Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012
V i n n i n g a s k r á
48. útdráttur 29. mars 2012
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
3 8 2 2 0
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
3 7 4 4 3 3 9 1 9 4 4 8 2 0 2 7 4 8 9 4
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
17751 21764 24507 36460 61226 67253
18847 22345 35329 38745 67199 70802
V i n n i n g u r
Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur)
2 0 2 1 6 4 7 8 2 2 6 1 2 3 1 6 4 5 4 2 4 5 9 4 9 4 2 4 5 9 7 1 1 7 1 1 2 0
5 9 3 1 6 8 7 1 2 2 8 4 2 3 2 5 6 6 4 3 0 5 8 5 0 2 3 9 6 0 7 4 3 7 1 9 0 7
1 2 9 9 1 7 1 0 0 2 2 9 4 0 3 3 7 5 0 4 3 5 6 9 5 1 5 1 8 6 3 4 7 1 7 4 0 4 0
3 1 4 5 1 8 1 7 5 2 3 7 5 8 3 3 8 3 6 4 3 6 8 3 5 3 0 5 4 6 5 4 3 1 7 4 8 2 3
3 5 6 3 1 8 6 7 8 2 4 6 3 5 3 4 4 2 5 4 5 1 8 6 5 3 8 7 6 6 5 5 9 4 7 5 9 6 0
5 9 3 5 1 9 8 2 4 2 5 4 0 2 3 4 7 2 7 4 5 5 3 8 5 4 6 1 8 6 5 6 0 7 7 6 0 3 5
6 5 3 0 2 0 2 2 1 2 6 5 4 8 3 5 1 9 7 4 6 0 4 6 5 5 5 9 7 6 6 3 1 3 7 8 4 6 6
1 4 1 7 1 2 0 3 1 6 2 9 3 5 7 3 6 7 2 5 4 6 9 0 7 5 8 7 1 2 6 7 2 8 8 7 8 4 9 8
1 4 5 9 6 2 0 5 7 3 2 9 9 4 5 3 8 3 7 4 4 7 5 9 9 5 8 9 0 3 6 7 5 3 1 7 8 9 5 8
1 5 5 3 3 2 2 1 5 1 3 1 4 3 4 3 8 5 4 2 4 8 3 8 5 5 9 6 0 7 6 7 9 0 5 7 9 5 6 6
V i n n i n g u r
Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur)
1 2 8 9 7 9 5 1 8 9 5 0 3 2 1 3 3 4 4 1 1 4 5 1 5 9 2 6 0 4 8 0 7 0 1 1 9
1 6 4 9 8 3 6 2 0 0 4 6 3 3 5 8 1 4 4 2 4 6 5 1 7 6 7 6 1 0 2 7 7 0 3 8 3
5 4 7 9 9 5 7 2 0 0 9 4 3 4 4 6 3 4 4 3 8 3 5 2 2 2 0 6 1 1 1 9 7 0 6 1 6
8 2 8 9 9 9 0 2 0 8 2 0 3 4 6 6 7 4 4 6 2 1 5 2 3 6 7 6 1 3 5 2 7 1 0 6 3
1 3 4 8 1 0 0 7 4 2 1 7 0 4 3 4 8 9 8 4 4 7 5 1 5 2 8 5 5 6 1 8 8 0 7 1 4 5 4
2 4 1 4 1 0 6 8 4 2 3 2 9 5 3 5 4 8 9 4 4 7 7 2 5 2 9 5 9 6 1 8 8 1 7 1 8 8 2
2 8 5 1 1 0 7 9 2 2 3 4 7 4 3 6 0 0 3 4 4 8 3 0 5 3 4 2 2 6 1 9 1 3 7 3 1 3 1
3 1 2 4 1 1 0 0 7 2 3 9 0 3 3 6 1 3 3 4 5 7 2 7 5 3 4 6 5 6 2 4 9 5 7 3 1 4 0
3 4 4 5 1 1 1 0 3 2 3 9 8 7 3 6 3 1 3 4 5 7 2 8 5 3 5 6 8 6 3 1 8 1 7 3 6 3 8
3 5 7 1 1 1 3 7 9 2 4 6 6 6 3 6 4 8 4 4 5 7 6 7 5 3 6 0 8 6 3 2 4 7 7 3 7 6 9
3 6 6 8 1 1 8 7 2 2 4 9 7 4 3 6 5 3 3 4 6 1 4 8 5 3 6 8 2 6 3 3 4 9 7 4 0 5 0
