Morgunblaðið - 10.04.2012, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
Glæsilegt eldhús með
VORTILBOÐ Á ELDHÚSTÆKJUM Í APRÍL
KS 3135-90
84 cm hvítur kæliskápur
Verð áður kr. 68.800
Vorverð kr. 58.480
KF 3296-90X
175 cm stállitaður
kæli- og frystiskápur
Verð áður kr. 144.800
Vorverð kr. 123.080
KS 3125-90
102 cm hvítur fyrstiskápur
Verð áður kr. 99.800
Vorverð kr. 84.830
OM60-36TRF
Hljóðlát stállituð
uppþvottavél
Verð áður kr. 163.300
Vorverð kr. 138.805
Söngleikurinn um Konung ljón-
anna (e. Lion King) sem byggist
á samnefndri teiknimynd Disney
er nú orðinn tekjuhæsta Broad-
way-sýning allra tíma, að því er
AP segir frá.
Heildarmiðasölutekjur eru nú
orðnar 853,8 milljónir dala en
fyrra met átti Óperudraugurinn
(e. Phantom of the Opera) með
853,1 milljón í tekjur. Báðar
sýningar eru enn í gangi en
Konungur ljónanna tók fram úr
Óperudraugnum um síðustu
helgi með miðasölu upp á 2
milljónir á meðan draugsi seldi
ekki nema fyrir 1,2 milljónir.
Árangur Konungs ljónanna
þykir ekki síst merkilegur fyrir
þær sakir að Óperudraugurinn
hafði nærri 10 ára forskot, var
frumsýndur árið 1988 á meðan
Simbi og félagar komu ekki á
svið á Broadway fyrr en árið
1997.
Miðaverð á Konung ljónanna
er ögn hærra og söngleikurinn
sýndur í stærri sal og skýrir
það árangurinn að stórum
hluta.
Í viðtali AP við söngleikja-
sérfræðing kemur fram að Kon-
ungur ljónanna hafi einnig þann
styrkleika að sýningin höfðar til
mjög breiðs aldurshóps.
Draugurinn með fleiri gesti
Eftir stendur Óperudraugurinn
með þann heiður að vera sú
sýning sem lengst hefur verið á
fjölunum í sögu Broadway, sam-
tals 24 ár og yfir 10.000 sýn-
ingar að baki og 14,8 milljón
miða selda. Ljónakonungurinn
hefur verið sýndur í 14 ár,
5.900 sýningar að baki og 10
milljón miðar seldir.
Tekjur af Óperudraugnum á
heimsvísu eru 5,6 milljarðar
dala. Segja aðstandendur verks-
ins að sú tala geri söngleikinn
að farsælasta verkefni skemmt-
anaiðnaðarins frá upphafi og
slái við risakvikmyndum eins og
Titanic, Star Wars og Avatar.
ai@mbl.is
Ljónin drottna yfir Broadway
Ljósmynd/Disney
Litadýrð Konungur ljónanna náði í skottið á Óperudraugnum um helgina. Þrátt
fyrir 10 ára forskot draugsins hefur Disney-ævintýrið um Simba ljónakonung
nú náð að verða tekjuhæsta sýningin í sögu Broadway.
Konungur ljónanna fer fram úr Óperudraugnum Tekjur 853 milljónir dala
Norski olíusjóðurinn neitaði að taka
þátt í endurskipulagningu skulda
Grikklands með Evrópska seðla-
bankanum, ECB, í mars. Sjóðurinn
átti í árslok 2010 jafngildi um 4,9
milljarða norskra króna af grískum
skuldum, en 1,5 milljarða í lok árs
2011.
Áætlað er að sjóðurinn hafi tapað
um 86 milljörðum norskra króna á
síðasta ári, einkum vegna ástandsins
í Evrópu. Í dag er norski olíusjóð-
urinn um 607 milljarða dala virði og
hefur vaxið vel síðustu mánuði en
staða sjóðsins var metin á 572 millj-
arða dala í árslok 2011, að því er
Reuters greinir frá.
