Morgunblaðið - 30.03.2012, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 3 0. M A R S 2 0 1 2
Stofnað 1913 76. tölublað 100. árgangur
PÁSKAEGG, FÖNDUR,
HEFÐIR, MATUR OG
PANTANIR AÐ UTAN
PÁSKAR 24 SÍÐUR
Framreikn-
aður kostnaður
við uppbyggingu
við Íþrótta-
miðstöðina í
Kaplakrika í
Hafnarfirði, frá
árinu 2006, nem-
ur 1,9 milljörðum
króna og áætlað
er að kostnaður við þá verkþætti,
sem eftir eru, verði um 750 millj-
ónir króna.
Haldið verður áfram með bygg-
ingu frjálsíþróttahússins í Kapla-
krika næstu mánuði en vinna í hús-
inu hefur legið niðri í tæp tvö ár.
Öllum framkvæmdum átti að ljúka
fyrir 1. júní 2009. »14
Kostnaður nálgast
tvo milljarða
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Alþingi tókst ekki að greiða atkvæði
fyrir miðnætti í gær um þingsálykt-
unartillögu um ráðgefandi þjóðarat-
kvæðagreiðslu um tillögur
stjórnlagaráðs að frumvarpi til
stjórnarskipunarlaga. Því verður
ekki kosið um tillögur stjórnlagaráðs
um leið og forsetakosningar eiga að
fara fram hinn 30. júní næstkomandi
samkvæmt gildandi lögum um fram-
kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
ákvað að fresta umræðu um málið og
sleit fundi á miðnætti. Magnús Orri
Schram, þingflokksformaður Sam-
fylkingar, tók til máls um fundar-
stjórn forseta um kl. 23.30 og sagði
að reynt hefði verið að ná samkomu-
lagi á meðal formanna þingflokk-
anna að ljúka umræðu og atkvæða-
greiðslu fyrir miðnættið. Hann sagði
formann þingflokks sjálfstæðis-
manna ekki hafa viljað semja um
lyktir málsins. Það hefði formaður
þingflokks framsóknarmanna hins
vegar verið tilbúinn að gera.
Kliður og frammíköll
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing-
flokksformaður sjálfstæðismanna,
sagði ríkisstjórnina hafa runnið út á
tíma með málið og ekki hægt að
kenna neinum öðrum um það. Mikill
kliður og frammíköll voru í þingsaln-
um og þurfti forseti ítrekað að
áminna þingmenn um að hafa hljóð.
Þorri þingmanna var enn í þing-
húsinu á tólfta tímanum í gærkvöldi
og nokkrir þingmenn á mælenda-
skrá. Síðari umræða um þingsálykt-
unartillöguna hófst fyrir hádegi í
gær. Stjórnarliðar sökuðu sjálfstæð-
ismenn um að standa fyrir málþófi.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hafnaði ásök-
unum í þá veru og sagði að ásakanir
um slíkt væru vegna þess að stjórn-
arliðar treystu sér ekki í efnislega
umræðu um málið. Hann benti einn-
ig á að málið hefði ekki komið inn í
þingið fyrr en í síðustu viku og síðan
hefði það fengið forgang á dagskrá
þingsins. Því hefði það ekki fengið
mikla umræðu til þessa. Bjarni sagði
að það væri ekki sök Sjálfstæðis-
flokksins að stjórnarmeirihlutinn
væri að renna út á tíma með málið.
„Þetta mun ekkert stoppa okkur í
því að hafa samráð við fólkið í land-
inu um gerð stjórnarskrár,“ sagði
Valgerður Bjarnadóttir, alþingis-
maður Samfylkingar og formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,
þegar rætt var við hana um kl. 23 í
gærkvöldi. Þá var nokkuð ljóst að
ekki yrðu greidd atkvæði fyrir mið-
nættið. Hún sagði að það ylli sér von-
brigðum að stjórnmálamenn skyldu
varna því að fólk gæti sagt sitt um
gerð stjórnarskrár. „En því miður
kemur það mér ekki á óvart,“ sagði
Valgerður.
