Morgunblaðið - 10.04.2012, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012
Tilkomumikill Hann var tignarlegur að sjá Öræfajökull þegar flugvél Icelandair flaug þar yfir á leið sinni til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Flugstjórinn gat ekki stillt sig um að smella af mynd.
Pétur Arnarson
Þegar kjósa á til emb-
ættis forseta Íslands fara
alls konar furðufuglar á
kreik. Álftir kvaka í túni
og fálkar voma yfir.
Hvað veldur þessum
ósköpum? Kynda fjöl-
miðlar undir hégómaskap
og dómgreindarleysi?
Þetta er sláandi vanda-
mál í ljósi þess að mikið
hefur reynt á forsetann í
seinni tíð. Hann hefur
breytt embættinu, hvernig svo sem
okkur líkar það. Hann hefur aukið
vægi þess á sama tíma og Alþingi rýr-
ir traust sitt og virðingu. Hann kom
vel undirbúinn að starfinu. Fræðimað-
ur og kennari í stjórnmálafræði, þing-
maður og ráðherra. Jafngild reynsla
yrði frambjóðanda heilladrjúg. Við
þurfum forsetaefni sem hæfir veru-
leika okkar eins og hann er nú og eins
og við sjáum hann þróast. Þótt vel
hafi tekist til á sínum tíma eigum við
hvorki að leita að nýjum Kristjáni né
annarri Vigdísi. Embættið sjálft er
líka til umhugsunar.
Kunnugleg andlit
Fréttamenn „í mynd“ njóta sérstaks
aðgangs að kjósendum og eiga greiða
leið inn á þing. Þeir álykta að af því
að þeir geta spurt hafi þeir líka svör.
Þeir sem horfa á beinar útsendingar
frá Alþingi vita að það bylur hæst í
tómri tunnu. Þar á bæ skynja sumir
vandann og vilja nú banna Páli Magn-
ússyni með lögum að dilla sér í frétt-
um RÚV. Það yrði slæmt fyrir hann
því þindarlaus fréttalestur gæti um
síðir fleytt honum inn á þing eða jafn-
vel til Bessastaða. Elín Hirst hugleiðir
framboð núna af því að hætt er við að
það snjói senn í sporin. Þóru Arnórs-
dóttur er dillað. Hún gæti setið á
Bessastöðum t.d. í 12 ár. Eftir það
tækju við 40 ár á eftirlaunum. Við
gætum þá haft þrjá eða fjóra fyrrver-
andi forseta á framfæri okkar á sama
tíma. Það yrði gaman.
Dómgreind
Vandinn við almenna heilbrigða
skynsemi er að hún er ekki almenn.
Hún vill bregðast þegar hún þarf að
snúa að eiganda sínum. Hlutaðeigandi
átta sig eðli máls samkvæmt ekki á
því að dómgreind er það sem við þurf-
um á Bessastaði. Ástþór er líka kom-
inn í framboð, einu sinni enn. Enginn
veit af hverju. Lögreglumaður fyrir
austan fjall er í framboði,
hann kann ýmis nytsöm
löggutök. Íslendingur í
Noregi ætlar að snúa heim
til að frelsa okkur, en
óljóst er frá hverju. Herdís
Þorgeirsdóttir hefur ekki
enn áorkað neinu sem
bendir til að hún sé rétta
lausnin. Ragna Árnadóttir
er dottin úr tísku en Krist-
ín Ingólfsdóttir er dottin í
tísku og á möguleika rétt á
meðan.
Öflugan forseta
Þörfin fyrir öflugan forseta hefur
vaxið beinlínis vegna þess að Alþingi
hefur gefið sig sundurlyndi á vald.
Forseti þarf að vera hafinn yfir hé-
gómaskap og hafa dómgreind. Við
þurfum öflugan forseta sem getur
boðið elítum stjórnmála og sérhags-
muna birginn. Forseta sem getur leitt
okkur frá reiði og hatri, þrasgirni og
illmælgi. Forseta sem getur boðað
nýja og betri siði í viðskiptalífi og
stjórnkerfi. Forseta sem skilur ákall
samtímans um beint lýðræði og fram-
farir í stjórn landsmála.
