Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 35
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012
Fjölhæfasti starfskrafturinn
Fjölnota vinnuþjarkur sem höndlar hátt í 100 verkfæri
▪ Lágur rekstrarkostnaður
▪ Einstaklega lipur í notkun
▪ Örugg og þægileg í umgengni
▪ Vökvaknúinn í aldrifi
Fáanlegar með þremur
mismunandi gerðum af húsum
635
Dísel
Hæð: 209 sm
Breidd: 99-129 sm
Lengd: 255 sm
Þyngd: 1380 kg
Lyftihæð: 282 sm
Lyftigeta: 1400 kg
Hestöfl: 37,5
Kubota díeselmótor með
66 lítra vökvadælu, 200 bar
Í drifbúnaði Avant vélanna
eru engar reimar, kúplingsdiskar né drifsköft
95 ára
Olgeir Þorsteinsson
90 ára
Alda Jóhannesdóttir
Eiríkur Örn Gíslason
80 ára
Hjörtur Tryggvason
70 ára
Guðmundur Aðalsteinsson
Júlíus J. Guðmundsson
Kópur Sveinbjörnsson
Loftur Hauksson
Ólöf Kjaran Knudsen
Örn Ólafsson
60 ára
Björn Gunnar Gestsson
Egill Vilhjálmur Sigurðsson
Elsa Guðmunda Jónsdóttir
Guðmundur Aðalsteinsson
Guðrún Hauksdóttir
Jón Oddi Víkingsson
Kristján F. Ármannsson
Sigurður Ágúst Sigurðsson
Sigþór Bogi Eiríksson
Steinar Viktorsson
50 ára
Aðalheiður Ósk Sigfúsdóttir
Anna Kristín Geirsdóttir
Erna Stefánsdóttir
Eyjólfur Örn Gunnarsson
Hafdís Björk Laxdal
Helga Hallgrímsdóttir
Igor Galtsov
Ingibjörg Kristín Valsdóttir
Ingunn S. Þorsteinsdóttir
Kirk Pétur Duffield
Miroslaw Szrejter
Ragnar Kristjánsson
Steinunn H. Hannesdóttir
Svanlaug Guðnadóttir
40 ára
Aðalheiður Skúladóttir
Arndís Ósk Jónsdóttir
Ásgeir Már Ásgeirsson
Erla Káradóttir
Guðmundur B. Jónsson
Hjördís Reykdal
Ingibjörg Sveinsdóttir
Kaja M. Kristjánsdóttir
Kristín Björg Helgadóttir
Miroslaw Stanislaw Zarski
Þorbjörn Guðbrandsson
Þóra Jónsdóttir
30 ára
Alexandra Bancos
Anna Lára Ármannsdóttir
Ása Inga Þorsteinsdóttir
Ásta Guðmundsdóttir
Elías Örn Einarsson
Fríða Hrund Kristinsdóttir
Grazyna Marzena Kapera
Gunnar Örn Jóhannsson
Hróar Proppé Hugosson
Jón Sigurðsson
Kamil Lukasz Jablonski
Katrín Guðlaugsdóttir
Mariusz Stanislaw Grykien
Páll Árnason
Sólveig Lilja Ómarsdóttir
Svavar Ólafsson
Theodór Bjarnason
Til hamingju með daginn
30 ára Guðfinna Harpa
fæddist á Egilsstöðum en
ólst upp á Straumi í Hró-
arstungu. Hún lauk BSc-
prófi í búvísindum frá
Landbúnaðarháskóla Ís-
lands að Hvanneyri 2007
og er héraðsráðunautur
og framkvæmdastjóri
Búnaðarsambands Aust-
urlands.
Maður Helgi Haukur
Hauksson, f. 1984, bóndi
á Straumi. Börn: Guðrún
Katrín, f. 2009, og Árni
Elís, f. 2011.
Foreldrar Guðný Eiríks-
dóttir, f. 1954, bóndi, og
Árni Finnbjörn Þór-
arinsson, f. 1952, bóndi.
Guðfinna Harpa
Árnadóttir
30 ára Sigurður fæddist
á Selfossi og ólst þar upp
og í Reykjavík og í Hafn-
arfirði.
Hann lauk meistaraprófi í
bifvélavirkjun frá Meist-
araskólanum og starfar
hjá Vélamiðstöðinni.
Kona Harpa Kristín Hlöð-
versdóttir, f. 1980, leik-
skólakennari.
Börn þeirra eru Arnbjörg
Ýr, f. 2007, og Ingvar
Hrafn, f. 2010.
Foreldrar Ástgeir Þor-
steinsson, f. 1950, bif-
reiðastjóri í Hafnarfirði,
og Arnbjörg Sigurð-
ardóttir, f. 1952, sund-
laugarvörður í Hafnarfirði.
