Morgunblaðið - 10.04.2012, Side 23

Morgunblaðið - 10.04.2012, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012 ✝ Agnar BaldurVíglundsson fæddist á Ólafs- firði 5. apríl 1930. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. mars 2012. For- eldrar hans voru Víglundur Niku- lásson kennari og sjómaður í Ólafs- firði, f. 3. júní 1891 á Garðabrekku í Staðarsveit Snæfellsnesi, d. 27 ágúst 1979, og kona hans Sigurlaug Magn- úsdóttir, f. 7. nóv. 1895 í Ólafs- firði, d. 21. ágúst 1969. Agnar kvæntist 26. okt. 1963 Guðrúnu Stefaníu Jak- obsdóttur frá Ólafsfirði, f. 15. júní 1938. Foreldrar Guðrúnar voru Jakob Ingimundarson, f. 21.7. 1905, d. 20.12. 1988, og mundsdóttir, þau eiga tvö börn. K. II Ólöf María Jóhann- esdóttir, f. 20.2. 1968, saman eiga þau eitt barn og á Ólöf tvö börn af fyrra hjónabandi. Sól- veig Bláfeld, f. 17.11. 1974, gift Viðari Páli Hafsteinssyni, f. 21.8. 1974, eiga þau þrjú börn. Agnar lauk Barnaskóla Ólafsfjarðar árið 1944 og minna mótorvélstjóraprófi á Akureyri 1952. Hann var 2. vél- stjóri á Græði ÓF 3, 3. vélstjóri á Norðlendingi ÓF, 2. vélstjóri á Þorleifi Rögnvaldssyni og Guðbjörgu ÓF 3, auk þess að vera vélstjóri á ýmsum öðrum bátum til ársins 1970 er hann hóf störf í fiskimjölsverksmiðju HÓ á Ólafsfirði þar sem hann var verkstjóri frá 1972-1989. Hann vann þar áfram til 1992 er hann varð að hætta störfum vegna veikinda. Agnar bjó lengst af á Kirkjuvegi 18 og svo seinni ár í Strandgötu 5 og nú síðasta árið á Dvalarheim- ilinu Hornbrekku á Ólafsfirði. Útför Agnars fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 10. apríl 2012, kl. 14. kona hans Sigríður Pálmadóttir, f. 20.12. 1908, d. 14.9. 1968. Börn Guðrúnar og Agn- ars: 1) Sigríður Jakobína, f. 20.12. 1959, gift Sig- urjóni Magnússyni, f. 11.3. 1959, sam- an eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. 2) Steinar, f. 19.7. 1962, k. I (skildu) Jónína Símonardóttir, saman eiga þau eitt barn og tvö barnabörn. K. II Kristín Rósa Hjálmarsdóttir, f. 3.1. 1965, saman eiga þau tvö börn. 3) Jakob, f. 10.5. 1964, kona hans er Dagbjört Gísladóttir, f. 2.7. 1963, saman eiga þau þrjú börn. 4) Úlfar, f. 12.1. 1967, k. I (skildu) Helga Björg Guð- Í dag kveðjum við í hinsta sinn elsku pabba minn, Agnar Baldur Víglundsson. Þrátt fyrir að þú hafir verið svo veikur undanfarið þá varstu ekkert að fara, þú áttir eftir að rífa þig upp úr þessu, þú varst búinn að gera það margoft áður og núna átti þetta að vera bara eins. Þó svo að allt segði manni að svo yrði ekki þá var höggið samt fast þegar þú kvaddir þennan heim. Ég var handviss um að ég myndi ná að eiga barnið og koma með það norður til ykkar og leyfa þér að sjá nýjasta barnabarnið en nei, örlögunum verður ekki breytt og við ráðum ekki við æðsta valdið. Ég hefði nú viljað vera við rúmið hjá þér á meðan þú varst veikur en dýrmætasta símtal sem ég hef átt um ævina átti ég við þig rúmri viku áður en þú kvaddir þar sem þú lést mig lofa að fara ekki að æða norður svona á mig komin þótt þú færir að taka upp á því að drepast, en ég er samt komin. Allt frá því að ég man eftir mér kallaði pabbi mig örverpið sitt og var ég kynnt sem slík hvar sem við komum. Ég tók þessu alltaf sem hóli þar sem ég hafi heyrt sögur af því allt til dagsins í dag að þegar ég leit dagsins ljós löngu á eftir systkinum mínum þá segir sagan að pabbi hafi riðið um allar sveitir og tilkynnt að meybarn væri