Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 2

Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fullyrðingar um að Samherji hf. á Íslandi sé að flytja fjármuni úr landi til dótturfyrirtækisins Icefresh GmbH í Þýskalandi og um undir- verð, brot á kjarasamningum og gjaldeyrislögum eru fráleitar, sam- kvæmt tilkynningu Samherja í gær. Þar er m.a. gerð grein fyrir veið- um og verði á karfa. Seld voru um 5.300 tonn af karfa á íslenskum fisk- markaði í fyrra, að heildarverðmæti um 1.200 milljónir kr. Eitt skipa Samherja, Björgvin EA, veiddi 240 tonn af karfa í fyrra sem flutt voru til Þýskalands og var skiptaverð til sjó- manna 221 kr/kg. „Á sama tíma var meðalskipta- verð hins vegar 202 kr/kg. Meðal- skiptaverð til sjó- manna sem lönd- uðu karfa á fiskmarkað á Ís- landi í fyrra, eftir að dregið hafði verið frá 4% markaðsgjald og umsýslugjald fiskmarkaðar var 219 kr/kg á árinu,“ segir m.a. í tilkynn- ingunni. Tekið er fram að verðið var hæst á fyrsta ársfjórðungi en þá veiddu skip Samherja nánast engan karfa. Á sama tímabili og karfinn af Björgvini EA var fluttur út keypti Samherji 863 tonn af karfa á fisk- markaði hér til að flytja til vinnslu í Þýskalandi. Skiptaverð til sjómanna úr þeim karfa var 215 kr/kg. Sam- herji segir þetta sýna að skiptaverð áhafnar Björgvins EA hafi verið hærra en úr karfa sem fór um fisk- markað hér á sama tíma. Þá bendir Samherji á að áður en fiskur er seldur til Icefresh GmbH bætist við söluverðið ýmis kostnað- ur, m.a. vegna flutninga og umsýslu. „Allar ásakanir um brot á kjara- samningum og hvað þá brot á gjald- eyrislögum eru því fráleitar. Full- yrðingar um undirverð á fiski frá skipum Samherja til dótturfyrirtæk- is síns í Þýskalandi eiga því engan veginn við rök að styðjast,“ segir í tilkynningunni. gudni@mbl.is Samherji segir fullyrðingar um undirverð og lögbrot vera fráleitar  Skiptaverð til sjómanna Samherja var hærra en fyrir karfa af fiskmarkaði Þorsteinn Már Baldvinsson 28,9 milljónum heitið á mikilfenglegar mottur Alls höfðu 28,9 milljónir króna safnast í Mottumars þegar formlegri söfnun áheita lauk í gær. Magnús Sigurbjörnsson bar sigur úr býtum í einstakl- ingskeppninni en það var fagurskeggjað lið Arionbanka sem safnaði flest- um áheitum í liðakeppninni. Þá þótti Meistarafélagi hárskera Guðmundur Þorlákur Guðmundsson skarta fallegustu mottunni. Þetta er í fimmta sinn sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir Mottumars en þeim fjármunum sem safnast er varið í forvarnir, fræðslu, rannsóknir og ráðgjöf sem tengjast baráttunni gegn krabbameini í körlum. Hægt er að leggja söfnuninni lið fram yfir mánaðamót á mottumars.is. Morgunblaðið/Golli Mottumenn F.v. Magnús sigurvegari, Guðmundur fagurskeggjaði og Krist- ján Björn Tryggvason, sem varð í öðru sæti einstaklingskeppninnar. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir ljóst að bæjarlögmaður Kópa- vogs, Þórður Clausen Þórðarson, og tveir starfsmenn bæjarins og fyrrver- andi stjórnarmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, Sigrún Guðmundsdóttir og Jón Júlíusson, séu viðriðin samsæri gegn honum. Hann segist ekki vilja geta sér til um hver standi á bak við samsærið en hann líti það afar alvarlegum augum að menn hafi verið beðnir um að hagræða sann- leikanum á hans kostnað. Eins og fram hefur komið í umfjöll- un Morgunblaðsins í vikunni sem er að líða, sagði Þórður í samtali við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, að hún, Sigrún Guðmundsdóttir og Jón þyrftu að láta það koma skýrt fram í vitn- isburði sínum að Gunnar Birgisson hefði stjórnað lán- veitingum sjóðsins til Kópavogsbæj- ar. Sigrún Ágústa, Sigrún Guð- mundsdóttir, Jón og Gunnar, ásamt tveimur öðrum, hafa verið ákærð fyrir að hafa, í störf- um sínum fyrir lífeyrissjóðinn, lánað Kópavogsbæ fé í trássi við ákvæði laga um lífeyrissjóði. „Það er mjög alvarlegt mál að bæj- arlögmaður sé að biðja menn um að hagræða vitnisburði sínum í málinu gegn betri vitund, á þann hátt að koma sök á mig,“ segir Gunnar. Það orki tví- mælis yfir höfuð að bæjarlögmaður skipti sér af málinu með því að hafa samband við hlutaðeigendur. „Þá finnst mér ólíklegt að Þórður Clausen Þórðarson hafi fundið þetta upp hjá sjálfum sér,“ bætir Gunnar við og segir einnig ljóst að Sigrún Guð- mundsdóttir og Jón hafi verið þátttak- endur í því að koma á hann sökinni. Málið verði rannsakað Hvað varði ásakanir um harðstjórn Gunnars hafi stjórnin öll samþykkt að veita framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs- ins heimild til að lána Kópavogsbæ allt að einum milljarði, til að koma pening- unum í skjól á meðan fárviðri banka- hrunsins gengi yfir. Gunnar segist gera ráð fyrir að málið verði rannsakað af Kópavogsbæ en ætlar ekki að grípa til sérstakra ráðstafana að svo stöddu. „Það hlýtur að þurfa að rannsaka þetta mál því þarna er verið að ráðast á bæj- arfulltrúa af bæjarlögmanni og fleiri starfsmönnum bæjarins og reyna að koma á hann rangri sök,“ segir Gunn- ar. Grafalvarlegt að hafa áhrif á vitnisburð  Telur bæjarlögmann og fleiri viðriðin samsæri gegn sér Gunnar I. Birgisson Um það bil 70 verslanir í miðbæ Reykjavíkur tóku þátt í svokallaðri Tískuvöku í tilefni Reykjavík Fashion Festi- val í gærkvöldi og lengdu afgreiðslutíma sinn til kl. 21. Ýmis tilboð voru á boðstólum verslananna en að auki var hægt að hlýða á lifandi tónlist utandyra, á meðan rölt var á milli búðanna í leit að draumaflíkinni. Morgunblaðið/Golli Í búðarápi fram á kvöld Tískuvaka Það varð niður- staða Félags- dóms í gær að boðað verkfall flugliða hjá Ice- land Express, sem hefjast átti á miðnætti liðna nótt, væri ólög- mætt. Samkvæmt samningi Iceland Ex- press við flugfélagið Holidays Czech Airlines ber félaginu að hafa um borð einn tékkneskan flugliða. Flugfreyjufélag Íslands taldi þetta brot á forgangsréttarákvæði kjara- samninga en samkvæmt því skulu fjórir félagsmenn FFÍ vera starf- andi í hverju flugi. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að engin röskun verði því á flugi í dag. Boðað verkfall flugliða ólögmætt Skannaðu kóðann til að lesa yfirlýs- ingu Samherja Hálfdán Björnsson, bóndi á Kví- skerjum í Öræfum, man ekki eftir jafn miklum hlýindum í mars og voru þar í gær. „Það vantar bara mikið á að það hafi verið svo hlýtt áður,“ sagði Hálfdán. Vel bjart var í gær í Öræfum og vestlæg átt. Hálf- dán átti von á að hlýindin héldust ef ekki kæmi norðanátt. Hiti mældist í gær 19,6°C á sjálf- virkri mælistöð Vegagerðarinnar við Kvísker í Öræfum og 18,6°C á sjálfvirkri stöð Veðurstofunnar á Kvískerjum. Það bendir því allt til þess að þetta sé nýtt hitamet í mars hér á landi. Fyrra met var 18,3°C sem mældist á kvikasilfursmæli á mannaðri stöð á Sandi í Aðaldal 27. mars 1948. Þá mældist 18,8°C hiti á sjálfvirkri stöð á Eskifirði 28. mars árið 2000, að sögn Sigurðar Þórs Guðjónssonar veðuráhugamanns. „Þetta er mjög vorlegt núna. Maður þurfti ekki að vera mikið klæddur, það voru svo mikil hlý- indi,“ sagði Hálfdán. „Það er allt að gróa núna, komin vetrarblóm hér Morgunblaðið/RAX Kvísker Hálfdán Björnsson bóndi. Hitamet sett á Kvískerjum um allt og eins er ljónslappinn far- inn að lifna og breiða úr sér. Það liggur við að það sé orðið vorlegt á jörðinni.“ Vetrarblóm blómstra venjulega fyrst sínum ljósrauðu blómum. Tjaldur var í gærmorgun að vitja um hreiðurstæðið sitt og talsvert var komið af skógarþröstum, þótt enn hafi ekki borið mikið á öðrum farfuglum, að sögn Hálfdánar. Smáfiðrildi og flugur eru aðeins byrjuð að lifna. gudni@mbl.is  Sjálfvirk stöð mældi 19,6°C hita

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.