Ekki kosið um stjórnar-
skrá samhliða forsetakjöri
Samkomulag náðist ekki á fundi þingflokksformanna á tólfta tímanum
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Mikill kliður og frammíköll voru í þingsalnum undir lok þingfundarins rétt fyrir miðnætti.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Húsavík Við höfnina í gær.
Baldur Arnarson
Börkur Gunnarsson
Arðurinn sem lagður er til grund-
vallar við útreikninga á sérstaka
veiðigjaldinu í öðru kvótafrum-
varpinu er allt of mikill og byggist
á röngum forsendum við útreikn-
inga.
Þetta er mat dr. Birgis Þórs
Runólfssonar, dósents í hagfræði
við Háskóla Íslands, sem fullyrðir
að alrangt sé að gera ráð fyrir 22
milljarða kr. arði af fiskveiðum árið
2010, líkt og gert sé í greinargerð
frumvarpsins. Nær sé að miða við
0-8 milljarða kr. arð eða rentu eins
það er kallað í frumvarpinu.
Bankarnir meta áhrifin
Útlán þriggja stærstu bankanna
til fyrirtækja í sjávarútvegi nema
hátt í 300 milljörðum króna.
Bankarnir eiga því mikið undir
gengi útgerðarinnar og hafa nú til
skoðunar hvaða áhrif nýju kvóta-
frumvörpin munu hafa á rekstur
hennar. Til dæmis nema útlán
Landsbankans til sjávarútvegsins
um 135 milljörðum. » 6 og 19
Munar 14-22 milljörðum
Hagfræðingur telur sérstaka veiðigjaldið rangt reiknað
Koma mætti í
veg fyrir helm-
ing allra
krabbameins-
tilfella í Banda-
ríkjunum ef fólk
tileinkaði sér
heilbrigðari lífs-
stíl. Er það nið-
urstaða nýrrar
bandarískrar
rannsóknar sem var birt í gær. Or-
sök um þriðjungs allra krabba-
meinstilfella þar í landi er rakin til
reykinga og 20% þeirra eru rakin
til offitu. Í stórum dráttum gilda
niðurstöður þessarar rannsóknar
hér á landi líka. »4
Heilbrigði kemur í
veg fyrir krabbamein
Vá Reykingar skaða.
Seðlabankinn hefur hafið undir-
búning að útgáfu nýs 10.000 króna
peningaseðils sem fara á í umferð
síðla árs 2013. Þetta kom fram í
ræðu Más Guðmundssonar seðla-
bankastjóra á ársfundi Seðlabank-
ans í gær.
Nýi seðillinn verður búinn fleiri
og fullkomnari öryggisþáttum en
verið hafa til staðar hingað til. Útlit
hans verður í svipuðum stíl og
þeirra sem fyrir eru. Myndefnið
mun tengjast Jónasi Hallgrímssyni
og einnig mun lóan prýða seðilinn.
Nýr 10.000 kr. seðill
kemur á næsta ári
„Þetta eru skýrar niðurstöður og
ólíkar niðurstöðum könnunar árið
2007,“ sagði Svana Helen Björns-
dóttir, formaður Samtaka iðnaðarins
(SI), um nýja skoðanakönnun sem
sýnir að meirihluti félaga í SI er nú
andvígur ESB-aðild. Svana kvaðst
telja að niðurstöðurnar endurspegl-
uðu ástandið eins og það er í Evrópu
um þessar mundir.
„Við á Íslandi fylgjumst dálítið
spennt með því hvernig sambandinu
gangi að aðstoða Grikki við að leysa
sín mál og hvernig Seðlabanki Evr-
ópu muni aðstoða þá. Við setjum
okkur svolítið í spor Grikkja og horf-
um á hvernig
ESB hefði hugs-
anlega hjálpað
okkur í aðstæð-
unum sem við
vorum í árið 2008.
Ég held að þessi
niðurstaða sýni
hik félagsmanna
og að þeir vilji
bíða átekta og sjá
hvernig málin
þróast. En ég túlka þetta ekki sem
endanlega niðurstöðu,“ sagði Svana.
Hún kvaðst vera spennt að sjá nið-
urstöður könnunar að ári liðnu. »12
Meirihluti félagsmanna SI
er nú andvígur ESB-aðild
Svana Helen
Björnsdóttir