Notum tímann vel
Mikið þarf til að fella sitjandi for-
seta. Því fleiri sem gefa kost á sér því
minni eru líkurnar. Mörg nöfn hafa
verið nefnd en það vantar frambjóð-
anda sem ber með sér styrk og dóm-
greind. Reikna má með að núverandi
forseti, sem gefið hefur kost á sér til
endurkjörs, verði kjörinn í síðasta
sinn og til fjögurra ára. Tími gefst því
til að endurskapa embættið, fella brott
það sem kveikir hégómaskap og setja
raunhæf skilyrði sem víkja hinum
dómgreindarlitlu til hliðar. Embættið
á fyrirmynd sína í konungdæmum
Norðurlanda. Finnar komust hjá slíkri
eftiröpun, þrátt fyrir langvarandi ná-
býli við Svía og kóng þeirra. Við get-
um það líka.
Eftir Ragnar
Önundarson
» Tími gefst til að end-
urskapa embættið, fella
brott það sem kveikir hé-
gómaskap og setja raun-
hæf skilyrði sem víkja hin-
um dómgreindarlitlu til
hliðar.
Ragnar
Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur
og fv. bankamaður.
Fuglalíf er fjölskrúðugt
kringum Bessastaði
Fiskveiðistefna ESB hefur leitt til
ofveiði á 72% og útrýmingarhættu
20% fiskistofna á miðum ESB. Á 14
ára tímabili hefur afli ESB minnkað
um 30% og dugir einungis fyrir
helming fiskneyslu íbúanna. ESB
verður sífellt háðari fiski annarra og
innflutningi sjávarafurða. Fisk-
veiðistefna ESB hefur eyðilagt sjáv-
arútveg í mörgum löndum og kostar
skattgreiðendur milljarða evra ár-
lega. T.d. er sjávarútvegur Bretlands
ekki svipur hjá sjón með fækkun
starfa um 70-80%. Í sumum tilvikum er fimmföldu
magni þess afla kastað, sem komið er með að landi,
og hefur það vakið gífurlega reiði almennings (sbr.
fishfight.net). Á Norðursjó er helmingi aflans, um
einni milljón tonna af prímaþorski og ýsu, fleygt
dauðum í hafið vegna stefnu ESB. Áframhaldandi
gengdarlaus ofveiði og útrýming á fiskistofnum
heims mun að mati ýmissa vísindamanna leiða til
hruns arðbærra fiskveiða fyrir árið 2048.
Ef ESB tæki upp fiskveiðistefnu Íslendinga og
stundaði ábyrgar fiskveiðar í stað 72% ofveiði og
útrýmingar fiskistofna, myndi það skapa yfir 100
þúsund ný störf og aukatekjur, sem væru fimm
sinnum hærri en núverandi fiskveiðistyrkir ESB.
Ekkert bendir þó til þess, að ESB muni fylgja for-
dæmi Íslendinga í náinni framtíð. Íslenska rík-
isstjórnin hefur nú kastað þeirri sprengju á best
rekna sjávarútveg í heimi, að greinin aðlagi sig að
fordæmalaust illa rekinni og ríkisstyrktri fisk-
veiðistefnu ESB. Gangi það eftir mun starfsmaður í
íslenskum sjávarútvegi ekki lengur skapa tífaldar
gjaldeyristekjur miðað við starfsmann annarra
greina né sjávarútvegur um helming allra gjaldeyr-
istekna þjóðarinnar.
En ríkisstjórnin heldur áfram að draga þjóðina á
asnaeyrum með því að aðlaga Ísland að ESB á
meðan þjóðinni er sagt að bíða og sjá hvað kemur
úr pakkanum. Með því að taka stóran hluta kvót-
ans eignaupptöku og færa í hendur stjórnmála-
manna til að koma á „réttlátari“ skiptingu gróðans,
er ríkisstjórnin að hrifsa til sín farsæla stjórn
greinarinnar frá útvegs- og sjómönnum. 70% skatt-
ur á hagnað útgerðarinnar kippir endanlega rekstr-
argrundvelli undan íslenskum sjávarútvegi og þá
fær ríkisstjórnin vilja sínum framgengt að aðlaga
atvinnugreinina að stjórnar- og styrkjakerfi ESB.