Vilja fylgja reglunum
til að skapa traust
Reuters hefur eftir framkvæmda-
stjóra Norska olíusjóðsins, Yngve
Slingstad, að ákvörðunin um að taka
ekki þátt í lækkun skulda Grikk-
lands sé vegna gilda og hugsjóna
sjóðsins. Segir hann Seðlabanka
Evrópu og Fjárfestingarbanka Evr-
ópu ekki hafa setið við sama borð og
aðrir eigendur grískra skulda.
„Það skiptir máli að skapa traust á
mörkuðum. Til að skapa traust verð-
ur að fara eftir reglunum,“ sagði
Slingstad í viðtali við Bloomberg og
lýsir óánægju með vinnubrögðin í
kringum skuldalækkunaraðgerðirn-
ar.
Þrátt fyrir afstöðu Norska olíu-
sjóðsins auðnaðist Grikkjum að
lækka skuldir sínar nógu mikið til að
eiga rétt á öðrum skammti af björg-
unarfé frá Evrópusambandiu og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum.
Tækifærin í Asíu?
Það vekur einnig athygli að
Slingstad segir sjóðinn líta í auknum
mæli til ört vaxandi markaða í Asíu,
a.m.k. til lengri tíma litið.
Money Week segir sjóðinn ætla að
minnka eign sína á evrópskum
skuldabréfum um þriðjung. Blaða-
maður Money Week spáir því að
sjóðurinn muni fjárfesta í vel stýrð-
um mörkuðum landa á borð við
Singapúr, Malasíu og Hong Kong
sem mótvægi við eignir í dollurum,
evrum og jenum.
ai@mbl.is
Reuters
Átök Skuldavandi Grikkja hefur reynst Norska olíusjóðnum dýr. Mótmælendur láta höggin dynja fyrir framan
Grikklandsbanka á föstudag. Þeir telja sig hafa tapað sparifé í skuldalækkunaraðgerðum stjórnvalda.
Norski olíusjóðurinn horfir til austurs
Neitaði að veita Grikkjum afslátt af skuldum og mótmælir vinnubrögðum Seðlabanka Evrópu
Hyggst minnka eign í evrópskum skuldabréfum um þriðjung en auka fjárfestingar í Asíu
Getgátur eru
uppi um yfir-
töku lyfja-
fyrirtækisins
Watson Pharmaceuticals á rekstri
Actavis. Fréttavefur Bloomberg
greindi frá þessu á mánudag. Tilefni
fréttarinnar eru áhyggjur heima-
manna í Serbíu af því að yfirtakan
myndi hafa áhrif á umfangsmikinn
rekstur Actavis í landinu.
Bloomberg hefur eftir ónafn-
greindum heimildarmönnum að
Watson sé nálægt því að ná sam-
komulagi um yfirtöku á Actavis
Group hf. Með samrunanum yrði til
einn stærsti samheitalyfjaframleið-
andi heims.
Um mögulegar samrunaviðræður
er haft eftir Frank Staud, talsmanni
Actavis, að „ekkert hefur verið gert,
og ekkert tilkynnt“. Einnig segir
Staud að ef viðræður væru í gangi
milli Actavis og Watson væri ekki
ástæða til að hafa áhyggjur af Serbíu
og þvert á móti væri um góðar fréttir
að ræða fyrir Serba enda Watson
ekki með starfsemi í landinu.
Actavis keypti starfsstöðina í
Serbíu árið 2002 fyrir 3,5 milljónir
evra. Actavis hefur fjárfest fyrir yfir
35 milljónir evra í stöðinni og er hún
nú þriðji stærsti lyfjaframleiðandi
Balkanskagans.
ai@mbl.is
Orðróm-
ur um
yfirtöku
á Actavis
Samruni
myndi skapa
samheitalyfjarisa
Morgunblaðið/Kristinn