Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Haldið verður áfram með byggingu
frjálsíþróttahússins í Kaplakrika
næstu mánuði. Hafnarfjarðarbær og
Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH)
hafa boðið út vinnu við að fullgera þak
og gluggapanela.
Hafnarfjarðarbær hóf fram-
kvæmdir við Íþróttamiðstöðina í
Kaplakrika á árinu 2006 og átti þeim
að vera að fullu lokið fyrir 1. júní 2009.
Það gekk ekki eftir og enn er eftir að
leggja í verulegan kostnað. Meðal
verkþátta eru félagsaðstaða, frjáls-
íþróttahús, stúka og endurgerð eldri
búningsklefa. Nýbyggingar eru 7000
fermetrar.
Verkþættirnir eru mislangt komn-
ir. Þannig er búið að taka stúkuna í
notkun og félagsaðstaðan er fullgerð.
Framkvæmdir stöðvuðust
Frjálsíþróttahúsið er mikið mann-
virki. Framkvæmdir voru boðnar út
en stöðvuðust í miðjum klíðum, meðal
annars vegna þess að verktakinn fór í
þrot. Þá hefur Hafnarfjarðarbær átt í
fjárhagserfiðleikum eftir hrun, eins
og fleiri sveitarfélög. Vinna í húsinu
hefur legið niðri frá því í maí 2010 eða
í nærri tvö ár.
Frjálsíþróttahúsið er opið fyrir
veðri og vindum þótt búið hafi verið að
reisa stálsperrur. Sigurður Páll Harð-
arson, sviðsstjóri umhverfis og fram-
kvæmda hjá Hafnarfjarðarbæ, telur
að ekki hafi orðið umtalsverðar
skemmdir á húsinu á þessum tíma.
Ryð sem sést á grindinni sé aðeins á
yfirborði og til standi að bletta það.
Hann segir að verkið sem nú sé
ráðist í sé skýr verkhluti sem eigi að
ljúka á næsta ári. Þá verður eftir að
einangra veggi frjálsíþróttahússins og
ganga frá húsinu að innan, meðal ann-
ars með því að leggja íþróttagólf og
ganga frá tengibyggingu.
Samkvæmt þriggja ára áætlun og
framkvæmdaáætlun Hafnarfjarðar-
bæjar er ráðgert að halda áfram
framkvæmdum við frjálsíþróttahúsið,
í beinu framhaldi af þeim áfanga sem
nú hefur verið boðinn út. Einnig er
eftir að endurgera eldri búningsklefa,
útbúa tengingu við knattspyrnuhúsið
Risann, ganga frá stúkunni og úti-
svæði.
750 milljónir eftir
Framreiknaður kostnaður við upp-
byggingu í Kaplakrika, frá árinu 2006,
nemur 1,9 milljörðum kr., að sögn Sig-
urðar. Verulegur kostnaður er eftir.
Áformin eru enn þau sömu og í
upphafi en farið hefur verið yfir hönn-
unargögn í þeim tilgangi að ná niður
kostnaði. Áætlað er að kostnaður við
þá verkþætti sem eftir eru verði um
750 milljónir kr.
Frjálsíþróttahúsi FH lokað fyrir
veðri og vindum á næstu mánuðum
Framkvæmdir í Kaplakrika af stað á nýjan leik eftir tveggja ára hlé
Kostnaður við frjálsíþróttahús og stúku er að nálgast tvo milljarða króna
Morgunblaðið/Ómar
Frjálsíþróttahús Nú er komið að næsta áfanga við Íþróttamiðstöðina í Kaplakrika. Þaki hins mikla frjálsíþrótta-
húss verður lokað, það verður einangrað og pappi lagður á. Einnig verður gengið frá gluggapanelum.
Allt í drasli Einhverjar skemmdir hafa orðið á frjálsíþróttahúsinu á meðan
það hefur staðið hálfbyggt. Ryð sem komið er í stálgrind verður blettað.
Hannes Bjarna-
son frá Eyhild-
arholti í Skaga-
firði hefur
ákveðið að fara í
framboð til emb-
ættis forseta Ís-
lands. Frá þessu
er sagt á vefmiðl-
inum Feyki.is. á
Sauðárkróki.
Þar með hafa
fjórir einstaklingar lýst yfir fram-
boði, allt karlmenn. Auk Hannesar
eru það Ástþór Magnússon, Jón
Lárusson og Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands.
