Morgunblaðið - 10.04.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
Viðskiptablaðið birti í liðinniviku tölulega samantekt á við-
mælendum Spegils RÚV eftir
stjórnmálaflokkum.
Skemmst er frá því að segja aðsamantektin sýnir að Ríkis-
stjórnarútvarpið stendur fyllilega
undir nafni.
Í samantektinni er tímabilið eftirbankahrun skoðað og þá kemur
í ljós að núverandi ríkisstjórnar-
flokkar eiga 75% viðmælenda í
þættinum en stjórnarandstaðan
25%.
Vinstri grænir viðmælendur eru44% allra viðmælenda, sem
verður að teljast nokkuð gott þegar
horft er til stærðar flokksins meðal
landsmanna.
Einungis 12% viðmælenda eruhins vegar tengd Sjálfstæðis-
flokknum sem má teljast rýrt þegar
horft er til fylgis þess flokks.
Hvernig skyldi þetta val Spegils-ins á viðmælendum fara sam-
an við lög um RÚV þar sem segir að
stofnunin eigi að „tryggja hlutlæga
upplýsingagjöf um íslenskt sam-
félag“?
Eða þetta ákvæði sömu laga:„Gæta skal fyllstu óhlut-
drægni í frásögn, túlkun og dag-
skrárgerð.“
Ætli stjórnendur Ríkisstjórn-arútvarpsins telji enga
ástæðu til að hafa hliðsjón af lands-
lögum í störfum sínum?
Spegill hvers?
Ekki þjóðarinnar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 9.4., kl. 18.00
Reykjavík 8 skýjað
Bolungarvík 0 snjókoma
Akureyri 1 snjókoma
Kirkjubæjarkl. 7 skýjað
Vestmannaeyjar 7 skýjað
Nuuk -2 snjókoma
Þórshöfn 7 alskýjað
Ósló 1 slydda
Kaupmannahöfn 5 alskýjað
Stokkhólmur 5 léttskýjað
Helsinki 2 léttskýjað
Lúxemborg 7 skýjað
Brussel 10 skúrir
Dublin 10 skýjað
Glasgow 11 skýjað
London 11 skúrir
París 11 skúrir
Amsterdam 8 alskýjað
Hamborg 7 skúrir
Berlín 11 skýjað
Vín 11 léttskýjað
Moskva 2 skúrir
Algarve 17 heiðskírt
Madríd 22 heiðskírt
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 13 heiðskírt
Aþena 10 þrumuveður
Winnipeg -2 skýjað
Montreal 7 skúrir
New York 13 heiðskírt
Chicago 13 heiðskírt
Orlando 24 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
10. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:12 20:47
ÍSAFJÖRÐUR 6:09 20:59
SIGLUFJÖRÐUR 5:52 20:43
DJÚPIVOGUR 5:39 20:18
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16
Erum að taka á móti verkum á
næsta uppboð
Áhugasamir geta haft
samband í síma 551-0400.
Listmuna
uppboð
Gallerís Foldar Vefuppboð
á verkum
lýkur 11. apríl
Guðmundur frá Miðdal
Guðmundar frá Miðdal
Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012
Birgir Möller, fyrrver-
andi forsetaritari, lést á
Droplaugarstöðum á
páskadag, 89 ára að
aldri.
Birgir Möller fæddist í
Reykjavík 14. október
1922. Foreldrar hans
voru Tage Möller, kaup-
maður og hljómlistar-
maður í Reykjavík (1898-
1987) og Guðrún Fon-
tenay, húsfreyja í
Reykjavík (1903-1988).
Stjúpfaðir Birgis var
Frank le Sage de Fontenay, sendi-
herra Danmerkur í Reykjavík og
Ankara.
Birgir var stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1942, cand.
phil. frá Háskóla Íslands 1943, BA í
hagfræði frá Brown University í
Providence á Rhode Island 1945 og
MA í alþjóðastjórnmálafræði frá
Fletcher School of Law and Diplo-
macy í Boston 1946. Birgir var enn-
fremur löggiltur dómtúlkur og
skjalaþýðandi í
dönsku.