4 4 7 0 1 2 1 7 5 2 5 5 7 7 3 6 5 9 5 4 6 3 3 3 5 3 7 3 7 6 3 4 4 0 7 4 7 8 2
4 5 2 3 1 2 2 9 7 2 5 8 5 7 3 6 7 6 3 4 6 6 2 2 5 3 9 2 2 6 3 5 9 5 7 4 7 8 5
4 5 4 2 1 2 3 2 3 2 5 9 6 0 3 7 0 3 6 4 6 6 8 3 5 4 0 8 7 6 3 9 5 9 7 4 8 1 0
4 8 5 9 1 2 3 3 9 2 6 2 6 1 3 7 4 3 1 4 6 8 7 2 5 4 7 0 5 6 4 1 4 8 7 4 9 4 2
4 9 7 3 1 2 4 3 6 2 6 7 0 2 3 8 1 2 8 4 7 2 4 4 5 4 7 5 0 6 4 1 9 2 7 5 3 2 7
5 9 6 6 1 3 0 2 4 2 7 6 7 2 3 8 4 2 5 4 7 4 3 2 5 4 7 8 3 6 4 7 1 1 7 5 3 2 8
5 9 8 4 1 3 2 6 8 2 8 1 2 4 3 8 4 4 1 4 8 0 4 0 5 6 1 2 7 6 5 5 0 8 7 6 0 2 7
5 9 9 6 1 3 6 1 3 2 8 2 7 5 3 8 4 8 2 4 8 0 6 7 5 6 1 9 4 6 6 5 2 2 7 6 8 2 1
6 0 6 0 1 3 6 3 3 2 8 6 5 6 3 8 7 7 0 4 8 0 8 1 5 6 6 7 8 6 6 9 8 0 7 6 8 3 9
6 1 3 7 1 3 6 6 3 2 9 0 6 3 3 8 8 0 0 4 8 2 7 1 5 7 1 8 8 6 7 0 2 1 7 7 4 3 6
6 1 7 6 1 3 7 5 4 2 9 2 6 0 3 9 7 5 0 4 8 2 8 4 5 7 5 8 6 6 7 1 0 5 7 7 6 1 8
6 4 8 3 1 3 8 6 6 2 9 2 9 5 4 0 1 1 0 4 8 4 8 4 5 7 6 5 5 6 7 2 8 0 7 7 6 7 2
6 8 4 6 1 4 3 7 5 2 9 3 4 3 4 0 4 5 5 4 8 6 3 4 5 7 8 6 0 6 7 4 1 1 7 7 7 1 1
7 3 8 6 1 4 5 3 2 2 9 7 9 4 4 0 8 5 5 4 8 6 6 3 5 8 0 5 8 6 7 4 9 1 7 7 8 4 9
7 5 7 8 1 4 6 0 2 2 9 8 6 6 4 0 8 7 9 4 9 0 2 8 5 8 3 2 8 6 7 7 4 6 7 9 5 3 3
7 7 1 6 1 5 5 8 6 3 0 3 6 2 4 1 3 2 2 4 9 2 5 7 5 8 8 9 8 6 7 9 3 8
7 7 5 3 1 6 0 9 1 3 1 1 4 4 4 1 3 8 9 4 9 8 0 7 5 9 0 2 1 6 8 0 7 9
7 9 8 2 1 6 8 5 6 3 1 1 7 4 4 1 7 1 1 5 0 1 5 4 5 9 1 7 1 6 8 5 6 5
9 1 6 1 1 7 4 6 6 3 1 1 7 6 4 1 8 7 3 5 1 1 1 9 5 9 3 0 9 6 9 3 9 9
9 3 5 0 1 8 2 0 1 3 1 1 9 7 4 2 8 4 3 5 1 2 3 1 5 9 3 3 7 6 9 5 5 0
9 6 5 2 1 8 9 1 8 3 1 8 9 0 4 3 3 2 9 5 1 3 7 1 5 9 7 6 3 6 9 8 3 7
Næstu útdrættir fara fram 4. apríl, 12. apríl, 18. apríl & 26. apríl 2012
Heimasíða á Interneti: www.das.is
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not-
anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Heilbrigðisyfirvöld
eru stöðugt að leita
hagræðis, sérstaklega
á niðurskurðartímum,
og ættu því að fagna
hugmyndum um
hvernig hægt væri að
draga úr álagi á heil-
brigðiskerfið. Þess eru
þó dæmi að heilbrigð-
isyfirvöld hreinlega
berjist gegn góðu
tækifæri til að minnka þetta álag og
efla heilsu landsmanna – og það af
ástæðum sem eru illskiljanlegar.