fætt, slík var gleðin yfir því að ég væri fædd. Þegar ég fluttist vestur á Snæ- fellsnes þá fór pabbi strax að spyrja mig um hina og þessa ætt- ingja sem ég vissi stundum ekk- ert hverjir voru. Þar sem hann var alla tíð áhugamaður um ætt- fræði fór ég nú líklega að koma mér betur inn í þessi mál svo að ég gæti nú allavega flutt fréttir af þessum ættingjum sem reynd- ust svo vera í hverju horni þegar á reyndi og þetta gátum við setið og spjallað um lengi vel, ofboðs- lega á ég eftir að sakna þeirra samtala. En ég geymi þessi sam- töl vel. Einhvern tímann sagði ég við pabba að ég væri búin að finna vísu eða ljóð sem ég væri sannfærð um að hann hefði sam- ið um mig og læt ég það fylgja hérna með: Þú ert yndið mitt yngsta og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt, þú ert sólrún á suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt, þú ert ljósið sem lifnaðir síðast, þú ert löngunar minnar Hlín. Þú ert allt sem ég áður þráði, þú ert ósk – þú ert óskin mín. (Gestur) Elsku pabbi minn ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér hinum megin, bræður, systur, foreldrar og gamlir vinir. Við sjáumst aftur þótt seinna verði, góða ferð. Þín dóttir, Sólveig Bláfeld. Í dag kveðjum við þig, kæri vinur og mágur, Agnar Baldur Víglundsson. Það er óhætt að segja að okkar vinátta hafi staðið óbreytt í þau 52 ár sem liðin eru frá því að ég sá þig fyrst. Ég þá nýtrúlofaður systur þinni og þú að koma af vertíð í Keflavík. Þú tókst mér strax sem jafningja þó að ég væri 18 ára unglingur en þú 29 ára fullþroskaður maður. Þú taldir ekki eftir þér að upplýsa mig um alla skapaða hluti og segja mér hvað væri falleg ljóð- list og góðar bókmenntir. Þú opnaðir augu mín fyrir fallegum kveðskap og fluttir mér mörg fal- legustu ljóð stórskáldanna og þurftir hvorki að hafa bók né blað fyrir framan þig. En umfram allt varstu frábær sögumaður og að hafa fengið að hlýða á þig heilu kvöldin og jafnvel næturnar fara með ljóð, vísur og sögur eru for- réttindi sem aldrei gleymast. Það er óhætt að segja að þú varst vinamargur og þótti öllum vænt um þig sem á annað borð kynnt- ust þér. Þú varst góðum gáfum gæddur og hefðir svo sannarlega átt að ganga menntaveginn en það fór fyrir þér eins og svo mörgum í litlu sjávarplássunum að þú endaðir á sjónum. Þegar þú hættir til sjós gerðist þú verk- smiðjustjóri í beinaverksmiðj- unni hérna í plássinu og starfaðir við það í mörg ár. Fljótlega kom áhuginn á fjárbúskap upp hjá þér og áttir þú kindur til dauðadags og varst óspar á að gefa ættingj- um lömb sem þú sást svo um fyr- ir okkur hin. Þú varst fjórða barn í sex barna systkinahóp, 3 bræð- ur og 3 systur. Er nú Guðrún mín ein eftir. Það var alltaf mjög kært á milli ykkar systkinanna og þeg- ar þú gafst henni gimbrina og hún kallaði hana Gullinhyrnu án þess að hafa séð hana man ég að þú brostir breitt. Seinna kom í ljós að hún var með svört horn en nafnið fékk að standa. Ég minnist þess að árið 1960 lánaði ég þér húsið mitt sem ég var þá nýbúinn að kaupa og kallað var Normandí. Þá fórum við Gunna mín á vertíð til Keflavíkur en þú varst ein- hverra hluta vegna heima og það- an held ég að þú hafir lagt netin þín þegar þú varst að ná í þína heittelskuðu, hana Guðrúnu þína. Saman áttuð þið 5 börn og varst þú alla tíð mikill pabbi og elskaðir fjölskyldu þína. Við sem höfum fylgst með þér gleymum því ekki þegar þú steigst á svið og hófst að