Sigurður
Ástgeirsson
Hrefna Tynes skátahöfðingifæddist að Tröð í Súðavík-urhreppi 30. mars 1912, fyr-
ir einni öld, dóttir Samúels Jóns
Samúelssonar, vélstjóra að Tröð, og
k.h., Amalíu Rögnvaldsdóttur hús-
freyju. Hún lauk prófi frá Unglinga-
skóla Ísafjarðar 1928 og flutti ung til
Siglufjarðar þar sem hún kynntist
eiginmanni sínum, Sverre H. Tynes,
norskum byggingatæknifræðingi.
Þau eignuðust þrjú börn en Sverre
lést árið 1962.
Hrefna stundaði skrifstofustörf á
Siglufirði en á stríðsárunum voru
þau búsett í Noregi. Hún stundaði
skrifstofustörf hjá Æskulýðsráði
Reykjavíkur 1962-71 og var síðan
fulltrúi hjá Æskulýðsstarfi kirkj-
unnar.
Hrefna var svo sannarlega eitt
sinn skáti - ávallt skáti. Hún stofnaði
skátafélag á Siglufirði og var skáta-
foringi þar 1929-39, fór fyrir telpna-
hópi í Noregi á stríðsárunum sem
voru í rauninni ekkert annað en
skátar þó skátahreyfingin væri þar
bönnuð af þýskum hernáms-
yfirvöldum, var skátaforingi í
Reykjavík, varaskátahöfðingi og
skátahöfðingi stúlkna í tuttugu ár,
forstöðumaður Kvenskátaskólans á
Úlfljótsvatni, starfaði með Zonta-
klúbbi, var formaður hans eitt tíma-
bil og stjórnarmeðlimur í Norð-
urlandastjórn Zonta, starfaði í St.
Georgsreglunni og var formaður
landssambandsins í sex ár.
Auk þess sat hún í safnaðarstjórn
Neskirkju, var formaður Kvenfélags
Neskirkju, formaður kirkjukórs
Neskirkju, ritari Kirkjukóra-
sambands Reykjavíkurprófasts-
dæmis og var í Kirkjukórasambandi
Íslands.
Hrefna lést 10. maí 1994.Í minn-
ingargrein um hana sem birtist í
Morgunblaðinu, lýsti Hörður Zóp-
haníasson því vel hvernig skátar
meta störf hennar:
„Hvar sem Hrefna Tynes fór um
veg, skildi hún eftir vörður sem vís-
uðu veginn. Þær eru ófáar vörð-
urnar hennar Hrefnu í skátaveröld-
inni okkar. Stundum er varðan úr
mæltu máli, stundum úr athöfn eða
ævintýri, stundum úr ljóði og söng.
Allar eru þær traustar, vörðurnar
hennar Hrefnu, og óbrotgjarnar.“
Merkir Íslendingar
Hrefna
Tynes
30 ára Gunnar fæddist á
Ísafirði en ólst upp að
Gemlufalli í Dýrafirði.
Hann lauk stúdentsprófi,
vélstjóraprófi og rafvirkja-
prófi frá VMA og starfar
hjá Becromal Iceland.
Eiginkona Brynja Björg
Vilhjálmsdóttir, f . 1985,
leikskólakennari. Börn
þeirra eru Vilhjálmur Blær
Gunnarsson, f. 2004, og
Dagbjörg Lilja Gunn-
arsdóttir, f. 2008.
Foreldrar Guðný Ágústa
Skúladóttir, f. 1963,
sjúkraliði, og Ólafur
Gunnarsson, f. 1953,
starfsmaður hjá Vísi í
Grindavík.
Gunnar
Ólafsson
2009 og framkvæmdastjóri hjúkr-
unar og svæfingarhjúkrunar
Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá
2009.
Hann var stundakennari í hjúkr-
unarfræði og sjúkdómafræði við
sjúkraliðabraut MÍ 1991-95 og hefur
kennt á ýmsum námskeiðum.
Rauði krossinn og Rotary
Hörður var varaformaður Starfs-
mannaráðs FSÍ 1983-85, sat í stjórn
FSÍ 1983-85, var varaformaður
Rauða krossdeildar Ísafjarðar 1985-
88, formaður hennar 1988-2007, sat í
aðalstjórn Rauða kross Íslands 1999-
2007, var gjaldkeri Vestfjarðadeildar
Hjúkrunarfélags Íslands, sat í fé-
lagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar
2000-2006 og var formaður frá 2003,
var varamaður í sameiginlegri
Barnaverndarnefnd Ísafjarð-
arbæjar, Bolungarvíkur og Súðavík-
ur 2003-2006, sat í ráðgjafahóp
vegna Fjölmenningarseturs á Ísa-
firði 2001-2005, var formaður Þjón-
ustuhóps aldraðra fyrir Ísafjarð-
arbæ 2002-2005, var formaður
Foreldrafélags Grunnskólans á Ísa-
firði 1993-95, sat í stjórn Skíðafélags
Ísafjarðar, er í Vinafélagi Íslensku
óperunnar, hefur starfað í Rot-
aryklúbbi Ísafjarðar frá 1992, stall-
ari þar 1994-95, ritari 1995-96, vara-
forseti 1998-99, forseti 1999-2000 og
gjaldkeri 2009-2010.
