Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 34

Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 KAUPTÚNI RÝMUM FYRIR VORVÖ RUNUM 20% AF SLÁTTU R AF ÖLL UM VÖR UM ÞESSA HELGI Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir leikskáld er fædd 30.mars árið 1965 og er því 47 ára í dag. Hrafnhildi finnstreglulega gaman að eldast og segist líta á öll afmæli sem stórafmæli. „Mér finnst skemmtilegt að eiga afmæli og mér finnst skemmtilegt að vera til upp á hvern einasta dag,“ segir Hrafnhildur. Spurð hvað hún ætli að gera í tilefni dagsins svarar hún; „Ég ætla að vera með fjölskyldu minni og elda spænska paellu en það er það besta sem dóttir mín fær að borða.“ Hrafnhildur segir að það sé allur gangur á því hvort hún haldi stórt upp á afmælin sín eða smátt. „Stundum er ég bara með innsta hring, stundum býð ég breiðari hópi úr fjölskyldunni og stundum held ég upp á það með pomp og prakt. Ég spila það eftir tilfinning- unni hvert sinn.“ Hrafnhildur vinnur nú að leikverki sem verður flutt á Listahátíð í Reykjavík í maí. „Þetta er samstarfsverkefni Listahátíðar og Út- varpsleikhússins. Þetta er hljóðverk en verður samt flutt á Listahá- tíð fyrir framan áhorfendur sem einskonar leikverk eða gjörningur. Svo verður það unnið áfram fyrir Útvarpsleikhúsið og flutt í haust. Ég er búin að vera í talsvert mörgum samstarfsverkefnum und- anfarin ár svo ég er að einbeita mér að eigin leikritaskrifum núna.“ ingveldur@mbl.is Hrafnhildur Hagalín er 47 ára í dag Gaman að vera til upp á hvern dag Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Elsa Eiríksdóttir hefur lokið doktorsprófi í verkfræðilegri sál- fræði við Georgia Institute of Technology. Doktorsverkefni hennar snerist um að rannsaka áhrif uppbyggingar og notk- unar námsefnis á frammistöðu við lausn nýrra verkefna, þekkingu á viðfangsefni og verkþekkingu. Helstu niðurstöður sýndu að samantekt á upplýsingum leiðir til betri þekkingar á viðfangsefninu en ekki nauðsynlega betri frammistöðu við að leysa verkefni sem krefjast notkunar á þessari þekkingu. Einnig kom í ljós að mismunandi samtvinnun reglna eða lög- mála á tilteknu sviði og ólíkra aðferðarlýsinga í námsefni hef- ur áhrif á hvaða aðferð fólk notar við verkefnalausn og þar af leiðandi það nám sem á sér stað.  Elsa lauk BA-prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1999 og MS-prófi í sál- fræði við Georgia Institute of Technology árið 2007. Hún er gift Unnari Erni Auð- arsyni og þau eiga eina dóttur, Vöku. Foreldrar Elsu eru Hulda Halldórsdóttir og Eiríkur Þorsteinsson. Doktor í sálfræði Selfoss Emilía Rún fæddist 3. nóv- ember. Hún vó 3.670 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna Val- dís Kristmundsdóttir og Patrik Thor Reynisson. Nýir borgarar Noregur Sigurborg Bjarnadóttir og Jónatan Magnússon eignuðust stúlku 25. mars. Hún vó 2.935 g og var 51 cm löng. H örður fæddist á Ísa- firði og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófum frá MA 1973, stundaði nám í ensku og sænsku við HÍ 1974-75, lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Hjúkr- unarskóla Íslands 1978 og fram- haldsnámi í svæfingarhjúkr- unarfræði við Nýja hjúkrunarskólann 1981, sótti stjórn- unarnámskeið 1986 og 1988 og hefur sótt fjölda námskeiða á vegum End- urmenntunarstofnunar HÍ, Sjúkra- flutningaskólans, Vestfjarðadeildar FÍH, Rauða kross Íslands og fleiri aðila. Hann hefur 30 tonna skipstjórn- arréttindi og sótti námskeið í sport- köfun á Bahamaeyjum 1982. Ólýsanlegar stríðshörmungar Hörður var hjúkrunarfræðingur við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði 1978 og 1979, við svæfingadeild Borgarspítalans 1981. Hann starfaði við bráðahjúkrun og svæfingar og leysti af við hjúkrunarstjórn og spít- alastjórn á stríðsskurðspítala við landamæri Taílands og Kambódíu á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins 1983, þar sem hann komst í návígi við hinar skelfilegustu afleiðingar stríðsátaka. Hörður var hjúkrunardeild- arstjóri og sinnti svæfingum við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði 1981-89, hjúkrunarforstjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á Ísafirði 1989- 98, hjúkrunarforstjóri Heilbrigð- isstofnunar Ísafjarðarbæjar 1998- Hörður Högnason 60 ára Rómar-rómantík Hörður og Una Þóra slappa af á Alfredos Restraurant í Róm fyrir tæpum hálfum mánuði. Líknandi lífskúnstner Sótt á brattann Hörður og Una Þóra í einni af sínum ótalmörgum fjallgöng- um. Hér eru þau á leiðinni upp úr Geirþjófsfirði í Arnarfirði sumarið 2005.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.