leika með Leikfélagi Ólafsfjarðar og lékst bæði í Skjaldhömrum og fleiri leikritum. Þar slóstu í gegn eins og við var að búast. Við sem þekktum þig vitum að lífið gat verið erfitt og brauðstrit- ið hart en þú gafst aldrei upp og barðist fyrir hópnum þínum. Eftir að heilsan gaf sig og þú varst kominn með Guðrúnu þína fram á Hornbrekku þá virtist þú leika við hvern þinn fingur og svo þegar Olli bróðir þinn var kominn þangað líka var gaman að sitja með ykkur og hlusta á sögur frá liðinni tíð. Já margt sem ég ekki vissi en hefði ekki viljað missa af. Því er það svo sárt að þið skuluð nú vera báðir horfnir yfir móðuna miklu með nokkurra mánaða millibili. En svona er nú lífið, við göngum víst öll þennan veg og við sem eftir erum vonumst til að hittast hinum megin. Elsku Gunna mín og þið bræð- ur og systur og öll barnabörnin, ég veit að þið vitið að nú er minn gamli vinur kominn í hóp þeirra Glaumbæinga sem á undan eru gengnir og þar líður honum vel. Guð styrki ykkur í sorginni. Sigmundur. Elsku frændi, þá ertu horfinn á vit ókunnra stranda. Það er margs að minnast á langri samverustund okkar gegn- um árin og allt eru það ánægju- legar minningar. Það er mér of- arlega í minni hvað þið voruð samýnd systkinin öll sex, með mömmu sem skjól ykkar allra. Systurnar þrjár, mamma, Sveina og Gunna, voru sérlega samrýnd- ar og mikill samgangur á milli þeirra og mikil hlýja, sem hefur verið okkur bræðrum leiðarljós í gegnum árin. Þið bræðurnir þrír, Ólafur, Elmar og Agnar, voruð allir heimagangar á heimili okkar á meðan þið voruð ókvæntir og þið hugsuðuð vel um okkur börnin, komuð daglega í heimsókn og ekki var verra að oft voru bækur með í farteskinu því allir voruð þið bókaormar og eigið þið bræður mikinn þátt í bókhneigð minni. Jólagjafirnar voru bækur og aftur bækur. Þú Agnar varst sérstaklega duglegur að dæla til okkar fróð- leik, en við vissum að þú varst búinn að lesa allar bækurnar áð- ur en við fengum þær og þegar þú varst að pukrast með þær var spennandi að kíkja. Enda sagði Brynjólfur Sveinsson bóksali er hann var spurður eftir efni og ágæti bóka sem hann seldi: Spyrjið Agnar, en hann var í bókabúðinni flesta daga fyrir jólin að lesa sér til um efni bókanna er Brynjólfur seldi. Fróðleiksást þín var mikil og frásagnargleði þín var einstök, þannig að þú hélst hlustendum þínum föngnum er þú sagðir frá þó ekki væri nema um einfalda frásögn að ræða. Sérstaklega varstu frægur fyrir ljóðalestur, nei, ekki lestur því þegar þú lof- aðir okkur að heyra kvæðin fórstu með þau utanbókar með miklum tilþrifum, hvað löng sem þau voru, því af nógu var að taka, þvílík ógrynni af ljóðum sem þú kunnir. Ég fór snemma á unga aldri að herma eftir þér og vildi þá helst lesa og læra sömu ljóð og þú, Davíð Stefánsson, Hannes Hafstein, Jónas Hall- grímsson og Stein Steinarr og fleiri og fleiri. Kærleikur með okkur tveim- ur var mikill og alltaf var jafn gaman að hitta þig því alltaf voru það sögustundir. Ég mun seint gleyma setning- unni sem þú sagðir við mig í eitt skipti af mörgum er ég heimsótti þig á Hornbrekku á síðasta ári og ég nýlega orðinn sjötugur: „Bubbi, lífið er skrítið, einu sinni varstu uppáhaldið mitt, sem lítill drengur, en nú ertu orðinn gam- all maður eins og ég“. En þú áttir þér áhugamál sem tók öllu öðru fram, en það var ást þín á kindum og þar varstu á heimavelli og raunar var það eins með Elmar bróður þinn, svo ég tali nú