Birgir var starfs-
maður í sendiráði
Danmerkur í Ankara
1947-48, fulltrúi í
utanríkisráðuneytinu
1948-54, sendiráðsrit-
ari í Stokkhólmi
1954-60, í París 1960-
65 og í Kaupmanna-
höfn árið 1965. Hann
var sendiráðunautur í
Kaupmannahöfn á
árunum 1965-68,
deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu
1969-80 og jafnframt forsetaritari
1970-81. Hann var sendifulltrúi í
utanríkisráðuneytinu 1980-83 og
sendifulltrúi í Kaupmannahöfn 1983-
92. Birgir var ennfremur orðuritari í
orðunefnd frá 1970 til 1983.
Eftirlifandi eiginkona Birgis er
Gunella Möller, löggiltur dómtúlkur
og skjalaþýðandi. Synir þeirra eru
Carl Friðrik og Birgir Þór, cand.
mag. í kvikmyndafræði.
Andlát
Birgir Möller
Óskað var eftir aðstoð Suðurnesja-
lögreglu vegna flugfarþega sem
hafði orðið uppvís að því að reykja
inni á salerni flugvélar Icelandair á
föstudaginn langa. Farþeginn
reyndist vera rúmlega fertug erlend
kona, sem færð var til varðstofu
Flugstöðvardeildar til nánari upp-
lýsingar málsins. Hún kvaðst hafa
reykt inni á salerni flugvélarinnar
þar sem hún hefði verið á svo löngu
ferðalagi. Konan var frjáls ferða
sinna að svo búnu en málið er í hönd-
um lögreglunnar á Suðurnesjum.
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast
um helgina. Ökumaður var stöðvað-
ur við hefðbundið eftirlit vegna
gruns um akstur undir áhrifum
fíkniefna. Í fyrstu neitaði ökumað-
urinn að stöðva bifreiðina en lög-
regla veitti honum eftirför. Elting-
arleikurinn tók enda á bifreiðastæði í
Reykjanesbæ, þar sem ökumaðurinn
yfirgaf bifreiðina og tók á rás. Hann
faldi sig á bak við gám aftan við hús-
næði fyrirtækisins þar sem hann
fannst. Hann var síðar handtekinn
og færður á lögreglustöð þar sem
akstur undir áhrifum fíkniefna
fékkst staðfestur.
Gripnir við hraðakstur
Nokkrir voru gripnir við hrað-
akstur á Reykjanesbraut um
helgina.
Mesti hraði mældist 138 km/klst.,
en ökumaður þeirrar bifreiðar var
karlmaður á þrítugsaldri og mældist
hraðaksturinn þar sem leyfilegur há-
markshraði er 90 km/klst. Kona á
svipuðum aldri ók á 120 km/klst. og
önnur á 118 km/klst., en sú seinni
reyndist ekki vera með ökuskírteini
þegar að var spurt. Lögreglan hvet-
ur ökumenn til að virða hámarks-
hraða og sýna aðgát við aksturinn.
Gripin við reyk-
ingar í flugvél
Annríki hjá Suðurnesjalögreglu
Niðurhal gagna yfir farsímanet
Vodafone tvöfaldast á u.þ.b. sex mán-
aða fresti og í febrúar sl. var gagna-
notkunin 27 sinnum meiri en í janúar
2009. Þetta kemur fram í tilkynningu
frá fyrirtækinu. Mest er notkunin
vegna 3G-nettengla en með ört vax-
andi vinsældum snjallsíma hefur
hlutdeild þeirra í gagnaniðurhali
vaxið mikið. Vitnað er í ummæli for-
stjóra fyrirtækisins í ársskýrslu um
að viðskiptamódel fjarskiptafyr-
irtækja um allan heim séu í gagn-
gerri skoðun, enda noti fólk í aukn-
um mæli ýmis forrit sem gera því
kleift að hringja án þess að greitt sé
fyrir símtalið. „Þessi þróun mun lík-
lega valda því, að hefðbundnar mæli-
einingar eins og fjöldi símtala, tal-
aðra mínútna eða SMS-sendinga
verði aflagðar innan fáeinna ára og
fyrirtækin byggi farsímatekjur sínar
á gagnaflutningum eingöngu.“
Umbylting
vegna tækni