Kórar, köfun og koníak
Hörður stundar fjallgöngur, skíða-
iðkun og sjósport, s.s. kajakróður og
köfun, hefur dálæti á eigin sönglist,
hefur sungið í Karlakórnum Erni í
árafjöld og Íslandskórnum, söng-
sveit vinnufélaga Harðar. Hann tek-
ur nú þátt í undirbúningi Heklumóts
á Ísafirði 21.4. n.k., er karlakórar af
norðanverðu landinu koma saman til
kóraveislu og skemmta sér við tón-
leikahald og klósettsöng. Þá er hann
matgæðingur, unnandi sígildrar tón-
listar, einkum óperutónlistar og bar-
okk-tónlistar, að ekki sé minnst á dá-
læti hans á Labradortík heimilisins,
Donnu Floriu Tosca.
Fjölskylda
Hörður kvæntist 4.9. 2008 Unu
Þóru Magnúsdóttur, f. 18.10. 1958,
lögfræðingi og fulltrúa við embætti
Sýslumannsins á Ísafirði.
Dóttir Harðar frá fyrra hjóna-
bandi er Lára Betty Harðardóttir, f.
23.6. 1984, hjúkrunarfræðingur, bú-
sett í Noregi, gift Skafta Brynjólfs-
syni, doktorsnema í jarðfræði og eru
börn þeirra Jóhanna Skaftadóttir, f.
25.1. 2010, og Hörður Högni Skafta-
son, f. 19.9. 2011.
Stjúpsynir Harðar, synir Unu
Þóru, eru Stefán Þórarinsson, f. 2.5.
1988, nemi, og Valtýr Þórarinsson, f:
2.4. 1991, nemi.
Stjúpbörn Harðar af fyrra hjóna-
bandi og hálfsystkini Láru eru Einar
Snorri Magnússon, f. 27.6. 1971, út-
flutningsmarkaðsfræðingur, og
Bjarnveig Magnúsdóttir, f. 21.8.
1975, þroskaþjálfi.
Systkini Harðar eru Þórður
Högnason, f. 12.2. 1956, verkamaður
á Ísafirði; Kristín Högnadóttir, f.
13.3. 1957, hjúkrunarstjóri í Reykja-
vík; Guðmundur Kr. Högnason, f.
4.9. 1958, verkfræðingur í Kanada.
Foreldrar Harðar eru Högni
Þórðarson, f. 6.2. 1924, fyrrv. banka-
útibússtjóri, og Kristrún Guðmunds-
dóttir, f. 12.3. 1928, fyrrv. hjúkr-
unarforstjóri.
Úr frændgarði Harðar Högnasonar
Guðni Egilsson
b. á Kvíárnesi
Guðrún Sigurðardóttir
húsfr. á Kvíárnesi
Jóhanna
Pétursdóttir
Helga Tómasdóttir
húsfr. á Ísaf.
Jóhann D. Erlendsson
söðlasmiður í Stykkish.
Anna Sigurðardóttir
húsfr. í Stykkish.
Hörður
Högnason
Högni Þórðarson
fyrrv. bankaútibússtj. á Ísaf.
Kristrún Guðmundsdóttir
hjúkrunarforstjóri á Ísaf.
Elín Magnúsdóttir
húsfr. á Suðureyri
Guðmundur K. Guðnason
form. á Suðureyri
Þórður Jóhannsson
úrsm. á Ísafirði
Kristín Magnúsdótir
húsfr. á Ísaf.
Magnús Ólafsson
íshússtj. og prentsm.stj. á Ísaf.
Lára Magnúsdóttir
ljósmyndari á Ísafirði
Arnþrúður Magnúsdóttir
ljósmyndari á Ísaf.
Sigrún Anna Magnúsdóttir
leikkona í Rvík
Ólafur I. Magnússon
gjaldkeri HÍ
Magnús Gunnar Magnússon, skipstj.
í Boston, sjóliðsforingi í stríðinu
Magnús Örnólfsson
skipstjóri á Ísafirði
Framkvæmdastjórinn Hörður í
vinnunni við Sjúkrahúsið á Ísafirði.