Þetta tækifæri felst í rýmkun á
reglum um auglýsingar á lausa-
sölulyfjum í sjónvarpi – lyfjum sem
eru ekki lyfseðilsskyld. Það er leið
sem aðrar þjóðir hafa nýtt sér árum
saman og getur minnkað álag á heil-
brigðiskerfið.
Óþarflega strangar reglur
Reglur um auglýsingar á lausa-
sölulyfjum eru mun strangari hér
en í flestum þeim löndum sem við
berum okkur saman við, að und-
anskildum Noregi. Hér á landi er
þess t.d. krafist að ítarlegar notk-
unarupplýsingar og varnarorð fylgi
öllum lyfjaauglýsingum – en víðast
hvar erlendis dugar einföld hvatn-
ing til notandans að lesa fylgiseðil
lyfsins.
En hvaða máli skiptir þetta? Jú,
rannsóknir á upplýsingagildi aug-
lýsinga sýna að of mörg og ítarleg
skilaboð í auglýsingum draga úr
skilningi þess sem heyrir þær eða
sér, sérstaklega ef miðillinn er
knappur, eins og t.d. ljósvaka- eða
netmiðill. Kröfur sem hérlend heil-
brigðisyfirvöld gera til lyfjaauglýs-
inga draga því úr skilningi fólks á
meginvirkni lyfjanna sem kynnt
eru, fremur en að auka hann. Upp-
lýsingamagnið sem fylgja á auglýs-
ingunum er svo mikið að hinn al-
menni neytandi á erfitt
með að meðtaka allar
upplýsingarnar og
lyfjafyrirtækjum er í
raun gert ómögulegt
að auglýsa í ákveðnum
miðlum.
Í nýlegri skýrslu
AESGP, samtaka evr-
ópskra lausasölulyfja-
fyrirtækja, yfir reglu-
gerðir í 41 landi um
allan heim kemur fram
að takmarkanir við
auglýsingum í sjón-
varpi eru einungis í
tveimur þessara landa: Noregi og
Ísrael. Heilbrigðisyfirvöld í löndum
á borð við Danmörku, Svíþjóð,
Finnland, Þýskaland, Frakkland,
Bandaríkin og Bretland sjá hins
vegar ekki ástæðu til að takmarka
kynningu lausasölulyfja í sjónvarpi.
Ætli ofnotkun lausasölulyfja sé
meira vandamál í þessum löndum
en hér eða í Noregi? Nei, auðvitað
ekki.
