Morgunblaðið - 30.03.2012, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Útlán stærstu bankanna þriggja til
sjávarútvegsins eru hátt í 300 millj-
arðar króna og því liggur mikið við
að rekstur hans gangi vel.
Fyrir Alþingi liggur nýtt frum-
varp um stjórnun sjávarútvegs þar
sem m.a. er gert ráð fyrir veiðigjaldi
á sjávarútvegsfyrirtæki sem veiða
meira en 100 tonn sem geti orðið um
70% af EBITDU fyrirtækjanna eftir
að árgjaldið hefur verið dregið af
henni.
Þegar rætt er við fulltrúa bank-
anna segjast þeir allir vera með það
í skoðun hvaða áhrif þessi gjaldtaka
muni hafa.
Eins og sjá má í áhættuskýrslu
Íslandsbanka fyrir árið 2011 eru
tæp 13% útlána bankans til sjávar-
útvegsins eða um 70 milljarðar ís-
lenskra króna.
Guðný Helga Herbertsdóttir,
upplýsingafulltrúi bankans, segir að
ljóst sé að áhrifin af frumvarpinu
séu margbrotin og því muni taka
tíma að yfirfara þau út frá hverjum
lántaka.
Landsbankinn er langstærstur í
útlánum til sjávarútvegsins með um
135 milljarða í útlánum til hans en
það eru um 20% af útlánum bank-
ans. „Landsbankinn á sér langa
sögu og rekur mörg útibú úti á landi
þannig að við höfum alltaf haft sterk
tengsl við sjávarútveginn,“ segir
Kristján Kristjánsson, upplýsinga-
fulltrúi bankans. „Það er ljóst að
mikið er undir en við erum að setjast
yfir frumvarpið og það er of snemmt
að fullyrða eitthvað um áhrifin.“
Haraldur Guðni Eiðsson, upplýs-
ingafulltrúi Arion banka, hefur svip-
aða sögu að segja og segir hann að-
eins að þetta sé í skoðun. Hjá Arion
banka er ekki hægt að fá nákvæmar
upplýsingar um hversu mikil útlánin
eru til sjávarútvegsins en tæpir 62
milljarðar, eða 11,1% útlánanna, eru
til þess sem kallað er skógrækt,
landbúnaður og sjávarútvegur.
Ætla má að þar sé stærstur hlutinn,
eða 70-80%, til sjávarútvegsins sem
eru þá 43-50 milljarðar. Samanlagt
eru þá útlánin til sjávarútvegsins
hjá bönkunum þremur hátt í 300
milljarðar króna.
Gæti fellt veiku fyrirtækin
Fæstir viðmælenda í bönkunum
telja að til fjöldagjaldþrota komi ef
frumvarpið verður samþykkt
óbreytt eða að höggið á bankana
verði verulegt. Í það minnsta fyrst
um sinn. En menn eru samt sem áð-
ur mjög hikandi og óttast langtíma-
áhrif laganna á atvinnugreinina,
verði þau samþykkt.
Fyrr í vikunni lýsti Friðrik Soph-
usson, stjórnarformaður Íslands-
banka, því yfir að breytingar á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu hefðu slæm
áhrif á fjárfestingar fyrirtækja og
að verulegar breytingar á kerfinu
myndu draga úr arðsemi fyrirtækj-
anna. Flestir horfa til þess að til
langs tíma muni þetta hafa mjög
slæm áhrif á sjávarútveginn.
En skammtímaáhrifin verða að
flestra mati þau að verr settu fyr-
irtækin sem þegar hafa farið í gegn-
um endurskipulagningu munu þurfa
slíkt aftur enda búið að laska rekstr-
argrundvöll þeirra nokkuð.
Ýmsir benda þó á það að ef litið er
framhjá veiðileyfagjaldinu, þá sé
margt í frumvarpinu betra en var í
því frumvarpi sem lagt var fram í
fyrra. Bæði Landsbankinn og Arion
banki gerðu ítarlegar skýrslur um
það frumvarp og vöruðu alvarlega
við því og áhrifum þess. Í nýja frum-
varpinu er ekki búið að taka fyrir
óbeina veðsetningu eins og var gert í
fyrra frumvarpinu og ekki er búið að
banna að kvóti sé áframseldur. En
þar orkar samt enn þá margt tví-
mælis að mati fólks í bönkunum.
Ótti er innan bankanna
um áhrif nýju laganna
Útlán til sjávarútvegs
» Landsbankinn er með útlán
upp á 135 milljarða til sjáv-
arútvegsins eða um 20% út-
lána sinna
» Íslandsbanki er með 70
milljarða eða tæp 13%
» Arion banki er líklega með á
bilinu 43-50 milljarða
Langtímaáhrif sjávarútvegsfrumvarps gætu verið slæm Lítið um fjárfestingu
Sjávarútvegur Talsmenn bankanna hafa áhyggjur af langtímaáhrifum frumvarpsins.
● Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætis-
ráðherra telur
„einboðið að Fjár-
málaeftirlitið og
Seðlabankinn
skoði hvort ekki sé
ástæða til að leið-
rétta“ verðtrygg-
ingarmisvægi í
bankakerfinu –
ekki síst í tilfelli
Landsbankans. Þetta kom fram í svör-
um hennar á Alþingi í gærmorgun
vegna fyrirspurnar Gunnars Braga
Sveinssonar, þingmanns Framsókn-
arflokksins, þar sem hann vísaði til
umfjöllunar Morgunblaðsins um hvern-
ig verðtryggingarmisvægi Landsbank-
ans hefur stóraukist á umliðnum ár-
um.
Jóhanna sagðist telja að þessi
ójöfnuður „ógni ekki stöðugleika í
bankanum heldur hjálpar þetta verð-
tryggingarmisvægi honum frekar“.
Vill skoða verðtrygging-
armisvægi bankanna
Jóhanna
Sigurðardóttir
Stuttar fréttir ...
● Landsnet þarf á
næstu árum að
endurgreiða fimm
milljarða í oftekin
gjöld fyrir flutning
á rafmagni. Geir A.
Gunnlaugsson,
stjórnarformaður
fyrirtækisins, segir
að bregðast verði
við þessu með eig-
inframlagi frá eig-
endum eða hækkun tekjumarka. Þetta
kom fram á ársfundi Landsnets í gær.
Skýring þessa er að þegar Landsnet
var stofnað árið 2005 var í lögum kveð-
ið á um að tekjumörk gjaldskrár fyr-
irtækisins ættu að taka mið af tekjum í
fortíðinni. Nánar á mbl.is egol@mbl.is
Greiði 5 milljarða króna
Geir A.
Gunnlaugsson
SÆVARHÖFÐA 12
SÍMI 577 5400
THROTTUR.IS
ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA
Vörubílastöðin
Þróttur býður
fjölbreytta
þjónustu
og ræður yfir
stórum flota
atvinnutækja til
margvíslegra
verka
ÖFLUGIR Í SAMSTARFI
VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR
· Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang
· Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum
· Seljum hellusand og útvegum mold