Morgunblaðið - 30.03.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.03.2012, Qupperneq 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið förum alltaf saman einu sinni á ári í sumar- bústað á afmæli bjórs- ins. Þá klæðumst við pilsunum til að heiðra félagsskapinn. Við erum nýkomnir úr slíkri ferð þessa árs, brugðum okkur austur fyrir fjall og heimsótt- um Hrunamannahrepp og Biskups- tungur,“ segja þeir Kristinn R. Guð- laugsson, Stefán Dal Björnsson, Guðmundur Sveinn Bæringsson, Elvar Ágústsson, Birkir Rafn Guð- mundsson, Baldur Gíslason, Víðir Jónasson og Óskar Hilmarsson, en þeir standa á bak við Skotavina- félagið. „Við stofnuðum þennan félags- skap fyrir átta árum, þegar við vor- um yngri og fjörugri. Þá bjuggum við allir í Búðardal, okkar heima- byggð, og í fásinninu í sveitinni verð- ur maður að spinna af fingrum fram til að skemmta sér. Þegar við vorum góðglaðir kom oft yfir okkur löngun til að stofna félag. Til dæmis stofnaði Skotapilsin trylla l Nokkrir piltar úr Döl- unum fengu hugljómun fyrir átta árum og stofn- uðu Skotavinafélag. Þeir keyptu sér alvöru Skota- pils og skarta þeim einu sinni á ári til að heiðra félagsskapinn. ég Heftaravinafélag og við vorum með vikulegar prófanir á ólíkustu hefturum. En Skotavinafélagið er eina félagið sem lifir af öllum þeim félögum sem við höfum stofnað,“ segir Stefán. Pungur hangi í typpishæð „Við vorum staddir í samkvæmi einu sinni sem oftar og af ein- hverjum ástæðum hljóp ég heim og fór í pils sem mamma hafði saumað á mig úr köflóttum náttbuxum, af því mig hafði lengi langað í Skotapils,“ segir Stefán og félagar hans bæta við að þegar þeir hafi séð hann í pils- inu þá vildu þeir allir eignast alvöru Skotapils. „Við fengum hugljómun og ákváðum að stofna Skotavina- félag. Í framhaldinu setti Baldur sig í samband við fyrirtæki úti í Skot- landi sem heitir Heritage of Scot- 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 Það getur verið erfitt að fóta sig á háhæluðum skóm. En eins og með flest snýst fimin þó aðallega um æfingu. Margar konur storma dag- lega um stræti stórborga á háhæl- uðum skóm en aðrar þjóta um á öllu þægilegri fótabúnaði í formi hlaupa- eða íþróttaskóa. Á þessari mynd hér til hliðar má sjá fyrirsætur stinga saman nefjum á tískusýningu í Pek- ing í vikunni. Hvítu stígvélin sem önnur þeirra skartar eru engin smá- smíð og líklegast ekki allir sem myndu ráða við slíka hæla. Enda virðist hinni lítið lítast á fótabún- aðinn ef marka má svipinn á henni. Svona er nú heimur tískunnar stund- um skemmtilega öfgafullur og fullur af einhverju sem við gætum ekki klæðst daglega. Skemmtilega skond- ið fyrir augað þó. Tískuheimurinn Fyrirsæta á hvítum stultum í Kína Reuters Skór Nokkra æfingu þarf líklegast til að ganga í slíkum skóm sem þessum. Ætli ég hefði orðið það sem ég er í dag ef mér hefði verið sagt að verða það? Ætli ég hefði haft jafn mikinn áhuga á að verða blaðamað- ur ef einhver hefði ætlað mér það? Einstaklingsfrelsi og rétturinn til að velja. Honum tekur maður oft- ast sem sjálfsögðum hlut. Hugsar að auðvitað geti maður klætt sig eins og maður vill, lært það sem maður vill og almennt valið það sem mann helst langar eða hentar manni. En þetta er alls ekki þannig og í gegnum mannkynssöguna hef- ur fólk verið þvingað, kúgað og smánað á ýmsa vegu. Ýmislegt hef- ur spilað þar inn í, stjórnmálaítök, uppruni og kynþáttur og margt annað sem talist getur að aðskilji okkur mennina. Þó að það ætti ekki að vera hægt sökum þess að innvolsið er nokkurn veginn hið sama. Þangað til fyrir 23 árum var fólk í borg ekki svo langt í burtu frá okkar litlu eyju aðskilið með múr. Öðrum megin vildu flestir vera. Hinum megin reyndu flestir að flýja og létu jafnvel lífið við flóttatilraunir sínar. Fólk bögglaði sér ofan í skott og jafnvel ferðatöskur svo mjög vildi það lifa við frjáls- ræðið sem ríkti hinum megin við múrinn. Þar varð ungt fólk að hlýða kalli ríkjandi stjórnvalda annars gat það ekki farið í háskóla. Um leið gat það átt á hættu að vera rekið úr skólanum ef það reyndist vera með „bannaða“ bók í töskunni. Í vegahandbók var heim- urinn rammaður af í nokkur lönd. Best að hleypa engum þangað sem hann gæti fengið „slæmar“ hug- myndir um frjálsræði í kollinn. Unga fólkið mótmælti. Pönkarar skutu upp kollinum í skugga múrs- ins og rituðu A fyrir „anarchy“ (stjórnleysi) á jakkann sinn. Svo greip fólk til nektarinnar, eina vopnsins sem ekki var hægt að taka af því. Strandir fylltust af heilu fjölskyldunum sem hlupu allsberar í sandinum og fundu frelsið leika um beran rassinn. Þeirra vopn, þeirra uppreisn, þeirra leið til að fanga frelsið þó ekki væri nema eina dagstund. Slíkar aðgerðir fólks til að berjast á móti stjórnun á sínu dag- lega lífi sýna að al- mennt séð látum við mannfólkið ekki vel að stjórn. Við viljum kjósa, velja og hafna, njóta og neita. Einmitt þetta val veitir okkur lífsgæði sem alls ekki eru sjálfgefin. »Strandir fylltust afheilu fjölskyldunum sem hlupu allsberar í sand- inum og fundu frelsið leika um beran rassinn. HeimurMaríu María Ólafsdóttir maria@mbl.is Sandra Beijer er sænskur ljósmynd- ari, rithöfundur og starfsmaður á auglýsingastofu. Hún heldur úti blogginu Niotillfem og þar kennir ýmissa grasa. Sandra, sem er 24 ára, skrifar smásögur, pistla og ást- arbréf auk þess sem hún myndar New York og Stokkhólm frá öllum sjónarhornum. Sandra er mikil skvísa og hún bloggar af og til um tísku og klæðnað dagsins, þótt bloggið sé á engan hátt hefðbundið tískublogg. Segja má að síðan sé samsuða af ljósmyndabloggi, ferða-, matar-, lífsstíls- og ljóðabloggi. Ekki er heldur leiðinlegt að reyna að krafla sig í gegnum sænskuna, það geta allir Íslendingar sem hafa lært dönsku. Fyrir aðra lætur Sandra fylgja enska samantekt með hverri færslu. Vefsíðan www.rodeo.net/niotillfem Skvísa Sandra bloggar skemmtilega. Líka ástarbréf Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar kynna nýjar vörur, hjúkrunarrúm og rafskutlur. Iðjuþjálfi verður á staðnum og veitir ráðgjöf. Allir velkomnir. Opið hús hjá Öryggismiðstöðinni, Askalind 1, í dag, föstudaginn 30. mars, kl. 9–17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.