Eigin greining sparar tíma
Gleymum ekki að þetta eru lyf
sem heilbrigðisyfirvöld hafa leyft að
séu seld án lyfseðils og án íhlutunar
lækna. Þau eru því talin örugg fyrir
almenning, sé leiðbeiningum á fylgi-
seðli fylgt. Þetta er mat hérlendra
yfirvalda eins og víðar. Hafa ber í
huga að spurn eftir lausasölulyfjum
lýtur ekki sömu lögmálum og t.d.
spurn eftir morgunkorni, þ.e. ekki
er hægt að búa til eftirspurn með
auglýsingum, því neytendur kaupa
aðeins lyf þegar þeir þurfa á þeim
að halda. Það myndi hins vegar án
efa auðvelda mörgum lífið þegar
heilsan er ekki með besta móti ef
upplýsingar um úrræði við algeng-
um kvillum væru aðgengilegar í
auglýsingum.
Ýmiskonar kvillar hrjá okkur
flest endrum og eins. Stundum
þurfum við aðstoð til að bæta heils-
una eða flýta fyrir bata og þá er
fyrsta hugsun flestra að leita lækn-
is. Í sumum tilvikum er það þó
óþarfi, þegar lausasölulyf geta dug-
að. En ef vitneskja um þau er ekki
til staðar fer viðkomandi fyrst til
læknis, sem mögulega er sóun á
tíma beggja. Sé lyfjaframleiðendum
gert kleift að auglýsa vörur sínar og
virkni þeirra getur það leitt til þess
að færri þurfa að leita til læknis
vegna erinda sem þeir geta sjálfir
afgreitt með einni ferð út í apótek.
Hjá lyfsalanum og á fylgiseðli lyfs-
ins eru nægar upplýsingar til að
sjúklingurinn geti metið hvort lyfið
henti eða ekki. Þar með dregur úr
álagi á lækna og heilsugæslu og
meiri tími og fjármunir eru til að
sinna þeim sem virkilega þurfa á að
halda.
Er afstaða íslenskra heilbrigð-
isyfirvalda til lyfjaauglýsinga í sjón-
varpi tekin með almannahagsmuni í
huga? Erfitt er að sjá hvernig það
sé til hagsbóta fyrir nokkurn að
upplýsingum um vöru sem boðin er
á almennum markaði sé haldið frá
fólki. Rannsóknir erlendis hafa sýnt
að auglýsingar á lausasölulyfjum
hafa ekki leitt til stóraukinnar sölu.
Í sumum tilvikum hefur salan aukist
lítillega eftir að auglýsingabanni var
aflétt, en það hefur stafað af því að
þá hafa fleiri fengið upplýsingar um
úrræði sem þeir hafa til að bæta
heilsu sína, úrræði sem þeir ef til
vill þekktu ekki áður.
Lausasölulyf eru gerð til að bæta
lífsgæði, hvort heldur er til að
hjálpa fólki að hætta að reykja eða
draga úr kvefeinkennum, svo aðeins
tvö dæmi séu nefnd. Þá er ótalinn
sá þjóðhagslegi ávinningur sem
felst í að fólk sé betur í stakk búið
að bæta eigin heilsu með lausa-
sölulyfjum. Aukin þekking á lyfjum
sem draga úr einkennum kvefs og
frjóofnæmis getur t.d. fækkað veik-
indadögum og aukið framlegð í hag-
kerfinu.
Tækifærin til að auka hagkvæmn-
ina í heilbrigðiskerfinu á þennan
máta eru til staðar, þau kosta þjóð-
ina ekkert og við þurfum ekki einu
sinni að vera sérstaklega djörf til að
nýta þau. Með því að leyfa eðlilegan
aðgang lausasölulyfja að auglýs-
ingamarkaðnum værum við einfald-
lega að gera það sem flestar ná-
grannaþjóðir okkar hafa gert árum
saman með góðum árangri. Hvers
vegna ættum við ekki að vilja það?
Tækifæri til hagræðingar
í heilbrigðiskerfinu
Eftir Brynjúlf
Guðmundsson » Þess eru dæmi að
heilbrigðisyfirvöld
berjist gegn góðu tæki-
færi til að minnka álag á
heilbrigðiskerfið – og
það af ástæðum sem eru
illskiljanlegar.
Brynjúlfur
Guðmundsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Artasan.