ekki um afa Víglund, og helst þurftu þær allar að vera mislitar. Elsku frændi, þín verður sárt saknað, en allar þær góðu minn- ingar sem ég á frá samveru okk- ar munu sitja mér áfram í minni um ókomin ár. Það voru gleðistundir er við Margrét komum í heimsókn til ykkar Gunnu á Hornbrekku, alltaf nóg að spjalla og við að fræðast af þér. Við vitum að hún Gunna þín var þér allt í lífinu, svo og börn- in, en þó held ég að væntum- þykja þín til barnabarnanna hafi yfirtekið allt. Við Margrét sendum þér, Gunna mín, börnum og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þinn frændi, Björn Þór (Bubbi). Agnar Baldur Víglundsson ✝ Stefán ÁgústStefánsson fæddist í Reykjavík 3. október 1940. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hring- braut 1. apríl 2012. Foreldrar hans voru Stefán Ólafs- son, f. 20.5. 1913 á Seyðisfirði, d. 11.8. 1997, og Þorbjörg Sturlaugsdóttir, f. 11.10. 1918 á Ísafirði, d. 15.2. 1982. Hinn 3. desember 1960 kvæntist Stefán eftirlifandi konu sinni, Oddnýju Bjarnadótt- ur, f. 24.10. 1940. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Hulda Linda Stef- ánsdóttir, f. 3.8. 1960, maki Þor- leifur Ingi Einarsson. Börn þeirra eru Arna Rut Þorleifs- dóttir og Heiðar Orri Þorleifs- son. 2) Róbert Arnar Stef- ánsson, f. 31.8. 1972, maki Menja von Schmalensee. Börn þeirra eru Aron Alexander Þor- varðarson, Ísól Lilja Róberts- dóttir og Sara Rós Hulda Ró- bertsdóttir. 3) Vignir Örn Stefánsson, f. 6.11. 1974. Börn hans og Önnu Lísu Benedikts- dóttur eru Bergdís Lea Vign- isdóttir, Elín Birta Vignisdóttir og Brynjar Smári Vignisson. Stefán ólst upp í Reykjavík og fór snemma til sjós og starfaði m.a. sem kokkur í nokkur ár. Síðar kláraði hann vél- virkjanám og vann um árabil á Véla- miðstöð Reykjavíkur- borgar. Eftir að hafa búið í Reykja- vík og Kópavogi fluttust Stefán og Oddný með börn sín til Fáskrúðs- fjarðar, þar sem Stefán var verkstjóri á vélaverkstæði Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar og tók virkan þátt í fé- lagsmálum, m.a. Lionsklúbbi staðarins, björgunarsveitinni, íþróttastarfi og kirkjukór Fá- skrúðsfjarðarkirkju. Árið 1989 fluttist fjölskyldan aftur til Reykjavíkur og starfaði Stefán hjá Landvélum í Kópavogi og á Landspítalanum áður en hann gerðist tækjavörður Líf- fræðistofnunar Háskólans (síðar líf- og umhverfisvísindadeild), þar sem hann starfaði til sjö- tugs. Stefán hafði brennandi áhuga á ýmiss konar íþróttum og tók þátt í íþróttastarfi bæði á Fáskrúðsfirði og í Hafnarfirði, ekki síst í tengslum við þátttöku barna og barnabarna. Útför Stefáns fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 10. apríl 2012, kl. 13. Fyrir fáeinum vikum kom Stef- án fyrrverandi tækjavörður í heimsókn til okkar á kaffistofuna í Öskju. Við vissum að hann gengi ekki heill til skógar og vorum því fegin að sjá hann glaðan í bragði. Hann lét vel af sér og ekki annað að sjá en hann ætlaði sér að eiga mörg góð ár í viðbót við góða starfsævi. Það kom okkur því í opna skjöldu að frétta að hann væri allur. Stefán kom til starfa sem tækjavörður Líffræðiskorar og Líffræðistofnunar Háskóla Ís- lands árið 2000. Þar hafði hann umsjón með ýmsum tækjakosti auk þess að annast birgðavörslu og aðföng vegna kennslu og rann- sókna. Starfið var þess eðlis að Stefán þurfti að hafa mikil sam- skipti við aðra starfsmenn og nemendur. Þarna naut sín vel hressilegt viðmót og góð kímni- gáfa. Það