jónsdóttir Berta K Gunnarsdóttir Brynhildur Áslaug Egilson Gísli Jónasson Guðfinna Þorgeirsdóttir Jón Guðmundsson Lilja Ruth Michelsen María Vilbogadóttir Sigríður Sigurbjörnsdóttir Þorvaldur Egilson 50 ára Árni Guðmundsson Björn Grétar Ævarsson Bragi Guðmundsson Einar Heiðar Birgisson Elfa Björk Jóhannsdóttir Gabriella E. Þorbergsdóttir Guðrún Þorleifsdóttir Gunnar Ingimarsson Kristinn Sigurgeirsson Sigríður Magnúsdóttir Sigurður V. Sigurðarson Sigurlaug S. Harðardóttir Sokol Hoda 40 ára Alda Þórunn Jónsdóttir Ágúst Geir Ágústsson Bjarki Þór Baldvinsson Erla Hlín Hjálmarsdóttir Guðjón Jóhannesson Guðmundur B. Agnarsson Guðríður Jónsdóttir Hjörleifur Harðarson Hörður Guðmundsson Marian Kozlowski Ólöf Una Ólafsdóttir Robert Kowalewski Sigríður Helgadóttir Sigrún Hulda Jónsdóttir Steinar Már Björnsson Víkingur Kristjánsson Wanli Ye 30 ára Ariel Palada Auður Sigbergsdóttir Ásta Sigríður Skúladóttir Birgir Már Hilmarsson Gunnar Guðjónsson Hrannar Einarsson Ingveldur Sigurðardóttir Jonas Trainys Katrín Elísa Einisdóttir Magnea Magnúsardóttir Sandra Lind Valsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Sigrún Hulda fæddist í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi og er leikskólastjóri í heilsuleik- skólanum Urðarhóli. Eiginmaður Atli Óm- arsson, f. 1966, sölu- fulltrúi. Börn þeirra: Ant- on Örn, f. 1995; Margrét Sif, f. 1997, og Diljá Björk, f. 2000. Foreldrar Jón Gíslason, f. 1947, fyrrv. tollvörður, og Diljá Margrét Gúst- afsdóttir, f. 1947, bókari. Sigrún Hulda Jónsdóttir 30 ára Ásta fæddist í Neskaupstað og ólst upp á Miðbæ í Norðfirði. Hún lauk MA-prófi í mann- auðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2011 og starfar nú hjá Íslandsbanka. Maður Óskar Sturluson, f. 1983, lögfræðingur hjá sýslum. í Reykjavík. Foreldrar Ragnhildur Skúladóttir, f. 1954, skrif- stofumaður, og Skúli Gunnar Hjaltason, f. 1953, rafvirki. Ásta Sigríður Skúladóttir Steindór S. Gunnarsson, prent-smiðjustjóri í Steindórsprenti,fæddist 26. mars 1889. Hann var sonur Gunnars Björnssonar, skó- smiðs í Reykjavík, og Þorbjargar Pétursdóttur húsmóður. Meðal bræðra Steindórs var Þor- leifur, stofnandi Félagsbókbandsins sem var fullkomnasta bókbandsstofa hér á landi og stórfyrirtæki á sinni tíð. Þorleifur kom einmitt mjög við sögu í Íslenskum aðli Þórbergs Þórð- arsonar enda góðvinur hans. Aðrir bræður Steindórs voru Jón, skrif- stofustjóri í Hamri, Gunnar, yf- irkokkur á Borginni og Pétur heild- sali, afi Péturs Blöndal. Eiginkona Steindórs var Jóhanna Petra Bjarnason og eignuðust þau fjögur börn. Steindór hóf prentnám í Fé- lagsprentsmiðjunni 1903, stundaði framhaldsnám í Teknisk Selskabs- skole í Kaupmannahöfn og var prent- smiðjustjóri Félagsprentsmiðjunnar 1916-33 en hafði verið meðeigandi hennar frá 1910. Hann stofnaði Stein- dórsprent 1934 og var forstjóri þess síðan. Steindórsprent var fyrst til húsa í Aðalstræti 4, síðan í Kirkju- stræti 4 lengi í Tjarnargötu 4, og loks í Ármúla 5 frá því á sjöunda áratugn- um. Er Steindór lét af störfum tók tengdasonur hans við, Hálfdán Stein- grímsson, en hann var fram- kvæmastjóri Steindórsprents um áratuga skeið. Undir hans stjórn festi Steindórsprent kaup á Gutenberg og síðan Prentsmiðju Árna Valdimars- sonar. Steindórsprent var lengi ein öflugasta prentsmiðja landsins og vel búin tækjum. Hún var að lokum seld Odda um síðustu aldamót. Auk þess að vera mikilhæfur prentsmiðjueigandi gaf Steindór út fjölskyldublaðið Vikuna og Við- skiptaskrána um árabil. Þá var hann helsti hvatamaður að stofnun Prent- skólans. Steindór lést 29. mars 1948. Merkir Íslendingar Steindór S. Gunnarsson Steindór S. Gunnarsson 30 ára Sandra Lind fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hún hefur nú nýlokið ML-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Maður Kristján Guðberg Sveinsson, f. 1979, nemi og þjálfari yngri flokka í knattspyrnu hjá Haukum. Foreldrar Valur Svein- björnsson, f. 1956, rekstr- arverkfræðingur, og Hall- dóra Hafsteinsdóttir, f. 1959, skólaliði. Sandra Lind Valsdóttir 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 5914000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11 ástæður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.