Morgunblaðið - 10.04.2012, Side 28

Morgunblaðið - 10.04.2012, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2012 ✝ Jón Marinófæddist í Keflavík 21. sept- ember 1930. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Garðvangi í Garði 1. apríl 2012. Foreldrar hans voru hjónin Ka- milla Jónsdóttir, húsmóðir, f. 11. október 1904, d. 17. október 1958 og Kristinn Jónsson, innheimtumaður hjá Rafveitu Keflavíkur, f. 3. febr- úar 1897, d. 11. október 1982. Systkini Jóns Marinós eru: Jó- hanna, f. 11. október 1929, Júl- íus Friðrik, f. 26. september 1932, d. 7. apríl 1986, Sigurður Birgir, f. 28. nóvember 1939, Eggert Valur, f. 7. ágúst 1942, Sólveig María, f. 28. maí 1947 og Ingibergur Þór, f. 18. des- ember 1949. Jón Marinó kvæntist 19. apr- íl 1952 Sonju Ingibjörgu Krist- ensen, f. 9. mars 1931, dóttur hjónanna Ingibjargar Þórð- ardóttur, f. 22. maí 1887, d. 14. janúar 1957 og Arne Krist- ensen, f. 22. maí 1890, d. 7. október 1953. Börn Jóns og Sonju eru: 1) Kamilla, f. 8. ágúst 1950, búsett þeirra börn: Sonja Sigríður og Sölvi Steinn. Jón Marinó ólst upp í Kefla- vík. Hann starfaði í frysti- húsum, við uppskipun og var til sjós á unglingsárum. Jón var bifreiðarstjóri hjá SBK 1958- 64, verkstjóri hjá Olíufélaginu hf. á Keflavíkurflugvelli 1965- 74, kennari og prófdómari hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins í Kefla- vík 1974-89, afgreiðslumaður hjá Bifreiðaskoðun Íslands 1989-97, auk þess stundaði Jón ökukennslu í aukavinnu í tíu ár. Jón var gjaldkeri í Félagi bifreiðaeftirlitsmanna 1982-87, félagi í Lionsklúbbi Keflavíkur í tólf ár og í Stangveiðifélagi Keflavíkur, hann var skáti og var félagi í skátafélaginu Heið- arbúum í Keflavík og St. Georgsgildinu. Jón var mikill söngmaður, hann stundaði nám í söng hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur og Guðrúnu Á. Símonardóttur, hann söng með Kirkjukór Keflavíkur 1946-80, var einn af stofnfélögum Karlakórs Kefla- víkur og söng með kórnum á árunum 1953-93. Á 10 ára af- mæli Karlakórs Keflavíkur, ár- ið 1963 stofnaði Jón ásamt þremur öðrum meðlimum kórs- ins, Keflavíkurkvartettinn og sungu þeir saman í 10 ár. Jón söng með Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum. Útför Jóns fer fram í Kefla- víkurkirkju í dag, 10. apríl 2012, og hefst athöfnin kl. 14. í Bandaríkjunum, synir hennar: Jo- seph Harmon og Leif Erik. 2) Arne Ingibjörn, f. 15. ágúst 1953, búsett- ur í Njarðvík, í sambúð með Soffíu Pétursdóttur, f. 26. febrúar 1956, synir Arne: Kristján Gunnar, Arne Kristinn og Guð- mundur Rúnar, fósturdóttir: Áslaug Rut. Börn Soffíu: Magn- ús Pétur, Margrét Rósa og Guðný Inga. Afabörnin eru fjögur. 3) Ingibjörg Jóna, f. 14. janúar 1958, búsett í Keflavík, gift Bjarna Guðmundssyni, f. 8. apríl 1961, sonur Ingibjargar: Jón Marinó, á hún eitt ömmu- barn. 4) María, f. 22. september 1960, búsett í Bandaríkjunum, gift Joseph Alexander Anninos, f. 22. maí 1955, þeirra börn: Al- exander Joseph og Kristeen Margrete. 5) Kristín Val- gerður, f. 11. ágúst 1962, bú- sett í Keflavík, gift Böðvari Snorrasyni, f. 7. október 1961, þeirra börn: Gunnar Þór og Brynja. 