Morgunblaðið - 10.04.2012, Side 20

Morgunblaðið - 10.04.2012, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkisstjórniná erfittmeð að horfast í augu við raunveruleikann. Þetta á við á mörg- um sviðum en þó ekki síst þeim sem snúa að Evrópusambandinu og aðildar- umsókn Íslands. Þegar sjáv- arútvegsráðherra Írlands, Simon Coveney, sagði fyrir skömmu að viðræður um sjáv- arútvegsmál vegna aðildar- umsóknarinnar kynnu að vera í uppnámi vegna makríldeil- unnar tók íslenski utanrík- isráðherrann þann kost að snúa út úr ummælunum og taldi þau „til heimabrúks“. Í umfjöllun mbl.is um helgina segir að á fundi sam- eiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins vegna aðildarumsóknarinnar hafi komið fram hjá fulltrúa Evrópuþingsins, Pat the Cope Gallagher, að orð írska sjávar- útvegsráðherrans hafi ekki verið til heimabrúks. Þvert á móti bæri að taka þau alvar- lega. Íslenski sjávarútvegs- ráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, hefur sagst leggja áherslu á að makríldeilan og aðildarumsóknin séu óskyld mál og sagði á Alþingi á dög- unum að það væri „erfitt fyrir okkur að halda áfram við- ræðum við Evrópusambandið í góðri trú ef Evr- ópusambandið tek- ur þetta óskylda deilumál og dregur það inn í aðild- arviðræðurnar og ætlast til undan- látssemi af okkar hálfu í gríð- arlega stóru og miklu hags- munamáli til þess eins að þeir fáist til að eiga við okkur við- ræður um aðskilda kafla í ferl- inu með eðlilegum hætti. Það eru ekki boðlegar aðstæður og hljóta að valda uppnámi í þeim viðræðum.“ Steingrímur bætti því við síðar í sömu umræðu að sjáv- arútvegsráðherrann írski hafi verið að tala „til heimabrúks“ og virðist þannig hafa talið sig geta sloppið við að fylgja fyrri orðum sínum eftir. En nú liggur fyrir að um- mælin voru alls ekki til heima- brúks þó að íslenskum ráð- herrum þyki sú skýring nærtækust. Þá stendur eftir spurningin hvort Steingrímur ætlar að gera eitthvað með eigin orð um að erfitt sé að halda áfram aðildarviðræð- unum eftir að fram er komið hver staðan í viðræðunum er í raun. Mun Steingrímur standa við það að sætta sig ekki við að makríldeilunni og aðildarvi- æðunum sé blandað saman, eða voru þau orð einskis virði og ef til vill aðeins hugsuð til heimabrúks? Var ekkert að marka orð Steingríms J. um að viðræðurnar færu í uppnám } Stóru orðin Ársfundur SÍhefur ekki sama þunga og var, þar til bankinn fékk það trygga taumhald sem hann býr við núna og eft- ir að hinum formlegu tengslum hans við ríkisvaldið var breytt. Þau voru áður við forsætisráð- herra landsins, en voru færð niður um skör. Skýringin, sem gefin var á breytingunni, var sú að forsætisráðherra færi ekki með forræði efnahagsmála, eft- ir að Jóhanna Sigurðardóttir tók við því embætti. Hafa má góðan skilning á því, en ekki var tilkynnt að fyrirkomulagið yrði fellt í fyrra horf, þegar það vandamál yrði úr sögunni. En síðasti ársfundur bank- ans varð þó enn sérkennilegri en óhjákvæmilegt var af fram- angreindum ástæðum. Stein- grímur J. Sigfússon, sem nú er æðsti yfirmaður bankans, gaf sér ekki einu sinni tíma til að mæta til fundarins, þótt þess sé jafnan rækilega gætt að ákveða ársfundardag í samráði við ráð- herra. Opinbera skýringin sem gefin var á því, að ráðherrann skrópaði á sínum fyrsta árs- fundi, var sú að hann hefði fremur kosið að vera á fundi með starfs- mönnnum Seðla- banka Kanada! Upplýst hefur verið að ekki hafi verið um löngu ákveðinn eiginlegan fund að ræða heldur hefði Stein- grímur J. óskað eftir að fá að heimsækja bankann þar sem hann væri staddur í nágrenn- inu. Ekkert fast í hendi hefur verið upplýst um tilefni þess- arar heimsóknar né hvað hafi verið svo brýnt að ræða við menn þar vestra. En til þess að fundarmenn á ársfundi íslenska seðlabankans færu ekki algerlega á mis við speki Steingríms J. var spil- aður geisladiskur með honum fyrir furðu lostna ársfund- argesti. Þessi uppákoma þótti þó tak- ast svo vel að sú hugmynd hefur vaknað að hafa næst alla ræðu- menn ársfundarins eingöngu á diski sem gestir í móttöku bankans fengju afhentan við útidyr, er þeir færu úr fagn- aðinum. Gæti efnið þá einnig nýst fjölskyldu boðsgesta. Seðlabankinn er í máli við sjálfan sig og spilar disk með Steingrími J.