Þar með gerir ríkisstjórnin ESB-heimavinnuna sína
áður en kaflinn um sjávarútveginn verður opnaður
og grundvöllurinn lagður að yfirtöku ESB á aðal-
auðlind Íslands, fiskmiðunum. Innleiðing evrunnar
mundi síðan útrýma því, sem eftir væri af sveigj-
anleika og samkeppnishæfni greinarinnar og
dauðadómur yfir fjöreggi þjóðarinnar endanlega
staðfestur.
Ég hef áður í greinum í Morgunblaðinu (Ásælni
ESB í fisk annarra landa 1. sept. 2010 og Hver gef-
ur ESB undanþágu frá ofveiði og útrýmingu fiski-
stofna 23. ágúst 2011) gert grein fyrir rannsóknum
og niðurstöðum NEF (New Economic Foundation,
neweconomics.org), sem gefið hefur út
skýrslur um ofveiðar ESB. Með því að
reikna út ofveiðar í heiminum og bera
saman við aflaverðmæti í ESB hefur
NEF komist að þeirri niðurstöðu, að
ESB gæti aukið afla sinn um 3,53
milljónir tonna árlega með því að
hætta ofveiðum og taka upp ábyrgar
fiskveiðar. Mundi aflinn þá duga fyrir
ársþörf íbúanna og ESB verða sjálfu
sér nógt í stað þess að verða sífellt
háðara öðrum. Með því að rækta upp
sjálfbæra fiskstofna með ábyrgum
veiðum, eins og gert er á Íslandi, gæti
viðbótaraflinn aukið fiskveiðitekjur
ESB mótsvarandi 3,19 miljörðum evra. Það er
fimm sinnum hærri upphæð en árlegir styrkir ESB
til greinarinnar. Færi ESB að ráðum íslenskra út-
vegsmanna gæti ESB því skapað yfir 32 þús. ný
störf við veiðarnar og að auki 69 þús. störf við fisk-
vinnslustöðvar eða samtals yfir 100 þús. ný störf.
Mundi ekki veita af því hjá ríkjasambandi með
íbúafjölda mótsvarandi 75 Íslöndum opinberlega á
atvinnuleysisskrá.
En þannig hugsa ekki óábyrgir stjórnmálamenn,
sem ríghalda í stórveldadraum og misheppnaðan
gjaldmiðil og láta sig raunveruleikann engu skipta.
Þjóðin hefur áður leiðbeint ráðvilltum stjórnmála-
mönnum en nú þarf annað að koma til, því rík-
isstjórnin er hreint ekkert ráðvillt í því markmiði
sínu að eyðileggja lýðveldið Ísland og leggja fjör-
egg þjóðarinnar í líkkistuna í Brussel. Þar sem spá-
dómurinn um Kúbu norðursins vill ekki rætast
reynir íslenska ríkisstjórnin allt til að koma þjóð-
inni á þann stað. Vandamálið er hins vegar, að
ástandið í mörgum evruríkjum er orðið það slæmt,
að Kúba raunveruleikans verður að gósenlandi í
samanburði. Núna þarf þjóðin að snúa bökum sam-
an með þeim þingmönnum, sem sýnt hafa að þeir
standi við gefið drengskaparheit að fylgja stjórn-
arskránni en krefjast reikningsskila við hina. Þing-
menn meirihlutans, sem í tvígang hafa fengið vott-
orð Hæstaréttar um stjórnarskrárbrot, eru búnir
að fyrirgera rétti sínum til þingsetu með broti á
þingskapareið sínum.
ESB þarf á gjöfulum fiskmiðum Íslendinga að
halda til að mæta sífellt minni fiskveiðum á eigin
miðum. Fiskveiðistefna ESB leiðir að mati ýmissa
haffræðinga til hruns arðbærra fiskveiða eftir u.þ.b.
30-40 ár. Hvaða þingmenn á Alþingi vilja leiða
þetta brjálæðisskipbrot yfir þjóðina í nafni ESB-
draumsins?
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason
»… ríkisstjórnin er hreint ekk-
ert ráðvillt í því markmiði sínu
að eyðileggja lýðveldið Ísland og
leggja fjöregg þjóðarinnar í lík-
kistuna í Brussel.
Gústaf Adolf
Skúlason
Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyr-
irtækjabandalags Evrópu.
Ætla Íslendingar að innleiða
fiskveiðistefnu ESB?