Hannes Bjarnason er fæddur á
Sauðárkróki 25. apríl 1971, uppalinn
í Eyhildarholti í Skagafirði, sonur
hjónanna Bjarna Gíslasonar, skóla-
stjóra og bónda í Eyhildarholti, og
Salbjargar Márusdóttur, húsmóður
og kennara. Í Feyki í gær segir
Hannes frá sjálfum sér og ástæðu
þess að hann ákvað að fara í fram-
boði til embættis forseta Íslands.
Hann segir ástandið í samfélaginu
hafa hreyft við sér og hefur látið sig
það varða.
„Ég vil leggja hönd á plóg, leggja
mitt af mörkum til að bæta sam-
félagið sem ól mig. Þess vegna býð
ég mig fram í kjör til forseta Íslands
og tel mig hafa burði til að bera emb-
ættið inn í framtíðina,“ segir Hannes
í samtali við Feyki.
Hannes hefur opnað heimasíðuna
www.jaforseti.is.
Býður sig
fram til
forseta
Hannes
Bjarnason
Fjórir frambjóðendur
komnir fram
Ökumaður fólksbíls slapp ómeiddur
þegar hann lenti út af veginum í
Kömbunum í fyrrinótt. Maðurinn er
grunaður um ölvun við akstur.
Maðurinn ók bíl sínum á vegrið í
neðstu beygjunni í Kömbunum. Að
sögn lögreglunnar á Selfossi ók
hann síðan meðfram vegriðinu og
út fyrir veginn þar sem það endaði.
Hann slapp ómeiddur.
Ók út af í Kömbum
Karlmaður var dæmdur í fjögurra
ára fangelsi í fjölskipuðum Héraðs-
dómi Vesturlands í gær fyrir kyn-
ferðisbrot gegn dóttur sinni. Hann
var einnig dæmdur til þess að greiða
dóttur sinni 1,2 milljónir króna í
miskabætur. Stúlkan var tíu ára
gömul þegar brotin, sem eru mjög
gróf, voru framin. Maðurinn neitaði
sök í málinu.
Maðurinn braut mjög gróflega og
ítrekað gegn dóttur sinni. Hann bar
á móti því að hann hefði verið einn
með dóttur sinni þannig að atvik
hefðu getað orðið með þeim hætti
sem hún ber. Þá sagði maðurinn að
enda þótt hann teldi að stúlkan bæri
ekki illan hug í hans garð þá væri
hún lygin og jafnvel þjófótt og færi
jafnan sínu fram. Framburður móð-
ur stúlkunnar hneig í sömu átt. Virt-
ist þeim helst að dóttur þeirra kynni
að hafa dreymt atvik eða skáldað þau
upp eftir að hafa verið í klámfengn-
um samskiptum á Skype í tölvu sinni.
Enn fremur veltu þau því fyrir sér
að hún kynni að hafa séð klámefni
sem hefði verið til á heimili hennar.
Dómurinn var hins vegar á öðru máli
og í niðurstöðu hans segir að hér
verði að líta til þess að samskipti þau
kynferðislegs eðlis sem áttu sér stað
á Skype fóru fram á tímabilinu 9.
nóvember til 24. nóvember sl. en
samkvæmt framburði kennara stúlk-
unnar var merkjanleg breyting á
hegðan hennar í skóla þegar við upp-
haf haustannar og höfðu skólayfir-
völd áhyggjur af því.
„Þá verður með engu móti séð
hvers vegna þau samskipti um
Skype sem hér eru nefnd, klámefni á
heimili eða draumfarir brotaþola
hafi leitt til þess að hún beri jafn
grófar sakir á föður sinn líkt og hún
hefur gert,“ segir í dómnum.
Engar málsbætur
Í niðurstöðu dómsins segir einnig
að stúlkan hafi gefið skýrslu í Barna-
húsi og lýsing hennar hafi verið orð-
uð þannig að fráleitt sé að 11 ára
gamalt barn geti lýst atvikum af
þessum toga án þess að barnið sé að
lýsa upplifun sinni. Þá hafi frásögn
skólafélaga hennar sem skýrðu frá
því hvað stúlkan hefði sagt þeim,
verið í samræmi við lýsingar hennar
á atvikum að mati dómsins.
Brot mannsins gegn dóttur sinni
var talið alvarlegt og taldi dómurinn
að hann ætti sér engar málsbætur.
Því þótti hæfileg refsing fjögurra ára
fangelsi.
Dæmdur í fjögurra
ára fangelsi fyrir
gróf kynferðisbrot
Opið 9-18 alla daga nema sunnudaga • Sími 553 1099