} Einstakur ársfundur Þ að er stundum sagt að einn aðal- tilgangur lífsins sé að eignast börn, fjölga sér. Stærsti hluti mannkyns getur það á náttúrulegan hátt en nokkur hluti er ekki svo lánsamur. Það fólk er þó svo heppið að í samtímanum eru til aðrar leiðir til að eignast börn en með hefð- bundnum getnaði. Það er hægt að fara í tækni- frjóvgun eða ættleiða en nú er svo komið að það virðist aðeins farið að vera á færi þeirra allra efnuðustu. Stutt er síðan ákveðið var að hætta að niður- greiða fyrstu meðferð við tæknifrjóvgun hjá barnlausum pörum og einhleypum barnlausum konum. Fyrsta meðferð kostar tæpar 400 þús- und krónur með lyfjakostnaði og þessi breyt- ing útilokar stóran hóp fólks frá því að reyna við tæknifrjóvgun. Áður fyrr niðurgreiddu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) þriðjunginn af kostn- aðinum. Í kjölfar reglugerðar velferðarráðuneytisins sem tók gildi 1. janúar hefur kostnaðurinn við glasafrjóvgun farið úr 250.311 kr. í 376.055 kr. hjá ART Medica, einu læknamiðstöðinni hér á landi sem sérhæfir sig í frjósem- isvandamálum. Þurfi barnlaus pör og einhleypar konur á fleiri meðferðum að halda greiða SÍ 65% af kostnaði við aðra, þriðju og fjórðu meðferð. Þá kostar glasafrjóvgunin 171.721 kr. Ef tæknifrjóvgun er ekki sú leið sem fólk getur farið eða velur að fara til að eignast börn er ættleiðing önnur. Þær fréttir bárust þó fyrir stuttu að starfsemi Íslenskrar ættleiðingar væri ógnað, mikið skorti á að fjár- veitingar frá stjórnvöldum séu viðunandi og fyrir vikið á félagið erfitt með að sinna þeirri starfsemi sem því er ætlað að sinna. Vegna þess blasir við að þjónusta við félagsmenn verði skorin niður og ættleiðingarsambönd við erlend ríki sett í hættu. Það hefur nú ekki ver- ið auðvelt ferli hingað til að ættleiða barn til Íslands, fólk getur þurft að bíða svo árum skiptir eftir barni. Auk þess sem það kostar að ættleiða og ekki á þá upphæð bætandi. Það er stundum sagt að það sé ekki sjálfsagt að eignast börn, það geti það ekki allir. Það er vissulega rétt ef litið er til hinnar hefbundnu leiðar til að geta börn en í því tækni- og upp- lýsingarsamfélagi sem við búum í í dag ætti það að vera sjálfsagt, jafn sjálfsagt og hefð- bundinn getnaður, að fara í tæknifrjóvgun eða að ættleiða. Það á að vera sjálfsagt að þeir sem það vilji geti eignast börn án þess að það setji fólk á hausinn, án þess að það verði eingöngu forréttindi hinna ríku að geta farið í tæknifrjóvgun eða ættleitt barn. Stjórnvöld eiga ekki að standa í vegi fyrir því að fólk eignist börn með því að skera niður framlög í þá mála- flokka. Ríkisstjórnin segist vera að standa vörð um heim- ilin, um fjölskyldurnar í landinu, hún á þá líka að standa vörð um að fólk geti stofnað fjölskyldur. Það hefur enginn rétt á að svipta fólki þeirri hamingju að eignast barn. Einu sinni ekki ríkisstjórn í efnahags- þrengingum. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Verða börnin forréttindi ríkra? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is E ftir langvinnar deilur og átök á vettvangi Starfs- greinasambandsins (SGS) á umliðnum misserum virðist sjö manna starfshópi nú hafa tekist að ná samkomulagi um tillögur að fram- tíðarskipulagi SGS. Hópurinn var settur á laggirnar á þingi sambands- ins síðastliðið haust en þá var gagn- rýni og ágreiningur á milli ólíkra að- ildarfélaga innan SGS kominn á það stig, að við lá að að þetta stærsta laun- þegasamband á Íslandi, með um 55 þúsund félagsmenn, liðaðist í sundur. Þinginu var frestað sl. haust og framhaldsþing verður haldið í næsta mánuði. Þess var gætt að starfs- hópurinn yrði skipaður bæði fulltrú- um landsbyggðarfélaga og stóru fé- laganna á höfuðborgarsvæðinu. Ákveðið var að láta á það reyna hvort þessir forystumenn gætu komið sér saman um framtíðarhlutverk SGS. Ekki verður annað séð en að það hafi tekist. Hópurinn hefur notað veturinn til að móta drög að tillögum og að undanförnu hafa verið haldnir kynn- ingarfundir meðal aðildarfélaganna 19 um allt land, sem hafa frest fram í þessa viku til að koma með ábend- ingar og athugasemdir. Endanlegar tillögur um hlutverk og ný lög SGS verða síðan lagðar fyrir framhalds- þingið 11. maí, sem afgreiða á nýtt skipulag landssambandsins og kjósa því forystu. Af samtölum við verka- lýðsforingja má ráða að tillögurnar mælast yfirleitt mjög vel fyrir. Fækkað í framkvæmdastjórn Lagðar eru til veigamiklar breyt- ingar á SGS. Ein sú veigamesta er að fækkað verði í framkvæmdastjórn SGS úr 13 í 7 en á móti kemur að for- mannafundum verður gert mun hærra undir höfði og þeir verði haldn- ir mun oftar en verið hefur og reglu- lega. Með því móti geti einstök félög haft meiri bein áhrif á starfsemi og ákvarðanir SGS. Staða félaganna í sambandinu er mjög misjöfn. Minni félögin hafa sótt mikið í þjónustu á vegum SGS en stærstu félögin á borð við Eflingu í Reykjavík hafa lítið þurft á því að halda. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, lítur hins vegar svo á að samskiptin sem menn vilji eiga með öðrum félögum séu ómetanleg og að menn eigi samleið við verkefnin á hverjum tíma. Lagt er upp með að minni félögin skoði möguleika á sameiningu eða auknu samstarfi en það verði þó al- gerlega á þeirra valdi að ákveða það án þrýstings eða afskipta SGS. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir ekki lagt til að dregið verði stórlega úr starfseminni hjá sambandinu. Hlutverk þess og aðildarfélaganna verði hins vegar skilgreint betur. Björn segir að tillögunum hafi al- mennt verið vel tekið á kynningar- fundunum. Aðspurður hvort tekist hafi að tryggja framtíð SGS segist Björn ekki sjá að neitt ætti að koma í veg það eins og staðan er í dag. ,,Þetta hefur verið mikil og góð vinna, menn hafa verið samheldnir í þessari vinnu og afrakstrinum hefur verið vel tekið.“ ,,Ég vona miðað við undirtektirnar að það verði góð sátt um þessar til- lögur í vor,“ segir Sigurður Bessason. Reynt verði að einfalda stjórnkerfið en gera sambandið um leið sveigjan- legra að umhverfi félaganna. Félögin sjálf séu líka sjálfbærari á allan hátt um þjónustu sem þau veita fé- lagsmönnunum sínum. „Sambandið sem slíkt hefur því kannski ekki sama hlutverk og það hafði áður fyrr varð- andi upplýsingagjöf til félaganna.“ Samkomulag í aug- sýn um framtíð SGS Morgunblaðið/G.Rúnar Breytt Starfsgreinasambandið er stærstu landssamtök launafólks á Íslandi. Nýjum tillögum um breytt hlutverk sambandsins hefur verið vel tekið. Ekki hefur verið afráðið hversu háan skatt aðildar- félög Starfsgreinasambands- ins eiga að greiða til sam- bandsins eftir að breytingar á hlutverki og starfsemi þess hafa tekið gildi. Það verður ákveðið þegar endanlega ligg- ur fyrir hvert starfssvið þess verður á framhaldsþinginu í maí. Á þinginu sl. haust var lagt til að árlegur skattur til SGS verði 4% þar sem miðað skal við 0,7% félagsgjald, sem er umtalsverð lækkun. Sigurður Bessason, formað- ur Eflingar stéttarfélags, segir að menn hafi orðið ásáttir um að ljúka fyrst við lagabreyt- ingarnar og þær reglur, sem marka sambandinu verkefni. Í framhaldinu verði síðan ákveðið hver skattprósentan þurfi að vera miðað við fram- tíðarstarfsemi SGS. Ákveða skatt- inn síðast BREYTT HLUTVERK SGS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.