6) Jón Marinó, f. 11. janúar 1964, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Jónu Björk Guðnadóttur, f. 31. mars 1967, Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Já, vinur minn, nú er okkar samveru lokið í bili. Við erum bú- in að eiga góð 62 ár, vorum ung þegar við hófum okkar samleið, en öxluðum okkar ábyrgð vel, eignuðumst sex góð börn. Söng- urinn var þitt yndi, þú varst alltaf svo rólegur og yfirvegaður, hvað sem á gekk og skiptir sjaldan skapi. Duglegur að vinna, gafst þér tíma til að sitja með börnin og syngja fyrir þau. Nú er þessi góði tími liðinn, en minningarnar lifa. Við munum hittast aftur. Við viljum þakka því yndislega starfsfólki á Garðvangi sem hugsaði um þig sl. 15 mánuði, þið eruð hetjur. Innilegt þakklæti til ykkar allra. Sonja og börnin. Pabbi minn, í dag kveð ég þig. Það verður skrítið að hafa þig ekki lengur hjá okkur, en ég er þakklát, þakklát fyrir það að hafa átt þig að. Ég man hvað það var gott að kúra í pabbabóli. Ég man hvað það var gaman að fara með þér í messu á sunnudögum, þegar þú varst að syngja með kirkju- kórnum. Ég man hvað þú söngst fallega þegar við Jónsi sátum við eldhúsborðið að læra ljóð og þú kenndir okkur þau með söngn- um. Ég man hvað þér þótti gott að púa pípurnar þínar. Ég man ilminn í loftinu af þeim. Ég man þegar við hreinsuðum pípurnar þínar, áður en þú komst heim með mömmu úr ferðalagi, þrifum þær vel og vandlega því þær voru svo óhreinar, höfðum mikið fyrir því að skafa og sápuþvo þær svo þær væru glansandi þegar þú kæmir heim! Þú sagðir ekki mik- ið, en sjálfsagt varstu ekki ánægður með okkur þá, en þú varst alltaf svo góður og þolin- móður. Ég man þegar þú vannst hjá Esso. Ég man þig veiðandi silung í ánni hjá Esso-bústöðun- um. Ég man þig á bláa rúgbrauð- inu. Ég man þig í bláa samfest- ingnum með derhúfuna. Ég man þig í Skorholti, þar sem var svo gott að koma. Ég man þig segj- andi okkur frá öllu sem bar fyrir augu á leiðinni þangað, þú vissir allt. Ég man þig syngjandi með Karlakórnum. Ég man þig syngj- andi með Keflavíkurkvartettin- um, ég átti flottasta pabba í heimi. Ég man þegar þú söngst í sjónvarpinu, um stúlkuna á rauðu skónum og þú keyrandi hjólbörur syngjandi. Ég man hvað þú söngst fallega. Ég man hvað það var kært milli þín og systkina þinna. Ég man hvað þú áttir marga góða vini. Ég man þegar þú vannst í bifreiðaeftirlitinu. Ég man Sólvallagötu 14 og bílskúr- inn þinn, þar var mikið að skoða af alls konar frábæru dóti. Ég man þig takandi upp kart- öflur með afa. Ég man að vinir mínir voru vinir þínir. Ég man bestu gjöfina. Ég man Nonnakot og allan útskurðinn þinn. Ég man alla renndu lampana þína og hvað þeir lýsa fallega. Ég man þegar þú leiddir mig inn kirkjugólfið þegar ég gifti mig. Ég man hvað hönd þín var hlý. Ég man hvað þú varst góður afi. Ég man að þú varst alltaf til staðar fyrir okkur. Ég man þig þar til við hittumst aftur í sumarlandinu. Takk, elsku pabbi minn fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Þín Kristín Valgerður. Sunnudaginn 1. apríl síðastlið- inn lést tengdafaðir minn, Jón Marinó Kristinsson, á hjúkrunar- heimilinu Garðvangi í Garði. Hann var borinn og barnfæddur Keflvíkingur og bjó í Keflavík mestalla ævi sína. Með Jóni er horfinn maður sem setti sterkan svip á samtíð Jón Marinó Kristinsson skyldu sinnar fyrir brjósti og harmur er kveðinn að þeim við fráfall hans. Við Helga færum Ágústu, börnunum og öðrum skyldmennum einlægar samúðar- kveðjur. Rósmundur Guðnason. Það voru forréttindi að fá að kynnast Tryggva sem vinnu- félaga og vini. Lífsgleði, þróttur, æðruleysi og áræði skein af hon- um hvern einasta