kom fljótt í ljós að Stef- án var drengur góður og vann störf sín vel. Minnisstætt er hve vel hann reyndist okkur þegar starfsemin fluttist frá Grensás- vegi og vestur í Öskju. Eitt var það málefni sem Stefán lét sér mjög annt um en það var að hlúa að félagsandanum á stofnuninni. Ef halda þurfti móttökur, smá- veislu, þorrablót eða jólasamkom- ur var alltaf hægt að snúa sér til Stefáns með að standa fyrir slíku. Stefán lét af störfum fyrir ald- urs sakir haustið 2010. Hann var þá í fullu fjöri og ljóst að hann ætl- aði að njóta lífsins áfram. En skjótt skipast veður í lofti og Stef- án kemur ekki oftar í heimsókn til okkar í Öskju. Um leið og við minnumst góðs vinar og starfs- félaga viljum við votta fjölskyldu Stefáns dýpstu samúð okkar. F.h. samstarfsfólks í Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, Sigurður S. Snorrason. Stefán Ágúst Stefánsson er lát- inn eftir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm. Stefán starfaði lengi sem tækjavörður við líffræðiskor Há- skóla Íslands og síðar við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Þar sinnti hann öllum þeim erindum sem til féllu varð- andi verklegar æfingar í deildinni, svo sem að sjá um uppeldi froska af ýmsum tegundum, sumum eitr- uðum, útvega frjóvguð hænuegg til rannsóknar fyrir nemendur, gera við biluð tæki og kaupa inn ýmsar rekstrarvörur til tilrauna á rannsóknarstofum. Stefán var einstaklega ljúfur maður. Hann gat stundum virst hrjúfur í samskiptum sínum við nemendur þegar honum fannst þeir ekki umgangast tækin af þeirri alúð sem honum fannst við hæfi, en stutt var í hjálpsemina og enginn var betri að leita til þegar eitthvað kom upp á sem leysa þurfti snarlega. Í gegnum starfið hafði hann kynnst fjölda birgja sem seldu tæki fyrir rann- sóknarstofur og ef eitthvað vant- aði var hann þegar búinn að hringja í rétta aðilann sem gat út- vegað hlutinn með skömmum fyr- irvara. Stefán var úrræðagóður þegar skipuleggja þurfti samkomur í tengslum við starfið í deildinni. Þegar Háskóli Íslands hélt al- þjóðlega djúpsjávarráðstefnu í júní 2010, var ákveðið að fara með ráðstefnugesti, alls um 300 manns, flesta erlenda, í Land- mannalaugar. Þar var boðið í grillveislu og fór Stefán fyrir vösku liði og skipulagði veisluna með myndarbrag þannig að allir voru yfir sig hrifnir af því hve allt var vel útilátið og gekk fljótt og vel fyrir sig. Þannig var Stefán, ekkert vafðist fyrir honum og hann gekk fumlaust til þeirra starfa sem honum voru fengin og leysti þau ákaflega vel. Stefán var mikill húmoristi og voru ófáar tölvupóstsendingarn- ar sem við fengum frá honum sem innihéldu samsafnað græsku- laust grín um hin ýmsu málefni. Stefán hætti störfum við Há- skóla Íslands haustið 2010 vegna aldurs en við á Sjávarlíffræðisetr- inu á Aragötunni leituðum áfram til hans varðandi skipulagningu á ýmsum uppákomum. Þá tók hann þátt í að skipuleggja þorrablót, jólafagnað og fleira. Hann var hrókur alls fagnaðar í jólagleði okkar í desember síðastliðnum og okkur óraði ekki fyrir að hann ætti svo stutt eftir sem raunin varð. Við söknum hans innilega sem vinar og samstarfsfélaga og sendum fjölskyldu hans samúðar- kveðjur við fráfall hans. Aragötufólkið, Agnar, Edda Elísabet, Guðmundur Víðir, Halldór Pálmar, Hrönn, Jörundur, Óskar Sindri, Sigríður, Sigurður og Vigdís. Stefán Ágúst Stefánsson Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.