dag. Það sem margir hefðu talið erfitt hlut- skipti lét Tryggvi ekki á sig fá og ekkert náði að skyggja á jákvætt viðhorf hans til lífsins. Öll værum við betri af því að taka okkur hugsunarhátt hans til fyrirmynd- ar. Tryggva verður sárt saknað sem trausts, skemmtilegs og kærleiksríks félaga. Við vottum Ágústu og fjöl- skyldunni allri innilega samúð okkar. F.h. félaga í vísitöludeild Hag- stofu Íslands, Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir. Kveðja frá Hagstofu Íslands Starfsfólk Hagstofu Íslands kveður í dag góðan og traustan samstarfsmann og vin. Er höggv- ið skarð sem er vandfyllt og skilur bæði eftir söknuð og þakklæti fyrir áralanga samleið. Tryggvi Eiríksson átti gott og farsælt starf við Hagstofuna frá miðju ári 2002 er þjóðhagsreikningar voru fluttir til Hagstofunnar frá Þjóð- hagsstofnun. Hann hóf störf við Þjóðhagsstofnun þegar hún var stofnuð árið 1974 og vann þar að þróun og gerð þjóðhagsreikn- inga. Á starfsferli sínum hefur hann unnið að fjölda verkefna og komið miklu til leiðar í hag- skýrslugerð. Hann vann meðal annars að gerð iðnaðarskýrslna hjá Þjóðhagsstofnun og tók síðar við verkefnum við uppgjör á einkaneyslu og starfaði að þeim verkefnum er hann kom til Hag- stofunnar. Síðar tók Tryggvi að sér að vinna að verðvísitölum og síðastliðin ár vann hann að inn- leiðingu á vandasömum verkefn- um við alþjóðlegan verðsaman- burð. Þrátt fyrir erfið veikindi kom Tryggvi við á Hagstofunni og fylgdist vel með því sem þar fór fram og lagði til málanna. Átti hann í góðum samskiptum við aðra sérfræðinga Hagstofunnar og jafnan var gott að leita til hans. Hann tók virkan þátt í samstarfi við hagstofur Norðurlandanna og hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, og var hvarvetna tilbú- inn til að veita af þekkingu sinni og reynslu. Við minnumst Tryggva ekki eingöngu fyrir góða þekkingu og einurð við það sem hann tók sér fyrir hendur, heldur einnig fyrir einstaklega góð sam- skipti og glaðværð hvort sem leit- að var til hans við úrlausn verk- efna eða í öðrum samskiptum innan sem utan vinnustaðar. Hagstofa Íslands sendir Ágústu Tómasdóttur og fjölskyldu sam- úðarkveðjur. Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri. Elsku frændi! „Það er sárt að sakna“ eru orð að sönnu. Það er erfitt að kveðja þig og sætta sig við að þú sért farinn. Minn uppá- haldsfrændi og mín helsta fyrir- mynd, tvíbbinn hans pabba eins og ég kallaði þig stundum. Það sem það var gaman að tala við þig og hlæja með þér! Takk fyrir að vera þú, þessi æðislegi maður sem var öllum svo kær. Það eru svo mörg falleg lýsingarorð sem hægt er að segja um þig að þau rúmast ekki í einni svona grein. En ég rakst á ljóð sem mér finnst eiga vel við: „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Einstakur varstu svo sannar- lega elsku Tryggvi og ég er svo þakklát fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman og mun geyma þær í hjarta mínu. Ég kveð þig með trega og söknuði en jafnframt þakklæti fyrir að hafa átt besta frænda sem hægt er að hugsa sér. Þín frænka, Dröfn. Jákvæðni, viljastyrkur og hlýja eru þau orð sem koma upp í hugann þegar við hugsum um hann Tryggva móðurbróður okk- ar. Hann hafði sterka og góða nærveru og ávallt var stutt í húm- orinn. Tryggvi hefur ætíð spilað stórt hlutverk í lífi okkar og verið sterk fyrirmynd. Hann lét ekkert aftra sér og styrkurinn og sjálfs- bjargarviðleitnin einkenndi hann. Tryggvi og Ágústa voru ein- staklega samheldin og falleg hjón þar sem gagnkvæm virðing ríkti. Það var alltaf notalegt að koma á heimili þeirra en það hefur alltaf verið mikill samgangur á milli heimilanna og eigum við margar góðar minningar um samveru með Tryggva, Ágústu og krökk- unum. Við ferðuðumst mikið sam- an og fylgdumst með þeim skopp- ast um landið með tjaldvagninn í eftirdragi undir ljúfum tónum Bogomils Fonts & Milljónamær- inganna. Ef við værum spurð hvernig maður Tryggvi var myndum við svara því til að hann hafi verið góður í gegn; skilgreiningin á gull af manni. Elsku Ágústa, Berglind, Doddi, Ragnhildur, Ástþór og litlu afastelpur, við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Með miklum söknuði kveðjum við kæran frænda. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Hvíl í friði. Eiríkur Steinn, Elín Hrund og fjölskyldur. Tryggvi Karl, svili minn, hefur lagt í sína hinstu ferð. Hann var mikill vinur minn, félagi og ein- stakur maður á allan hátt. Níu ára gamall lenti hann í bílslysi og lamaðist og varð að ganga við hækjur eftir það. Aldrei heyrði ég hann kvarta yfir hlutskipti sínu í lífinu. Það sem einkenndi hann var yfirvegun, æðruleysi, hátt- semi og hógværð. Okkar vinskap- ur varaði í um 30 ár. Tryggvi var vel lesinn og vel að sér í öllu. Ég held þó að íþróttir hafi skipað mjög stóran sess í lífi hans, fyrir utan fjölskylduna hans, sem hon- um þótti afar vænt um. Handbolt- inn og sérstaklega íslenska lands- liðið var stór þáttur í fjölskyldulífinu í Hjálmholtinu. Ávallt þegar leikir voru í beinni útsendingu hringdumst við á í hálfleik og leikurinn síðan gerður upp að honum loknum. Tryggvi hafði ekki neina þörf fyrir að vera miðdepill í samkvæmum eða senuþjófur á mannamótum, en það sem einkenndi hann var hlýja og góð nærvera. Yfirleitt tók fólk ekki eftir því að Tryggvi væri fatlaður, hann bað yfirleitt engan um að hjálpa sér. Tryggvi, Ágústa og börnin þeirra skipuðu stóran sess í lífi okkar Sesselju alla tíð, sérstaklega Ragnhildur og Berglind, sem oft fóru með okkur vestur til þess að heim- sækja Tomma afa og Halldóru ömmu, fara í réttirnar og margt fleira. Aldrei varð okkur Tryggva sundurorða þau 30 ár sem okkar vinskapur varaði. Við töluðumst við í síma mjög oft og efa ég að það séu margar vikur, alla vega síðustu 20 árin, sem við heyrð- umst ekki eða fórum yfir málin. Við Tryggvi, ásamt félögum okk- ar, þeim Jens Pétri Jensen og Magnúsi Soffaníassyni og fleir- um, stofnuðum saman fyrirtækið Modernus fyrir um 12 árum sem síðar meir keypti fyrirtækið Is- nic. Alla tíð var Tryggvi stjórn- arformaður þessara fyrirtækja og fórst það vel úr hendi. Tekið var eftir því sérstaklega, hve allar fundargerðir voru nákvæmar og vel útfærðar. Ávallt voru fundir mánaðarlega. Í öll þessi ár frá stofnun Modernus stjórnaði Tryggvi þeim af sinni alkunnu snilld og hógværð. Útilegur voru stór þáttur í lífi fjölskyldunnar. Conway cruiser-fellihýsi var keypt 1992 og mikið ferðast á hverju sumri. Undanfarin ár hef- ur stórfjölskyldan, Tómas crimi- lale familie, hist seinnipartinn í júní og verið saman eina helgi. Tryggvi og Ágústa, ásamt börn- um, voru þar ómissandi partur. Sérstaklega þegar kom að söngn- um. Tryggvi var einstaklega lag- viss og góður söngvari, en um- fram allt yndislegur maður og einn sá besti vinur sem ég hef eignast um ævina. Við gerðumst trúnaðarvinir á Þingvöllum 17. júní 1994. Ávallt gat ég leitað til hans ef ég þurfti að ræða málin. Ég þakka Tryggva samferð- ina. Tryggvi var mér miklu meira en svili, hann var einn minn besti vinur í 30 ár. Ég kveð þig Tryggvi minn fullur þakklætis, með þeirri vissu að í hjarta mínu býr fjár- sjóður sem endist mér allt lífið fyrir öll þau heilræði sem þú gafst mér. Guð blessi minningu þína. Þinn vinur, Bárður H. Tryggvason. Nú þegar ég kveð hann Tryggva Karl vin minn og frænda í hinsta sinn er það með þakklæti í huga. Þakklæti fyrir að fá að kynnast hans lífsgleði og já- kvæðni. Á sinni ævi þurfti hann að takast á við mikið mótlæti en gerði það á sinn einstaka hátt. Ég kynntist honum fyrst er ég fékk að vera í sveit hjá fjölskyldu hans að Votumýri í nokkur sumur sem strákur. Þá voru þeir Guðni og hann orðnir fullorðnir menn að mínu mati, komnir með bílpróf og voru bílarnir sem hann Tryggvi átti á þessum árum þeir alflott- ustu í heimi í mínum augum. Ég bar mikla virðingu fyrir þessum stóru frændum mínum og átti sú virðing og væntumþykja einungis eftir að aukast eftir því sem árin liðu. Samskipti okkar minnkuðu er frá leið en það var mér alltaf tilhlökkunarefni að hitta Tryggva og spjalla við hann um alla heima og geima. Tryggvi var svo hepp- inn að kynnast henni Ágústu og þau ólu upp börn sín af miklum myndarskap. Eftir að við urðum báðir fjölskyldumenn jukust sam- skipti okkar aftur og oft var sleg- ið á létta strengi og hlegið dátt. Ég sakna þessara stunda en eftir lifir minningin um einstakan mann sem kenndi mér svo ótal margt um lífið og tilveruna. Ég og fjölskylda mín vottum Ágústu, börnunum og allri hans fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Guð geymi góðan dreng. Óskar Baldursson. Tryggvi Karl Eiríksson Fyrir 21 ári síðan hitti ég þig fyrst, þú varst rétt eldri en ég er núna. Lífsglöð og hamingju- söm með Tom þínum. Í mörg ár voruð þið mjög samrýmd, litla fjölskyldan, Dóra Geraldine Einarsdóttir (Bíbí) ✝ Dóra Gerald-ine Ein- arsdóttir (Bíbí) fæddist í Reykja- vík 25. júlí 1946. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 15. mars 2012. Útför Dóru fór fram frá Dóm- kirkjunni 29. mars 2012. Krúsa, Einar og þú. Gerðuð allt saman og þið Krúsa pössuðuð uppá að Einar skorti ekkert. Ég held að það hafi verið ástæðan fyrir því að þú hafir átt erfitt með að sleppa hendinni af Einari. Hann var alltaf litla barnið þitt og hugmyndin um að hann þyrfti að vinna og sjá fyrir ann- arri fjölskyldu var ekki sá draumur sem þú hafðir fyrir hann og þú skófst ekkert utan af þeim málum. Þó við ættum ekki auðvelda samfylgd þessi ár þá er margt sem ég mun sakna. Þú varst með kaldasta húmor sem ég hef kynnst, stundum átti ég erfitt með að skilja hann en nú í dag þá met ég það að geta sagt barnabörnum mínum sög- ur af þér. Tvær síðustu vikur þínar voru ómetanlegar, við grófum loksins stríðsöxina og gátum kvatt hvor aðra á almennilegan og innilegan hátt. Samtölin okkar þá voru yndisleg. Samband þitt við systur þín- ar Guðrúnu og Lillý var það fallegasta sem ég hef séð, sama hvað bjátaði á þá voruð þið alltaf til staðar hver fyrir aðra. Ég ætla að þakka þér fyrir að hafa gert Einar að þeim manni sem hann er í dag, og takk fyrir samfylgdina í öll þessi ár. Sjáumst síðar. Aðalheiður (Heiða).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.